Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Utlönd Nortti fékk vopn fyrir contra hjá Kínverjum HusseSn nertaði að hítta Klarsfeld Franska konan og nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld fékk ekki að hitta Hussein Jórdaníukonung að máli í gær eins og hún hafði farið fram á. Haíði hún ætlað að alhenda konungi yfirht yfir athafriir Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, é tímum síðari heimsstyrjaldarinnar en hann er sakað- ur um að hafa tekið þátt í ógnarverkum nasista á Balkanskaga. Waldheim er nú í opinberri heimsókn í Jórdamu. Að sögn vitna neituðu verðir að hleypa Klarsfeld inn í garða konungs- hallarinnar í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Þeir báru henni þau skilaboð frá konimginum að hann væri of önnum kafinn til að hitta hana en ef hún vildi afhenda vörðunum skjöl þau sem hún hefði meðferðis, yrði þeim kom- ið til róttra yfírvalda. Frambjóðendur demókrata hefja slaginn Þeir bandarískir demókratar sem nú sækjast eftir útne&ingu sem foraeta- efiii flokks síns, hófu í gær formlega slaginn um hnossið mikla þegar þeir komu fram í kappræðum í sjónvarpi. Kappræðunum var sjónvarpað um gjörvöll Bandaríkin en þær eru hinar fyrstu af mörgum sem bæði demó- kratar og repúblikanar munu standa fyrir, meðan á forkosningabaráttu flokkanna stendrn- næstu átta mánuði Ekki er búist við að kappræðumar í gærkvöldi reynist hafa mikil áhrif. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku, hafa gjaman verið nefridir „dvergamir sjö“, vegna þess hve lítt þekktir og tilþrifalitlir þeir hafe verið í alríkisstjóm- málum. Að því er tímarit í Hong Kong skýrði frá í gær, seldu kínversk stjómvöld skæruliðum contrahreyf- ingarinnar, sem berst gegn stjóm- völdum í Nigaragúa, vopn fyrir sjö milljónir bandaríkjadala. Milli- göngumaður við sölu þessa var Oliver North, ofursti, fyrrum starfs- maður bandaríska Þjóðaröryggisr- áðsins, sem rekinn var úr starfi fyrir aðild sína að vopnasölu til íran. Tímaritið Far Eastem Review hef- ur það eftir ónefhdnum, háttaettum aðila í ríkisstióm Reagans, Banda- ríkjaforseta, að Kínveijar hafi sent contraskæruiiðum nokkra farma af vopnum, gegnum vopnasölumann í Kanada og aðila í Portúgal. Þá seg- ir blaðið að greitt hafi verið fyrir vopnasendingar þessar gegnum bankareikning sem Oliver North setti upp í Sviss. Lækka alla gjaldskrá síma í landlnu Yfirvöld í Sviss hafa ákveðið að lækka alla gjaldskrá síma í landinu, jafnt bæði á utanlands- sem innanlandssímtölum, vegna mikils ágóða hjá póst og símastofriun landsins. Innanlandsnotkun síma mun lækka um allt að þriðjung en utanlandssímt- öl inn tuttugu prósent. Talið er að gjaldskrárbreytingin muni kosta póst og síma í Sviss sem svar- ar um sjö hundmð milljónum íslenskra króna. Hefhdu sín á stjómanda kaffitenunnar Nemendur og kennarar í háskóla einum í Sovétrikjunum notuðu fyrir skömmu tækiferi sem gafet til þess að ná sér niðri á konunni sem rak kaf- fiteríu skólans. Konan, sem heitir Irina Dodonova, var í framboði i kosning- um í héraði sínu. Minnugir þess hvemig maturinn helur verið hjá henni undanfarin ár gættu nemendur og kennarar skólans þess vandlega að strika hana út af kjörseðlum, þannig að hún hlaut ekki nema h'tinn hluta at- kvæða og náði því ekki kjöri, þótt enginn væri mótframbjóðandinn. A likkistu Peron voru sverð og einkennishúfa sem nú eru horfin. I opnu kistunni hvílir Evita Peron, seinni eigin- kona hans. Símamynd Reuter Krefjast300 milljóna fyrir hendur Perons Grafarræningjar segjast hafa brot- ist inn í grafhýsi Juan Peron, fyrrum forseta Argentínu, og seinni eigin- konu hans, Evitu Peron og hafa skorið hendurnar af líki forsetans fyrrverandi. Krefjast grafarrænin- gjarnir átta milljón dollara lausn- arfjár fyrir hendurnar. Þá var sverði Perons, einkennis- húfu hans og argentíska fánanum stolið úr grafhýsi hjónanna síðastlið- inn mánudag. Forseti flokks Peronista í Argent- ínu, Vicente Saadi, öldungadeildar- þingmaður, sagði í gær að honum hefði borist lausnargjaldskrafan í pósti og hefði hann fyrirskipað inn- anríkisráðherra landsins að láta opna grafhýsið, til að sjá hvort hend- urnar væru enn á líki forsetans. Flestir argentískir stjórnmála- menn voru á einu máli um að ólíklegt væri að nokkur hefði fjarlægt hendur líksins. Töldu þeir kröfuna vera heimskulega, jafnvel sjúklega til- raun til að hafa fé út úr argentíska ríkinu. Peron var forseti Argentínu frá 1946 til 1955 þegar her landsins steypti honum úr stóli. Hann var endurkjörinn forseti árið 1973 eftir að hafa snúið heim úr útlegð en lést árið á eftir. Draga úr vonum um samkomulag í sjónmáli Bandarískir embættismenn drógu í gær úr vonum manna um að mála- miðlun væri að takast í þeim ágrein- ingsmálum sem erfiðust eru í afvopnunarviðræðum Bandaríka- manna og Sovétmanna. Sögðu embættismennimir að Sovétmenn hefðu undanfama daga viðrað ákveðnar hugmyndir, sem greitt gætu götu samkomulags um sam- drátt í kjamorkuvígbúnaði í Evrópu en of snemmt væri að fullyrða hvert þessar hugmyndir myndu leiða. Richard Lugar öldungadeildar- þingmaður og aðrir bandarískir embættismenn sögðu í gær að ný- justu tillögur Sovétmanna þar sem þeir taka tillit til kröfugerðar Bandaríkjamanna og Atlantshafe- bandalagsins, fælu í sér að meðal- drægum kjamorkuvopnum yrði eytt um allan heim en ekki aðeins í Evr- opu. Sögðu embættismennimir að bjartsýni gætti nú við samninga- borðið og að allt benti til þess að mál þokuðust í átt til samkomulags um eyðingu allra meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuvopna. Hins vegar væri enn of snemmt að fullyrða nokkuð og þótt verið væri að ræða ákveðnar hugmyndir væm enn mörg deiluefni óútkljáð. North fékk málið í gær og vitnaði fyrir lögfræðingum rannsóknarnefndar þings- North talar- loksins Ólafiir Amaisan, DV, New York: í gær gerðist sá einstæði atburður í Washington að Oliver North var spurður spumingar og svaraði. Þetta gerðist fyrir luktum dyrum og það vom Iögfræðingar rannsóknar- nefiidar þingsins í Iransmálinu sem lögðu spumingar fyrir North. Þar sem þetta fór fram fyrir luktum dyrum er ekki annað vitað um efrii spuming- anna en það að þær einskorðuðust við það hvort Reagan forseti hefði vitað um tilfærslu á fé til contraskæmliða. North, sem nýtur friðhelgi, hefur áður neitað að bera vitni fyrir luktum dyrum en svo virðist sem því hafi ve- rið kippt í lag. í næstu viku mun North bera vitni í opinberri yfirheyrslu hjá rannsókn- amefnd þingsins og verður þeirri yfirheyrslu sjónvarpað beint um öll Bandaríkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.