Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Spumingin Ertu fylgjandi banni á notkun fjórhjóla? Áslaug Konráðsdóttir: Já, það ætti að banna þau - alveg. Birgir Guðmundsson: Algjörlega - nema á vissum afmörkuðum blettum. Snorri Einarsson: Já, á friðuðu land- svæði. Það á bara að hafa afmarkaða velli undir þetta. Herdís Sveinsdóttir: Já - alls staðar nema á sérstökum brautum fyrir þau. Fríða Haraldsdóttir: Mér finnst alveg hræðilegt að sjá hvernig þau hafa farið með landið - var í fjallgöngu á Hellisheiði og þar voru ljót sár í jarð- veginn eftir fjórhjól. Hilmar Herbertsson: Á vissum svæð- um allavega, en leyfa þau á öðrum - til dæmis hjá bændum og þeim sem á þurfa að halda. Ekki leyfa mönnum að leika sér á þessu - nema á af- mörkuðum svæðum. Lesendur Dagvistun í ólestri Einstæð móðir segir: Það er undarlegt hversu illa geng- ur að koma dagvistun bama í sæmilegt horf - þannig að það henti foreldrum og bömum allan ársins hring. Engu er líkara en yfírvöld lfti á þessa þjónustu sem hliðarúrræði fyrir húsmæður sem annars sitja heima í stoíú flesta daga. Þannig er mál með vexti að ég er einstæð móðir og á einn sjö ára gamlan son. Að sjálfsögðu þarf ég að vinna úti allan daginn - og meira til - en launin duga ekki fyrir húsa- leigu og nauðþurftum. Það skal tekið fram að ég á ekki bíl þannig að við brjótumst, mæðginin, í öllum veðrum snemma morguns í vinnu og á skóladagheimili. En þá er ég komin að tilefhi þess að yfir mig gekk í síðustu viku. Skóladagheimilinu verður lokað í tæpa tvo mánuði í sumar og ekki virðist gert ráð fyrir að nokkurt at- hvarf eigi að taka á móti þeim bömum er þama hafa dvaliö. Ég fæ að vísu mánuð í sumarleyfi en þá eru þrjár vikur eftir og er allt útlit fyrir að ég þurfi að taka mér launa- laust leyfi ef mér finnst ekki að drengurinn eigi að ganga eftirlits- laus þann tíma. Launalaust leyfi er fjárhag mínum ofviða og til frekari áréttingar vil ég benda á að hlutir eins og utanlandsferðir eða hús- gagnakaup - svo eitthvað sé nefiit - er nokkuð sem við tvö lesum um í blöðum. Það er ekki inni í myndinni hjá okkur. Nú spyr ég: Hafa sjö ára böm eng- an rétt? Eiga þau að sitja undir því að bágborinn fjárhagur mæðranna ásamt andvaraleyá yfirvalda dæmi þau á götuna tímunum saman? Þess skal að lokum getið að ég er ekki með þessum orðum að kasta rýrð á skóladagheimilið eða stjóm- endur þess. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en heildarskipulag í gæslu bama hafi farið fyrir ofan garð og Hvar eiga sjö ára drengir að vera þegar skóladagheimilið er lokað i tvo mánuði? neðan í þessu þjóðfélagi. Teljum við ódýrara fyrir það sama þjóðfélag að taka síðar við bömunum og mæð- rum þeirra á meðferðarheimih af ýmsu tagi þegar líkamlegt og and- legt þrek hefior verið brotið niður og vandamálin hafa vaxið mönnum yfir höfiið? Er ekki kominn tími til að vakna af værum dvala? Og það fremur fyrr en síðar. Lausvið hártoppinn Ánægður viðskiptavinur hringdi: Mér var bent á að fara í Hárlínuna því ég var með svo lítið hár - hvirfill- inn var næstum alveg orðinn ber. Og árangurinn var ótrúlega góður varð- andi þetta hárvandamál sem ég hef þurft að glíma við í þrjátíu ár - án árangurs. Eftir tvö skipti fór hárið strax að lagast. Nú er ég búin að fara í ellefu skipti og get gengið án hár- toppsins sem alltaf hefúr verið að angra mig. Árangurinn er að sjálfsögðu misjafn en hjá mér er hann stórkostlegur. Ég segi frá þessu í von að einhver hafi gagn af meðferðinni á sama hátt og ég sjálf hef fengið að reyna. Sömuáskriftargjöld úti á landi H.Ó. hringdi: Ég bý úti á landi og finnst ósann- gjamt að við skulum þurfa að greiða sömu áskriftargjöld af dagblöðunum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæð- inu. Við fáum blöðin eftir dúk og disk. í dag, sem er fimmtudagur, fengum við þriðjudags- og miðvikudagsblöðin en samt þurfum við að borga það sama. Ef við tökum Dagblaðið sem dæmi, sem ég er áskrifandi að, þá erum við yfirleitt búin að sjá fréttimar í sjón- varpi og heyra þær í útvarpi áður en blaðið kemur. Við lesum þær ekki eldgamlar þar líka. Nú vil ég skora á aðra landsbyggðarmenn að láta í sér heyra sem fyrst. Lífeyrissjóða- hneyksli Sigrún Bergþórsdóttir skrifar: Eg er sammmála Bergvini Odds- syni í Vestmannaeyjum í sambandi við lífeyrissjóðina eins og greiðslum í þá er háttað. Þetta er hneyksli hvemig teknir em peningar af fólki og mönnum talin trú um að þeir fái þá aftur í ellinni. Ég man ekki betur en einn þingmaðurinn segði frá dæmi um líf- eyrissjóð þar sem kostnaðurinn við að stjóma honum væri meiri en greiðslumar sem sjóðfélagar fa. Þessi sjóður er greinilega til fyrir forstjóra sinn en ekki fyrir þá sem borga í hann. Nú, eða maðurinn sem fékk út- reiknaðar greiðslur eftiríjögurraára aðild og voru boðnar krónur 19,50 sem vom reyndar hækkaðar í 900 krónur - níu hundruð- eftir blaða- skrif. Lífeyrissjóði í þeirri mynd sem þeir em nú á skilyrðislaust að leggja nið- ur eins og Bergvin leggur tiL Skylduspamaður hefúr áður verið framkvæmdur og þá fékk hver sitt eftir ákveðinn tíma. Hvers vegna er það ekki hægt þeg- ar um lífeyrissjóð er að ræða? Það er forystu launþegasamtakanna til skammar að standa að þeasari skatt- lagningu á láglaunafólk á þennan Hvereigisinn lífeyrissjóð Borgvin Oddsson, skipstjóri á Glófaxa í Vestmannaeyjum. segist í viðtali við Fréttir i Eyjum vilja lcggja lifeyris- sjóðina niðurog að lifeyrisið- gjöldin verði lögð inn á vcrðtryggða reikninga hjá hverjumogeinum. Það hafa heyrst vitluusuri tillögur í lifcyrismálunum. cn þessi myndi augljóslegn ein- falda stórlega digran lið í kcrfmu. Fólk aetti þú sinn sjóð. hver fyrir sig. i sinum banka. som það fengi siðan væntan- lega að n ýta cftir fyrirfram ák veðnu kerfi þegar þar að kemur. Á meðan stæði sjóður- Skrifað var um IHeyrissjóðina f Sandkorni DV þann 25. júní siðast- hátt. liðinn. Sparkvöll á Grandann Fimur skrifar: Það vantar tilfinnanlega sparkvöll af minni gerðinni á norðurhluta Grandans. Það geta ekki allir krakk- ar hverfisins lætt sér inn á KR-völl- inn - enda er það óvinsælt af hinum íúllvöxnu boltamönnum. Með íjölda nýrra bygginga á þessu svæði hefúr bömum og unglingum fjölgað en lítið verið gert fyrir þau hvað snertir aðstöðu til útivistar. Eina opna svæðið, sem til umráða var, er auða lóðin við Framnesveg og Hringbraut sem nú hefúr verið tekin undir skólabyggingu. Það er engum til góðs að þessir aldurshópar séu á hrakhólum með útileikina og því brýnt að yfirvöld taki við sér sem allra fyrst. Hvaladráps- áhugi ráða- Margrét Hjálmtýsdóttir segir: Mörgum finnst sem ráðamenn ís- lands hafi leitt skömm yfir þjóð síns með hvaladrápsáhuga. Flestir em ís- lendingar dýra- og náttúmvemdar- unnendur og ekki frábmgðnir öðrum menningarþjóðum í þeim efiium. Því fordæma þeir útrýmingu dýra. Einnig er það vítavert að á sama tíma og mikið neyðarástand ríkir hjá bændum þjóðarinnar við að koma afúrðum búa sinha í verð skuli vera hafinn áróður fyrir sölu hvalkjöts og hvaladrápi. íslendingar þurfa að fá hæfari menn en þeir hafa til að stjóma þessum málum. Glæsilegt á Hótel Ork Regina Thorarensen skrifar: Eg fór með syni mínum og tengda- dóttur og þremur bömum á Hótel Örk í Hveragerði um daginn. Þar var mat- urinn frábær, sextán réttir, bæði kjöt og fiskur, auk þess alls konar salöt. Það er dásamlegt hvað kjötið var vel soðið og hantérað á allan máta og kokkamir kunna vel til sinna verka. Þegar ég kom inn og sá þetta flotta veisluborð varð mér hugsað til þess hvort maturinn væri jafiigóður og reyndist svo vera. Mig langar að óska Helga Þór Jóns- syni heilla með glæsilegt hótel í nútíð og framtíð. Gleraugun töpuðust íflutningunum Lára Ólafsson hringdi: Síðastliðinn laugardag - þann 27. júní - töpuðust kvengleraugu í rauðu hulstri. Sennilega hafa þau týnst á Stekkjarhvammi, þar sem staðið var í flutningum þangað, en einnig gætu þau hafa tapast við Hellisgerði því þar var komið við í bakaleiðinni. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 42930 eða láta vita að Stekkjar- hvammi 74, en þar ekki ekki kominn sími ennþá. Fundarlaunum er heitið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.