Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Fréttir Friðrik Karisson Mezzoforte r 1 ÍZlrm .„sAtahnu Fjölgun hjá frægum Næturverðir Nafn Vikunnar. Steinunn Ólína þorsteinsdótlir Veiðivon Gunnar Bender Laxá í Dolum: Þrjár bleikjur í veiðitúrnum „Þetta er einkennilegt sumar sem núna er að byrja í veiðinni og veiðin er ótrúlega döpur víða eins og í Norð- urá, þaðan sem ég var að koma, við sáum lítið af fiski, sama þó maður þekki ána vel, laxinn var bara alls ekki til staðar," sagði veiðimaður og mikil aflakló sem var að koma úr Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum. „Það er eitthvað sem togar í mann að renna bara ekki aftur þama og fiskurinn sem veiddist, þessir 12 í hollinu, voru smáir í þokkabót, nei Norðurá freistar mín ekki lengur, það er eitthvað að þama,“ sagði veiðimað- ur ennfremur. „Við vomm að koma úr Laxá í Döl- um, hollið veiddi 3 bleikjur, en lax fékkst ekki, hann er fyrir utan og vill ekki inn eins og vatnið er þessa dag- ana, það verða að verða veðrabreyt- ingar svo eitthvað gerist, þetta var ótrúlega dapurt. Svo kom ég við í Grímsá til að kíkja og þar hafði vinur minn verið fyrir nokkrum dögum og þar fékkst 1 lax í heilu holli,“ sagði einn af veiðimönnunum með öngulinn í rassinum þessa dagana. Það verður eitthvað meiriháttar að gerast næstu daga, helst að hellirigna, því sumir veiðiménn þola ekki við lengur og ánamaðkurinn er kominn í 25 krónur, það er að segja ef þá er hægt að fá hann. Laxinn verður að fá súrefni til að taka og koma sér upp í veiðiámar þar sem veiðimennimir hrópa á regn. Við skulum hafa að lokaorðum orð veiðimanns, sem var að koma úr Laxá í Aðaldal, en hann sagði. „Ég man ekki eftir Laxá í Að- aldal svona lítilli, en samt kemur laxinn í miklum mæli í hana og þeir em vænir en hvemig verður Laxá ef áfram verður þurrkur, og Mýrarkvísl- in og Reykjadalsáin, hvað verður um þær? Þeir voru fallegir laxarnir sem veiddust í Langá á Mýrum fyrir skömmu og sóma sér vel við ána en annars hefur Langáin verið frekar róleg síðustu daga. DV-mynd Árni B. Miðfjarðará: Stórlaxar í Neðri- Hlaupunum „Við fengum 23 laxa hollið og það er víða mikið af fiski eins og í Austurá í Neðri-Hlaupunum em 30-40 stórlaxar og þeir stærstu em um 30 pund, Neðri- Hlaupin em blá af fiski,“ sagði Ami Baldursson sem var að koma úr Mið- fjarðará og er að fara í Stóm-Laxá í Hreppum. „í Vesturánni er töluvert af fiski en hann tekur illa í þessu góða veðri sem er núna. Það var sama hvað veiðimenn reyndu við suma fiskana, þeir vildu alls ekki taka,“ sagði Árni ennfremur. „Laxá á Refasveit hefur gefið 11 laxa og er sá stærsti 14 pund. Fiskurinn er kominn víða í ána og hefur fengist upp í Snaga og Göngumannahyl en þar er 20-22 punda fiskur stórlax,“ sagði Sig- urður Kr. Jónsson á Blönduósi er við spurðum frétta. „Ég fékk fyrsta flugu- laxinn í Garðshorni og hann var 10 pund. Mest er af fiski i Gljúfrabúa og rétt fyrir neðan neðri laxastigann. Veiðin í Blöndu hefur verið frekar róleg síðustu daga og hafa komið þetta 4 til 7 laxar á dag og ætli það séu ekki komnir um 300 laxar á land en það bjargar þessu að fiskurinn er stór og fallegur," sagði Sigurður að lokum. Fréttir úr Laxá á Ásum hafa verið frekar fáar og smáar en við fréttum að komnir væm um 200 laxar og veiði- maður sem renndi einn dag fyrir skömmu veiddi 12 laxa og Óli Kr. Sig- urðsson Olís sem veiddi í Ásunum fyrir skömmu, með Sverri Kristinssyni, fékk 13 laxa. Elliðaámar hafa aðeins tekið kipp og em komnir á land 72 laxar og þrátt fyrir lítið vatn virðist vera töluvert af fiski, teljarinn nálgast 300 laxa og ef það ringdi eitthvað á næstunni gætu komið fleiri laxar, miklu fleiri. Fréttir úr Stóm-Laxá í Hreppum em af skomum skammti og em víst komn- ir um 8 laxar. Veiðimaður sem var að koma af þriðja veiðisvæði sá ekki líf og annar sem var að koma af öðm svæði sá lítið sem ekkert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.