Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
19
Menning
Á kanti við Kantor
Leikhús og gjömingar í Kassel
1 tengslum við „documenta 8“ list-
sýninguna í Kassel eru venjulega
skipulagðir margháttaðir tónlistar- og
leiklistarviðburðir. Samt heíur aldrei
farið eins mikið fyrir leikhúsi og nú-
tímadansi i Kassel en einmitt nú, enda
vildu þeir sem stjómuðu myndlistar-
sýningunum fyrir alla muni ítreka hin
margháttuðu tengsl nútímamyndlist-
ar, til að mynda gjörninga, við aðrar
listgreinar: leik, dans og tónlist.
I borgarleikhúsinu, sem er lika
ópemhús, vom kynntar nýjar upp-
færslur á sígildum verkum, svo sem
eins og gjörvöllum „Hring“ Wagners
og „Brottnáminu úr kvennabúrinu"
eftir Mozart, en þar var líka á boðstól-
um ný ópera, „Pier Paolo...“ eftir
Walter Haupt en hún segir af leikstjór-
anum og ljóðskáldinu Pasolini.
Þama var sýnt glænýtt verk eftir
Tadeusz Kantor, ný útgáfa leikstjór-
ans Peters Löscher á leikþáttum eftir
Beckett, dans-leikhús þeirra Jans
Fabre frá Belgíu (sem í blaðaumsögn-
um var nefndur „hinn nýi Robert
Wilson“) og bandaríska dansarans
Sheryl Sutton, dans og söngur þeirra
Meredith Monk og Nurit Tilles, og
loks tróð upp dansflokkur Lucindu
Childs.
Meðan þessi verk vom flutt úti í bæ,
vom tilraunakvikmyndir og gjöming-
ar fluttir viðstöðulaust á myndlistar-
sýningunum eða í kringum þær.
Á róli milli leiklistarhátíða
Vissulega hefði verið gaman að kom-
ast á „Weltpremiere" á óperunni um
Pasolini, en illa stóð á dögum hjá mér.
Þess í stað lét ég mér nægja tvær
aðrar frumsýningar, hjá þeim Tadeusz
Kantor og Lucindu Childs. Meira um
þá síðamefndu og nútímadans seinna.
Það þarf sjálfsagt ekki að kynna
Kantor ítarlega fyrir innvígðu leik-
húsfólki því hann hefur um árabil
verið á róli milli alþjóðlegra leikhús-
hátíða með verk sin, nú síðast „Dauðir
á skólabekk".
En ég held að óhætt sé að segja að
uppfærslur hans skeri sig úr á slíkum
hátíðum.
Kantor kemur nefhilega inn í leik-
húsið úr allt annarri átt en flestir
aðrir, það er i gegnum myndlist og
heimsstyrjöld.
Hann nam myndlist við listaskólann
í Kraká og telst vera meðal leiðandi
manna í pólskri nútímalist fyrir til-
raunir sínar með alls kyns samsett
verk, gerðum úr úrgangsefnum, að-
skotahlutum og öðm í þá vem.
Meðan á hemámi Þjóðverja stóð
stofhaði Kantor tilraunaleikhús í
Kraká. Það tiltæki var í senn hluti
af menningarlegu andófi og tilraun til
að fá botn í þann hrylling sem blasti
við allt um kring.
Árið 1956 endurvakti Kantor síðan
leikhús sitt, „Cricot 2“, og kenndi við
„núllstefnu" í listum. Leikurum var
uppálagt að leika á móti dauðum hlut-
um, handrit vom rifin í tætlur á
sviðinu og sjálf atburðarásin var
byggð á hversdagslegustu atburðum
sem fyrirvaralaust gátu snúist upp í
grimmileg átök.
Tadeusz Kantor: „Eg hef ekki minnsta
vegar. Það eru einmitt vankantarnir
óþrjótandi uppspretta hugmynda."
áhuga á að snúa heiminum til betri
á heiminum sem hafa orðið mér
Leiklist
Aðalsteinn Ingólfsson
Lifandi myndir
Kantor er ekki að segja sögur heldur
að búa til lifandi myndir á sviði og
tekur þá til handargagns allt það sem
kemur honum að notum: myndlist.
absúrdleikhúsið, helgileiki miðalda,
vísindaskáldskap, kvikmyndir og ótal
margt fleira. LJr þessum efhiviði skap-
ar hann margslungin verk um angist
og dauða.
I Kassel var „heimsfrumsýning" á
nýju verki eftir Kantor, „Ástar- og
dauðavélinni", sem flutt var af ítölsk-
um leikhópi undir stjóm höfundarins
sem sat til hliðar á sviðinu og sló takt-
inn.
Rauða teppið eftir Allan Kaprow i umsjón ungs, þýsks listamanns.
DV-mynd Al
Umrædd „Ástar-og dauðavél" var
nokkurs konar vélmenni sem stóð í
kassa fyrir miðju sviði. Utan um vélina
í kassanum hringsnerist (bókstaflega)
einn af þeim ótuktarlegu karlfauskum
sem Kantor hefur svo mikið dálæti á.
Á meðan voru nokkrir svartklæddfr
menn á sífelldum hlaupum um sviðið
með stóla og frumstæðar trébrúður.
þráspvrjandi hver annan imi líðan
..drottningarinnar". Mátti á þeim
skilja að „drottning" þessi og vél-
mennið væm náskyld. ef ekki eitt og
sama tóbakið.
Átréhesti
í hvert sinn sem kassinn opnaðist.
og vélmennið kom í ljós. tóku menn-
imir síðan á rás út af sviðinu og lenti
þá allt í bendu. fólk. stólar og trébrúð-
ur.
Þannig gengu hlutimir fyrir sig
drvkklanga stund. Birtist þá hópm- af
tötrughvpjum og dró hann stóran tré-
hest andsælis um sviðið. Á hestinimi
sat glóhærður drengur með pappakór-
ónu. Annar forneskjulegm- hópm- dró
sjúkrabömr með glóhærðri stúlku
réttsælis mn sviðið.
Þegar hópamir tveir mættust. sem
kom æði oft upp á. revndu börnin af
veikmn burðmn að komast í tæri við
hvort annað. en árangurélaust.
Loksins hélt öll hersingin út af svið-
inu og leikurinn var á enda.
Ekki gerði ég mér rellu út af hugsan-
legri „merkingu" þessa verks, en
undarlega endurtekningasamt og til-
breytingarlítið þótti mér það, að
minnsta kosti ef miðað er við fyrri
verk Kantors.
Á heimleið gekk ég framhjá rauða
teppinu hans Allans Kaprow sem lá
upp að aðaldynmi „documenta" sýn-
ingarinnar. Fyrir eitt mark mátti hver
sem er ganga eftir teppinu og inn á
sýninguna, alveg eins og greifi. Ég sló
til og leið strax betur á eftir.
-ai
Lokafrágangur á fokheldu húsi að Litla-
Hrauni
Tilboð óskast í lokafrágang á viðbyggingu við verk-
stæðishús Vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Viðbygging-
in er fokheld og er um 70 m2.
Innifalið er múrhúðun, málun og pípulagnir úti og
inni. Ennfremur allt annað er þarf til að skila bygging-
unni fullgerðri (veggir, dúkalögn, raflagnir o.s.frv.)
Verkinu skal vera lokið 1. febr. 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 21.
júlí 1987 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844 POSTHÓlF 1441 TELEX 2006
VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI
Viðimel Skúlagötu
Borgartún 1-7
Hvassaleiti Skúlatún
Rauðarárstíg 1-13
Laugaveg, jafnar tölur ........*.....***♦**•♦
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Simi 27022
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fullri ferð
SKILAFRESTUR
í BÍLAGETRAUN ER
TIL KL. 22 í KVÖLD,
FTMMTUDAG