Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 22
22
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
Erlend myndsjá
DV
Friðarganga Bandaríkjamanna og Sovéta
Undanfarið hefur staðið yfir nokkuð sérstæð íriðarganga í Sovétríkjunum, þar sem saman ganga friðarsinnar frá fjölmörgum löndum, þeirra á meðal bæði Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. í farar-
broddi ganga fánaberar með þjóðfána stórveldanna tveggja enda aðilar frá þeim tveim sem skipuleggja gönguna. Gengið verður alla leiðina £rá Leningrad til Moskvu. Um síðustu helgi áði göngufólkið í
bænum Kalinin þar sem tími vannst til að taka þátt í héraðshátíð. Ræddi göngufólk þar við aldraða sovéska borgara sem höfðu sitt til fríðarmála að leggja. Á mánudag hélt svo gangan af stað aftur.
Stór vemdar smáan
Það þykir tilheyra, í siðmenntuðum samfélögum, að hinn stóri vemdi þann
smáa. Þetta' á jafht við í íþróttum sem öðm og því var það að kappleikur var
stöðvaður á íþróttavelli í St. Louis í Bandaríkjunum svo dómarinn gæti forðað
smáfugli undan íþróttatröllunum sem þar háðu hildi. Fuglinn hafði spígsporað
út á völlinn í sakleysi sínu og var talinn í stórhættu. Atvikið átti sér stað í
homaboltaleik og hefur líklega verið hið eina athyglisverða sem gerðist því
íþrótt þessi er líklega einhver sú tilþrifaminnsta og leiðinlegasta sem um getur.
Oft var þörf, en...
Þegar sólin skín í heiði og hitinn er kominn hátt yfir þrjátíu gráður í forsælu, þarfhast allir kælingar, helst jafnt
innri sem ytri. Þessi böm í Madrid em engin undantekning enda vom þau fljót til að fækka fötum og hlaupa út í
næstu laug, með skvettum og látum, um leið og færi gafst. Lái þeim hver sem vill.
Sýrlensksr geimfarar
Sovétmenn hafa ástundað það um nokkurt árabil að bjóða öðrum ríkjum að senda geimfara
upp í háloftin með sovéskum förum. Hafa þeir lagt mikið upp úr slíkri samvinnu og telja
hana árangursríka í mörgu tilliti, ekki síst því að koma á vísindalegum samskiptum af öllu
tagi. Nú síðast vom það Sýrlendingar sem þekktust boð Sovéta og hér sjáum við sýrlensku
geimfarana, þá Munir Hkabib og Mukhammed Farid, við æfingar fyrir brottför. Þótt geim-
farar þurfi að ganga í gegnum margvíslega sérþjálfun, virðast þetta vera hinir venjulegustu
menn. Einna líkastir Vestmannaeyingum við björgunaræfingar á sjó.
Fyrsta uppboðið í Moskvu
Á dögunum var haldið fyrsta listaverkauppboð sem sögur fara af í Moskvu. Svo sem eðlilegt
verður að teljast, miðað við þann leyndarhjúp sem skrifræðið í Sovétríkjunum vill halda yfir athöfn-
um sínum hefur ekki verið fjölyrt um hvaða verk vom boðin til sölu á uppboðinu, né heldur
hverjir keyptu og á hvaða verði. Líkast til hafa þó eingöngu verið seld verk sem vom í eigu ríkis-
ins, ólíklegt verður að telja að aðrir en ríkisstofrianir hafi fengið að bjóða í verkin og tilboð hafa
auðvitað gengið í samræmi við stefhu landbúnaðarráðuneytisins í verðlagningu á litarefnum af
mosaekrum Síberíu. Því em enda takmörk sett hversu mikið kapítalískt sjálfræði er hægt að leyfa,
þrátt fyrir frjálslyndishjal félaga Gorbatsjovs.