Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 31
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. 31 dv Sandkorn Þaö má segja að Helgi E. Helgason hafi orðið „spólvitlaus“ á sunnudag- inn þegar spólan kláraðist. Helgi spólvitlaus Síðasta sunnudag var mikil spenna meðal landsmanna og þá ekki síst meðal fjölmiðla- fólks. Þann dag átti að koma í ljós hvort fjögurra vikna stjórnarmyndunartilraun myndi takast. Rétt fyrir hálftvö voru fréttahaukamir farnir að lúra fyrir utan Al- þingishúsið sem var harðlok- að fyrir slíkum fuglum. Nú leið og beið og eftir meira en 12 klukkustunda bið dró til tíðinda. Jón Baldvin lét þau boð út ganga að hann vildi gefa yfirlýsingu til þolin- móðra fréttamanna. Loftið var lævi blandið enda úrslita- stundin rannin upp, hljóð- nemar voru reknir upp að Jóni Baldvini, sjónvarpsvélar og upptökutæki tóku að suða og leifturljósin iéku um herberg- íð. Jón Baldvin las yfirlýsing- una, þakkaði pent fyrir sig og fór. Hin sögulega stund var liðin hjá en yrði geymd hjá fjölmiðlum og komið á fram- færi til þjóðarinnar. Skyndilega urðu menn varir við að Helgi E. Helgason, fréttamaðursjónvarpsins, roðnaði af reiði og hnúarnir hvítnuðu og fljótlega kom skýringin í ljós. Sjálft ríkis- sjónvarpið hafði ekki náð nema blábyrjuninni af yfirlýs- ingunni, spólan, sem ætluð var í stjórnarmyndunina, hafði klárast aðeins fyrir tímann. Denni með allt opið Ef marka má fréttaskrif virðist hafa verið eitthvað stirt á milli Denna, Steina og Nonna Bald. eftir að snurða hljóp á þráðinn í stjórnar- mynduninni á sunnudag. Hefur verið nokkur kurr í bæði sjálfstæðismönnum og krötum sem telja að hinn mikli leiðtogi framsóknar- manna hafi ekki verið heiðar- leikinn uppmálaður. Finnst þeim alveg óviðeigandi að Steingrímur skuli hafa staðið í viðræðum við aðra flokka og jafnvel afhent þeim plögg úr hinum formlegu viðræðum þegar ríkisstjórnin var á fóst- urskeiði. Þetta vilja sumir kalla að vera opinn í báða enda en framsóknarmenn, sem hafna öfgum til hægri og vinstri að eigin sögn, segjast vilja halda öllum leiðum opn- um og ekki loka á neitt. Engin leið að hætta Alþýðubandalagsmenn héldu miðstjórnarfund um síð- ustu helgi þar sem þvargað var fram og aftur um vanda flokksins sem flokksmenn sjálfir hafa verið duglegastir við að finna og skilgreina. Ef marka má fyrirsögn Þjóðvilj- ans í gær virðist svo vera sem það sé „engin leið að hætta“ rifrildinu í Alþýðubandalag- inu og þeirra popplag í G-dúr enginn bræðralagssöngur. Meira um miðstjórnarfund- inn. Gísli Gunnarsson sagn- fræðingur, sem er formaður 9 manna nefndarinnar, sem á að skilgreina vanda Alþýðu- bandalagsins fyrir landsfund- inn í haust, hélt mikla tölu á fundinum þar sem hann reyndi að skýra vanda flokks- ins með hliðsjón af sögunni. Heldur vafðist þó fyrir honum að komast að niðurstöðu og segir sagan að þá hafi Geir Gunnarsson þingmaður sagt: „Það er greinilegt að okkur nægir ekki sagnfræðingur, við þurfum fornleifafræðing." Hagkvæmt að skilja Tíminn upplýsti í fyrradag landslýð um það að ef fólk skildi í ellinni gætu ellilífeyr- isþegar bætt ráðstöfunartekj- ur sínar um 40%. Hafa þessar upplýsingar valdið þónokkr- um ugg meðal þeirra sem vilja vernda fjölskylduna og telja hjónabandið einn af horn- steinum þjóðfélagsins. Ellilíf- eyrisþegar eru víst nefnilega Veróur sióferói eldra fólks ,verra ' effir ein 20-30 ór og mikiö um skitn- aói? ekkert alsælir með þá upphæð sem tekjutryggingin er og hætt er við að einhverj ir íhugi þennan möguleika. Góðurog grandvar eldri maður sagðist ekki óttast það að gamla fólk- ið hlypi til enda væri það „vel uppaliðsiðferðilega". Hins vegar mætti kerfíð heldur bet- ur fara að vara sig eftir 20 30 ár þegar það fólk yrði gamalt sem liti óvígða sambúð og hiú- skap sömu augum. Greifamir önnum kafnir Hljómsveitin Greifarnir hef- ur verið gífurlega vinsæl síðasta árið og hafa strákarnir haft í nógu að snúast. Einkum hefur 17. júní verið strembinn fyrir þá því hljómsveitin var auglýst að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins bæði í Hafnarfirði og Laugardalshöll. Hefursjálf- sagt verið í nógu að snúast. mikil hlaup milli staða en dag- urinn hálfgerð vertíð. Von- andi hefur þó allt gengið vel og þeir ekki ofkeyrt sig. Ums|ón: Jónas Fr. Jónsson Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! 7 SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Múrhúðun og pípulagnir í Sjúkrahúsinu á Blönduósi. Tilboó óskast í framkvæmdir viö Sjúkrahúsið á Blönduósi er ná til að skila nýbyggingunni tilbúinni undir tréverk. Byggingin er nú fokheld. Húsið er kjallari, þrjár hæð- ir og ris. Heildarflatarmál er um 3000 m2. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. maí 1988. Útboósgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 21. júlí 1987 kl. 11.00. INNKAURASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTMÓIF 1441 TELEX 2006 ALDKEIFERSKARI ENEINMITTNÚ NUER TIMISUMAR UPPSKERUNNAR GYLMIR/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.