Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
Marlon Brando
varð yfir sig ánægður um dag-
inn þegar hann sat að snæð-
ingi á veitingahúsi á Tahiti.
Hann varð þess var að ung
stúlka á næsta borði starði á
hann eins og naut á nývirki
og endaði það með því að
þetta gláp fór að fara í fínu
taugarnar á kappanum. Hann
tók sig því til, rauk upp, gekk
að stúlkunni og spurði hvern
fjandann þetta ætti að þýða.
í Ijós kom að stúlkan hafði
ekki hugmynd um hver
Brando raunverulega var og
kannaðist ekki einu sinni við
nafnið. Brando varð svo hissa
á þessu að hann bauð stúlk-
unni og kærasta hennar út að
borða og hélt þeim veislu allt
kvöldið.
Charlton Heston
vekur undrun kunningja sinna
þessa dagana. Hann er nefni-
lega hættur að ganga í
sokkum, er þess í stað ber-
fættur í öllum skóm sem hann
notar. Mörgum þykir þetta
ekki sérlega viðeigandi þar
sem Heston er farinn að reskj-
ast. Einhver skaut því að
honum að þessir dyntir í hon-
um minntu einna helst á
leikarann og Miami Vice sjón-
varpsstjörnuna Don Johnson
sem gengur einnig ætíð
sokkalaus. Þá mun Heston
hafa roðnað og viðurkennt að
Miami Vice væru líka uppá-
haldssjónvarpsþættirnir hans.
Ekki vildi hann þó meina að
þangað mætti rekja ástæðuna
fyrir sokkaleysinu.
Liza Minnelli
situr nú sveitt við að skrifa
handrit að þriggja klukku-
stunda löngum sjónvarps-
þætti. Þátturinn á að fjalla um
hana sjálfa og bitra reynslu
hennar af eiturlyfjaneyslu og
áfengissýki. Einnig um hvern-
ig hún læknaðist af vímuefna-
nautninni í meðferð á
Betty-Ford heimilinu. Liza
sjálf mun leika aðalhlutverkið
í myndinni.
•V
Hannes Hlifar með viðurkenningarvottinn frá ríkisstjórninni sem á að tákna kóng og drottningu. Með Hannesi eru Sigurjón Antonsson, fósturfaðir hans,
Sesselja Friðriksdóttir, móðir Hannesar, og afinn, Friðrik Jónsson.
Hannes Hlífar heiðraður
Fjöldi manns, sem tengdur er skákíþróttinni, var í hófinu
og fagnaði með heimsmeistaranum. Á myndinni má
m.a. þekkja Baldur Möller, Helga Ólafsson, Lárus Jó-
hannesson, Hilmar Thors og Friðrik Ólafsson.
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra heiðraði
Hannes í ræðu og afhenti honum síðan viðurkenningar-
vottinn frá rikisstjórninni. Hér sést Sverrir spjalla við Þráin
Guðmundsson, forseta Skáksambands íslands, og Einar
S. Einarsson, fyrrverandi forseta Skáksambandsins.
Ríkisstjórnin heiðraði nýlega hinn
unga skákmann, Hannes Hlífar Stef-
ánsson, heimsmeistara unglinga í
skák, fyrir frækileg afrek á þessu
sviði og titilinn sem hann hlaut á
heimsmeistaramóti sveina í Inns-
bruck þann 23. maí sl. Hófið var
haldið í Borgartúni 6 og var fjöldi
boðsgesta mættur, flestir á einhvern
hátt tengdir skákíþróttinni.
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar af-
henti Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra Hannesi viðurkenn-
ingarvott og var það minjagripur
gerður af Jens Guðjónssyni gullsmið.
Er gripurinn tákn fyrir taflmennina
kóng og drottningu.
Búið er að velja hamingjusamasta
hund ársins í Ameríku en þessi ár-
vissa keppni er stórviðburður í lífi
margra amerískra hundaeigenda.
Hundarnir, sem taka þátt í þessari
keppni, verða sannarlega að bera það
utan á sér hve hamingjusamir þeir
eru því eins og við er að búast er
Hrói höttur, af Yorkshire terrier kyni,
hlaut önnur verðlaun og bókstaflega
veltist um af hlátri yfir þvi.
ekki hægt að fá þeirra álit á málinu. Á meðfylgjandi myndum eru síðan
Það eru því aðeins þeir allra bros- sigurvegararnirogallireigaþeirþað
hýrustu sem eiga vinningsvon. sameiginlegt að vera sérlega bros-
Þessi dach-hundur heitir reyndar Hamingjusamur (Happy) og gerði sig
ánægðan með þriðju verðlaun eins og sést á honum.
mildir. Þess vegna voru þeir líka
valdir.
Poodlehundurinn Rodney James
Gallagher hlaut fyrstu verðlaun.
Honum likar hundalifið einstaklega
vel og er alltaf í góðu skapi.