Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar.- Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FIMMTUDAGUFS 2. JÚLÍ 1987. Steingrímur Hermannsson: Ertraustíð mikils virði „Mér er þetta mikla traust mikils virði og mér þykir vænt um það,“ sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við DV þegar hann var spurður álits á niðurstöðu skoðana- könnunar blaðsins sem leiddi í ljós að hann nýtur mests fylgis í emb- ætti forsætisráðherra. „Ég tek þessa niðurstöðu þannig að ég þyki hafa staðið mig sæmilega í starfi í þessari ríkisstjóm. Hins vegar gæti þessi niðurstaða samein- að pólitíska andstæðinga mína í því að lækka risið á svona manni,“ sagði Steingrímur. „En ég er þakklátur þeim sem sýna mér þetta mikla traust." -ój Þorðu ekki að senda DV inn á fundinn Starfsmenn í Stjómarráðinu við Lækjartorg þorðu ekki að senda DV inn á fund forystumanna flokkanna eftir að blaðið kom út í hádeginu í gær með frétt um að skoðanakönnun blaðsins sýndi að meirihluti lands- * manna vildi Steingrím Hermanns- son sem forsætisráðherra. Fréttamenn heyrðu starfsmenn tala um að þeir óttuðust að vitn- eskja um skoðanakönnun DV gæti truflað viðræðumar sem væru á lokastigi. Heimildir DV herma að um hálf klukkustund hafi liðið áður en að- stoðarmaður forsætisráðherra, Helga Jónsdóttir, komst í málið og gaf fyrirskipun um að blaðið yrði þegar sent inn á fundinn. Forystumennimir vom hins vegar um nóttina búnir að semja um að Þorsteinn Pálsson yrði forsætisráð- herra. Tveir fundarmanna hafa sagt , . .. DV að Steingrímur hafi haft á orði eftir að hann sá blaðið: „Bara að ég hefði vitað þetta fyrr. Þá hefði ég aldrei gefið forsætisráðu- neytið eftir.“ -KMU ÓVENJU LÁGT VERÐ OPIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM LOKI Ritskoðunin er með sérkennilegum hætti á þeim bænum! Hjón kærð til Rannsóknarlögreglu: Kynferðis- misnotkun bama í sumarbúðum? Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa borist kærur á hjón í Hafnar- firði vegna meintrar kynferðislegr- ar misnotkunar á bömum. Forsaga málsins er að sumarið 1985 ráku hjónin sumardvalarheimili fyrir böm. Þau sem kært hafa hjónin telja að í sumarbúðunum hafi þau misnotað bömin kynferðislega. Eftir því sem næst verður komist vom bömin sem um ræðir sex og sjö ára gömul þegar þetta var. Eftir að dvöl í sumarbúðunum lauk hafa hjónin ávallt verið boðin og búin til að gæta umræddra bama ef foreldrarnir hafa þurft á gæslu að halda. Samkvæmt heím- ildum, sem DV hefur aflað sér, komst málið upp með þeim hætti að hjónin mynduðu börnin í vafa- sömum stellingum. Starfsfólki framköllunarf>TÍrtækisins, sem annaðist framköllun filmunar, blö- skraði svo myndefnið að það hafði samstundis samband við lögreglu. Viðkomandi bamaverndamefiid- ir munu líklegast leggja ffam kærur gegn hjónunum í dag hjá Rannsóknarlögreglunni. Sam- kvæmt þeim heimildum, sem DV hefur, er grunur á að fleiri börn hafi orðið fyrir hjónunum en þau tvö sem nú hefúr verið kært vegna. Aðili úr fjölskyldu annars bams- ins hefur haft við DV ófagrar lýsingar á atferli hjónanna gagn- vart bömunum. Sagði sami aðili að bamið hefði breyst mjög á þeim tíma sem það hefur verið f sam- bandi við hjónin og sagðist óttast að það gæti átt erfitt með að jafna sig eftir það sem á undan er gengið. -sme Sólþurrkaður saltfiskur þykir sælgæti mikið en það er orðið sjaldgæft að sjá saltfisk breiddan á reit og þurrk- aðan samkvæmt gömlu aðferðinni. Hafnfirðingar hafa þó notað tækiðfærið i góöa veðrinu síðustu daga og breitt saltfisk til þerris eins og þessi skemmtilega mynd úr norðurbænum í Hafnarfirði ber meö sér. DV-mynd S Veðrið á morgun: Hlýnandi iyrir norðan og vestan Á morgun lítur út fyrir austan- og suðaustanátt á landinu. Dálítil súld verður sunnan- og suðaustan- lands en þúrrt á Norður- og Vesturlandi. Hlýnandi veður fyrir norðan og á Vestfjörðum. Jón Sigurðsson: Ekki samkomulag um Steingrím „Þú ættir að spyrja Framsóknar- flokkinn um það og Steingrím Hermannsson sjálfan. Okkur finnst það verjandi," sagði Jón Sigurðsson þegar hann var inntur eftir því hvort verjandi væri að Steingrímur Her- mannsson yrði ekki forsætisráð- herra, í ljósi niðurstöðu skoðana- könnunar DV í gær. Jón sagði að hver flokkur hefði sóst eftir forystu og allir talið það geta reynst til vinsælda fallið. Sam- komulag flokkanna hefði orðið um annað en Steingrím. -JFJ Fólk vill halda því sem það hefur „Þessi útkoma kemur mér alls ekki á óvart. Mér finnst eðlilegt að fólki þyki vænt um það sem það hefur núna og vilji halda því. Það þýðir þó varla að ekki megi þreyta til,“ sagði Friðik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, aðspurður um niðurstöður skoðanakönnunar DV þar sem iram kom að mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu vildu Steingrím Her- mannsson áfram í sæti forsætisráð- herra. „Það er einnig alveg ljóst að þetta fylgi Steingríms er eingöngu bundið við persónu hans en ekki við flokk- inn,“ sagði Friðrik. -BTH Halldór Ásgrimsson: Lögðum áherslu á Steingrím „Það liggur fyrir að Framsóknar- flokkurinn hefur 13 menn á Alþingi og við göngum til stjómarmyndunar við tvo aðra flokka með þessa samn- ingsstöðu. Framsóknarflokkurinn lagði gífurlega áherslu á að Steingrím- ur Hermannsson yrði forystumaður ríkisstjómarinnar, um það hefur ekki orðið samkomulag heldur samkomu- lag um annað,“ sagði Halldór Ás- grímsson, varaformaður Framsóknar- flokksins, þegar DV innti hann álits á niðurstöðum skoðanakönnunar blaðs- ins sem birt var í gær. Hafa hinir flokkamir þá hafnað vilja þjóðarinnar? „Ég vil ekki orða það þannig en þetta liggur fyrir. Við verðum að starfa á grundvelli viljans sem kom fram í alþingiskosningunum. Sá vilji ræður við myndun ríkisstjómar," sagði Halldór. -JFJ Þorsteinn Pálsson: Steingrímur staðið sig ágætlega „Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja,“ sagði Þorsteinn Pálsson þegar hann var spurður álits á skoð- anakönnun DV frá í gær um það hver nyti mests fylgis í embætti for- sætisráðherra. „Steingrímur hefur staðið sig ágætlega sem forsætisráðherra og við höfum átt gott samstarf. Sjálf- stæðismenn buðust til þess að annaðhvort Steingrímur eða Jón Baldvin yrðu forsætisráðherrar í nýrri ríkisstjórn en það varð ekki samkomulag um það þeirra á milli hvor það yrði. Ég hef ekki meira um þetta að segja,“ sagði Þorsteinn. -ój y'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.