Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 3 DÆMI UM ÆFINGAR ÆFING 1 Þessi æfing er fyrir magavöðva og stuðlar að mjóu mitti. Setjist á sætið á trimmtæk- inu, leggið fæturna undir þverslána, hendur spenntar aftur fyrir hnakka. Látið höfuðið síga hægt að gólfi. Efri hluti líkamans er reistur upp og teygður í átt að tám. MIKILVÆGT: Æfingu þessa verður að framkvæma með jöfnum hraða án rykkja. Þeir sem eru eitthvað veikir í baki ættu að tala við lækni áður en þessi æfing hefst. ÆFING 2 Þessi æfing er fyrir handleggi og rassvöðva. Leggist á hnén á sætið á trimmtækinu. Tak- ið báðum höndum um vinklana, handleggir halðir beinir og stífir allan tímann. Teygið úr fótunum þannig að setan renni út á enda, hnén dregin aftur að vinklunum. ÆFING 3 Þessi æfing er til þess að þjálfa og móta læravöðva, fætur og handleggi. Setjist á sætið og takið báðum höndum um hand- föngin á gormunum og dragið sætið að vinklunum. Teygið úr fótunum og hallið efri hluta líkamans aftur og togið í gor- mana. Haldið gormunum strekktum allan tímann og spennið og slakið á fótunum til skiptis. EXGIMN LÍKAAU ER GÓDL'R AV VÖDVA t BRJÓSTI. \IAGA OC, BAKHLLTA KL LL'MACI. FITL KEPPIR. SLÖPP BfUÖST. SI.APPl R R.KKIILLTI OS.FRY. .Mlt þetta synir slappa voó\a\yti. tiyrjadu stray að strkka ojj styrkja voð\ana þina mrð þessari arangursriku og rðlilegu aiM'erð. Slat>Pir v«d'ar Uwwmv Slappir voðvar /F.tðir \oð\ar /erð á sýningu kr. 2.900, Annars kr. 3.290,- Pöntunarsími 91-651414 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði. S VISA S EUROCARD Fréttir Listasafn íslands: Bera Ifldegur forstöðumaður Ekki hefur verið ákveðið hvenær nýr forstöðumaður Listasafns ís- lands verður settur í stöðuna, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk í menntamálaráðuneytinu, en fimm sóttu um þessa stöðu. Umsókn- arfrestur rann út nýlega. Þeir sem sóttu um eru: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Bera Nord- al listfræðingur, Einar Hákonarson myndlistarmaður, Ólafur Kvaran listfræðingur og fimmti umsækjand- inn óskaði nafnleyndar. Innan tíðar verður nýr forstöðu- maður settur til eins árs en ástæða þess er sú að á næsta Alþingi mun menntamálaráðherra flytja frum- varp þar sem ævíráðning embættis- manna verður afnumin en það er gert í samræmi við starfssamning ríkisstj órnarinnar. Undanfarið hefur Bera Nordal gengt stöðu forstöðumanns og sam- kvæmt heimildum DV má reikna með því að hún verði sett í stöðuna. -ój Belgía: Afmælisveisla íslenska hestsins Knspn Bemburg, Belgíu: Um helgina er tíu ár liðin síðan stofnað var belgískt-íslenskt hesta- mannafélag í Belgíu. Verður mikið um að vera í tilefrii afmælisins sem fer fram í Beggard Zandhoven. Um þijú hundruð og fimmtíu íslenskir hestar eru í Belgíu. Afinælisfagnaðurinn hefst með hópreið en síðan verður keppt í mismunandi greinum og á laugardagskvöldið verður haldin mikil grillveisla. Á sunnudag heldur mótið áfram en þá verður bömum gefinn kostur á að bregða sér á bak á íslensku gæðingun- um. Formaður félagsins, W. Dierckx, sagði í stuttu spjalli að hann væri margoft búinn að skrifa til íslands og óska eftir fánum, myndum og bækling- um til skreytingar og upplýsinga á afinælinu en hann hefði ekki fengið nein svör. „Bréfunum mínum hefur aldrei verið svarað," sagði hann. Fé- lagið leitaði loks til íslenska sendi- ráðsins í Brussel en starfsmenn þar lofuðu að gera sitt besta. Áhugi á íslenska hestinum í Belgíu er alltaf að aukast en Belgar kaupa hann aðallega frá Þýskalandi og Holl- andi, þar sem litlar upplýsingar fást frá Islandi. Kortsnoj sigraði Síðasta millisvæðamótinu í skák af þremur fyrir komandi heimsmeist- arakeppni lauk í Zagreb í Júgóslavíu á mánudag. Þar komust áfram þrír skákmenn sem taka munu þátt í áskorendamótunum sem verða í upp- hafi næsta árs. Efstur á mótinu varð gamla kemp- an Viktor Kortsnoj með 11 vinninga, en hann keppir fyrir Sviss, í öðru til þriðja sæti varð Bandaríkjamaður- inn Seiravan með 10 vinninga og deildi hann sætinu með Sovétmann- inum Ehlvest. Þeir þrír komast því áfram í áskorendakeppnina, en með- al annarra tekur þátt í henni Jóhann Hjartarson. -ój 10 ARA ABYRGÐ ALSTIGAS ALLAR GERÐIR SÉRSMIÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahiauni 7, S 651960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.