Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 15 Útvegsbankinn og galdrabókin Abramelin OlliAbramelin erfiðleikunum í Útvegs- bankanum? í síðast.i tbl. Mannlífs cr ítarlcg grt-in um kukl og galdra iunanlands og utan og tals- vcrðu iiiáli cytt í |)á hrikalcgu gaklrahók. Abraniclin.sum ril- uð var á liinmtándu dld. Bókin skiplist í þrjá liluta. liinn gcfur aliucnn ráð, annar nánari lcið- bciningar um framkvæmd gald- urs og sá þriðji gefur ráðlegg- ingar um hvcrnig galdraviskan sé bcst nýtt. Margir sem reynt hal'a að tileinka sér visku þessarar bók- ar hafa ekki gengið heiltr til skógar á eftir. Beygur hcfur scst að greinarhöfundi varð- andi þcssa bók, því að hann veit, að citt eintak af frumút- gáfu bókarinnar er til á íslandi og hcfur valdið usla í öllum þehn húsum þar sem það hefur fengist gcymt. Bókin cr nú í geymslu í bankahólfi í Útvcgsbankanum! ______________________W_ Þetta litla greinarkom var á for- síðu Tímans 5. febr. 1987. Það vakti athygli mína þó að ég hefði aldrei heyrt minnst á þessa frægu galdra- bók. Ég trúi ekki á galdra en örlög Útvegsbankans em með ólíkindum og ætla vandamálin þar engan enda að taka. Sá er ritaði þessa klausu, segir að að sér setji beyg, en skyldi hann eða nokkur annar hafa rennt grun í hvílíku moldvirðri Útvegs- bankinn ætti eftir að valda í íslensku þjóðlífi allt fram til þessa dags? Höf- undi klausunnar hefur greinilega fundist nóg komið af óförum bank- ans þama í byijun ársins. En mikið hefur gerst síðan enda er bankinn meira og minna tengdur öllum þeim málum sem hæst hefur borið í fjöl- miðlum allar götur síðan greinin var skrifuð. Lítum lítillega á atburðarásina: Ef ég man rétt var líka rætt um stjómarslit fyrrverandi ríkisstjómar út af málefnum bankans. Þá var tal- að um bankasameiningu eða að Búnaðarbankinn yfirtæki bankann. Síðan var ákveðið að gera hann að hlutafélagsbanka. Það gleymdist bara þá að tilgreina hverjir mættu kaupa bréfin. Óneitanlega tengist klofningur Sjálfstæðisflokksins einnig bankan- um. Oft áður hafa deilur risið upp í flokknum manna á meðal en aldrei orðið til þess fyrr að menn gengju út og stofhuðu nýjan flokk. Enda hef ég alltaf ímyndað mér að Þor- steinn Pálsson hafi beðið þetta lengi með að gera málin upp við Albert Guðmundsson til að útiloka mögu- leikann á stofnun nýs flokks. Hverjir stjórna þessu landi? Síðan rísa upp deilur hvort ríkis- KjaUarinn Sigrún Magnúsdóttir borgarfulttrúi Framsóknarflokksins saksóknari sé hæfur til að stjóma rannsókn á samskiptum Hafskips og bankans. Eitt fyrsta verk nýskipaðs dómsmálaráðherra var að skipa nýj- an saksóknara í málefnum bankans. Það nýjasta er svo að nýstofnuð ríkisstjóm landsins riðar til falls út af deilum um hver megi kaupa hluta- bréfin í bankanum. Er von til annars en almenningur spyiji sig hveijir stjómi þessu landi? Er það fámenn klíka flármálamanna sem kippir í spottana á strengjabrúð- um eða eiga að gilda hér almennir viðskiptahættir? Ég sem kaupmaður fæ ekki séð að hægt sé að fara í manngreinarálit varðandi hvaða hlut maður selur þessum eða hinum. Þó að ég sé í samkeppni við Mikla- garð, þar sem ég er kaupmaður á næsta homi, get ég ekki ftmdið nokkum mun á því hvort eigandinn er SÍS eða PÁLMI. Hvar er nú hin frjálsa samkeppni sem hjá sumum innan Sjálfstæðisflokksins er töfra- orð fyrir velgengni þjóðfélagsins? Það furðulegasta við allt þetta mál var útspil Kristjáns Ragnarssonar þegar hann bauð Sambandinu Bún- aðarbankann. Ég vissi ekki að hann réði hvaða bankar væm til sölu, það versta var líka að Sambandið skyldi ekki bíta á agnið, taka þátt í skrípa- leiknum. Vegna þess að þetta minnir á þegar kenjóttir krakkar era að leika sér, þeir vilja alltaf fá hlutinn sem hinn er með. Þess vegna sé ég þessa leikfléttu þannig fyrir mér að ef Sambandið hefði tekið þátt í fars- anum og þóst hafa áhuga á skiptun- um, þá hefði KR komið aftur og boðið þeim Útvegsbankann. Nema svo ólíklega vildi til að ein- hverjum fyndist að hann ætti ekkert að skipta sér af þessu. Ef þrjátíu og þremenningarnir hefðu verið á undan Sam- bandinu Þá get ég ekki orða bundist varð- andi skrif Ellerts B. Schram í DV í laugardagsblaðinu og síðan í leiðara á mánudaginn. I helgarpistlinum er hann undrandi yfir hamaganginum út af kaupunum á hlutabréfunum í Útvegsbankanum og skilur ekki hvers vegna sjálfstæðismönnum á að vera illa við Sambandið, en í for- ystugreininni á mánudaginn er Sambandið orðið kolkrabbi sem teygir anga sína lengra og lengra og svífst einskis. Hver tók Ellert til bæna yfir helgina? Hver kippti þama í spottana? Getum við séð fyrir okkur Morg- unblaðið og DV ef þrjátíu og þremenningamir hefðu nú boðið á undan Sambandinu í bréfin og Sam- bandsstjómin ákveðið að bjóða þrem dögum síðar. Ég er sannfærð um að engum á þeim bæjum hefði þá fund- ist Sambandið koma til umræðu um kaupin. Eða á maður að trúa því að ein- hver annarleg áhrif stjómi mörrnum í þessu máh? Era áhrif bókarinnar Abramelin svo kynngimögnuð að mönnum sé ekki sjálfrátt? Það væri kannski reynandi fyrir stjómendur bankans í .dag að taka sig til og henda út þessari margum- ræddu bók og sjá svo til hvort málin leysast þá ekki á farsælan hátt. Sigrún Magnúsdóttir „Hvar er nú hin frjálsa samkeppni sem hjá sumum innan Sjálfstæðisflokksins er töfraorð fyrir velgengni þjóðfélagsins?“ Hliðawöllur i Kopavogi KjaUarirm María L. Einarsdóttir lyfjafræöingur og húsmóöir að þessu í mörg ár með því að láta hjá líða að endumýja leiktæki og húsakost. I sumar hafa leiktækin ekki einu sinni verið máluð. Alvar- • legast er þó ástand hússins. Það hefur smám saman grotnað niður. Þar er engin mannsæmandi aðstaða, hvorki fyrir böm né starfsfólk. Á öðrum gæsluvöllum er hægt að taka bömin inn i leiðinlegu veðri og leyfa þeim að dunda sér við eitthvað. Starfsemi gæsluvalla er þjónusta við heimavinnandi foreldra (hálfan eða allan daginn) enda skýrt tekið fram í starfsreglum þeirra. Þetta er mjög þörf þjónusta, bæði til að létta aðeins undir með foreldrum og eins vettvangur fyrir bömin til að leika sér saman. Vil ég nú tilgreina nokkr- ar ástæður fyrir því að starfsemi vallarins ætti að halda áfram: „Heyrst hefur að steftia bæjaryfirvalda sé sú að leggja gæsluvöllinn við Hlíðar- hvamm niður. Ég tel að yfirvöld hafi markvisst steftit að þessu í mörg ár. . . „Þar er engin mannsæmandi aðstaða, hvorki fyrir böm né starfsfólk. Á öðrum gæsluvöllum er hægt að taka bömin inn i leiðinlegu veðri og leyfa þeim að dunda sér við eitthvað." Leikir barna á Reykjavíkursvæð- inu hafa tekið miklum breytingum á undanifömum tíu til tuttugu árum. Það er orðin sjaldgæf sjón að sjá hópa af bömum í frjálsum leikjum úti við. Fullorðið fólk bendir gjarnan á aukna tæknivæðingu sem aðalá- stæðu, bömin sitji inni við yfir myndböndum og tölvum. Annað er þó að mínu mati miklu veigameiri þáttur. Bamið gleymist einfaldlega við mótun umhverfisins. Fyrst koma bílastæðin og allt sem viðkemur vélknúnum ökutækjum og síðan era bömin látin mæta af- gangi. Einstaka hverfi hafa þó verið hönnuð með tilliti til þess að böm og bílar eiga ekki samleið. Má þar nefna Árbæjarhverfið þar sem lágar blokkir mynda umgjörð um leik- svæði bamanna og girða jafhframt bílastæði af hinum megin. í Hvömmunum í austurhluta Kópavogs era tveir leikvellir. Annar þeirra er við umferðargötu. Þar er ekki einu sinni lág girðing til að hindra böm í að hlaupa rakleitt út á götu. Hinn leikvöllurinn er í rólegu og fallegu umhverfi við neðri hluta Hlíðargarðs og nefhist Hlíðarvöllur. Þar þótti full ástæða til að starf- rækja gæsluvöll fyrir 10-20 áram. Smám saman fækkaði bömum í hverfinu og minnkaði starfsemin stöðugt. Sl. tvö ár hafa íbúar gengið í hús og safnað undirskriftum í svo til hverju einasta húsi til að tryggja starfsemina yfir sumarmánuðina. í sumar var hann ekki opnaður fyrr en 1. júní. Börnum fjölgað mikið Mikil breyting hefur átt sér stað í Hvömmunum á sl. árum. Ungu fólki, og þar af leiðandi ungum bömum, hefur aftur fiölgað mikið. Jafnframt eykst bílaumferð, einkabílum fjölg- ar. Hætta eykst vegna bíla sem lagt er alls staðar þar sem gangstéttir ættu að vera. Það er mjög lítið um gangstéttir í þessu 30 ára gamla hverfi. Einna alvarlegast er þetta við Fífuhvammsveg og Hlíðarveg því að þar er umferð allt of hröð. Þar sem engar gangstéttir era þyrftu svo sannarlega að vera hraðahindranir. Nú vil ég víkja að aðaltilefni þess- arar greinar. Heyrst hefur að stefiia bæjaryfirvalda sé sú að leggja gæslu- völlinn við Hlíðarhvamm niður. Ég tel að yfirvöld hafi markvisst stefnt ---------------“------------------- Fáar dagmæður 1 íbúar þessa hverfis hljóta að eiga rétt á þessari þjónustu til jafiis við íbúa annarra hverfa. Nákvæmar tölur sýna minni aðsókn á Hlíðarvelli en á öðr- um völlum. Bæði er þessi völlur tiltölulega lítill (og þess vegna góður fyrir lítil böm) og eins er húsnæði dreift (að- sókn hlýtur að vera meiri í blokkarhverfum). Vitað er að dagmæður nýta þjónustu gæsluvalla mikið en í þessu hverfi era fáar dagmæður. 2 Mjög langt og erfitt er fyrir heimavinnandi foreldra að ganga allar brekkumar til að koma bömunum á aðra gæsluvelli. Algengt er að þeir séu þá með yngri bam/böm í kerra eða vagni og hafa yfir- leitt ekki bíl heima við á daginn. 3) Aðsókn verður alltaf minni þegar óvissa er um opnunar- tímabil. Foreldrum finnst e.t.v. ekki taka því að venja bömin á gæsluvöll fyrir stuttan tíma. 4) Aðsókn fer eftir veðráttu. Tölur frá sl. sumri sýna mikla að- sókn í góðu veðri en litla í slæmu veðri. Síðan er tekið meðaltal og þá er útkoman ekki góð á gæsluvelli þar sem engin aðstaða er til innivera. Era íbúar Hvammanna tilbúnir til að sætta sig við að starfsemi gæslu- vallarins hætti 1. sept? Og hvað verður þá gert við þetta svæði? Sl. ár voru leiktæki fjarlægð af litlum, opnum velli við hlið gæsluvallarins. Þama mætti koma upp aðstöðu fyrir eldri bömin í hverfinu, t.d. til körfu- boltaiðkana. Langt er að sækja á næstu skólalóð, en þær era víða at- hvarf bamanna þar sem leiksvæði vantar. Nú er þetta svæði notað fyr- ir bílastæði. Vilja íbúamir sætta sig við að eins fari fyrir Hlíðarvelli? María L. Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.