Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 44 # Jarðarfarir Einar Sveinsson, Melteigi 19, Kefla- vík, verður jarðsettur frá Keflavík- urkirkju laugardaginn 29. ágúst kl 11.00 f.h. Gunnar Finnur Guðmundsson, Klausturhólum, sem lést á gjör- gæsludeild Landspítalans 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Stóruborgar- kirkju laugardaginn 29. ágúst kl 14.00. Ýmislegt Nýtttímarit: HÖNNUN . Komið er út nýtt og vandað tímarit, Hönn- * un: húsgögn og innréttingar. í þessu tímariti er fjallað ítarlega um hönnun húsgagna, innnréttinga og listmuna. Hug- að er að nútímahræringum á þessu sviði, skyggnst fram á veginn en einnig er nú- tímahönnun skoðuð í ljósi listasögunnar. Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði er viðtal við hjónin og listafólkið Koggu og Magnús, myndir úr betristofum í Reykja- vík frá því um aldamótin, grein eftir Kjartan Jónsson um norræna listhönnun á Kjarvalsstöðum, grein eftir Trausta Valsson um nýjar hugmyndir varðandi eldhús, grein eftir Guðjón Pálsson um ís- lenskan húsgagnaiðnað og kynning á meistara plakatsins: Patrick Nagel. Auk þess eru í blaðinu greinar um fag- leg efni, t.d. um lýsingu og gefm ráð um nýja halogenlýsingatækni.Blaðið er 84 síður og að mestu leyti litprentað. Það er allt hið vandaðasta og kostar 195 krónur. ., Auglýsingar eru sérstaklega smekklegar, aðgengilegar og flestar athyglisverðar fyr- ir þá sem áhuga hafa á húsbúnaði og innréttingum. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út fjórum sinnum á ári og verður það hverju sinni helgað einhverju tilteknu málefni. Ritstjóri og útgefandi tímaritsins er Kjartan Jónsson innanhússarkitekt. Aherslur og framtíðarhorfur í tölvuvæðingu bandarískra grunnskóla Bandarískur fyrirlesari, Mary Elke, mun halda fyrirlestur í Kennaraháskóla ís- lands miðvikudaginn 26. ágúst 1987. Heiti fyrirlestrarins er: Megináherslur í tölvu- notkun í bandarískum skólum og framtíð- arhorfur. Mary Elke hefur skipulagt nám og kennt við Stanford háskóla, um tölvur í skóla- starfi, auk þess að gegna starfi ráðgjafa á því sviði í San Fransisco. Fyrirlesturinn hefst klukkan 15.00 og er öllum opinn. Tilkynning um skrifstofutíma Hjallaprestakalls í Kópavogi Séra Kristján Einar Þorvarðarson sóknar- prestur mun hafa viðtalstíma í Kópavogs- kirkju mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 19.00 og eftir nánara samkomulagi. Sími 41898, heimasími 40054. Ferðalög Helgarferðir Ferðafélagsins 28.-30. ágúst: 1) Óvissuferð. Gist í húsum. 2) Nýidalur - Laugafell/nágrenni. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins v/Nýjadal. í ási norðvestur af Laugafelli eru laugarn- ar sem það er kennt við. Þær eru um 40" -50° C. Við laugarnar sjálfar eru vallendis- brekkur með ýmsu túngresi þótt í um 700 m hæð sé. 3) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Ekið til Eldgjár á laugardeginum, en á sunnudag er gengið um á Laugasvæðinu. 4) Þórsmörk. Gist í Skagafjörðsskála/Langadal. Göngu- ferðir við allra hæfi. Ratleikurinn í Tindfjallagili er afar vinsæll hjá gestum Ferðafélagsins. Brottfor í allar ferðirnar er kl. 20.00 föstu- dag. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofunni, Oldugötu 3. Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá kl. 13.00 föstudaginn 28. ágúst vegna jarðar- farar ÓLAFS JÓNSSONAR LÆKNIS. Sjúkrasamlag Reykjavíkur 62 • 25 • 25 F R ÉTTAS KOTIÐ krónur. Fyrir besta frétta- skotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 STOLPI vinsæfi tölvuhugbúnaðurinn AUSTFIRÐINGAR Kynning á hinum frábæra STÓLPA- viðskiptahugbúnaði. Staður: Hótel Valaskjálf. Tími: Laugardagurinn 29. ágúst kl. 13-17. Námskeið fyrir kaupendur verður haldið í september. STÓLPI er tölvuhugbúnaður sem gerir flókna hluti einfalda fyrir notandann. ÖFLUGUR - ÓDÝR - STÆKKANLEGUR EFTIR ÞÖRF- UM FYRIRTÆKISINS STÓLPI var sérstaklega valinn af Landssambandi iðn- aðarmanna og Félagi íslenska prentiðnaðarins. ATH. Söluskattur 1. sept. Vinsamlegast hafið samband við Ragnar Jóhannsson, Miðási 11, Egilstöðum. Sími 97-11095, hs. 11514. Sala, þjónusta Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-688055. I gærkvöldi Svanfríður Hagvaag húsmóðir: Færri fjölmiðlar fyrir austan í gærkvöldi sá ég ekkert í sjón- varpi nema fréttir á Stöð 2. Þar sem ég bý á Austfjörðum horfi ég ekki á Stöð 2 að staðaldri og get því ekki farið út í að bera saman. Svona við fyrstu sýn virðast- vinnubrögð vera öðruvísi en hjá Ríkissjónvarpi. Eftir fréttimar fór ég á sýninguna Veröldin ’87 í Laugardalshöll. Sýn- ingin var fín og var Bylgjan með bás þaðan sem útvarpað var beint leik- þætti með Eddu Björgvinsdóttur og fleirum. Þetta virtist vera einhvérs konar gamanþáttur. Ég heyrði aðeins í Stjömunni í gær þar sem ég kom í hús en hana hafði ég aldrei heyrt áður. Þar var í gangi Svanfríður Hagvaag. símatími. Ég hlustaði svo aðeins á útvarp í gærkvöldi, svona undir mið- nættið, held að það hafi verið rás 2. Ég hlusta annars mikið á útvarp, aðallega gömlu gufuna. Mér finnst það ágætt og nenni ekki að skipta yfir jafnvel þótt dagskráin eigi það til að vera langdregin. Hvað sjón- varp varðar þá er ég utan af landi og sé því bara eina stöð. Þar er mik- ið af góðum þáttum, eins og t.d. þátturinn um ríki ísbjamarins. Einnig horfi ég talsvert á framhalds- þætti. Annars horfi ég bara þegar mig langar en slekk annars. Það er enginn vandi að velja þegar dagskrá- in er orðin þetta löng. Spákmælið Betra er að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað. A. Munch Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 30. ágúst: 1) kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.000. 2) kl. 09 - Kóranes á Mýrum (strandstað- ur Porqu’a pas). Ekið í Straumfjörð. Staðkunnugir farar- stjórar. Verð kr. 1.000. 3) kl. 13 - Eyrarfjall í Kjós (415 m). Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Simar: 14606 og 23732. Helgarferðir 28.-30. ágúst. 1. Þórsmörk. Góð gisting í Útivistarskálunum, Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Eidgjá - Langisjór - Sveinstindur. Gist í húsi sunnan Eldgjár. Á laugardegin- um er farið að Langasjó og gengið verður á Sveinstind. Komið við í Laugum á sunnudegi. Frábær óbyggðaferð. Uppl. og farm. og skrifstofunni, Grófinni 1. Sunnudagur 30. ágúst. Kl. 8.00 Þórsmörk. Dagsferð. Verð kr. 1.000. Kl. 10.30 Línuvegurinn - Skjaldbreiður. Ekinn Línuvegurinn norður fyrir fjallið og gengið á það. Ekið heim um Hlöðu- velli. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00 Botnsdalur. Berjatínsla og ganga. Gengið að Glym, hæsta fossi landsins. Verð kr. 600. Ath. frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. 1 dagsferðir þarf ekki að panta. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Var dreginn vélarvana til hafnar Bjarfugl RE 55 fékk net i skrúfuna þar sem hann var aö draga netin úti á Faxaflóa og var þar með vélarvana. Mari RE 79 var þarna nærstaddur, kom taug i milli og dró Bjargfugl til Hafnar. Myndin var tekin þegar bátarnir komu inn á Reykja- víkurhöfn. -S.dór - DV-mynd S. Slysavamaskóli sjomanna: Vilja fá Vélskólann og Stýrimannaskólann inn - unnið að því að fá samþykki menntamálaráðuneytisins Forráðamenn Slysavamafélags Is- lands eru að vinna að því að inn á námskrá nemenda Stýrimannaskól- ans og Vélskólans verði sett námskeið í björgunar og slysavöm- um hjá Slysavamaskóla sjómanna sem rekinn hefiir verið um borð í Sæbjörgu fyrir starfandi sjómenn undangengin misseri. „Við viljum að hver nemdandi í þessum skólum fari í gegnum nám- skeiðin. Samkvæmt lögum Alþjóða siglingamálastofhunarinnar þurfa menn að hafa prófskírteini frá slík- um björgunar- og slysavamaskóla til þess að teljast fullgildir yfirmenn um allan heim. Við munum því leita eftir því við nýjan menntamálaráð- herra að þetta verði sett inn á námskrá í sjómannaskólunum og fé fáist á fjárlögum til að standa straum af kostnaði," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavamafé- lagsins, í samtali við DV. Hannes sagði að í fyrravetur hefðu nemendur Stýrimannaskólans farið í gegnum svona námskeið en nem- endur Vélskólans hefðu orðið útundan. Hann sagði að skólastjórar Stýrimannaskólans og Vélskólans væm þessu hlynntir og því hlyti þetta að koma fyrr eða síðar. Það sem starfandi sjómönnum er kennt á námskeiðunum er hjálp og flutningur slasaðra að bjarga sjálf- um sér og öðrum úr sjávarháska, eldvamir og reykköfun. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.