Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Friðarspor
Þýskalandskanslari hefur stigið mikilvægt skref í átt
til afvopnunar. Hann hefur boðist til að taka niður og
eyða öllum Pershing eldflaugum Þjóðverja ef stórveldin
koma sér saman um að banna allar skamm- og meðal-
drægar kjarnorkueldfiaugar. Hingað til hafa þessar
þýsku flaugar verið þrándur í götu í afvopnunarviðræð-
um stórveldanna og komið í veg fyrir að nokkuð hafi
miðað í langan tíma. Þess vegna hefur yfirlýsing Kohl
kanslara vakið mikla athygli og rutt úr vegi hindrun
sem fram að þessu hefur verið talin óyfirstíganleg.
Á leiðtogafundinum í Reykjavík á síðastliðnu ári
náðist ekkert samkomulag í friðar- og afvopnunarmál-
um. En þar voru engu að síður lagðar fram tillögur um
stórtækan niðurskurð í vígbúnaði og þær tillögur hafa
í rauninni verið sá grundvöllur sem allar umræður síð-
an hafa byggst á. Þær þóttu marka tímamót og vöktu
að nýju upp vonir um að árangur næðist í afvopnun
risaveldanna beggja vegna Atlantshafsins. Vitað er að
Reagan Bandaríkjaforseta er það kappsmál að ná ein-
hvers konar samkomulagi við Sovétríkin áður en hann
lætur af störfum seint á næsta ári. Sömuleiðis hefur
Gorbatsjov verið opinskár og jákvæður varðandi af-
vopnunartillögur sem eflaust á rætur sínar að rekja til
breyttra viðhorfa í Sovétríkjunum. Vígbúnaðarkapp-
hlaupið er að sliga efnahag Sovétríkjanna og Gorbatsjov
hefur viljað bæta sambúðina við Vesturlönd og lina
tökin á eigin þegnum. Allt hefur þetta hjálpast að við
að gera eftirleiki Reykjavíkurfundarins uppörvandi og
spennandi.
En.ekki er allt sem sýnist í völundarhúsi alþjóða-
stjórnmálanna. Þar tefla menn refskák, tala eins og
véfréttir og hreyfa sig með hraða snigilsins. Afvopnun-
arviðræðurnar hafa silast áfram og almenningur er
löngu hættur að fylgjast með öllum skilyrðunum, fyrir-
vörunum og forsendunum sem fram koma í viðræðunum
við samningaborðið. Það merkilegasta sem gerðist eftir
Reykjavíkurfundinn voru hin hörðu viðbrögð Vestur-
Evrópuríkjanna sem höfðu uppi miklar efasemdir um
þýðingu þess í þágu friðar að kjarnorkueldflaugarnar
yrðu eyðilagðar. Evrópubúar töldu Reagan engan rétt
hafa til að semja um afvopnun með því að fórna kjarn-
orkueldflaugunum í álfunni. Sérstaklega stóðu Þjóð-
verjar fast á sínu enda eru þeir skotmark og brennidepill
í hverjum þeim átökum eða ófriði sem kann að brjótast
út í þessum heimshluta.
Kristilegir demókratar undir forystu Kohl gengu
jafnvel til kosninga fyrr á þessu ári með þá yfirlýstu
stefnu að gefa hvergi eftir í vörnum og vígbúnaði og
unnu sigur í þeim kosningum. Meirihluti Þjóðverja
studdi og styður þá afdráttarlausu stefnu. Þess vegna
er yfirlýsing Kohl merkari fyrir þá sök að hann hefur
gefið eftir.
Ekki er þar með sagt að kanslarinn sé minni maður
fyrir. Þvert á móti þarf mikið pólitískt þrek til að snúa
nú við blaðinu og fallast á að eyða öllum Pershing eld-
flaugunum í Þýskalandi. Kohl segir þetta framlag þýsku
þjóðarinnar til friðar og afvopnunar og í ljósi sögunn-
ar, stöðu Vestur-Þýskalands og öryggis- og varnarmála
í Evrópu er yfirlýsing kanslarans öll hin merkilegasta.
Með henni er loks raunhæfur möguleiki á að stórveldin
geti samið um gagnkvæma afvopnun. Reykjavíkurfund-
urinn fer að skila árangri. Eftir öll fögru orðin er
vonandi komið að efndunum.
Ellert B. Schram
Hl upplýsingar
fýrir Júlíus
- hresst upp á minni nýkjörins þingmanns
í kjallaragrein, sem Júlíus Sólnes,
prófessor og nýkjörinn þingmaður
Borgaraflokksins, skrifar fyrr i þess-
um mánuði gefur hann í skyn að
Borgaraflokkurinn hafi í stjómar-
myndunarviðræðunum verið tilbú-
inn til stjómarsamstarfs, „hvort sem
væri undir forsæti Þorstejns Páls-
sonar eða Jóns Baldvins". Jafhframt
segir hann að foiysta og þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins hafi þagað
þunnu hljóði yfir þessu tilboði og
því raunverulega hafhað því.
Þar sem hugsanlegt er að ein-
hverjir leggi trúnað á að Borgara-
flokkurinn hafi í raun viljað slíkt
samstarf á þeim tíma, sem slíkt var
mögulegt, er ástæða til að rifja upp
eftirfarandi:
1. Þegar Þorsteinn Pálsson fékk
umboð til stjómarmyndunar
gekkst harrn fyrir könnunarvið-
ræðum við foiystumenn stjóm-
málaflokkanna. Á fundi með
Albert Guðmundssyni og Júlíusi
Sólnes staðfestu þeir að þing-
flokkur Borgaraflokksins hefði
samþykkt formlega að lýsa sig
reiðubúinn til samstarfs við frá-
farandi stjómarflokka undir
forystu Steingríms Hermanns-
sonar. Aðspurðir um annan kost
tóku þeir því fálega og sögðust
þurfa að bera slíkt undir þing-
fokkinn og fá nýja formlega
samþykkt.
Ekkert benti til breyttrar af-
stöðu
2. Þegar snurða hljóp á þráðinn
milli núverandi stjómarflokka í
stjómarmyndunarviðræðunum
og þær sýndust geta farið út um
þúfhr hittust Þorsteinn Pálsson
og Albert Guðmundsson og
ræddu stöðuna. Ekkert kom
fram í því samtali sem benti til
breyttrar afstöðu Borgaraflokks-
ins. Þvert á móti ítrekaði Albert
fyrri afstöðu sína.
3. Eftir að núverandi stjómar-
flokkar tóku þá ákvörðun í
kjölfar fyrrgreinds ágreinings að
reyna til þrautar að ná sam-
komulagi barst sá orðrómur til
nokkurra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins að Borgaraflokkur-
inn gæti hugsað sér að breyta
afstöðu sinni, enda hefði slíkt
verið rætt á fundi helstu forystu-
manna flokksins. Engin sam-
þykkt var gerð á slíkum fundi
né á þingflokksfundi Borgara-
flokksins. Engin formleg tilmæli
um viðræður bárust.
Viðtalið við Albert Guð-
mundsson
4. Nýlega birtist í Tímanum við-
tal við Albert Guðmundsson,
leiðtoga Borgaraflokksins. Þar
segir orðrétt:
„Albert furðaði sig á því að
Steingrímur Hermannsson og
Framsóknarflokkurinn skyldu
yfirleitt hafa tekið þátt í myndun
þessarar ríkisstjómar. Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi beðið afhroð í
kosningunum, Alþýðuflokkur
ekki fengið meira fylgi en flokk-
urinn og Bandalag jafiiaðar-
manna höfðu fengið samtals
áður, en Steingrímur vann stór-
an sigur og Framsóknarflokkur
hélt sínu.
„Framsóknarflokkurinn leggur
sigur sinn í þennan stóra tap-
pott. Það kann ekki góðri lukku
að stýra,“ sagði Albert. „Og auk
þess að sætta sig við að sitja í
ríkisstjóm undir forystu manns,
KjáUarinn
Friðrik Sophusson,
alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavik
Borgaraflokksins hafi viljað
leggja „sinn sigur“ að veði með
því að koma inn í þetta stjómar-
samstarf í stað Framsóknar-
flokksins?
Nutu ekki stuðnings leiðtog-
ans
5. Það kann að vera rétt að Júl-
íus Sólnes og einhverjir aðrir
forystumenn Borgaraflokksins
hafi viljað stjómarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu-
flokkinn. Þeir reyndust hins
vegar of svifaseinir og nutu ekki
stuðnings leiðtogans. Að gefa
annað í skyn nú virðist vera gert
til að breiða yfir skýra afstöðu
þingflokksins og reyna þannig
að breyta staðreyndum málsins.
Eftir stendur að Borgaraflokkur-
inn er utan stjómar vegna þess
„Á'sama tíma og Júlíus Sólnes heldur því
fram að Borgaraflokkurinn hafi verið
reiðubúinn til samstarfs við Alþýðuflokk
og Sjálfstæðisflokk furðar leiðtoginn sig á
Framsóknarflokknum að leggja sigur sinn
í slíkan „tappott“.“
sem fær ekki stuðning nema 7%
þjóðarinnar í sömu skoðana-
könnun og Steingrímur er
studdur af meira en 60%.““
Á sama tíma og Júlíus Sólnes
heldur því fram að Borgara-
flokkurinn hafi verið reiðubúinn
til samstarfs við Alþýðuflokk og
Sjálfstæðisflokk furðar leiðtog-
inn sig á Framsóknarflokknum
að leggja sigur sinn í slíkan „tap-
pott“.
Trúir því einhver að leiðtogi
að þingmenn hans komu sér ekki
saman um annað en að vera í
vist hjá Steingrími Hermanns-
sjmi. Enn stendur þó það tilboð,
sem Júlíusi Sólnes og Albert var
gefið á viðræðufundi við Þor-
stein Pálsson og undirritaðan,
að þingmenn Borgaraflokksins
gangi í Sjálfstæðisflokkinn til að
sameina í einum flokki þau öfl
sem mega síst af öllu við að
tvístrast.
Friðrik Sophusson
„Trúir þvi einhver að leiötogi Borgaraflokksins hafi viljað leggja „sinn sig-
ur“ að veði með því að koma inn í þetta stjómarsamstarf í stað Framsókn-
arflokksins."