Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 5
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
5
Viðtalið
Hús IBR í Grímsnesi. Þegar borlsl eitt kauptilboð segir formaðurinn.
' __ DV-mynd Brynjar Gauti
Július Hafstein um stórtiýsi ÍBR í Gnmsnesinu
„Þegar hefur
komið eitt
kauptilboð“
„Þessi eign í Grímsneainu hefitr
verið sett í hendur íasteignasala og
þegar hefur komið eitt kauptilboð.
Ég vil ekki gefa upp hvað í tilboðinu
felst, það er trúnaðarmál,“ sagði
Júlíus Hafstein, formaður íþrótta-
bandalags Reykjavfkur (ÍBR), við
DV.
í DV í gær var sagt £rá stórhýsi
sem iBR á í byggingu í Grímsnesi
og hefur kostað á núvirði 20 til 25
milljónir króna. Júlíus sagði að þær
tölur væru í hærri kantinum en þó
ekki fjarri lagi, Hann sagði einnig
að landi ÍBR fylgdu bæði veiðirétt-
indi og heitt vatn og byggingin og
jörðin væri líklega um 30 milljóna
króna virði.
Júlíus aagði að nú væri mestur
áhugi á að selja eignimar. Hann
bætti við að ekki væri stemmning
fyrir að halda áfram byggingunni.
„iBR keypti 325 hektara land í
Grímsneai árið 1970. Þeir sem þá
voru í forystu töldu þetta rétt, þá
var mikil stemmning fyrir þessu.
Staðan í dag er sú að ef gera ætti
íþróttavelli þama þyrfti að kosta
miklu til. Við teljum að það fé sé
betur komið hjá íþróttafélögunum í
Reykjavík. Ef haldið yrði áfram í
Grímsnesinu myndi framkvæmdafé
félaganna i Reykjavík lækka að
sama skapi,“ sagði Júlíus. -sme
Fæddur inn á
Þjóðviljann
- segir Mörður Ámason
„Ég held að ráðning mín sé stað-
festing á þeirri stöðu sem ríkt hefur
að undanfömu. Ég hef flakkað á
milli þess að vera venjulegur blaða-
maður og staðgengill ritstjóra, ég
held að þessi stöðuhækkun breyti
engu þar um,“ sagði Mörður Áma-
son blaðamaður sem tekur við stöðu
ritstjómarfulltrúa á Þjóðviljanum
frá og með næstu mánaðamótum.
„Ég lít ekki á þetta sem neina sér-
staka stöðuhækkun, þó svo það
kunni að líta þannig út fyrir utanað-
komandi. Á svona litlu blaði eins og
Þjóðviljanum verða menn að ganga
í öll störf. Til þessa hef ég verið stað-
gengill ritstjóra og þess á milli hef
ég þýtt teiknimyndasögur og mokað
flórinn. Ég kem til með að halda
þessu áfram. Nýtt stöðuheiti breytir
engu þar um. En mér líst ágætlega
á starfið, annars hefði ég ekki tekið
það að mér.“
Mörður er íslenskufræðingur en
hefur starfað við blaðamennsku á
Þjóðviljanum lengi, en samfleytt frá
sumrinu 1984.
„Sumir em fæddir inn í stjóm-
málaflokka en ég er eiginlega
fæddur inn í Þjóðviljann. Móðir
mín, Vilborg Harðardóttir, vann hér
um langt árabil og ég var því í nán-
um tengslum við blaðið."
Nú hefur um nokkum tíma verið
talað um óánægju á Þjóðviljanum
og rætt um ágreining á milli blaðs
og Alþýðubandalags. Hefur í þvi
sambandi verið talað um að Össur
Skarphéðinsson viki sem ritstjóri en
öllum að óvörum sagði Þráinn Bert-
elsson upp ritstjómarstarfi sínu í
Mörður Árnason, nýráðinn ritstjórn
arfulltrúi Þjóðviijans.
stað Össurar. Er ráðning Marðar
skref í átt til sátta milli blaðs og
flokks?
„Hafi verið um einhvem málefnaá-
greining að ræða þá er þetta eins
góð lausn og hver önnur. En fyrir
mér em engin mál í gangi sem snerta
Þjóðviljann önnur en hin faglegu,
mál sem snerta blaðamennskuna.
Hins vegar erum við náttúrlega fjöl-
miðill sem er í nánum tengslum við
vinstri hreyfinguna í landinu. Það
er kannski ástæðan fyrir þvi hve
mannaráðningar á Þjóðviljanum
hafa verið mikið á milli tannanna á
fólki.“
Mörður er 33 ára gamall, ókvænt-
ur en í sambúð. Helstu áhugamál
hans em íslenskan, sem er bæði
áhugamál og starf, stjómmál, sem
eirrnig tengist starfinu, knattspyma,
sem tengist starfinu óskaplega lítið,
og sagnfræði og skyldar greinar.
-ATA
___________________________________________Fréttir
Ökuleiðir og bifreiðastæði í Kringluna:
Hvar er best
að aka?
Ökumönnum, sem heimsækja
Kringluna, hefur gengið nokkuð
misjafhlega að átta sig á hvar best sé
að aka að og frá þessari nýju verslun-
armiðstöð og hefur oft skapast
nokkurt öngþveiti á mestu álagstí-
munum. Hefúr reynst nauðsynlegt að
hafa lögreglumann við umferðarstjóm
á svæðinu flesta daga og einnig til
þess að gæta þess að ökumenn leggi
ekki uppi á gangstéttum eða akbraut-
um en nokkuð hefúr borið á því. Hafa
slíkir bílar verið fjarlægðir á kostnað
eigenda.
DV birtir hér kort af umferðarskipu-
laginu við Kringluna og ættu öku-
menn að geta áttað sig á því hvaða
leiðir er best að aka til að komast leið-
ar sinnar sem fyrst.
Mikið umferðarálag hefur verið á
Listabraut og virðist sem flestir komi
þar að Kringlunni og aki burt sömu
leið. Þetta hefur leitt til mikils um-
ferðarþunga á homi Listabrautar og
Kringíumýrarbrautar með þeim af-
leiðingum að bílaraðimar hafa náð
niður fyrir Hamrahlíð. Aftur á móti
virðast göngin undir Miklubraut, sem
sjást ofarlega á meðfylgjandi mynd,
vera minna notuð en vonir stóðu til.
Ef gert er ráð fyrir því að ökumaður
komi austan að eftir Miklubraut
kemst hann framhjá Nesti og undir
brúna yfir Miklubraut og þar inn i
bílageymsluna við Kringluna. Komi
bíllinn vestan að kemst hann bæði út
af Miklubrautinni hægra megin við
bensínstöð Skeljungs, gegnt Nesti, en
einnig suður Kringlumýrarbraut og
yfir hana og inn á Listabraut, þaðan
niður Kringlu og inn i bílageymsluna.
Þegar ekið er út úr bílageymslunni
koma þrjár leiðir til greina, tvær á
vesturhlið og ein á norðurhlið. Ef ekið
er út á vesturhiið og ferðinni heitið í
vesturbæinn er best að aka Kringlu
til norðurs, undir brúna yfir Miklu-
braut og í slaufuna og komast þannig
á Miklubrautina á leið vestur. Sé ferð-
inni heitið í austurbæinn er sama leið
farin, nema beygt er til hægri áður en
komið er að Miklubrautarbrúnni og
ekið með Kringlunni í austurátt og
þaðan inn á Miklubraut til austurs.
Betri leið er til fyrir þá sem fara í
austurbæinn, það er að aka út úr bíla-
geymslunni á norðurhlið. Þá sleppa
menn við að aka fyrir homið við
Kringluna. Ætli sá sem ekur út um
norðurhliðina að fara í vesturbæinn,
er sá hinn sami á heldur óskynsam-
legri leið. Það er vegna þess að þá
þarf sá að aka hálfhring í kringum
Rringluna til þess að komast út á
Listabraut og þaðan inn á Kringlu-
mýrarbraut, eða í heilan hring til þess
að komast undir brúna yfir Miklu-
braut. Því er best fyrir þá vesturbæ-
inga sem leggja í bílageymslunni að
keyra út úr henni á vesturhliðinni.
I bílageymslunni við Kringluna eru
nú um 820 bílastæði og um 180 stæði
eru aftan við Kringluna, við austur-
hlið hennar. Þá em alls um 170
bráðabirgðabílastæði á lóð Morgun-
blaðsins og 260 við Hús verslunarinn-
ar, þannig að á svæðinu em alls
liðlega 1.400 bílastæði.
-ój