Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 9
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 9 UtLönd Hert afstaða námueigenda Spennan vegna verkfallsins í Suður- Afríku jókst í gær er báðir aðilar sökuðu hvor annan um að hótanir og risanámufélagið Anglo American sagði í fyrsta skipti að tilgangur verk- fallsins væri stjómmálalegur. Eftir að nær þrjú hundruð þúsund námuverkamenn höíhuðu boði námu- eigenda og ákváðu að halda verkfall- inu áfram gerði námufélagið alvöm úr fjöldauppsögnunum. Tuttugu þús- und námuverkamönnum við sjö gull- og kolanámur var sagt upp störfúm og tuttugu og tveimur þúsundum til viðbótar var hótað uppsögnum ef þeir snem ekki aftur til starfa í dag. í gær efndu þrjú þúsund námuverka- menn nálægt Jóhannesarborg til setuverkfalls niðri í námunum eftir að öryggisverðir höfðu beitt þá táragasi og skotið að þeim gúmmíkúlum til að neyða þá til að fara niður í námurn- ar. Námufélagið neitar slíkum ásök- unum og segir mennina hafa farið sjálfviljuga niður. Þeim hafi hins veg- ar verið sagt upp störfúm er þeir komu upp á yfirborðið aftur. Nokkur hundruð námuverkamanna í Suður-Afríku söfnuðust saman í kirkju i gær til að ræða hvemig bregðast skyldi við hótunum um uppsagnir. Ottast endurteknar árásir á Persaflóa Óttast er að nú kunni að koma til endurtekinna árása á olíuflutninga- skip á Persaflóa eftir að sendiherra Iraks hjá Sameinuðu Þjóðunum lýsti því yfir að ríkisstjóm hans mundi ekki lengur bíða eftir jákvæðum við- brögðum frá íran. Iranir hafa engu sinnt ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í styijöld írans og íraks og er talið að orð sendiherra íraks í gær þýði að stjóm landsins hyggist taka upp að nýju hemaðaraðgerðir sínar á flóanum en þær hafa legið niðri síðan öryggisráðið sendi álykt- unina frá sér. Sendiherrann sagði í gær að á meðan stórveldin byggðu upp hem- aðarmátt sinn á flóanum notuðu íranir það hlé sem orðið hefur á árás- um á olíuflutningaskip til þess að senda frá sér mjög aukið magn olíu. Fé það sem fæst fyrir þessa flutninga væri notað beint í stríðsreksturinn gegn Irak. Sagði sendiherrann stjóm sína orðna þreytta á þessum aðferð- um írana. Ismat Kittani, sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum. Simamynd Reuter Að minnsta kosti tvö hundmð fiskimanna frá Bangladesh er saknað á Bengalflóa eftir að mikill stormur gekk þar yfir í gær. Talið er að fiskimenn- imir hafi allir farist í storminum og hafa þá óveður og fióð undanfarinna daga koatað um átta hundruð mannslíf í Bangladesh. Embættismenn skýrðu fréttamönnum frá því í gær að fjömtíu og tvö lfk fiskimanna hefðu frindist rekin á land og áttatíu manns hefði verið bjarg- að, eftir að rúmlega þijátíu togurum hvolfdi í storminum. Um þijú hundruð og fimmtíu manns voru á skipunum. Japanir skjóta eldflaug á lofl Japönum tókst í gær að skjóta á loft eldflaug, sem bar tilraunagervi- hnött á sporbaug um jörðu, Eld- flaugarskotinu var frestað frá því í síðustu viku, vegna bilana í búnaði. Talið er að tilraún þessi auki mjög h'kur Japana til þess að eignast lilut: að geimferðaviðskiptum framtíðar- innar. Þessi nýja eldflaug er að mestu leiti japönsk framleiðsia. Fram til þessa hafa Japanir þurft að treysta nær eingöngu á eldflaugar sem sam- settar voru úr bandarískum eld- flaugahlutum. Stjómkerfi flaugarinnar er alfarið japanskt að hönnun og gerð. Áætlað er að Japanir skjóti á lofit átta gervihnöttum til viðbótar á næstu þrem árum. Meðal þess sem þeir ætla að koma á braut um jörðu eru veðurhnettirr, fjarekiptahnettir og fleira. Upphaflega var ætlunin að gervihnettinum yrði skotið á loft þann 20. ágúst, en rétt fyrir flugtak greindu vísindamenn óeðlilega aukningu á þrýst- ingi í eldsneytisgeymi eins af hreyflum eldfiaugarinnar. Hundraða saknað í Bangladesh Uppsagnir í Astralíu Námafyrirtæki í Ástrah'u hófú í gær að segja upp starfsfólki, vegna lægðar í verði á framleiðsluvöru þeirra og áströlsk verkalýðsfélög hyggja á gagnráðstafanir um leið og banni við verkalýðsdeilum verður aflétt. Að sögn námafyrirtækja verður tólf hundruð verkamönnum sagt upp á næstu dögum og mögulegt er að fleiri missi atvinnuna innan skamms. Leiðtogar verkalýðsfélaga segjast búast við að þijú þúsund námamenn verði atvinnulausir í lok þessa áre. Um eitt þúsund kolanámamenn hafa mis8t atvinnuna það sem af er þessu ári. Taismaður stéttarfélags þeirra seg- ir að búast megi við að á næsta einu og hálfu ári muni um átta þúsund námaverkamenn missa atvinnuna. Alls starfa um þijátíu þúsund námaverkamenn hjá fyrirtækjunum sem um ræðir. Þrjátíu fallnir í Pakistan Fjölmennar sveitir úr stjómarher Pakistan vom í gær fluttar til tveggja borga í suðurhluta landsins, þar sem um þijátíu manns hafa fallið í miklum óeirðum undanfama tvo daga. Tuttugu og fjórir hafa fallið í hafnar- borginni Karachi, í átökum sem hófust á miðvikudag. Átta hafa látið lífið í borginni Hyderabad, skammt frá Karachi, en óeirðimar bámst þangað í gær. Harðar deilur hafa staðið milli pash- tuna, sem em úr norðvestanverðu landinu, og Mohajira, sem fluttust til Pakistan frá Indlandi 1947. Deilur þessar hafa staðið í tuttugu ár og á síðustu tíu mánuðum hafa þær kostað yfir þijú hundmð og fimmtíu mannslíf. Stjórnarhermenn voru i gær fluttir til tveggja borga í suðurhluta Pakistan, þar sem þrjátíu manns hafa fallið i miklum óeirðum undanfarið. HÖFUM LOKSINS FENGIÐ HINA GEYSIVINSÆLU BARNASKÓ Teg. 57418 Sl. 18-24 Jm , / 'S4 | ' ; T«fl. 57490 St 18-24 , . l| Teö- 574*5 _ .... . _ St 18-24 | Kr. 2.206 Kr. 2.206 Kr. 1.912 FRÁ romikaW SENDUMí PÓSTKRÖFU EURO KRISPIT Laugavegi 89 - sími 22453 Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.