Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Side 11
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. 11 dv Útlönd Pólrtískt popp í óvenjulegn baráttu Haukur L Hauksacxi, DV. Kaupmannahéftt: Þingkosningarnar í Danmörku 8.september næstkomandi vinnast ekki með iöngum þjóðhagfræðiiegum útskýring- um. Til þess er kosningabaráttan of stutt og leiði fólks á stjómmálamönnum of mikill. í þessari kosningabaráttu eru það einföld skilaboð og lausnir á samfélagsvandanum sem gilda. Slagorð og póKt- ískt popp fylla augu og eyru kjósenda. Þar sem frekar langt er síðan síðustu kosningar fóru fram, á danskan mælikvarða, það er að segja allt að heilt kjörtímabil eru peningakassar flokkanna síður en svo tómir. Allt í allt ausa þeir níu flokkar, sem nú eru á þingi, rúmlega þijátíu milljónum danskra króna í kosningabaráttuna og rennur stór hluti þess gármagns í kassa auglýs- ingastofanna. Taismaður einnar auglýsingastofiuinar kallar kosningar þessar gölmiðlakosningar. Segir hann meiri áherslu iagða á kynningarþætti flokkanna í sjónvarpi og stórar auglýsingar í dagblöðum en áður þegar veggspjöid og bæklingar voru meira áberandi. Sé um að ræða sölu á lífsviðhorfúm og ráðist baráttuaðferð auglýsingastofanna af því Annar talsmaður auglýsingabransans segir að stjómmálamaður geti hreinlega keypt sig inn á þing í dag, allavega til skamms tíma Vaid auglýsingastofanna til að breyta eða lagfsera ímynd stjómmálamanna sé nær ótakmarkað ef viðkomandi hefúr ekki of slæmt orð á sér fyrir, til dæmis vegna hneykslismála. Segir hann stjómmálamenn ótrú- lega meðvitaða um leiða fólks á þeim og þeirra romsum. Vilji fólk heldur persónur og viðhorf en lög, regiugerðir og Knurit. Loks segir auglýsingamaðurinn að núverandi kosningabarátta sé háKgert tískufyrirbæri og ákaflega ódönst. Jafhaðarmenn nota fjórtán milljónir í kosningabaráttuna, Ihaldsflokkurinn sjö milljónir og Vinstri flokkurinn fjórar til fimm milljónir danskra króna _________________________Ræðst veðurfar af pólitík?________________________________________________ Haukur L Haukaaai, DV, Kaxiptianrtahö&v í kosningabaráttunni hafa ungir jaftmðarmenn, frægir eftir James Bond veggspjaldið, gert veggspjald þar sem meðal annars stendur að meira að segja veðrið hafi verið betra í stjómartíð Anker Jörgensen. Vildu þeir því meina að þokkalegt síðsumar benti til ríkisstjómar jafinaðarmanna. Uffe Elleman Jensen, formaður Vinstri flokksins, tók fúllyrðingu þessa bókstaflega og kynnti staðreyndir um veðurfarið undir stjóm Ankers annars vegar og Schlúters hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í stjómartíð Anker Jörgensena skein sólin minna, það rigndi meira þrátt fyrir þetta sumar og frostið komst niður í þrjátíu og eitt stág. Höfðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins greinilega stritað með sveittan skallann yfir veðurfræðilegum tölum. Á kosningafúndi bætti Poul Schlúter forsætisráðherra um betur og sagði að knattspymulandsliðið hefði leikið mun betur í sinni stjómartíð en' í stjómartfð Ankers. Poul Schliiter. Uffe Elleman Jensen. Anker Jörgensen. ________________Eyðni flokkist sem kynsjúkdómur_______________________________________________ Haukm L. Hauksscn, DV, Kaupcnannahofo: Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem á sæti i ríkisstjóminni, heíúr í kosningabaráttunni tilbúna lagatillögu þar sem eyðni er flokkuð sem kynsjúkdómur. Hefúr flokkurinn lagt frumvarpið fyrir hina stjómarflokkana og hafa viðtökur verið frekar jákvæðar. Samkvæmt lögum um kynsjúkdóma ber hinum smitaða einstaklingi skylda til að gefa upp nöfh þeirra sem hann hefúr haft kynmök við og er honum bannað að eiga kynmök meðan á smiti stendur. Formaður þingflokks Kristilega þjóðarflokksins segir eyðni það alvarlega ógnun að á þeim vanda þurfi að taka föstum tökum. Reglan um nathleynd verði að vikja og Danir geti annars lært af Svíum í þessum efnum. f sameiginlegu skjali stjómarflokkanna fyrir kœningamar um sameiginleg viðhorf segir meðal annars um eyðni að beqast verði gegn sjúkdómnum með hjálp ráðsins til fyrirbyggingar afbrota og lögreglu. __________________Danir gagnrýna sænskan ráðhetra_______________________________________________ Guimlaugur A. Jánasan, DV, Lundi: Anna Greta Lejon, atvinnumálaráðherra Svíþjóðar, sætir nú harðri gagnrýni frá ýmsum málgögnum dönsku ríkis- stjómarinnar fyrir að blanda sér í dönsku kosningabaráttuna. Að mati blaðanna stangast það á við allar venjur og er í hæsta máta óviðeigandi að sænskur ráðherra tjái sig um dönsk innanríkismál í miðri koaningabaráttu. Anna Greta Lejon sagði meðal annars: „Hin borgaralega danaka ríkisstjóm álítur sig ekki hafa ráð á að veita fólkinu vinnu og álítur í staðinn að það skuli lifa í fátækt Ég get ekki séð að stjómarstefna, sem leiðir til þess að tíundi hver íbúi landsins er atvinnulaus, sé eitthvað til að Kta upp tiL“ Þá er Lejon og sögð hafa látið þá skoðun sína í ljósi að einungis stjóm undir forsæti jafhaðarmanna sé líkleg til að ná árangri í baráttunni við atvinnuleysið. Leynir eiginkonuna eigin eyðnismitun Haukur L Haulascm, DV, Kaupmaimahob: Þijátíu og sjö ára gamall maður kom á kynsjúkdómadeild í Kaupmannahöfh í október 1986 vegna bólginna kirtla. Niðurstaða rannsókna á manninum leiddi í ljós að hann var eyðnismitaður. Þrátt fyrir ítrekaðar hvatningar lækna hefiir maðurinn enn ekki sagt eiginkonu sinni að hann sé smitaður. Eft- ir rannsókn á manninum mæltust læknamir til þess að eiginkonan yrði rannsökuð sem fyrst en hún var þá komin sex mánuði á leiö með sitt annað bam. Vegna tillits til hins ófædda bams gæti konan fengið fóstureyðingu ef hún reyndist eyönismituð. Maðurinn harðneitaði og kom ekki til frekara eftirlits. Læknamir gátu ekkert gert vegna þagnarskyldu sinnar. Óttaslegnir snem þeir sér til heilbrigðisstjómarinnar í von um undanþágu frá þagnarskyldunni. Þar fengu þeir neitun. Þess vegna hafa læknamir vakið athygli á málinu opinberlega og spyija hvort það sé réttlætanlegt að eyðnismitaðir einstaklingar smiti aðrar manneskjur, þar á meðal böm, án þess að læknamir geti neitt að gert Læknir einn telur að þagnarskylda lækna verði að koma til umræðu í tilfeUum sem þessum. Maðurinn vildi ömgglega ekki vera í sporum konu sinnar þegar hún skyndilega fengi að vita að hún væri eyðnismituð og að læknamir hefðu vitað það lengi Sé erfitt að vera þess vitandi að eiginkonan og jafhvel bömin séu smituð án þess að geta gert nokkuð í málinu. Er vitað um nokkur tilfelli þar sem eyðnismitaður maður neitar að segja konu sinni frá eyðninni og sé það alvar- legt, sérstaklega þegar böm eiga í hlut. Með tilliti til ófæddra bama hefur verið lagt til við yfirvöld að bamshafandi konur gangist undir eyðnipróf en ekkert svar ’nefur enn fengist. Em læknamir sammála um að nauðsyn sé á reglum í þessu sambandi. Það sé óhæft að læknar geti ekki hjálpað fólki sem óafvitandi er smitað eyðni. Kynsjúkdóraalæknir einn segtr þetta vera erfitt siðferðislegt vandamál. Þagnar- skylda þýði í raun að Kfshættulegur sjúkdómur nær útbreiðslu með vitneskju læknanna. Yfirlæknir hjá eyðniskrifstofú dönsku heilbrigðiestjómarinnar útskýrir í vikublaði lækna af hveiju ekki sé hægt að víkja frá þagnarskyldunni í málum sem þessu. Segir yfirlæknirinn þagnarskylduna vera undir þrýstingi vegna óttans við eyðni, ekki síst frá hendi starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Ef víkja megi frá þagnarskyldunni í eyðnitilfell- um, sé möguleiki á að þagnarakyldan víki í ýmsum öðrum tilfellum ef fyrirliggjandi upplýsingar em nógu alvarlegar. Þagnarekyldan tryggi að fólk geti létt alveg á bjarta sínu hjá læknunum. Danska heilbrigðissíjómin er á þeirri skoðun að læknar geti og eigi að sannfæra sjúklinga aína um ranglæti þess að leyna raaka ainn eyðnismitun og afleiðingum hennar. Norræna eldfjallastöðin leitar að leiguhúsnæði fyrir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið þarf að vera um eða yfir 200 fermetrar. Einbýlishús í nágrenni Háskólans væri góður kostur en margt kemur til álita. Húsnæðið verður notað fyrir skrifstofur og hreinlegt verkstæði. Hafið samband í síma 27898 frá kl. 9-17. KENNARAR Okkur bráðvantar kennara að Grunnskólan- um Hellu. Meðal kennslugreina: kennsla yngri barna, íslenska og handmennt. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-5943 eða formaður skólanefndar í síma 99-8452. IÐNSKÓLINN í REYKJAVIK Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. septemþer kl. 10 f.h. í Hallgrímskirkju. Eftir skólasetningu verða stundaskrár afhentar í Iðn- skólanum. Nemendur öldungadeilda og Meistaraskóla fá af- hentar stundaskrár kl. 18, 1. september. Áríðandi fundir verða haldnir með nemendum í hverri deild kl. 11. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 2. september. Deildarstjórarfundur verður haldinn kl. 9 mánudaginn 31. ágúst og kennarafundur kl. 1ú sama dag. Iðnskólinn í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.