Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Qupperneq 18
18
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Iþróttir
• Jock Wallace.
Jock Wallace
var rekinn
Spánska knattspymufélagið Sevilla
rak þjálfara sinn, Skotann Jock
Wallace í gær. Wallace, sem er fyrrum
framkvæmdastjóri Glasgow Rangers
og Leicester, var því eitt ár hjá félag-
inu. Félagið er því þjálfaralaust þegar
spánska meistarakeppnin hefst um
helgina.
Real Madrid er spáð mikilli vel-
gengni. „Þetta lið er það besta sem
við höfum haft í 20 ár,“ sagði Ramon
Mendoza, formaður félagsins. -SOS
Mirandinha
mætir á St.
James Park
Það er reiknað með að 29 þús. áhorf-
endur verði mættir á St. James Park
í Newéastle á morgun til að bjóða
velkominn fyrsta Brasih'umanninn
sem i leikur í ensku knattspymunni.
Knattspymukappinn Mirandinha,
sem Newcastle keypti á eina milljón
sterlingspunda, mætir á leik Newc-
astleiog, Nottingham Forest. Óvíst er
að hann leiki með Newcastle.
Mirandinhá var keyptur til að taka
stöðu Peter Beardsley sem var seldur
til Liverpool. Ef hann leikur ekki gegn
Forest mun hann leika með Newcastle
gegn Norwich í næstu viku. -SOS
Everton
fékk skell
Leikmenn Real Madrid tóku Eng-
landsmeistara Everton í kennslustund
þegar þeir mættust í vináttuleik í
Madrid á miðvikudagkvöldið. Real
Madrid vann stórsigur, 6-1. Paul Pow-
ers skoraði eina mark Everton, en
Emilio Butragueno 2, Hugo Sanchez
2, Michel Gonzalez og Alan Harper.
sjálfsmark, skomðu mörk Real.-SOS
Leikið í 100
sólarhringa
- íslandsmótið í handbolta hefst 30. september
íslandsmótið í nandknattleik hefst
með pomp og pragt þann 30. septemb-
er og er hér um að ræða eitt umfangs-
mesta mót sem haldið er hér á landi.
Aslls verða leikir á mótinu á bilinu
2600 til 2700 og keppendur í hinum
ýmsu flokkum verða tæplega 7000 tals-
ins.
Alls verður leikið í um það bil 144
þúsund mínútur eða nálægt 2400
klukkustundum sem þýðir að ef leikið
vBsri sleitulaust stæði mótið yfir í um
100 sólarhringa.,
• Fyrsta umferðin í 1. deild karla
fer fram 30. september. Þá leika eftir-
talin lið saman: KA - Stjaman,
Breiðablik - KR, FH - Þór, Víkingur
- ÍR og Fram - Valur. Meistarar Vík-
ings mæta því nýliðum ÍR í fyrstu
umferð en stórleikur fyrstu umferðar
verður án efa viðureign Fram og Vals.
• Islandsmótið verður „keyrt“
áfram af miklum krafti fram í síðari
hluta nóvember en þá verður nokkuð
langt hlé á mótinu eða fram í janúar
en þá hefst slagurinn á ný og stendur
óslitið þar til mótinu lýkur.
• Meistaraflokkur Þróttar sendir
nú lið til íslandsmótsins á ný og hefja
Þróttarar keppni í 3. deild. Auk Þrótt-
ar mun ÍBl senda lið i meistaraflokk.
I meistaraflokki kvenna senda Grótta
og Þór frá Akureyri á ný lið til Islands-
mótsins.
• Sú breyting verður nú á íslands-
mótinu í 1. flokki kvenna og karla að
1. flokkur verður lagður niður sem
slíkur og í staðinn kemur meistara-
flokkur b-liða.
) KA-Valur í bikarkeppninni |
- Stórleikur 1. umferðar bikarkeppni ÍBV-b - KR. Lið Selfoss, FH og HK -
| HSÍ verður viðureign Vals og KA sitja yfir. I kvennaflokki leika þessi |
Ien þau voru einu 1. deildar félögin lið saman: UMFA - IBK, fBV - ■
sem drógust saman í 1. umferð. Þessi UBK, Þróttur - FH, KR - Víkingur, I
Ilið leika saman: ÍH - Stjaman, Fram - Haukar og Grótta - Valur. I
Grótta KRb, ÍBV - Valur-b, Fylkir Stjaman og Þór Akureyri sitja yfir. ■
I - Þór Ak„ Reynir S - Haukar, Leikir 1. umferðar fara ffarn á tíma- I
* UMFN - Fram, fS - ÍR, Ármann - bilinu frá miðjum nóvember til J
■jKj
I Ármann-b, Hveragerði - Þróttur R,
jUMFA - Víkingur, ÍBK -UBK og
miðjah desember.
Draaa
liðið, Framða Víi
varð um það fyrir bikarúrslitaleikinn í knattspyrnu hvort
i Víðir, fengi að leika í aðalbúningi sínum en bæði lið leika sem kunn-
ugt er i bláum búningum dagsdaglega. Á blaðamannafundi sem efnt var til vegna
úrslitaleiksins var dregið um það hvort liðið héldi bláa litnum og eins og sjá má á
þessari mynd, sem tekin var við þetta tækifæri, kom það í hlut íslandsmeistara Fram
að halda aðalbúningnum. Til vinstri á myndinni er Pétur Ormslev greinilega ánægð-
ur með dráttinn en Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, hefur greinilega heldur kosið
að leika í bláa búningnum. Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni fer fram á Laugardalsvelli
á sunnudag klukkan tvö. DV-mynd Brynjar Gauti
Rotherham mætir
meisturum Everton
- í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar
3. deildar lið Rotherham, sem varð
fyrsti sigurvegarinn í ensku deildabik-
arkeppninni með því að leggja Aston
Villa að velli 1961, mætir Englands-
meisturum Everton í 2. umferð ensku
deildabikarkeppninnar. Rotherham
leikur fyrst gegn Everton á Millmoor
Ground.
Deildabikarmeistarar Arsenal dróg-
ust í gær gegn 3. deildar liðinu
Doncastle og Liverpool mætir Black-
bum. Tottenham mætir 4. deildar
liðinu Torquay, en framkvæmdastjóri
félagsins er Cyril Knowles, fyrrum
vamarleikmaður Tottenham.
Drátturinn var annars þannig í 2.
umferð ensku deildabikarkeppninnar:
Man. City - Wolves, Nott. For. -
Hereford, Reading - Chelsea, Man.
Utd. - Hull, Bury - Sheff. Utd., Donc-
astler - Arsenal, Wigan - Luton,
Crewe eða Shrewsbury - Sheff. Wed.,
Leeds - York, Blackbum - Liverpool,
Stoke - Gillingham, Fulham - Brad-
ford, Swindon - Portsmouth, Crystal
Palace - Newport, Boumemouth -
Southampton, Rochdale - Wimbledon,
Middlesbrough - Aston Villa, QPR -
Millwall, Bamsley - West Ham,
Blackpool - Newcastle, Leicester -
Scunthorpe, Southend - Derby, Ever-
ton - Rotherham, Bumley - Norwich,
Darlington - Watford, Oxford - Mans-
field, Torquay - Tottenham, Cam-
bridge - Coventry, Ipswich - Port
Vale eða Northampton, Carlisle - Old-
ham, Charlton-Walsall og Peterboro-
ugh - Plymouth.
Fyrstu leikir liðanna verða leiknir
21. sept. Seinni leikimir 5. október.
-sos
Waitz úr leik
„Þetta em mór miþil vonbrigði og sérstak-
lega vegna þess að ég er í mjög góðri æfingui
sem stendur og hef æft gífúrlega' vel irieð
þetta heimsraeistaramót í huga,“ sagði
norska hlaupadrottningin Grete Waitz en
nú er ljóst að hún getur ekki varið heims-
meistaratitil sinri í 5000 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum
sem hefst í Róm á morgun.
Waitz á við meiðsli að stríða í fæti og
kunna þessi meiðsli að setja strik f reikning-
inn hvað framtíð hennar á hlaupabrautinni
varðar. Sjálf er hún í vafa um hvort hún
heldur yfirleitt áfram að hlaupa.
„Það eins sem ég hugsa um þessa stund-
ina er að komast yfir þassi meiðsli. Þegar
því markmiði er náð verður að koma í ljós
hvort viljinn til að halda áfram að hlaupa
er enn fyrir hendi. Eins og staðan er í dag
þá langar mig einungis til að hugsa mál-
ið,“ sagði Grete Waitz við blaðamenn þegar
hún kom frá St. Moritz í Sviss en þar dvaldi
hún við æfingar áður en hún ætlaði sér til
Rómar. -SK
Eins og að fa hníf í bakið
- segir Janus Guðlaugsson sem leikur ekki meira með Fram á tímabilinu
„Ég verð ekki hress alveg á næst-
uimi, ég er enn á hækjum. Liðbönd
eru illa trosnuð báðum megin við
liðinn og hann sjálfúr lemstraður.
Eins og málin horfa við býst ég því
ekki við að leika meira á þessu tíma-
bili.“
Þetta segir Janus Guðlaugsson í
spjalli við DV en hann meiddist illa
á Akureyri fyrir skemmstu. Varð
Janus undir í miðjum leik Fram og
KA en Þorvaldur Órlygsson, sóknar-
maður norðanmanna, sótti aftan að
honum með nefhdum afleiðingum.
„Það er hrikalegt að missa af úr-
slitum bikarsins og í sjálfú sér
bölvanlegt að lenda í þessu. Gult
spjald er ekkert „straff* fyrir það
brot er leikmaður ræðst aftan að
öðrum. Menn sem stunda svona
þurfa að fa ráðningu. Árásir af þessu
tagi eiga ekkert skylt við knath
spymu. Þetta er í raun eins og að
fá hníf í bakið. Af tvennu illu er sá
kostur skárri að sjá í andlit manns-
ins sem fremur ódáeðið,“ segir Janus
og er síst sáttur við sitt hlutskipti.
Það er dómarans að verja
leikmenn
- Liggur sökin einungis hjá þeim
leikmanni sem á í hlut?
„Nei, þjálfari á að sjá agnúa á
aðferðum leikmanna sinna og hefla
til á þeim vettvangi,“ segir Janus.
„Þá er það dómarans að veija leik-
menn fyrir ágangi inni á vellinum
en ekki aðeins eigin húð.
Á svona brotum á að taka af hörku
og hugsa því minna um þrætur í
mönnum sem vara að öllu jöfnu í
skamman tíma.“
- Hyggstu hætta í knattspymu f
kjölfar þessarar ógæfú?
„Nei, ég legg ekki árar í bát. fþrótt-
imar em eins og morgunkaffið,
maður kemst hvorki af án þess né
þeirra."
Gerði þetta algerlega óvilj-
andi
Þorvaldur Örlygsson, norðan-
maður, var beðinn að segja sitt álit
á nefridu broti.
„Ég gerði þetta algerlega óvilj-
andi,“ sagði hann í örstuttu spjalli
viðDV.
„Vitanlega verkaði þetta gróft því
ég var allt of seinn í boltann. Ég er
hins vegar jafrimiður mín og Janus
sjálfúr og ég vona að hann nái sér
að fúllu sem allra, allra fyrst.“
-JÖG
• Janus Guólaugsson hvertur al leikvelli á .
Akureyri, studdur af félögum sínum. |
DV-mynd GK/Akureyr^j
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
31
fþróttir
Fram eða Víðir?
- Vinnur Fram bikarinn annað árið í röð?
Á sunnudaginn fæst úr því skorið hvaða knattspymulið verður bikarmeistari 1987. Þá leika Fram og Víðir frá Garði til úrslita á
Laugardalsvelli og hefst leikunnn klukkan tvö. Þorstemn Pálsson, forsætisráðherra, verður heiðursgestur á leiknum og að honum
loknum mun Þorsteinn afhenda sigurvegurunum verðlaun sín ásamt Ellert B. Schraam formanni KSl.
Margir eru á því að Framarar eigi auðveldan leik fyrir höndum. Þess ber þó að geta að Víðismenn eru þekktir fyrir endalausa
baráttu og vissulega eru þeir suðumesjamenn til alls líklegir. Þeir slógu ekki lakara lið en Val út úr keppninni í undanúrshtunum og
til slíkra afreka þarf gott Uð. Vissulega verða lslandsmeistarar Fram, og núverandi bikarmeistarar, að teljast sigurstranglegri, í það
minnsta ef litið er á stöðu liðanna í 1. deildarkeppninni. Bikarleikir eru þó um margt öðruvísi en deildarleikir þannig að ljóst má vera
að ailt getur gerst á Laugardalsvelli á sunnudag. Hér fyrir neðan fara stutt spjöU við leikmenn úr þeim liðum sem Fram og Víðir
ruddu síðast úr vegi sínum á leiðinni í úrslitaleikinn. -SK
„Fram sigrar 3-1“
segir Valsmaðurinn Guðni Bergsson
„Þetta verður örugglega mikill baráttu-
leikur þar sem Víðismenn og raunar
leikmenn beggja liðanna eru þekktir fyrir
allt annað en að gefast upp,“ sagði Guðni
Bergsson Valsmaður í samtali við DV í
gærkvöldi en það voru einmitt Valsmenn
sem fengu að kynnast grimmd Víðis-
manna i undanúrslitum bikarkeppninnar.
„Framarar verða auðvitað að teljast
mun sigurstranglegri en ég veit að þeir
verða að hafa mikið fyrir því að sigra
Víðismenn á sunnudag. Við og raunar
KR-ingar líka höfum fengið að kynnast
því hve erfitt er að leika gegn Víðismönn-
um. En þegar öllu er á botninn hvolft
standa Framarar sem sagt uppi sem sigur-
stranglegri aðilinn og ég reikna frekar
með sigri þeirra. Það er hagur fyrir Fram-
ara að vera á heimavelli og ég spái þeim
3-1 sigri á sunnudaginn," sagði Guðni
Bergsson.
-SK
• Guðni Bergsson, Val,
spáir Fram 3-1 sigri.
„Fram vinnur, 3-0“
- segir Þorsarinn Kristján Kristjánsson
„Samkvæmt mínum kokkaþókum á Fram
að vinna næsta auðveldan sigur í bikarúr-
slitaleiknum á sunnudag. Framarar eru,
að mínu mati, með mun sterkara lið en
þó ber að hafa í huga að Víðismenn eru
til allsdíklegir," sagði Kristján Kristjáns-
son, útherjinn snjalli í liði Þórs frá
Akureyri, i samtali við DV í gær er hann
var beðinnáð segja álit sitt á bikarúrslita-
leik Fram og.Víðis á sunnudag, Fraiparar
slógu Þórsara út úr bikamum í undanúr-
slitum.
„Víðismenn hafa verið í vandræðum
með sóknarleikinn eða þar til Daníel Ein-
arsson hefur venð færður fyam. En þá
vantar hann í vömina.' Ég tippa á auðveld-
an 3-0 sigur Framara," sagði Kristján
Kristjánsson. -SK
• Kristján Kristjánsson spá-
ir Fram 3-0 sigti.
• Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson nýstignir út úr bifreið sinni eftir síðustu
sérleiðina í gærkvöldi. Þeir hafa forystu eftir fyrsta dag.
DV-mynd Brynjar Gauti
Mikið fjör í
Ljómarallinu
„Þetta gekk mjög vel í dag, bíllinn
stóð sig með miklum ágætum en
heilsufar okkar feðganna hefði þó
mátt vera betra. Ég vaknaði með
flensu í morgun og Rúnar tók inn á
sig alltof mikið súrefrii á einni sérleið-
inni og datt út um tíma,“ sagði Jón
Ragnarsson í samtali við DV i gær-
kvöldi en þá hafði hann nýlokið við
síðustu sérleiðina á fyrsta degi Ljóm-
arallsins sem hófst á hádegi í gær.
Þeir feðgar óku af feiknalegu öryggi
í gær og náðu eftir daginn í gær tæp-
lega tveggja mínútna forskoti á næsta
bíl (sjá röð tíu efstu hér að aftan).
Það gekk á ýmsu í Ljómarallinu í gær.
Sjö bílar duttu út ýmissa hluta vegna. Jón
S. Halldórsson á Porsche ók út af á Kalda-
dal og fór bíllinn fjórar veltur og gereyði-
lagðist. Báðir sluppu ökumennimir
ómeiddir. Jóþann Hlöðversson og Sig-
hvatur Sigurðsson fóru einnig út af og fór
bíllinn átta veltur. Escortinn og jieir félag-
ar héldu j)ó áfram keppni þótt bíll þeirra
væri líkari snakkskrúfu eftir veltumar en
rallbíl.
• Það sem kom einna mest á óvart í
gær var feiknalega góður akstur Birgis
Bragasonar og Hafþórs Guðpiundssonar á
Taibot Lotus. Birgir ók mjög greitt og til
að mynda var meðalhraði hans á Lyng-
dalsheiði í gær 119,7 km á kfst.
• Frammistaða íslensku keppendanna
vakti gífurlega athygli erlendu keppend-
anna í gær og göptu þœir af undrun. Þegar
upp var staðið í gærkvöldi var fremsti ,.er-
lendi bíllinn" í 9. sæti en j)að vom
Finnamir Mikko Torila og Marko Torila.
• DV-mennimir í Ljómarallinu, jjeir
Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson
óku af miklu öryggi í gær og ætla sér að
kitla pinnann mun meira í dag. Þeir em
enn í baráttunni um efstu sætin en þess
má geta að jieir fengu eina minútu í refs-
ingu fyrir þjófstart i gær. Tímavörður gerði
athugasemd við start jieirra og taldi að
joeir hefðu lagt af stað hálfri sekúndu of
snemma. I nótt var j)ó ekki búið að taka
endanlega ákvörðun í máli j>essu þannig
að verið getur að draga megi heila mínútu
frá tíma j>eirra sem er hér fyrir neðan en
staða efstu bíla eflir fyTSta daginn er þann-
ig:
Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson....1:31.52
Birppr Bragas/Hafjmr Guðmunds ....1:33.47
Steingrímur Ingason/Ægir Á......1:35.06
Guðmundur Jóns/Sæmundur Jóns... 1:35.41
Ásgeir Sigurðs/Bragi Guðmunds...1:36,44
Þorsteinn Ingas/Úlfar Eysteins..1:37,00
Ari Amórs/Magnús Amarsson.......1:43.50
Daníel Gunnars Birgir Pétursson ....1:43.52
Mikko Torila/Marko Torila......1:45.31
3irpir V. Halldórs/Indriði Þorkels ...1:45.53
-SK
Nauðunganjppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Grófarsel 20, þingl. eig. Þorsteinn
Hannesson, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimt-
an í Reykjavík.
Grundarstígur 15 B, ris m.m., þingl.
eig. Ámi G. Svavarsson og Inga H.
Jónsdóttir, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
10.15. Uppboðsbeiðendur eru Trygg-
ingastofhun ríkisins og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Grýtubakki 24, 2. t.v„ þingl. eig. Guð-
laug Þorleifsdóttir, mánud. 31. ágúst
’87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Versl-
unarbanki fslands hf.
Hairiarstræti 20, 2. hæð C, þingl. eig.
Kristín Sigr. Rósinkranz, mánud. 31.
ágúst ’87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi
er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hagamelur 30, 1. hæð og kj„ þingl.
eig. Geir J. Geirsson, mánud. 31. ágúst
’87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur
Gústaísson hrl.
Háagerði 81, hluti, þingl. eig. Baldur
M. Stefánsson, mánud. 31. ágúst ’87
kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Háberg 3, Mð merkt 0304, þingl. eig.
Hallgrímur Æ. Másson, mánud. 31.
ágúst ’87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur
eru Ólafur Axelsson hrl. og Lands-
banki íslands.
Hálsasel 20, þingl. eig. Gunnar Maggi
Ámason, mánud. 31. ágúst ’87 kl. 11.45.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Heiðarás 27, þingl. eig. Guðmundur
Jónsson og Fjóla Erlingsdóttir, mánud.
31. ágúst ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðend-
ur eru Kópavogskaupstaður og Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hjallavegur 33, kjallari, talinn eig.
Guðjón Sivertsen, mánud. 31. ágúst ’87
kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hólaberg 20, þingl. eig. Rafri Eyfells
Gestsson, mánud, 31. ágúst ’87 kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur em Landsbanki ís-
lands og Veðdeild Landsbanka íslands.
Hraunbær 45, Mð merkt 01-01, þingl.
eig. Anna María Samúelsdóttir,
mánud. 31. ágúst ’87 kl. 14.45. Uppboðs-
beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hraunbær 54, Mð merkt 0002, þingl.
eig. Ragnar B. Johansen, mánud. 31.
ágúst ’87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi
er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hraunbær 65, hluti, þingl. eig. Harald-
ur Eggertsson, mánud. 31. ágúst ’87
kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hraunbær 96, Mð merkt 034)1, þingl.
eig. Sigríður Kristmundsd. og Birgir
Jensson, mánud. 31. ágúst ’87 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Hraunbær 102B, Mð merkt 044)3,
þingl. eig. Baldur Guðmundsson,
mánud. 31. ágúst ’87 kl. 15.15. Uppboðs-
beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hraunbær 102F, Mð merkt 02-04,
þingl. eig. Guðni Jónsson og Dagný
Ragnarsdóttir, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
15.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild
Landsbanka íslands.
Hraunbær 126, 1. hæð t.h„ þingl. eig.
Brynjóliúr Tómass. og Kristín HaU-
dórsd., mánud. 31. ágúst ’87 kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Hrísateigur 45, 2. hæð og ris, þingl.
eig. Ketill Tryggvason, mánud. 31.
ágúst ’87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur
em Búnaðarbanki íslands og Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hverhsgatg 58,1. hæð, þingl, éig. Guð-
íún S. Svavarsdóttir, mánud. 31. ágúst
’87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hverfisgata 83, hluti, þingl. eig. Dögun
sf., mánud. 31. ágúst ’87 U. 16.15. Upp-
boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Hæðargaiður 1-27, íb. nr. ÍA, merkt
L, þingl. eig. Steinþór Steingrímsson.
mánud. 31. ágúst ’87 kl. 16.15. Uppboðs-
beiðandi er Ölafúr Gústafsson hrl.
Laugavegur 20, þingl. eig. Nýja Köku-
húsið hf., mánud. 31. ágúst ’87 kl. 11.15.
Uppboðsbeiðendur em Reynir Karls-
son hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Suðurhólar 18, íb. 024)1, þingl. eig.
Jenný L, Bragadóttir, mánud. 31. ágúst
’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Skúti
J. Pálmason hrl.
BORGARFÓGETAEMBÆTnS í REYKJAVÍK
Nauðungamppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6,3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Alftamýri 6, 3. hæð, þingl. eig. Jón
Pálsson, mánud. 31. ágúst ’87 kl. 10.45.
Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í
Reykjavík og Landsbanki íslands.
Feijubakki 12, 2,t.h„ þingl. eig. Einar
Sigurðsson, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
16.15. Uppboðsbeiðendur eru Verslun-
arbanki Islands hf. og Útvegsbanki
íslands.
Gyðufell |6. 4.t.h.. þingl. pigJ Axél
Magnússon. mánud. 31. ágúst '87 kl.
16.30. Uppboðsbeiðendur em Jón
Finnsson hrl., Þorvaldur Lúð\íksson
hrl., Ólaíúr Thoroddsen hdl., Veðdeild
Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í
Reykjavík, Sigurmar Albertsson hrl..
Lúðvik Kaaber hdl. og 1 Veðdeild
Landsbanka íslands.
Hjaltabakki 16. 2.t.v„ þingl. eig. Þor-
bjöm Jónsson. mánud. 31. ágúst '87
kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em
Landsbanki íslands_. Ámi Guðjónsson
hrl., Búnaðarbanki íslands. Bjöm Ólaf-
ur Hallgrímsson hdl., Jón Magnússon
hdl„ Gjaldheimtan í Revkjavdk. Út-
vegsbanki íslands. Ami Einarsson hdl..
Jón Finnsson hrl.. Jón Ingólísson hdl.
og Ólafúr Axelsson hrl.
Hverfisgata 34,2. hæð, þingl. eig. Svava
Þórðardóttir, mánud. 31. ágúst '87 kl.
13.45. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild
Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í
Reykjavík, Verslunarbanki íslands hf„
Jón Ingólfsson hdl„ An Isberg hdl. og
Róbert Ámi Hreiðarsson hdl.
Kirkjuteigur 9, þingl. eig. Kjartan Ingi-
marsson, mánud. 31. ágúst ’87 kl. 11.15.
Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í
Reykjavík og Iðnaðai-banki íslands hf.
Kvistaland 23, þingl. eig. Guðmundur
Ingimundarson, mánud. 31. ágúst ’87
kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald-
heimtan í Reykjavík og Landsbanki
íslandS.
Langholtsvegur 19,1. hæð, talinn eig.
Sigmður Guðjónsson, mánud. 31. ágúst
’87 kl, 10.15. Uppboðsbeiðend ur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Lands-
banki íslands.
Leimbakki 24, 2.t.v„ þingl. eig. Vigftis
Gíslason og Lydia Pálmarsdóttir,
mánud. 31. ágúst ’87 kl. 16.00. Uppboðs-
beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Lynghagi 24. kjallari. taþnn eig. Þröst-
ur Jónsson, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
10.45. Uppboðsbeiðendur em Guðjón
Ármann Jónsson hdl„ Gjaldheimtan í
Reykjavík og Valgarð Briem hrl.
Rjúpufell 23. hluti. þingl. eig. Ema
Guðmundsdóttir. mánud. 31. ágúst ’87
kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Ólaíúr
Axelsson hrl. og Gjaldheimtan í
Reykjavík.
SmvTÍlshólar 4. 2. hæð B. þingl. eig.
Sæmundm Eiðsson. mánud. 31. ágúst
'87 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Revkjavík. Veðdeild
Landsbanka íslands. Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson hdl. og Ævar Guðmunds-
son hdl.
Torfúfell 23. 4.t.h„ þingl. eig. Margrét
Guðmundsdóttir, mánud. 31. ágúst '87
kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Skúh
J. Pálmason hrl., Landsbanki íslands,
Gjaldheimtan í Revkjavík, GísliKjart-
ansson hdl., Othar Öm Petersen hrl.
og Tryggingastofiiun ríkisins.
Unufell 35, l.t.v., þingl. eig. Guðmund-
ur Gíslason, mánud. 31. ágúst ’87 kl.
15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimt-
an í Reykjavík.
Vesturberg 11, þingl. eig. Trausti Jó-
hannsson, mánud. 31. ágúst '87 kl.
13.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón
Ármann Jónsson hdl„ Gjaldheimtan í
Reykjavík, Landsbanki íslands, Eggert
B. Ólafsson hdl„ Sigurður Siguijóns-
son hdl„ Sveinn H. Valdimarsson hrl„
Skúh Pálsson hrl„ Ingólfiir Priðjóns-
son hdl„ Jón Ólafsson hrl„ Guðmundur
Jónsson hdl., Valgarð Briem hrl., Veð-
deild Landsbanka íslands, Bjöm
Ólafúr Hallgrímsson hdl„ Póstgfróstof-
an, Gísli Baldur Garðarsson hrl.,
Klemens Eggertsson hdl„ Iðnaðar-
banki Islands hf„ Baldur Guðlaugsson
hrl„ Atli Gíslason hdl. og Sigríður
Thorlacius hdl.
BORGARFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK