Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Blaðsíða 30
42
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sheena Easton
og rokksöngvarinn Prince eru
byrjuð saman. Sheena er tvígift
og er nýskilin við seinni mann
sinn. En nú hefur hún fundið
stóru ástina í lífi sínu. Sheena
segir Prince dásamlegasta
mann sem hún hafi kynnst.
„Hann gefur mér allt sem ég
þarfnast og ég elska hann mjög
heitt," segir hún. Skötuhjúin
láta ekkert á sig fá að ferðast
heimsálfanna á milli til að hitt-
ast en nú síðast áttu þau stefnu-
mót í París. Óteljandi og reyndar
ómælanleg eru öll símtölin sem
þau eiga saman. En hún vinnur
í Bandaríkjunum en hann í Evr-
ópu um þessar mundir. Sheena
hefur nú sagt að hún komi ekki
ti! með að gifta sig aftur eftir
tvær misheppnaðar tilraunir. En
nú er komið annað hljóð í
strokkinn. Vel gæti hún hugsað
sér að giftast Prince.
Stefanía
prinsessa
er með fatasýki á hæsta stigi.
Þótt hún sé prinsessa og allt
það, þá gengur hún algjörlega
fram af fólki í fatakaupum sín-
um. Sagan um prinsessuna sem
átti þrjú hundruð sextíu og
fimm kjóla er bara ómerkileg við
hlið sögunnar um fatakaup og
fataskápa Stefaníu Mónakó-
prinsessu. En vitaskuld er
stúlkan besti vinur allra fínna
verslunareigenda og tískuhönn-
uða hvar sem er í heiminum.
Það þætti tíðindum sæta ef hún
gengi nokkurn tíma tvisvar í
sömu flíkinni.
■mhhs mmw
Christopher
Reeve
æfði stanslaust í þrjá mánuði
fyrir nýjustu Superman mynd-
ina. Myndin er sú fjórða í
röðinni um hinn stórkostlega
Superman og var frumsýnd fyrir
stuttu I Bandaríkjunum. Á með-
an á undirbúningi stóð fór
Christopher fram úr á morgnana
klukkan sjö og byrjaði að teygja
og strekkja. Hver einasti dagur
fór svo í alls kyns þrekæfingar
og hætti hann ekki fyrr en
klukkan átta á kvöldin. Allt gert
til að geta leikið Superman. Því
auðvitað getur Superman ekki
verið nein gunga heldur verður
að vera stæltur og stæðilegur.
I>V
Bjarni Dagur kveður
Stj ö rnuhlustendur
Hlustendur Stjörnunnar hafa
vafalítið heyrt í honum Bjarna
Degi á hverjum eftirmiðdegi í sum-
ar. Þar hefur hann leikið tónlist,
verið með símagetraunir og spjall-
að við hlustendur. En spjall við
hlustendur hefur verið „hans fag“.
Af mikilli innlifun hefur honum
tekist að fá fólk til að tala um ótrú-
legustu hluti í útvarpið. Eins og
nú síðast á tilfinningalínunni, þar
getur fólk hringt og rabbað um sín-
ar innilegustu tilfinningar og hefur
ástin, orsök hennar og afleiðingar
verið mikið rædd. Hlustendum
virðist vera mikill greiði gerður
með því að fá að ræða þessi mál
við Bjarna Dag í beinni útsendingu
á Stjörnunni.
En nú ætlar Bjami Dagur að taka
sér frí frá útvarpinu í bili. Því lá
beinast við að spyrja hann af
hverju?
„Ég réð mig strax hérna á Stjörn-
una aðeins í þrjá mánuði og tók
mér reyndar frí frá minni vinnu.
En ég rek auglýsingastofu og nú
ætla ég að fara að teikna aftur af
fullum krafti. Útvarpsvinnuna
hugsaði ég aðeins í sumar."
- Heldurðu að þú komir ekki til
með að sakna hlustenda, vina
þinna?
„Jú, alveg örugglega. Þetta er
dálítið sérstakt að vera svona í
beinni útsendingu þrjá tíma á dag,
fimm sinnum í viku. Maður er, eins
og þú segir, orðinn góður vinur
margra hlustenda. En auðvitað
hefur fólk mismunandi áhuga á því
sem ég hef verið að gera, spjalla
við hlustendur og spila mikið af
dreifbýlistónlist. Svoleiðis er það
bara, það er aldrei hægt að gera
öllum til hæfis. En ég hef eignast
frábæra vini í gegnum þetta sem
hringja í mig kannski á hverjum
degi“.
- Fá hlustendur Stjörnunnar að
heyra í þér seinna?
„Þetta var skemmtileg reynsla
og er aldrei að vita hvað verður
síðar meir.“
Hinstæö móöir meö fimm ungabörn. Faðirinn gafst upp á barnagrátinum
og erfiöleikunum og hvarf á braut.
Einstæð módir með
tvíbura og þríbura
Susan og Douglas Ebding voru fyrir stuttu ósköp venjulegt par sem lang-
aði til að eignast eitt barn. Fjárhagurinn var ekkert allt of góður en þau
sáu fram á að geta framfleytt þriggja manna fjölskyldu meðan þau væru að
koma betur undir sig fótunum. En áætlunin fór dálítið úr skorðum. Susan
verður bamshafandi og gengur með tvíbura. Það var nú svo sem allt í lagi
og voru foreldrarnir ákaflega stoltir þegar börnin voru komin í heiminn.
En mánuði eftir að tvíburamir eru fæddir verður Susan aftur bamshafandi.
Og þá ekki að einu bami eða tveimur, heldur þremur. Þau komu öll spræk
og spriklandi í þennan heim og þar með vom bömin orðin fimm.
Eins og nærri má geta breyttust öll áform og daglegt líf ungu hjónanna
heil ósköp. En nú þegar eldri bömin eru eins og hálfs árs hefur faðirinn
fengið nóg og látið sig hverfa. Hann gafst upp á ósköpunum. Stanslaus bama-
grátur, þvottur og þar fram eftir götunum.
Sem dæmi má nefiia að á bömin fimm fara þrjátíu bréfbleyjur á dag. Eða
níuhundruð á viku og ellefu þúsund á ári. Og nú stendur móðirin eftir ein
með bömin fimm og án allrar aðstoðar vina og vandamanna.
Frönsk stemning
á Borginni
Þaö hefur rikt sannkölluö Parísarstemning á Hótel Borg síöustu eftir-
miðdaga. Ekki nóg með aö frönsk kaffihúsastemning hafi ríkt. heldur
hefur verið boðiö upp á óvæntar uppákomur gestum til skemmtunar.
Þar á meðal tiskusýningar. Hér sést sýningarstúika kynna nýjar vörur
frá næsta nágranna Borgarinnar, Bláa fuglinum.
DV-mynd Brynjar Gauti