Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1987, Page 36
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsíngar - Áskrlft - Oreífing: Simi 27022 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987. Malaga á Spáni: íslenska konan laus * úr fangelsi - fyrir rétt í nóvember íslenska konan, sem fangelsuð var í Malaga á Spáni fyrir árás á lög- regluþjón fyrir skömmu, eins og skýrt var frá í DV, losnaði úr fang- elsinu í gær. Það var fyrir tilstuðlan hins ötlula konsúls íslands í Mala- ga, Marin de Créveceur, að konunni var sleppt. Henni er þó gert að mæta fyrir rétti á Spáni í nóvember, en hægt er að koma henni úr landi og mun hún koma heim einhvem næstu daga. „Hún situr héma inni i stofu hjá ,^'mér og ég var rétt að ganga frá hótel- herbergi fyrir hana þar til hún fer heim. Ég get ekki á þessari stundu sagt til um hvenær ég kem henni úr landi en það verður einhvem næstu daga,“ sagði Marin í samtali við DV í gær. Marin sagði að það hefði verið erfitt að ná konunni úr fangelsinu en rétt sambönd hefðu hjálpað sér í þessu máli eins og mörgum öðrum. Hún sagði að mest um vert væri að ekki var lögð nein kvöð á það að ^jkonan losnaði út, svo sem að hún mætti ekki fara úr landi eða annað í þeim dúr. „Þetta fór því allt betur en á horfð- ist,“ sagði Marin de Créveceur sem er ekki óvön því að ná íslendingum út úr fangelsum á Spáni. -S.dór Lertartúrínn hefst í dag „Það verður farið í leitartúrinn strax í dag, hann tekur svona fimm daga, eftir það reikna ég með að hefja veiðar," sagði Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri Hvals hf„ í ^*ýnorgun. Eftir á að veiða 40 sand- reyðar. Kristján sagði að mannskapurinn væri tilbúinn í slaginn. „Það vom um 180 manns, sem unnu við hval- veiðamar, þegar mest var í sumar.“ -JGH LOKI Var þetta síðasta hvalmál- tíðin? Ný stjóm verði tilbú- ln ef þessi springur Undanfama daga hafa menn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðis- flokknum verið að þreife fyrir sér um hvort möguleiki er á að hafe til- búna fjögurra flokka stjóm ef sitj- andi ríkisstjóm springur. Alþingis- menn, sem DV hefur rætt við, segja að í byrjun hafi þetta verið rabh yfir kaffibolía en síðan hafi meiri alvara ferst í umræðumar. Samt sem áður er málið enn á frumstigi og engar formlegar viðræðtrr milli flokkanna hafo átt sér stað. Stjómarþingmaður, sem DV ræddi við í gær, sagði að svo mikill trúnað- arbrestur væri kominn upp innan ríkisstjómarinnar vegna Útvegs- bankamálsins að hún gæti aldrei setið lengi úr þessu. „Fyrst ríkisstjómin getur ekki af- greitt Útvegsbankamálið án þess að hótað sé stjómarslitum, hvemig á hún þá að komast f gegnum af- greiðslu fjárlaga og samninga aðila vinnumarkaðarins sem em á na»ta leiti?“ spurði þessisamiþingmaður. Annar alþingismaður sem DV ræddi við sagði að ástæðan fyrir því að menn væm að tala um myndun „skuggaráðuneytis“ væri sú að flest- ir væm þeirrar skoðunar að þessi stjóm sæti stutt og flokkamir væm lftt hrifnir af þvi að fara út í kosning- ar. „Fyrst vilja menn kanna hvort cin- hver möguleiki er á myndun 4ra flokka stjómar sem gæti tekið við þegar þessi springur,“ sagði þessi alþingismaður. En þótt þessar viðræður séu enn á frumstigi könnuðust allir stjóm- málamenn, sem DV ræddi við um þetta mál i gær, við að hafa heyrt af þessum þreifíngum bak við tjöldin. -S.dór Draumaíbúð Hófíar er meðal þess sem mesta athygli vekur á sýningunni Veröldin ’87 sem opnuð var í gær. Hólmfríður Karlsdóttir valdi allt innbúið. Á myndinni er hún að leggja á borð fyrir sýningargesti i Draumaibúð Hófíar. DV-mynd GVA Banaslys í Hvalfirði Eirrn maður lést þegar hann ók út af veginum við Brynjudalsá í Hvalfirði í morgun. Bíllinn fór í sjóinn þannig að dekkin ein stóðu upp úr. Vegfar- endur, sem komu að, óðu út í sjóinn og tókst þeim að koma böndum á bíl- inn og draga hann að landi. Sigurgeir Jónasson, einn þeirra sem komu böndum á bílinn, sagði í morgun að þegar bíllinn hefði verið kominn á land hefði ökumaðurinn verið látinn. Háskólinn Bárður Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii; Bárður Halldórsson, skrifstofustjóri háskólans á Akureyri, er ekki við störf við skólann sem stendur og hefur DV heimildir fyrir því að uppi séu hug- myndir um að hann hætti. Sjálfur segir Bárður að þetta sé alrangt en viður- kennir að um ágreining sé að ræða í skólanum. „Ég get ekki staðfest að Bárður hafi verið rekinn frá háskólanum, ég hef ekki heimild til að tjá mig um málið þar sem hann var ekki ráðinn af þeirri nefnd sem ég veiti forstöðu," sagði Tómas Ingi Olrich, formaður háskóla- nefhdar Akureyrar, er DV bar undir Okumaðurinn var eirrn í bílnum og var ekki spenntur í helti. Enginn bremsuför né önnur verksummerki sáust á veginum. Sigurgeir segir að það hafi verið um fimmtán mínútur yfir átta í morgun sem menn urðu varir hvemig komið var. Lögregla hafi strax verið látin vita en búið hafi verið draga bílinn upp þegar hún kom. -sme á Akureyri: hættur? hann hvort Bárði Halldórssyni, skrif- stofustjóra háskólans á Akureyri, hefði verið vikið frá störfum. „Ég neita því ekki að það er ágrein- ingur á milli mín og námsbrautarstjór- anna,“ sagði Bárður þegar þetta var borið undir hann. „Það er hins vegar bull og vitleysa að mér hafi verið sagt upp. Ég er ein- ungis í fríi þessa dagana," sagði Bárður. „Ég vil ekkert segja um málið eins og er annað en að Bárður er ekki hér í skólanum," sagði Margrét Tómas- dóttir, námsbrautarstjóri í hjúkrunar- fræðum í morgun. Veðrið á morgun: Skúrir vestan- lands Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestlægri átt um allt land, skúrir verða vestanlands en víðast bjart veður austanlands. Hiti verður á hilinu 10 til 16 stig. Þúsundum tonna hent á haugana? „Það er gífurleg spretta núna og ég er hræddur um að kartöfluuppskeran verði langt umfram neysluna í landinu. Það er náttúrlega ekki alveg ljóst ennþá en við spáum því að of- framleiðsla þessa árs nemi 5-7 þúsund tonnum," sagði Agnar Guðnason, yfir- matsmaður garðávaxta, í samtali við DV. „Bændur hafa þurft að henda nokk- ur hundruð tonnum af kartöfluupp- skeru síðasta árs en uppskeran í ár virðist ætla að verða miklu mun meiri en í fyrra.“ -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.