Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 5
i- FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. 27 verðlaun, þar á meðal menningarverðlaun DV. 5taðir, Gallerí Svart á hvítu: 'orgils á tvenn- vígstöðvum inginn rekur þar áfram eftir vindi og ýmist bjargast hann eða ferst eftir því sem heildarmyndin krefst. í innri heiminum er ég sköpunin og velti heimssögulegum atburðum, þar geta persónuleg atriði sem virðast smá í ytri veröldinni orðið aðalatriði." Helgi lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976. Þá lá leið hans til Hollands þar sem hann nam í þrjú ár í viðbót. Hann hefur verið búsettur í Reykjavík síðan. Hann hef- ur hlotið margs konar viðurkenningar, þar á meðal menningarverðlaun DV, og tekið þátt í samsýningum og haldið fjölda einkasýninga. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt hann í Output í Reykja- vík árið 1975 og hefur haldið einkasýningar víða um heim. Sýning Helga Þorgils í Gallerí Svart á hvítu er opin alla daga nema mánu- daga frá 14.00 til 18.00 og stendur til 20. september en þá lýkur einnig sýn- ingu hans á Kjarvalsstöðum. Norræna húsið: Gullsmíðasýning danskra listamanna Gullsmiðirnir Henrik Blondal Bengtsson og Ulrik Jungersen opna sýningu á laugardag í Nor- ræna húsinu og stendur hún til fjórða október. Að sögn hefur það verið draumur þeirra beggja um árabil að setja upp sýningu á Is- landi og eru þeir því hæstánægðir með að draumur þeirra er að ræt- ast nú. Henrik Blandal er fæddur 1960 og lauk námi sínu sem útlærður gullsmiður hjá Ole Lynggaard í Kaupmannahöfn. Hann er meðeig- andi í gullsmíðaverkstæði sem nefnist Okker Otte og hefur haldið margar sýningar á síðustu tveimur árum vitt og breitt um Evrópu. Ulrik útskrifaðist frá gullsmið- unum Helgu og Bent Exner árið 1981 og hefur síðan dvalið í Þýska- landi, Danmörku og Svíþjóð þar sem hann hefur unnið og sýnt list sína. Hann hefur haldið einar fimm einkasýningar. Þeir hafa báðir helgað sig stærri munum og listaverkum úr góð- málmum. Brjóstnál eftir Ulrik Jungersen úr silfri og 24 karata gulli verður meðal annarra hluta til sýnis í Norræna húsinu fram í október. „Dreams that money can bay“: Klippimyndir Kristjáns í Gallerí Hallgerði Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Hallgerði við Bókhlöðustig sýning á verkum Kristjáns Kristj- ánssonar myndlistarmanns sem ber yfirskriftina „Dreams that mone'y can buy“. Efni myndanna er sótt í heim draums og veruleika. Hug- myndum safnar hann saman og finnur út myndir sem gefa þessum hugsunum tákn, klippir þær og skeytir saman. Úr verður mynd þar sem raunveruleikinn og fantasían birtast eins og þau koma Kristjáni fyrir sjónir. Hann segist fæddur á sólardegi á Patreksfirði, í vantsbera, árið 1950 og nam bæði hér á landi og í Stokk- hólmi. Þessi sýning er sjötta einkasýn- ing Kristjáns og stendur hún til 13. september. Sýningin er opin frá 14.00 til 18.00 sýningardagana. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Óldugötu 3. Brottför í ferðimar er kl. 20.00 föstudag. Ferðafélag íslands. Útivistarferðir Helgarferðir 4.-6. september. 1. Kl. 20.00 Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum, Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstjóri: Bjarki Harðarson. 2. Kl. 20.00 Haustferð á Kjöl. Gist í skála á miðjum Kili. Göngu- og skoðunar- ferð um Þjófadali, Hveravelli og Kerling- arfjöll. Slóðir Fjalla-Eyvindar. Farið á grasafjall. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst, Utivist. Útivistarferðir Sunnudagur 6. september Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð. Stansað í 3-4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1.000,- Kl. 10.30 Klóarvegur - Villingavatn. Gengin gamla þjóðleiðin frá Hveragerði í Grafning. Verð kr. 700,- Kl. 13.00 Grafningur - Hagavík. Berja- ferð og létt ganga um fjölbreytt land, sunnan Þingvallavatns. Verð kr. 600,- Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum í ferðirnar. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst, Útivist. Dagsferðir sunnudaginn 6. sept.: 1) kl. 09 - Svartagil - Hvalvatn - Botnsdalur. Fyrst er ekið að Svartagili í Þingvalla- sveit og síðan gengið þaðan meðfram Botnssúlum, Hvalvatni og í Botnsdal. Verð kr. 800,00. 2) kl. 13 - Glymur í Botnsá (198 m) Ekið að Stóra-Botni í Botnsdal, síðan gengið upp með Botnsá að Glym, sem er hæsti foss landsins. Verð kr. 600,00. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Til athugunar: Dagsferðir í Þórsmörk verða sunnudaginn 13. sept. og sunnu- daginn 20. sept. Verð kr. 1.000. Dvalið um 3 'h klst. í Þórsmörk og famar göngu- ferðir. Feðafélag Islands Sýningar Árbæjarsafn Meðal nýjunga á safninu er sýning á göml- um slökkviliðsbílum og sýning frá fom- leifagrefti í Reykjavík og Reykjavíkurlík- önum. Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning safnsins er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomynd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur. videomyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. Ásmundarsalur v/Sigtún Ragna Sigrúnardóttir sýnir málverk í Ás- mundarsal. Á sýningunni eru 20 verk, olíu- og vatnslitamyndir. Myndefnið er alit sótt í kvikmyndir. Sýningin er opin frá kl. 14-22 um helgar og kl. 16-22 virka daga. Henni lýkur 23. ágúst. FÍM-salurinn, Garðastræti 6. Samband íslenskra myndlistarmanna hef- ur opnað myndlistarsýningu sem haldin er í FÍM salnum og stendur til 27 sept. n.k. Meðal þeirra sem verk eiga á sýning- unnio eru; Hringur Jóhannesson, Ragn- heiðm- Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdótt- ir, Ágúst Petersen, Ása Ólafsdóttir, Jón Reykdal, Jóhanna Bogadóttir, Guttormur Jónsson, Björg Guttormsdóttir og Guð- bergur Auðunsson. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 í Gallerí Borg sýna Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir. Rúna sýnir leir- myndir og teikningar, sem unnar eru á tveimur síðustu árum, en Gestur sýnir af- rakstur þess að höggva í stein og er elsta verk hans frá 1949. Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 18 og frá 14 til 18 um helg- ar. Henni lýkur 15 september. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Samsýning í tilefni 4 ára starfsafmælis gallerísins stendur yfir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjöms- son. Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Gallerí List, Skipholti 50, nýr sýningarsalur og listmunaverslun. Sýnd eru verk eftir 14 íslenska listamenn, málverk, keramik, postulín, grafík, vefn- aður, skúlptúr og glerlist. Einnig eru þar til sölu erlendir listmunir. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. Gallerí Svartá hvítu við Óðinstorg Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir grafík- og vatnslitamyndir. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18 og stendur til 20 september. Gallerí 119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Galleri Hallgerður Kristján Kristjánsson sýnir í Gallerí Hall- gerði, Bókhlöðustíg 2, klippimyndir og ber sýningin yfirskriftina „Dreams that mon- ey can buy,‘‘. Sýningin sem er sölusýning er opin 2 til 6, og henni lýkur 13 september. Galleri íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir samsýning Listmálarafé- lagsins. Þar eru sýnd verk 14 þekktra listamanna. Þetta er sölusýning. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-17 og lýkur henni 20. september. Gallerí Langbrók, Textíll, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Til sýnis vefnaður, tauþn'kk. myndverk, módelfatnaður og fleiri list- munir. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Langbrók, Bókhlöðustig 2, Textílgalleríið. sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, módelfatnað og fleiri listmuni. Opið er þriðjudaga til fóstudaga kl. 12 til 18 og laugardaga kl. 11 til 14 Kjarvalsstaðir við Miklatún Sýning Seotemhópsins er í vestursal Kjarvalsstaða og stendur hún til 19. sept- ember. Einnig verður opnuð á laugardag kl. 14 sýning á olíumálverkum Helga Þorgils Friðjónssonar og stendur hún til 20. september. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Listasafn ASl og Verkamannafélagið Dagsbrún standa að samsýningu fjögurra frístundalistamanna í Dagsbrún sem hald- in verður í salarkynnum Listasafns ASÍ dagana 29. ágúst til 13. september. Þeir listamenn sem þátt taka í sýningunni eru: Birgir Nurmann Jónsson, Eggert Magnús- son, Jón Haraldsson og Pétur Hraunfjörð. Sýningin er opin virka daga frá 16.00 til 20.00 en um helgar kl. 14.00 til 22.00. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið aila daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóia íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13,30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.