Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 8
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. Umtalsverðar breytingar eru á DV-listanum í þessari viku þótt Soul Man hafi hreiðrað um sig á tindinum. Stórvirkið, A Room with a View, stekkur inn með stórum látum og stöðvast vart fyrr en nærri toppnum. Þá eru Andaborð og Target nýjar á lista og til alls líklegar með svip- uðu lagi og Útsýnisstofan. I Bretlandi víkja Veruleg vand- ræði í Litlu-Kína fyrir kvikmynd- inni Critters. Þar sækja sum verk á brattann en önnur dala. Líklegar til afreka eru Soul Man, Ruthless People og F/X Murder by Illusion. Eiga þær lengstu stökkin á bresk- um lista í þessari viku. DV-LISTINN MYNDIR 1 (1) Soul Man 2 (3) Nafn rósarinnar 3 (4) Marine Issue 4 (2) Back to School 5 (5) Heartburn 6 (-) A Room with a View 7 (6) Pirates 8 (7) F/X Murder by lllusion 9 (-) Andaborð 10 (-) Target [ BRETLAND 1 (2) Critters 2(1) Big Trouble in Little China 3 (3) Aliens 4 (8) F/X Murder by lllusion 5(7) Purpuraliturinn 6(10) Ruthless People 7 (5) Mona Lisa 8 (11) Soul Man 9(4) Wanted Dead or Alive 10(9) Pirates Lífid lætur undan NEVER GIVE AN INCH Útgelandi: Laugarásbíó Leikstjóri: Paul Newman Handrit: John Gray, byggt á skáldverki Ken Kessey, Sometimes a Grate Notion Tónlist: Henry Mancini Framleiðendur: Universal Aöalhlutverk: Paul Newman, Lee Remick, Henry Fonda og Micheal Sarrazin Uppruni: Bandarisk, 1971 Sýningartimi: 108 mínútur Óheimil börnum yngri en 12 ára „Ekkert gefið eftir" er um margt sérstæð mynd þar sem karlmennsk- unni er sunginn óður, þó að vissu marki. í frásagnarmiðju eru Stamper- feðgar, safn hörkutóla sem bogna hvergi þótt baráttan sé hatrömm. Þeir Feðgar etja kappi fyrir mál- stað sem er af vafasamara tagi, sinna skógarhöggi á meðan sam- sveitungar hvíla axir í baráttu fyrir vænlegri kjörum. Að vonum fylgir hin minnsta lukka iðju feðganna. Höggmenn farast, missa limi eða verða undir fargi. í kjölfarið hlaupast síðan konur undan merkjum. Glíma verkfallsbrjóta við hina er þó gjarnan lítil þótt spennan þar á milli magnist talsvert er á líður. í lokin mætast síðan bitjárnin er lifandi Stamper-bræður fara um kyrrt fljót og siglir talsvert magn af timbri í kjölfarið. Sem tákn um dýrkeyptan sigur er armur föðurins Ekki er ofsagt að Henry Fonda reistur á stöng og á honum „fingur- hafi senuna af öðrum. Fer þar gam- signal" nokkurt sem ég nenni ekki all jaxl sem „aldrei gaf eftir“ að nefna. frammi fyrir augum tökuvélanna. Leikur í myndinni er jafnan -JÖG ágætur þótt hvergi gæti tilþrifa. Allt fyrir fánann Lifandi goðsögn DEATH BEFORE DISHONOR Útgefandi: Videóval Framleiöandi: Lawrence Kubik Leikstjóri: Terry Leonard Aðalhlutverk: Fred Dryer, Brian Keith, Joanna Pacula Bönnuð yngri en 16 ára Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna svífast persónurnar einskis. Hér er enda um að ræða átök milli araba og Israelsmanna. Banaríkjamenn blanda sér í málið um stund. Myndin spinnst út frá sendiför Charles nokkurs Halloran til Jemal. Með honum í för er harðsnúin sveit hermanna með Jos- hep Burns í broddi fylkingar. Hryðjuverka- menn ræna Halloran og Burns tekur að sér að ná honum úr höndum þeirra. Og hann myndi frekar deyja en snúa til baka tóm- hentur. Þetta er vissulega átakamynd sem kannski sést best á rýru handriti þar sem bardagasenur eru fyrirferðamestar. Hörku- tólið Burns elskar fánann stjörnum prýdd- an. Hann vill helst skjóta alla óvini Bandaríkjanna af færi. Þannig er plottið eins útreiknanlegt og hugsast getur. Það eina sem vefst fyrir áhorfendum er hvað hinum annars friðelskandi frelsishetjum úr vestrinu tekst að koma mörgum villutrúar- mönnum fyrir kattarnef. Á hinn bóginn er nokkuð í bardagaatriði myndarinnar spunnið. Þetta er hasar fyrir þá sem sætta sig við næstum stanslausa skothríð í nítíu mínútur án nokkurra efa- semda um ástæður fyrir vígunum. Burns hefur að minnst kosti sitt á hreinu. „Af hverju er verið að skjóta þessa menn,“ miss- ir einhver út úr sér. Og Burns svarar að bragði: „Af því bara. Þetta eru óvinir." Útrætt mál. irk Ökuleikni WRAITH Útgefandi: Videóval Framleiðandi:John Kemeny Leikstjórn og handrit: Mike Marvin Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Nick Cassavetes, Randy Quaid Bönnuö yngri en 16 ára í Wraith ríða unglingsstjörnur um héruð á glæstum köggum. Charlie Sheen leikur pilt sem kemur úr öðrum heimi til að hefna sín á harðskeyttu gengi sem varð honum að bana. Hann ekur um á svörtum vígaleg- um sportbíl og hefur það yfirnáttúrulega á sínu valdi. Hlutverk Sheen hér er heldur léttvægt, miðað við það sem hann sýndi í Platoon. Vofunni tekst að taka gengið í bakaríið og senda þá líka yfir móðuna miklu. Mikið er um kappakstra, það hvín í beygjum en allan tímann er útséð um hver vinnur. Út frá afþreyingarsjónarmiði er Wraith í meðallagi. Randy Quaid hjálpar mikið upp á sakirnar í hlutverki lögreglustjórans sem reynir að skakka ökuleikina. Sóðaleg smá- borgarlögga sem spilar sig stóran og kemst upp með það. Lítið fer fyrir stjörnuleik hjá unglingunum. Pilti að nafni Nick Cassavet- es bregður fyrir. Freistandi að álykta að hann sé sonur hins umdeilda John Cassa- vetes. Það lyftir þó myndinni ekki upp á hærra plan, nema síður sé. FROM NOON TILL THREE Útgefandi: Tefli Leikstjóri: Frank D. Gilroy Handrit: Frank D. Gilroy, byggt á skáldverki hans. Framleiöandi: Frankovich og Self Tónlist: Elmer Bernstein Aðalhlutverk: Charles Bronson og Jlll Ireland. Uppruni: Bandarisk, 1975 Sýningartími: 95 minútur Óheimil börnum yngri en 12 ára Ekki er risið hátt á kvikmyndinni Frá hádegi fram að kaffi en þar sinnir Charles Bronson hlutverki kempunnar. Eins og í ófáum vestrum snýst flest um aura og ekki á að troða pyngjuna að hætti daglauna- mannsins. Bankaránið er miðlægt en þar bregst okkar mönnum bogalistin. Allir lengja hálsinn í snörunni nema Bronson sem sængar í þess stað hjá ekkju nokkurri allfjarri gálganum. í kjölfar rekkjuláta slær Bronson síðan hælum við þjó sér og er eltur sem rakki um gróðurvana sveitir þar vestra. Eins og kappa er háttur kemst hann undan með klækjum en sakarlítill skottulæknir er veg- inn í hans stað. Sorg ekkjunnar reynist taumlaus er hún „lítur“ ástmann sinn blóðugan. Til að bæta fyrir ófarirnar gerir hún friðilinn að goð- sögn - kunngerir ástir þeirra í skáldverki. Eins og þráðurinn segir til um er verkið hreinn farsi. Þó var þeim sem þetta ritar sjaldnast hlátur í hug, hvað þá að sá færi fram á varirnar. Leikur er lengst af fullýktur og tilþrifalít- ill. Bronson kann sin fjögur svipbrigði og beitir þeim óspart. Rödd hans er með sama lagi flöt og hrynjandinn sjaldnast í sam- hengi við það sem gerist á leiksviðinu. Vestrar eru oft hin besta skemmtan en nefnd kvikmynd heyrir til öðrum hópi. -JÖG © © Leikrit Hryllingsmynd Fullorðinsmynd Visinda- skáldsaga $ © 9 ® Tónlist Gamanmynd _ -gm- _ Hasarmynd Fjölskyldumynd © © O íþróttir Barnamynd Astarsaga Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.