Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
„Veit ekki hvort
ég veit svo mikið“
„Ég veit ekki hvort ég veit svo
mikið,“ segir Jóhannes Jónasson
lögreglumaður. Þeir sem fylgst
hafa með spurningaþætti sjón-
varpsins undanfarnar vikur eru þó
líklega á öðru máli því þekkingu
hans virtist sjaldan þrjóta þar sem
hann fór fyrir sveit félaga sinna.
Að lokum fór auðvitað svo að lög-
reglumennirnir sigruðu. Jóhannes
gerði einnig garðinn frægan í
spurningaþætti á Stöð 2 fyrr í sum-
ar. Hann vill þrátt fyrir allt sem
minnst gera úr frammistöðu sinni.
„Ég geri ekki ráð fyrir að ég sé
minnugri en margir aðrir,“ segir
hann með hægð um leið og hann
lítur upp frá vinnu sinni. „En ég
hef alltaf átt létt með að hafa hlut-
ina á hraðbergi en minnið er sjálf-
sagt ekki meira en gengur og
gerist."
Bókaormur
Til að ná árangri í spurninga-
keppni þarf að fylgjast vel með. Þar
kemur bóklestur fyrst til sögunnar
og Jóhannes játar að hann hafi
alltaf lesið mikið. „Ég vandi: mig
á að lesa hverja blaðsíðu í heild
og staldra þá við það sem mér þyk-
ir merkiiegt í stað þess að lesa
hverja setningu orð fyrir orð,“ út-
skýrir hann. „Mörg börn virðast
hafa þennan hæfileika og mér hef-
ur tekist að halda í hann. Með
þessu móti er hægt að lesa meira
en ella.
Ég tel mig vera alætu á lesefni
en þó einna síst samtíma fagurbók-
menntir. Fræðirit hef ég glefsað í
eftir því sem tök hafa Verið á. Sér-
staklega hef ég lagt mig eftir því
sem viðkemur sögu á einn eða ann-
an hátt. Nú, síðan hef ég alltaf
haft opin augun fyrir því sem er
skrýtið og skemmtilegt."
En það er ekki nóg að liggja í
bókum. Atburðir líðandi stundar
eru einnig þess virði að leggja á
minnið. „Ég var alinn upp við að
hlusta alltaf á fréttir," segir Jó-
DV-mynd KAE
hannes. „Á æskuheimili mínu þótti
það tilheyra að íýlgjast með frétt-
um. Nú er það orðið erfiðara að
ná öllum fréttatímum en fréttirnar
eru þó hvorki meiri né fleiri þótt
fjölmiðlarnir séu það.“
Jóhannes er Reykvíkingur og
hefur búið hér alla tíð. Móðurfólk
hans hefur og verið hér í marga
ættliði en föðurættin en þingeysk,
upprunnin á Sandi í Aðaldal.
„Ég veit nú ekki hversu mikill
Þingeyingur gg er í mér,“ segir
Jóhannes þegar talið best aó ætt-
fræðinni. „Ég hef þó fengið þaðan
ýmislegt sem ég hef ekki losnað
við. Þar á meðal er það að telja
enga skömm að bókinni.“
Starf Jóhannesar á undanfömum
árum hefur þó ekki verið það sem
flestir bókamenn velja sér. Undan-
farin níu ár hefur hann verið í fullu
starfi hjá lögreglunni. Hann fetar
þar í fótspor föður sins, Jónasar
Jónassonar, sem hóf störf í lögregl-
unni daginn eftir að Jóhannes
fæddist. „Ég er alinn upp í nábýli
við þetta starf,“ segir Jóhannes.
„Það var þó aldrei ætlunin hjá mér
að verða lögregluþjónn þótt ég
hafi verið hér viðloðandi frá því
ég fór að vinna.
Ég fór í Menntaskólann í Reykja-
vík og varð stúdent þaðan. Eftir
það fór ég í Háskólann og lærði
sögu og landafræði og gerðist
kennari að námi loknu. Á sumrum
vann ég í lögreglunni og einnig
hluta úr vetrum. Fyrir níu árum
sótti ég síðan um fast starf í lög-
reglunni og ætlaði bara að vera
stutt en er ekki hættur enn.“
Heiður stéttarinnar
Jóhannes segir að spennan hafi
ekki verið mikil meðan á upptökum
stóð í sjónvarpssal. Miklu fremur
megi segja að keppnin hafi verið
skemmtileg. Hins vegar segir hann
að þeir félagamir hafi fundið fyrir
því „bæði innan hóps og utan úr
bæ að þeir bæru ábyrgð á heiðri
stéttarinnar", eins og hann orðar
það. í vinnunni vom málin vita-
skuld rædd. Og áhuginn kom víðar
fram. „Ég varð fljótlega var við að
fólk þekkti mig á götu og það hefur
iðulega komið fyrir að ég væri
stoppaður til að spjalla um keppn-
ina,“ segir Jóhannes. „Af slíku er
notalegast þegar krakkar ræða við
mig. Það er gaman að vita til þess
að þeir fylgjast með. Ég hef hins
vegar aldrei orðið fyrir óþægindum
af þessum sökum.“
En nú er þessari keppni lokið og
Jóhannes reiknar ekki með að taka
þráðinn upp aftur. „Er ég ekki bú-
inn að flækjast nóg á sjónvarpsskj-
ánum hjá landsmönnum?" spyr
hann. -GK
Þar sem ítrasta
hreinlætis er krafíst
í hartnær sex áratugi hefur Sápugerðin Frigg framleitt
hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg,
kjötiðnað, mjólkuriðnað og allan annan matvælaiðnað.
Á þessum áratugum hafa efnaverkfræðingar okkar lagt
mikla áherslu á að þróa riýjar tegundir hreinsi- og
sótthreinsiefna til notkunar í þessum atvinnugreinum.
Hjá fyrirtækinu starfa tveir reyndir efnaverkfræðingar.
Það hefur kostað mikla vinnu og hugvit, því miklar kröfur
eru gerðar til fullkomins hreinlætis í þessari framleiðslu.
Þessum kröfum höfum við mætt með stöðugri vöruþróun
í fullkominni rannsóknarstofu, ásamt nánu samstarfi við
viðskiptavini.
Sápugerðin Frigg getur nú boðið upp á tugi mismunandi
hreinsi- og sótthreinsiefna, sem eru vel til þess fallin að
leysa hin margvíslegustu og sérhæfðustu hreinsunar- og
sótthreinsunarvandamál nútímafiskvinnslu og alls annars
matvælaiðnaðar.
Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur til a§ fá nánari
upplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu.
Hreinlæti er okkar fag
Mreinlæti
er okkar fag
Við verðum með bás C6 á
sjávarútvegssýningunni.
Hikaðu ekki við að hafa
samband til að fá nánari
upplýsingar um
hreinsiefni okkar og
þjónustu.