Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. 19 að minni vertíð1 ‘ en Pétur Ormslev verður heima og passar „Eg söng lög í Þýska- landi undir nafninu Helga Helgason en ég kunni ekki við það. Þetta var svo yfirborðskennt," sagði Helga og hló. 2 og verður fyrsti þáttur hennar sendur út í kvöld. Er hún að halda áfram að tala til þeirra sem horfðu á barnatíma sjónvarpsins á öðrum vettvangi? „Nei, ekki endilega. íslenski listinn er þáttur fyrir alla fjölskylduna og ekkert frekar fyrir unglinga. Við höfum einmitt ætlað okkur að höfða til þeirra sem eru að horfa á Nítján, nítján, að fá þá til að horfa áfram á dagskrá Stöðvar 2. Við Pétur Steinn ætlum að vera með gesti í þættinum, jafnt eldri sem yngri. Jafnvel ein- hverjar uppákomur, til dæmis að ungur söngvari syngi lag með eldri söngvara eða eitthvað í þá áttina. Við viljum með þessum þætti breyta því að vinsældalisti sé bara fyrir unglinga. Þátturinn á að vera fjöl- skylduþáttur og við vonumst til að hann eigi eftir að falla í góðan jarð- veg. Við fylgjumst með því sem verður að gerast og fáum bæði inn- lenda og erlenda skemmtikrafta í heimsókn." - Er þátturinn eitthvað í líkingu við Skonrokk? „Nei, ekki alveg, hann er reyndar með erlendum videomyndum en einnig innlendum. Ef íslenskt lag kemst upp listann fáum við hljóm- sveitina sem á það í heimsókn og hún leikur lagið auk þess að spjalla við okkur.“ Ekki of gömul - Eruð þið ekkert hrædd um að missa eldri áhorfendur yfir á fréttatíma sjónvarpsins? „Það á eftir að koma í ljós. Við vitum að það er viss hópur sem horf- ir alltaf á fréttirnar í sjónvarpinu. Það er erfitt að fá það fólk til að breyta vananum. Hins vegar eftir að fréttatíminn á Stöð 2 lengist og verð- ur þetta fjölbreyttur magasínþáttur er ég viss um að það verða margir sem halda áfram að horfa á Stöð 2 og þá á þennan þátt. - Heldur þú að þið Pétur Steinn séuð of gömul til að stjóma slíkum þætti. Þá meina ég að unglingunum finnist þið of gömul? „Það eru skiptar skoðanir á því. Ég vil ekki meina það. Þeir sem stjórna þáttum sem þessum í Þýska- landi, Englandi og Bandaríkjunum Pétur Ormslev hefur verið mikið í fréttum í vikunni enda kjörin knattspyrnumaður Islandmeistara- mótsins um síðustu helgi. Það má því segja að sviðsljðsið hafi beinst að honum. Pétur hóf fyrir stuttu störf hjá Stöð 2 og sama má segja um konu hans, Helgu Möller söngkonu. Hún hefur nú látið af störfum við barna- tíma Ríkissjónvarpsins en byrjar í kvöld með þætti á Stöð 2 sem nefnast ís- lenski listinn. Einnig hefur hún ráðið sig sem söngkona í Broadway í vetur í sýningu sem þar verður sett upp með KK-sextettinum og söngkonunni Ellý Vilhjálms. Þar fyrir utan fluttu þau fyrir rúm- um hálfum mánuði í nýtt hús og fyrir fimm mánuðum eignuðust þau son. Það má segja að margt hafi verið að gerast hjá þeim undanfarna mánuði. Helga og Pétur segja sitt- hvað af sjálfum sér hér á opn- unni. eru á mínum aldri,“ sagði Helga og maður hennar sagði að auðvitað þyrfti fólk að hafa ákveðna reynslu að baki í slíku starfi. „Ég er orðin leið á því að fólk sé orðið of gamalt fyrir einhverja hluti,“ sagði Helga og bætti við: „Það fer í taugarnar á mér vegna þess að það er búin að vera alltof mikil unglingadýrkun. Það er ein- mitt kominn tími til að breyta til. Þegar Þorgeir Ástvaldsson og Edda Andrésdóttir voru með Skonrokk þóttu þau ekki gömul og mér finnst ég ekki gömul þrjátíu ára. En það verða örugglega skiptar skoðanir á því. Þetta er krítískt starf. Maður • veit að áhorfendur horfa gagnrýnum augum á fólk sem kemur fram í sjón- varpi, ég geri það- sjálf,“ sagði hún. „Þetta er svipað og í fótboltanum," sagði Pétur og hélt áfram að tala um aldur. „Ef menn eru eitthvað komnir yfir þrítugt og gera einhver mistök þá eru þeir taldir of gamlir. Ef hinir sömu menn standa sig vel er ekkert um það talað.“ Erfitt fyrst „Mér finnst margir þættir með unglingum hafa verið góðir en aðrir hafa verið ömurlegir. Það er eins og engir megi skilja húmorinn í þeim og mér fmnst nóg komið af slíkum þáttum," sagði Helga. - Ætlið þið að leita að fyrirmyndum til erlendu poppstöðvanna þar sem stjórnendurnir eru mjög hressir? „Helst ekki. Við ætlum bara að vera við sjálf og vera eðlileg. Ekki vera með yfirborðs- og sýndar- mennsku,“ svaraði Helga en Pétur sagði að það mætti alltaf túlka allt þannig að það væri verið að herma eftir einhverju. „Þetta er ekki svo breitt svið,“ sagði hann. „Ég held að við ættum að geta hald- ið uppi góðri stemmningu en það verður kannski svolítið erfitt fyrst. Við verðum sjálfsagt í stífara lagi í fyrstu þáttunum en þeir verða teknir upp í veitingahúsinu Evrópu. Ég held samt að þetta eigi eftir að verða skemmtilegir þættir. - Þú ert vel skóluð fyrir framan myndavélar? „Já, en það er alltaf einhver sviðsskrekkur í manni sem enginn getur losað sig við. Þetta er ólýsan- leg tilfinning en það er spenna sem gerir vart við sig í hvert sinn sem maður fer fram fyrir myndavélar. Þetta er spurningin um að koma fram fyrir alþjóð og verða gagnrýnd- ur.“ - Þú hefur fengið að kynnast gagn- rýninni? „Já, svo sannarlega þó oft heyri ég minnst af henni. Mér sárnar nú oft á tíðum en þetta er hlutur sem lærist og maður reynir að humma fram af sér. Þegar farið- er að blanda fjöl- skyldu manns inn í þessa gagnrýni er það orðið erfitt. Dóttir mín kvart- ar stórlega undan því að eiga for- eldra sem eru frægir." 40 manna sýning - Nú ert þú líka að fara að syngja í Broadway í vetur? „Það á að setja upp sýningu með KK-sextettinum, Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnassyni i nóvember. Fjörutíu manns munu taka þátt í þessari sýningu þar sem tengist sam- an leiklist og tónlist. Fjórir söngvar- ar syngja bakraddir, ég, Björgvin Halldórsson og Jóhann Helgason, en það er ekki búið að ráða þann fjórða svo ég viti, sagði Helga. - Það verður sem sagt nóg að gera hjá þér um helgar í vetur? „Já,“ sagði Helga „og þá fær hann að passa," bætti hún við og benti á Pétur. „Nú er mín vertíð að byrja. . Það er reyndar ágætt að skipta þessu - á milli okkar.” Nú fer Helga oft á íþróttaleiki þegar Pétur er að keppa en ætlar hann að horfa á hana í Broadway? „Ætli maður fari ekki á frumsýninguna," sagði Pétur og hló því hann ætlar jú að gæta bús og barna. Flutt í nýtt hús - Nú eruð þið nýflutt í raðhús hér í nýja miðbænum og komuð úr Kópa- vogi? „Já, við vildum fara að festa okkur framtíðarhúsnæði því það var ætlun- in hjá okkur að stækka. Okkur fannst betra að gera það áður en dóttir mín yrði rótgróin í Kópavogi í sambandi við skóla og vini,“ sagði Helga. „Eiginlega vorum við að hætta við því við fundum ekkert sem okkur líkaði," sagði Pétur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun sem fast- eignasali benti okkur á þetta hús hér í Kringlunni. Staðurinn hentar okk- ur vel því stutt er fyrir mig að fara á æfingar í Safamýrinni." Enn er margt ógert í nýja húsinu. Þau biðu eftir teppalagningarmanni og eitt og annað á eftir að laga. „Hann má aldrei vera að því að gera neitt,“ sagði Helga og benti á Pétur. „Það hefur verið svo mikið að gera hjá honum að það er várla að hann hafi sést hér heima. Þess vegna hefur flutningurinn og stússið í kringum hann lent meira á mér. Núna þegar ég fer að vinna og Pétur verður heima getur hann gert meira,“ sagði hún og hló. „Það er komið að hon- um.“ Mikill gestagangur Helga er ennþá með fimm mánaða gamlan son sinn á brjósti og hún segist ætla að skreppa heim og gefa honum þegar hún er byrjuð að vinna. „Það er svo mikil hagræðing í þessu,“ sagði hún. „Þetta er ókeypis og við erum að byggja og svo er bara miklu þægilegra að standa ekki í pelaveseni.“ - Hafa húsakaupin verið ykkur fjár- hagslega erfið? „Já, auðvitað er það erfitt en við látum okkur hafa það. Vinnum bara rneira," sagði Pétur. „Annars finnst okkur við ekki ennþá eiga heima hér - þetta eru mikil viðbrigði frá því sem var. Auk þess höfum við hvorugt áður búið svona niðri á jörðinni, hvað þá á tveimur hæðum,“ sagði Pétur. „Mér finnst alveg undarlegt að þurfa allt í einu að hlaupa upp og niður stiga,“ sagði Helga. „Það er mjög þægileg tilhugsun að vera komin í húsnæði sem við getum ver- ið í um næstu framtíð." - Er ekki truflandi að búa hér vegna ~ umferðar um Kringluna? „Við finnum ekki fyrir því vegna þess að við erum hér fyrir ofan. En það hefur aldrei ve*ið jafnmikill gestagangur hjá okkui og síðan við fluttum hingað og það er ágætt.“ Þau Helga og Pétur hafa komið sér ágætlega fyrir. Hafa bæði nóg að gera og veturinn er 'rælskipulagður. - En hvenær ætla i 'u að gifta sig? Þau litu h 'Oit á amiað við þessa persónulega spurningu en síðan svaraði Helga: Við höfum nú ekki ákveðið það. Hann n;fur oft beðið ^ mín en við höfum i 'ki gefið okkur tíma og í mínum augum erum við gift,“ sagði Helga Möller, söngkona og sjónvarpsstjarna, og knattspymu- maðurinn Pétur Ormslev samsinnti því. DV-myndir: Kristján Ari Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.