Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
27
Iþróttir
• Guðmundur Torfason hefur fagnað mörgum mörkum að undanförnu.
„Tilbúinn
í slaginn
gegn Norð-
mönnum“
- segir fallbyssan Guðmundur Torfason
Kristján Bembujg, DV, Belgíu;
„Það var vægast sagt sætt að
veita Beveren rothögg," sagði
Guðmundur Torfason knatt-
spymukempa í spjalli við DV eftir
leik Winterslag og Beveren. Var
hann sigurreifur og gríðarlega á-
nægður með að hafa sýnt sínu
gamla félagi í tvo heimana.
Hann skoraði eina mark leiksins.
„Ég er vitanlega sérlega ánægð-
ur með markið með hliðsjón af
framkomu félagsins í minn garð á
síðast leiktímabili. Ég er i góðu
formi núna og er tilbúinn i slaginn
gegn Norðmönnum á miðviku-
dagskvöld." -JÖG
Reinaldo til Telstar
Brasilíumaðurinn Jose Reinaldo hefur fengið leyfi til að leika með
hollenska 2. deildar liðinu Telstar. Reinaldo, sem er 30 ára, hefur
leikið 48 landsleiki íyrir Brasilíu.
-sos
Guðmundur Torfason
kom fram hefndum!
- gerði siguimark Winterslag gegn sínum „gömlu féiögum" í Beveien
Kristján Bemburg, DV, Belgiu;
Guðmundur Torfason var i fremstu
víglínu með Winterslag um helgina.
Liðið lagði þá Beveren að velli með
einu marki gegn engu. Þetta er fyrsti
sigur Winterslag á útivelli á þessu
tímabili. Það var enginn annar en
Gummi Torfa sem gerði mark sinna
manna í síðari hálfleik. Skoraði hann
með góðum skalla yfir úthlaupandi
markvörð.
Mark Guðmundar kom sem köld
vatnsgusa í andlit stjómarmanna Bev-
eren en þeir kunnu ekki að nýta krafta
af mótherjum sínum og hóf þannig
sóknir sem enduðu gjaman með mark-
færum.
Anderlecht vann stóran sigur
Anderlecht lék enn eina ferðina án
Amórs Guðjohnsen sem er undir
læknishendi í Múnchen. Um helgina
mætti liðið Waregem og vom þeir síð-
artöldu betri í fyrri hálfleiknum. Eftir
hléið óx hins vegar styrkur Anderlecht
og fór þá Júgóslavinn Kmcevic á kost-
um. Lagði hann upp tvö mörk og
skoraði tvívegis sjálfur. Anderlecht
gerði fimm mörk áður en yfir lauk og
vom færin síst vel nýtt. Mörkin gátu
því hæglega orðið fleiri.
Anderlecht er nú í efsta sæti ásamt
Antwerp og Mechelen með 11 stig.
Winterslag, lið Guðmundar Torfason-
ar, siglir hins vegar nokkuð lygnan
sjó um miðja deild.
-JÖG
Ceulemans
og Vanderberg
ekki til Soffu
Belgísku HM-stjömumar, Jan
Ceulemans og Erwin Vanderberg,
geta ekki leikið með belgíska
landsliðinu gegn Búlgaríu í Evr-
ópukeppni landsliða í Sofíu á
miðvikudaginn. Þetta tilkynnti
Guy Thijs, landsliðsþjálfari Belgíu,
í gær.
Ceulemans, sem hefúr ekki náð
sér á strik eftir meiðsli, sagði: „Ég
er ekki klár til að leika landsleik
eins og stendur."
„Við verðum að mæta með leik-
menn sem í góðu formi í leikinn í
Sofíu. Ég er ekki einn af þeim.“
Vandenberg, sem leikur með Lille
í Frakklandi, meiddist á kálfa í
leik á laugardaginn.
-sos
V-Þjóðverji til Antwerpen
Belgíska félagið Antwerpen keypti í gær V-Þjóðverjann Hans-Peter
Lehnhoff frá Köln. Lehnhoff, sem er miðvallarspilari, skrifaði undir
þriggja ára samning.
-sos
hans á síðasta leikári. Nú réð afrek
hans hins vegar úrslitum.
Guðmundur fagnaði marki sinu á-
kaft enda vonlegt. Hann er nú á meðal
markahæstu manna í Belgíu, hefur
gert §ögur mörk eftir sjö umferðir.
Guðmundur var mjög áberandi í sinu
liði um helgina. Hann var fimasterkur
í loftinu og gífurlega áræðinn í návíg-
um. Vann hann margsinnis knöttinn
Everton
keypti Wilson
frá Leicester
Everton festi kaup á miðvallarspilar-
anum Ian Wilson frá Leicester á 300
þús. sterlingspund í gær. Mikið hefur
verið um meiðsli hjá miðvallarspilur-
um Everton að undanfömu og eru
þeir Kevin Sheedy og Paul Power á
sjúkralista.
Wilson lék sinn síðasta leik með
Leicester á laugardaginn. Hann skor-
aði þá eitt mark og lagði upp tvö þegar
Leicester vann stórsigur, 4-0, yfir Ply-
mouth. -SOS
- íslendlngar með Færeyjameisturunum:
Þyrla kom með bikar
inn til TVöreyjar
- „Spennan
„Stemningin var geysileg eftir að
ljóst varð að við yrðum Færeyja-
meistarar. Þyrla kom með bikarinn
hingað til Suðureyjar. Fyrir siðustu
umferðina vom þrjú félög sem áttu
möguleika ú að vinna titilinn, TB
og TB, sem vom með 17 stág, og HB
sem var með 16 stig,“ sagði Egill
Steinþórsson sem er þjálfari og leik-
maður með Tvöreyri (TB). Félagið
tryggði sér meistaratitilinn með því
og stemningin var geysileg,
að gera jafhtefli, 0-0, við VB. Á sama
tíma töpuðu Götustrákamir (GI) og
HB gerði jafntefli.
„Þegar við gengum af leikvelli
fengum við þær fréttir að jafnt væri
í leik GI og NSÍ, 1-1. Þar sem marka-
tala GI var betri en okkar var Ijóst
að GI yrði meistari ef staðan yrði
óbreytt í leiknum. Fjórar mín. voru
þá til leiksloka. Síðan komu gleði-
fréttimar. NSÍ skoraði tvö mörk á
u
síðustu þremur mínútunum þannig
að meistaratitilinn var okkar," sagði
Egill.
Egill er ekki eini íslendingurinn
sem leikur raeð Tvöreyri. Ingólfúr
Ingólfeson, fyrrum leikmaður Stjöm-
unnar og Breiðabiiks, leikur einnig
með félaginu. Þá er Jóhann Her-
mannsson, Ármenningur, liðstjóri.
Guðmundur Gíslason, fyrrum leik-
maður með Þrótti, R, er þjáliari VB
, þjálfari TB
sem féll niður í 2. deild. í marki liðs-
ins leikur Magnús Sigurólaaon frá
Akureyri, fyrrum leikmaður KA og
Vasks. Magnús kom x veg fyrir sigur
TB í gær með því að verja eins og
berserkur.
Lokastaðan í Færeyjum varð þessi:
TB, 18 stig, GI og HB voru með 17,
NSI með 15, B 68 kom næst með 13
stig, KI fékk 12 stig. Síðan komu
LIFogVBmeðlOstig. -SOS