Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. íþróttir____________ Jón Grétar tók stöðu Guðmundar Steinssonar Jón Grétar Jónsson, sóknarleík- maður úr Val, tók sæti Guðmund- ar Steinssonar í ólympíulandslið- inu. Guðmundur fór með A-landsliðinu til Noregs. Ólyxnpíu- landsliðið hélt til Prakkiands í gær. Það leikur vináttuleik gegn franska L deildar liðinu Bordeaux á miðvikudaginn. • Þorvaldur og Ormarr Örlygssynir. DV-mynd ÞJ DV Bræður fóru til Bordeaux Bræðumir Þorvaldur og Ormarr Örlygssynir fóru til Frakklands með ólympíulandsliðinu í knattspymu. Liðið leikur vináttuleik gegn Frakk- landsmeisturum Bordeaux á miðviku- daginn. Ormarr, sem hefur leikið þrjá lands- leiki, er 25 ára bakvörður hjá Fram. Þorvaidur er aftur á móti einn af lykil- mönnum KA-liðsins á Akureyri. Ormarr lék einnig með KA áður en hann gerðist leikmaður með Fram. -ÞJ Innreið atvinnu- mennsk- unnar í Sovétmenn hafa nú kunn- gert að knattspyrnufélagið Dnepr frá Okrainu sé fyrsta alhliða atvinnuknattspymu- liðið í landinu. Leikmenn félagsins em þannig bundnir því með bein- um launasamningi: „Dnepr mun bjóða ieik- mönnum sínum og þjálfiirum þriggja ára samning til að byija með,“ sagði fram- kvæmdastjóri Dnepr, Georgy Zhizdik, í viðtali við sovéska tímaritið Soviet Sport. Dnepr er um þessar mundir í öðru sæti fyrstu deildar og hafa leikmenn þess sótt mjög í sig veðrið síðan þeir fóru að hafo atvinnu af knatt> spymunni. Þess má geta að fram að þessu hafa knattspymulið í Sovétríkjunum jafiian tengst ýmsum stofriunum með ein- um eða öðrum hætti. Nefiia má herinn sovóska sem dæmi um slíka stofriun. -JÖG HK-liðið mætti ekki til Akureyrar Greiðir þúlaun? Ertu á launum við eiginn rekstur? Tilkynningareyöublaö vegna launagreiðendaskrár staðgreiöslu hefur verið sent öllum launagreiðendum til útfyllingar. Ef þú einhverra hluta vegna hefur ekki fengið eyðublaðið, þá skaltu nálgast það hjá næsta skattstjóra. Allir launagreiðendur eiga lögum samkvæmt að tilkynna sig á launagreið- endaskrá. Einnig allir þeir, sem reikna sjálfum sér, maka sínum eða börnum endurgjald vegna vinnu við eiginn rekstur. Launagreiðendaskráin erforsenda þess að launagreiðendurfái allar nauðsynlegar upplýsingar um framkvæmd staðgreiðslu opinberra gjalda. Tilkynning á launagreiðendaskrá skal berast fyrir 1. október nk. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Mikil óánægja braust út á Akureyri þegar ljóst var að HK-liðið úr Kópa- vogi mætti ekkj til leiks á handknatt- leiksmóti sem fór fram á Akureyri um helgina. HK, sem óskaði upphaflega eftir þessu æfingamóti, tilkynnti á fimmtudaginn að HK-liðið kæmi ekki. Akureyringar reyndu að fá annað fé- lag í stað HK. Þar sem stutt var til stefiiu fékkst ekki annað lið. Því kepptu þrjú félög, KA, Þór og KR, og léku liðin sex leiki. KR-ingar og Þórsarar hituðu upp á föstudags- kvöldið. KR-ingar unnu þá 19-17. Á laugardag fóru fram þrír leikir: KA vann yfirburðasigur yfir Þór, 26-16. Þór og KR .gerðu jafhtefli, 19-19, og sömuleiðis KA og KR, 21-21. í gær unnu leikmenn KA stóra sigra, 24-14 yfir Þór og 24-14 yfir KA. KR-ingar unnu einnig stórsigur, 29-13, yfir Þórs- urum. II KR lék án Jóhannesar Stefáns- sonar og Þorsteins Guðjónssonar. • Jóhann Jakobsson hjá KA meidd- i ist í fyrsta leiknum. Þá lék Erlingur Kristjánsson ekki með KA. • Það er greinilegt á þessu móti að erfiður vetur er framundan hjá Þórs- liðinu. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.