Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Blaðsíða 10
30 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. Iþróttir • Zola Budd. Zola Budd kom, sá og sigraði Hlaupadrottningin Zola Budd, sem hefur átt við meiðsli að stríða i hásin í meira en ár, tók þátt í 10 km götuhlaupi í Bangor á N-ír- landi á laugardaginn. Hún varð sigurvegari í hlaupinu á 32.17 mín., eða á tveimur mín. betri tíma held- ur en hún stefhdi að. „Ég horfi nú fram á veginn og hef tekið stefhuna á að keppa á ólympíuleikunum í Seoul 1988. Ég er að verða góð af meiðslunum," sagði Budd sem er ekki búin að ákveða hvort hún keppir í 3.000 eða 10.000 m hlaupi. -sos Ben Johnson fljótastur í Monte Carlo Ben Johnson var öruggur sigur- vegari í 100 m hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Monte Carlo á laugardaginn. Hann kom í mark á 10.15 sek. ítalinn Pavani varð ann- ar á 10,31 sck. Félagi hans frá Kanada var sig- urvegari í 110 m grindahlaupi á 13,35 sek. Bandaríkjamaðurinn Campbell kom í mark á 13,38 sek. Heimsmethafinn í 800 m hlaupi frá Kenýa, Billy Konchellan, varð að sætta sig við fimmta sæti. Bret- inn Tom McKean var sigurvegari á 1:45,74 sek. Frakkinn Vigneron var sigur- vegari í stangarstökki, stökk 5,72 m. Bandaríkjamaðurinn Bell stökk sömu hæð. -sos Hearts á toppinn í Skotlandi Hcarts skaust upp á toppinn í Skotlandi á laugardaginn. Þá vann félagið góðan sigur, 3-1, yfir Dundee á útivelli John Cloquhoun skoraði mark eftir aðeins 20 sek. og síðan bætti hann öðru marki við. John Robertsson skoraði þriðja mark Edinborgarliðsins. Hearts er með 13 stig eftir átta leiki. Celtic og Aberdeen eru með 12 stig. Rangers og St Mirren 9. Celtic og Aberdeen mættust í Glas- gow og lauk viðureigninni með jafntefli, 2-2. Tommy Burns og Billy Stark, fyrrum leikmaður Aberdeen, skoruðu fyrir Celtic. Peter Nicholas og Joe Miller jöfh- uðu fyrir Aberdeen. St. Mirren lagði Dundee Utd. að velli, 2-0, og Rangere vann sigur, 1-0, yfir Motherwell. -sos „Vamarmenn sem hafa náð 32 ára aldri þurfa að gangast undir próf“ - segir Tony Schumacher sem er óhress með mánudagsæf- ingar hjá markvörðum Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Tony Schumacher hefur alltaf verið ófeiminn að láta hugmyndir sínar í ljósi. Eftirfarandi glefsur eru úr við- tali við hann í Sport Intemationaal sem gefið er út í Hollandi. í þessu við- tali kemur Schumacher inn á séræf- ingar og er óspar sem fyrr að láta skoðanir sínar í ljósi. • Tony Schumacher, markvörðurinn umdeildi. „Hvers vegna þarf ég að æfa á mánudögum?“ „Ég hef nú hin síðustu fimmtán ár fengið sérstakar markmannsæfingar. Nú spyr ég: Hvers vegna fá aðrir leik- menn ekki sömu meðhöndlun? Hvers vegna þarf ég sem markmaður að mæta í fimmtán ár á hveijum mánu- degi, sem er í raun eini frídagur minn, og þá er ég að æfa í einn og hálfan tíma úti á velli og svo á eftir í hálftíma í lyftingum. Þetta sé ég aldrei leik- mennina, sem spila úti á velli, gera.“ „Þjálfari á að vera úti á velli frá átta til fimm“ „Þjálfarar leggja alltaf einnig minni áherslu á stutta spretti sem mér finnst fáránlegt. Hvers vegna taka miðherjar ekki t.d, á hveijum degi æfingar í því að skora mörk? Hvers vegna heldur þjálfari aðeins æfingu í tvo tíma og er svo farinn heim í staðinn fyrir að vera úti á velli frá kl. 8 til 17.00 með hveijum leikmanni fyrir sig, í minnst einn og hálfan tíma?“ „Ég vil séræfingar með hverj- um leikmanni“ „Ef þú ert að læra eitthvað verður þú að leggja meiri tíma í lærdóminn en tvo tíma á dag. Ég vil séræfingar fyrir hvem leikmann og vamarleik- menn, sem em komnir yfir 32 ára aldur, þyrftu að gangast undir próf til þess að ganga úr skugga um hvort þeir séu ekki famir að missa niður hraðann - láta þá hlaupa í 12 sekúnd- ur til að sjá snerpu þeirra.“ „Ég æfi stökkkraftinn daglega“ „Eg sjálfúr æfi stökkkraftinn dag- lega og mér finnst að aðrir megi leggja hart að sér eins og ég geri,“ segir Tony Schumacher að lokum í viðtali við Sport Intemationaal. -JKS Jones hefur skorað mest Andy Jones hjá Charlton er orðinn markahæsti leikmaðurinn í ensku 1. deildar keppninni eftir að hafa aðeins leikið einn leik. Já, leik sem hann skoraði ekki mark L Charlton keypti kappann frá Port Vale. Jonea skoraði sex mörk fyrir 3. deildar félagið. Liverpool-leikmennimir John Aldridge og Steve Nicol hafa einnig skorað sex mörk. Gary Bannister, QPR, og Alan Smith, Areenal, hafa skorað fimm mörk. Mark Bright, Crystal Palace, hefur skorað flest mörk í 2. deild eða 9. Jimmy Quinn, Svindon, heftir skorað sjö mörk. -sos Punktar fra Englandi: Tottenham vill kaupa Hartford fra Luton - og Everton Tony Cottee frá West Ham Tottenham hefúr nú augastað á markaskorara, þrátt fyrir að félagið hafi þá Clive Allen og Belgíumanninn Nico Claesen í herbúðum sínum á White Hart Lane. David Pleat, fram- kvæmdastjóri Lundúnafélagsins, hefur mikinn hug á að fá Mick Hart- ford frá Luton til liðs við sig. Pleat þekkir Hartford mjög vel því að Hart- ford lék undir hans stjóm hjá Luton. Tottenham er tilbúið að borga eina milljón sterlingspunda fyrir þennan stóra og sterka miðherja. • Liverpool hefur mikinn hug á að fá Mark Walter frá Aston Villa. • Manchester City er á höttunum eftir Graeme Hogg frá Man. Utd og er City tilbúið að borga 250 þús. pund fyrir Hogg sem leikur sem miðvörður. • Everton vill kaupa Tony Cottee, markaskorarann mikla frá West Ham sem er metinn á 1,5 millj. sterlings- punda. Ef af kaupum verður er reiknað með að West Ham fái miðvörðinn Derek Mountfield frá Everton. • Nú, ef Everton fær ekki Cottee mun Colin Harvey, framkvæmdastjóri félagsins, halda áfram að reyna að fá Peter Davinport frá Man. Utd. Da- vinport er metinn á 650 þús. pund. • Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd, hefur lýst yfir áhuga sínum að kaupa Peter Weir frá Aberdeen. Coventry og Watford hafa einnig augastað á þessum 29 ára mið- vallarspilara. -sos • Graeme Hogg - færir hann sig um set i Manchester? Chartton keypti Andy Jones Lundúnafélagið Charlton festi kaup á Andy Jones, landsliðsmanni frá Wales, á föstudaginn. Jones, sem er 24 ára, lék með 4. deildar liðinu Port Vale. Lannie Lawrence, fram- kvæmdastjóri Charlton, sem er byrjaður að safna liði til að forða félaginu frá falli, keypti Jones fyrir framan nefið á Manchester United og Everton, sem höfðu einnig hug á að kaupa kappann. Charlton borgaði 300 sterlings- pund fyrir Jones sem var heldur betur á skotskónum sl. keppnistíma- bil. Þá skoraði hann 30 mörk fyrir Port Vale. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.