Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
Viðskipti
Stóvfellt rækjueldi í undir-
búningi
Bretland
Telja verður að fiskverð í Bretlandi
hafi verið gott að undanfömu. Lágt
verð hefur aðeins verið hjá skipum
sem hafa verið með slæman fisk á
markaðnum. Bv. Vörður seldi í Huil
í heitari
löndum
Fremur iítið hefur verið um lax ann-
ars staðar frá.
Norskar rækjur eru ekki eftirsóttar
um þessar mundir, verð á smárækj-
unni (300-500 í kg) kr. 350 kg. Innflutn-
ingur á rækju hefur verið svipaður
Fiskmarkaðimir
Ingólfur Stefánsson
21. sept, alls 52 lestir fyrir 2,9 millj.
króna, meðalverð kr. 55,95. Hæsta verð
var á þorski og ýsu, kr. 68,76 kílóið.
Bv. Snorri Sturluson seldi 21.-22. sept-
ember í Bremerhaven 183 lestir fyrir
kr. 9,4 millj., meðalverð kr. 51,68, meg-
inhluti aflans var karfi.
New York
Á markaðnum hjá Fulton hefur ve-
rið talsvert framboð af King laxi frá
Kyrrahafssvæðinu og verðið hefur
verið nokkuð gott. Talið er að framboð
á þessum laxi verði út september.
Gámasölur í Bretlandi 14.-18. sept. 1987
Seltmagnkg. Söluv. ísl. kr. kr. pr. kg.
þorskur 188.690 16.017.413 84,89
ýsa 80.425 6.707.685 83,40
ufsi 10.840 468.471 43,22
karfi 4.680 221.689 47,36
koli 84.380 7.035.587 83,38
blandað 32.449 2.720.279 83,83
Samtals: 401.464 33.171.067 82,63
Indverjar feta nú í fótspor Form-
ósubúa og Kínverja í stórfelldu
rækjueldi.
Gámar 21. sept. í Bretlandi
Seltmagnkg. Söluverðísl. kr. Kr. pr. kg.
þorskur 112.906 8.160.695 72,28
ýsa 43.625 3.437.377 78,79
ufsi 1.560 67.614 43,34
karfi 1.905 107.863 56,62
koli 40.573 3.184.952 78,50
blandað 10.996 913.385 83,06
Samtals: 211.566 15.871.888 75,02
Peningamarkaður___________ dv
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikníngar eru fyrir
15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra
16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar
með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán-
aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða
fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggöir og með
8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9%
nafnvöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris-
sjóðum eða almannatryggingum. Innstæðureru
óbundnarog óverðtryggðar. Nafnvextireru 18%
og ársávöxtun 18%.
Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 15% en
2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt-
ar upp í 21%. Hvert innlegg er meðhöndlað
sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð
úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán-
uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaöa
fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja
mánaöa verðtryggðra reikninga, nú með 2%
vöxtum eftir þrjá mánuði og 4% eftir sex mán-
uði, og sú tala sem hærri reynist færð á
höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö
vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir.
Búnaóarbankinn: Gullbók er óbundin með
24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun á
óhreyföri innstæðu eða ávöxtun verðtryggös
reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri.
Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxta-
leiðréttingu. Vextir færast misserislega.
Metbók er með hvert innlegg bundið í 18
mánuði á 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxt-
un, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með
3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg
er laust að 18 mánuðum liönum. Vextir eru
færðir misserislega.
Iðnaóarbankinn: Bónusreikningur er óverð-
tryggður reikningur með 20% nafnvöxtum og
23,4% ársávöxtun. Verðtryggð bónuskjör eru
3%. Á sex mánaöa fresti eru borin saman verð-
tryggð og óverðtryggð kjör og gilda þau sem
hærri eru. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju
sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan
mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á
mánuði, og verðbætur reiknast síöasta dag
sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir fær-
ast misserislega á höfuðstól.
18 mánaóa bundinn reikningur er með 27%
nafnvöxtum og 28,8% ársávöxtun.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 24%
nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun. Af óhreyfð-
um hluta innstæðu frá síöustu áramótum eða
stofndegi reiknings síöar greiðast 25,4% nafn-
vextir (ársávöxtun 27%) eftir 16 mánuði og 26%
eftir 24 mánuöi (ársávöxtun 27,7%). Á þriggja
mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun
6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri
ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svo-
nefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misseris-
lega á höfuðstól. Vextina má taka út án
vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxtatímabil
á eftir.
Samvlnnubankinn: Hóvaxtareikningur hefur
stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3
mánuðina 15%, eftir 3 mánuði 19%, eftir 6
mánuði 25%, eftir 24 mánuði 27% eða ársávöxt-
un 28,8%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verö-
tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta-
reikninginn. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og
31.12.
Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 26%
nafrwexti og 27,7% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggös
reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast
misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast
0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt-
um síðustu 12 mánaöa.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu
ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum,
nú 24,88% (ársávöxtun 25,80%), eða ávöxtun
3ja mánaða verötryggös reiknings, sem reiknuð
er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman-
burður er gerður mánaöarlega en vextir færðir
í árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda al-
mennir sparisjóðsvextir, 15%, þann mánuð.
Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta
árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar
glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36
mánuöi tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn-
aöar með hærri ábót. Óverötryggö ársávöxtun
kemst þá í 26,73-29,55%, samkvæmt gildandi
vöxtum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg-
inreglan er að innistæöa, sem er óhreyfð í heilan
ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins
óverðtryggs reiknings, nú með 21,0% ársávöxt-
un, eða 6 mánaða verðtryggös reiknings, nú
með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt-
un fyrir þann ársfjóröung.
Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok
hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess-
ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör,
þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem
færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand-
andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum
sem hér segir:
Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir
sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó-
kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll
innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti.
Sé reikningur stofnaöur fyrsta eða annan virk-
an dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlutfalls-
legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán-
uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn.
Reikningur, sem stofnaöur er síðar fær til bráða-
birgða almenna SRarisjóðsbókavexti en getur
áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt-
um skilyrðum.
Sparisjóöir: Trompreikningur er verðtryggð-
ur og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með
3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja
mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með
svokölluðum trompvöxtum, 22,5% með 24,12%
ársávöxtun. Miöað er við lægstu innstæöu í
hverjum ársfjóröungi. Reynist trompvextir gefa
betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning-
inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera
trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaöa,
annars almenna sparisjóðsvexti, 15%. Vextir
færast misserislega.
12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra
er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverð-
tryggöa en á 26,5% nafnvöxtum. Misserislega
er ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú
með 3,5% vöxtum, borin saman viö óverð-
tryggða ávöxtun, og ræöur sú sem meira gefur.
Vextir eru færðir síöasta dag hvers árs.
Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn-
stæóu bundna í 18 mánuöi óverðtryggöa á
25,5% nafnvöxtum og 27,6% ársávöxtun eöa á
kjörum 6 mánaða verðtryggös reiknings, nú
með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuöstól
misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta
vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík,
Hafnarfiröi, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði,
Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes-
kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík-
ur og nágrennis bjóða þessa reikninga.
Almenn veröbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verö-
bréfasölum. Þau eru almennt tryggö meö veði
undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf-
in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggö og
með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu
vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna
fasteignaviðskipta eru 20% eða meöalvextir
bankaskuldabréfa. Þau eru seld meö afföllum
og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verö-
tryggingu.
Húsnæöislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins
getur numið 2.688.000 krónum á 3. ársfjórð-
ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúö á
síðustu þrem árum, annars 1.882.000 krónum.
Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.882.000
krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem
árum, annars 1.317.000 krónum.
Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru
hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna.
Lánin eru til allt að 40 ára og verötryggö.
Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiöast aöeins
verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir
af lánunum jaf nframt. Gjalddagar eru fjórir á ári.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður
ákveöur sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir,
vexti og lánstlma. Stysti tími að lánsrétti er
30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns-
rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru
mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum.
Lánin eru verðtryggö og með 5-9% vöxtum,
algengastir eru meðalvextir, nú 8,1%. Lánstími
er 15-42 ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt
er aö færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða
safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og
lagöir við höfuöstól oftar á ári verða til vaxta-
vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en
nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10%
nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins
1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé
innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr
raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn-
vel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuöi á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6
mánuöi. þá verður upphæðin 1050 krónur og
ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6
mánuöina. Á endanum veröur innstæöan þvl
1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eða 42% á
ári.
Vfsitölur
Lán«k]aravisltala I september 1987 er 1778
stig en var 1743 stig i ágúst. Miöaðer viögrunn-
inn 100 I júnl 1979.
Bygglngarvisltala fyrir september 1987 er
324 stig á grunninum 100 frá 1983, en 101,3
á grunni 100 frá júll 1987.
Húsalaiguvfsltala hækkaöi um 9% 1. júll.
Þessi vlsitala mælir aöeins hækkun húsaleigu
þar sem viö hana er miöaö sérstaklega I samn-
ingum leigusala og leigjenda. Hækkun vísi-
tölunnar miöast viö meðaltalshækkun launa
næstu þrjá mánuöi á undan.
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 14-16 lb
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-24 Ib
12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Bb,lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
nema Vb
Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn Innlán meo sérKjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8,25-9 Ab,Úb, Vb
Vestur-þýskmörk 2,5-3,5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-10,5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) læg-
st
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-29,5 Bb,Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge
Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
. Skuldabréf 8-9 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8,25 Bb,Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 VÍSITÖLUR 8,4%
Lánskjaravísitala sept. 1778stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavisitala 2 sept. 101,3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjár-
festingarfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1,2375
Einingabréf 1 2,301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1,422
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,296
Lífeyrisbréf 1,157
Markbréf 1,150
Sjóðsbréf 1 1,120
Sjóðsbréf 2 1,180
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,251
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiöir 196 kr.
Hampiöjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
Iðnaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingurhf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgeröarf. Akure. hf. 160kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað viö sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb=Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýslngar um penlngamarkað-
inn birtast I DV 6 fimmtudögum.
og hann var fyrstu 6 mánuði síðastlið-
ins árs. íslendingar eru taldir vera
með um helming þess sem þeir fluttu
inn í fyrra. Kanadamenn, sem eru
stærstu innflytjendur á rækju, hafa
minnkað innflutning sinn um 15%.
Norðmenn eru með svipað magn í ár
og þeir voru með á síðasta ári. Danir
hafa aukið innflutning sinn sem því
nemur sem innflutningur hefur
minnkað hjá íslendingum og Kanada-
mönnum.
Um þessar mundir er verð á laxi sem
hér segir:
Norskur lax, 2-3 kg, kr. 406; lax, 3-4
kg, kr. 498; lax, 4-5 kg, 540 kr.; lax, 5-6
kg, 547 kr. Þetta verð er m.v. slægöan
lax. Verð á karfa 66 kr. kg og verð á
þorskflökum kr. 322 kg. Ysuflök kr.
446 kg. Verð á skötuselshölum er kr.
384 kg. Verð á ýsu, slægðri með haus,
kr. 158 kílóið. Lúða, 10 til 50 lbs., kr.
394 kílóið.
París
Nokkuð er umliðið síðan við rædd-
um fiskverðiö í Rundis. Nú er sumar-
leyfunum lokið og líf farið að færast í
fiskmarkaðinn að nýju. Vel heíur litið
út með veröið að undanfómu á flest-
um tegundum fisks. Stórþorskur
hefur selst á kr. 128 til kr. 188 en þá
hefur veriö um innfluttan fisk að
ræða. Meðalverð á ufsa kr. 96 kg.
Meðalverð á karfa kr. 77 kg. Meðal-
stórir skötuselshalar kr. 416 kg. Lax,
1-2 kg, kr. 272; 2-4 kg, kr. 294; lax, 4-6
kg, kr. 458 kílóið. Reykt laxaflök kr.
950 kílóið.
Indland
Indveijar hyggja nú á endurskipu-
lagningu á rækjueldi. Á undanfómum
árum hafa þjóðir Afríku og Asíu sótt
í auknum mæli inn á rækjumarkaðinn
í Evrópu. Verðið á þeirri rækju, sem
þessar þjóðir framleiða, er miklu
lægra en á kaldsjávarrækju úr Norð-
urhöfum. Segjá kaupendur að neyt-
endur eigi erfitt með að finna mun á
heitsjávarrækjunni og kaldsjávar-
rækjunni. Verðmunm- hefur verið allt
aö 50 % og þess vegna hefur verðið
ekki haldist uppi. Taiwan og Kína em
stórframleiðendur á eldisrækju. Nú
hyggjast Indveijar hefla framleiðslu á
rækju í stórum stfl. Talið er að þeir
muni nýta sér þekkingu Taiwanbúa
en þeir munu vera einna lengst komn-
ir í framleiðslu á eldisrækju. Algeng-
ast er að eldisstöðvar t.d. í
Suður-Ameríku nái aðeins tveimur
tonnum á hektara. Auk þess sem Ind-
verjar auka eldi ætla þeir að hefja
útgerö 50 skipa á djúpsjávarrækju.
Samkeppnin á rækjumarkaðnum
verður æ harðari.
Frakkland
í Frakklandi vinna um þessar
mundir rannsóknarstofiianir við að
framleiða surimi úr sardínum og er
fyrirhugað að nota ekkert af hvítum
fiski til framleiðslunnar. Erfiðleikar á
framleiðslu surimi hafa verið að fá það
nægilega hvítt svo það gangi vel í sölu
en nú skal á það reynt hvemig gengur
án hvíta fisksins.