Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987.
37
Sviðsljós
Góður banani!
Ætli ég nái henni?
Mannúðleg meðhöndlun
Mikið hefur verið kvartað undanfarið yfir ómannúð-
legum aðferðum við busavígslur í framhaTdsskólum
landsins undanfariö. Verslingar hafa ávallt haft annan
hátt á þessum málum en aðrir. Ungir og óreyndir ný-
nemar þurfa ekki að koma í gömlum fataræflum til
skólans, eiga von á barsmíðum, kaffæringum, tollering-
um eða öðrum ósóma, heldur er boðiö upp á kökur og
kók.
Kynningarkvöld 3. bekkjar fór fram í Verslunarskól-
anum síðastliðinn föstudag. Kvöld þetta kemur í stað
busavígslnanna í öðrum framhaldsskólum og er nýnem-
um kynnt þar félagsstarfsemi og fleira sem fara mun
fram í skólanum á komandi vetri. Þeim eru sýnd mynd-
bönd og skólablöð sem sýna hvað gert hefur verið á
undanförnum árum og má því segja að eldri bekkingar
leggi sig alla fram við að leiðbeina þeim. Glens er þó
alltaf með í spilinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd-
um. Brugðið var á leik og nýnemarnir látnir leysa
nokkrar þrautir.
Halldór Lárusson, formaður nemendafélags Verslun-
arskólans, taldi krakkana ánægða með þetta fyrirkomu-
lag. Enginn rígur ríkti milli árganganna heldur kynntist
fólk á kvöldi sem þessu og góður andi myndaðist.
Nemendur á öðru ári sáu um bakkelsið og buðu upp á kók og kökur. DV-myndir KAH
Tina Turner er eitt af hinum betri
listamannsnöfnum sem nú eru
þekkt. Rokkamman var skirð Annie
Mae Bullock en þegar hún giftist Ike
Turner breytti hún nafninu sínu. Þau
skötuhjú eru nú skilin fyrir löngu en
nafnið var svo gott að Tina hélt þvi.
„Ég valdi Bowie nafnið vegna þess
að það þýðir hnífur sem sker þvert
i gegn. Það vildi ég lika gera,“ seg-
ir David Bowie sem áður hét David
Jones. „Núna er Jones bara einhver
kail sem er alveg búinn að gefa
Bowie kallinum hinn raunverulega
mig,“ sagði söngvarinn góðkunni
að lokum.
Kirk Douglas var skírður Issur Dani-
elovitch Demsky. Þegar hann fór til
Bandarikjanna varö hann að breyta
nafninu sinu i eitthvað ameriskara
sem fólk ætti auðveldara með að
muna heldur hans þunga rússneska
nafn.
Hið gjörsamlega vonlausa nafn,
Maurice Joseph Micklewhite III, kom
í hlut manns sem nú er betur þekkt-
ur undir nafninu Michael Cane.
Hann skáldaði upp kvikmyndanafniö
í fyrsta skipti sem hann sté fæti sin-
um á svið i London og tókst bara
vel til.
Allen Stewart Koningsberg hét eitt
sinn litill og væskilslegur snáði sem
enginn þekkti. öðru máli gegnir um
Woody Allen, hinn þekkta leikstjóra
og háðfugl.
Sofia Scicolone var lengi aö finna
sitt listamannsnafn. Hún vann sem
fyrirsæta og kallaði sig þá Sofia
Lazzaro. Síðar, þegar hún steig sin
fyrstu skref á kvikmyndabrautinni,
þá harðbannaði leikstjórinn henni
að nota þaö nafn þar sem það
hljómaði eins og „lfk“. í staðinn
lagði hann, henni til nafnið Sophia
Loren sem hljómar óneitanlega mun
tignarlegar.
Nafnabreytingar
stjamaima
- til aastandast tímans tönn
Stjömur og minni- sem meiriháttar spámenn úti í hinum stóra heimi taka
oft það ráð að skipta um nöfn. Mörgum finnst það tilgerðarlegt og bjánalegt
að sætta sig ekki við sitt upprunalega skírnarnafn en oftar en ekki gerir
fólk þetta af illri nauðsyn.
Leikarar með ómöguleg nöfn eiga minni möguleika á því að munað verði
eftir þeim og eins er það með poppstjörnur. Þessar atvinnugreinar byggjast
á vinsældum og ef fólk getur ekki munað nöfn átrúnaðargoðanna þá er illa
komið. Það þykir t.d. hálflummó og hallærislegt að heita Jón Jónsson en
öðru máli gegnir um nöfn eins og Kalli Ketils eða Dofri Davíðs. Þetta eru
nöfn sem standa upp úr og þykja sérstök, fólk man eftir þeim og þar af leið-
andi líka eftir andlitunum á bak við nöfnin.
sagði nýlega í viðtali að hann
hefði aldrei búist við að þætt-
irnir um fyrirmyndarföðurinn
og fjölskyldu hans yrðu jafn-
vinsælir og raun bar vitni.
„Allt sem ég vonaði var að
þættirnir myndu ganga nógu
lengi til að fólk skyldi hvers
kyns efni mér finnst að sjón-
varp eigi að sýna. Og það
hefur almenningur greinilega
skilið," sagði Cosby.
Framleiðendur þáttanna eru
náttúrlega yfir sig ánægðir
með vinsældir þáttanna en eru
nú orðnir mjög áhyggjufullir.
Bill Cosby hefur nefnilega til-
kynnt það skýrt og skorinort
að þegar þættirnir verði búnir
að ganga í fimm ár muni hann
hætta með þá. „Ég vil hætta
meðan þættirnir eru á toppn-
um," sagði hann og er viss
um að hann muni ekki skipta
um skoðun.
fyrrum frú Stallone, hefur ekki
gott orð á sér vegna sam-
skipta sinna við fyrrum eigin-
mann sinn.
Frænka Stallones lét þessi orð
falla um Gittu skömmu eftir
skilnaðinn: „Ég held að móðir
Stallones hafi haft rétt fyrir sér
þegar hún líkti Gittu við gull-
grafara sem væri aðeins á
höttunum eftir peningum
sonar síns.
Móðir Stallones sagði: „Ég
held það væri skynsamlegt af
syni mínum að snúa aftur til
fyrrum eiginkonu sinnar Sös-
hu og barna þeirra tveggja.
Og skilyrðislaust á hann að
búa svo um hnútana að Brig-
itte Nielsen fái ekki eina
einustu krónu.
En ekki eru allir svo neikvæðir
í garð dönsku fyrirsætunnar.
Kunningjakona skötuhjúanna
fyrrverandi sagði Brigittu ekki
hafa getað búið við ráðríki
tengdamóður sinnar. „Frá því
að þau kynntust hefur móðir
Stallones ekki gert annað en
að reyna að stía þeim í sund-
ur. Hún ætti að leyfa syni
sínum að lifa sínu lífi í friði
og láta Stallone sjálfan segja
fjölmiðlum það sem hann vill
að þeir viti en leyfa honum
að halda hinu leyndu."
«r