Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1987, Blaðsíða 23
AUK ht. 9.196/SIA FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987. 23 Dægfradvöl Frá hlýðninámskeiði fyrir hunda. gefið út ræktunarmarkmið fyrir ís- lenska hundinn. Tilgangur ræktun- arinnar er að gera afkvæmið betra en foreldrana. Á sýningum er dæmt eftir tegund- um og síðan eftir aldursflokkum og kynjum. Sigurvegaramir í hveijum flokki keppa síðan innbyrðis og er þá valinn besti hundur tegundarinn- ar. Sá sem ber sigur úr býtum þar fer svo áfram í úrslitakeppni um besta hund sýningarinnar. Sóttvarnarstöð nauðsynleg Hundaræktarfélagið hefur mikinn áhuga á að hefja rekstur sóttvarnar- stöðvar fyrir hunda svo mögulegt verði að flytja einn og einn inn í landið til að fá nauðsynlega fjöl- breytni í hverja tegund. Þessi hugmynd er ekki framkvæmanleg í dag en félagið hefur í hyggju að vinna að því að fá leyfi fyrir stöðinni. Guð- rún sagði aðrar þjóðir hafa þennan háttinn á þegar dýr væru flutt inn og hér væri ekki meiri hætta á sjúk- dómum en annars staðar. Hún nefndi Ástralíu sem dæmi og sagði íbúa hennar mjög hrædda við sjúkdóma í dýrum líkt og íslendinga. En Ástralir flytja þó inn hunda í gegnum sótt- várnarstöð og gengur vel. Lísu-Máni sigraði Dægradvöl hitti eigendur sigurveg- arans á hundasýningunni í Reykja- vík. Sigurvegarinn er af tegundinni Golden Retriever og heitir Lísu- Máni. Lísu-Máni er tveggja ára gam- all og fyrsti hundur eigenda sinna, Árna Guðbjömssonar og Ólafíu Andrésdóttur. Eftir að úrslit höfðu verið kveðin upp í keppninni sagði Ami að hann heföi alls ekki búist við að sinn hundur myndi sigra: „Þetta er stórkostleg tilfmning. Ég bjóst alls ekki við þessu og í rauninni hefði ég gert mig ánægðan með eitt af fjórum efstu sætunum." En það er ekki að undra þótt Lísu-Máni væri valinn besti hundur sýningarinnar því móðir hans hefur fengið þessi sömu verðlaun tvisvar. Lísu-Máni af Golden Retriever kyni hlaut fyrstu verðlaun á hundasýningunni i Reykjavík. Hér er hann ásamt eig- endum sínum, Árna Guðbjörnssyni og Ólafiu Andrésdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.