Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. Fréttir Ingótfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar: Flugleiðir hefja verðstrið Veröstríö er hafiö milfi Flugleiða hf. og þriggja ferðaskrifstofa sem selja Kanaríeyjaferðir fyrir Flugleiðir hf. annars vegar og tveggja stærstu ferða- skrifstofa landsins, Útsýnar og Samvinnuferða, hins vegar í Kanarí- eyjaferðum komandi vetrar. Þetta kemur upp úr því að hinn svonefndi Kanaríeyjaklúbbur liðaðist sundur -við efiir 9 milljón króna tap á síðasta Kan- aríeyjatímabili. „Þetta verður auðvitað hávaðamál enda tel ég Flugleiðir koma óheiðar- lega fram í þessu máli. Það varð 9 miiljón króna tap á Kanarieyjaklúbbn- um á síðasta tímabili en Flugleiðir hf. sáu aifarið um rekstur hans. Síðan hækka Flugleiðamenn verðið á leigu- Inga Kristin er eins og sjá má á myndinni meidd á augabrún og tyrir neðan annað augað eftir hundsbitið. DV-mynd gk Akureyri: Hundur glefsaði í andlit bams Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyri; „Þetta hefði getaö orðið miklu al- varlegra," sagði Sigurbjörg Óladóttir á Akureyri en hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í fyrradag að stór hundur glefsaði í andlit bams hemiar. Atburður þessi átti sér stað fyrir utan verslunina Hagkaup á Akur- eyri. Sigurbjörg lagði bíl sínum á bílastæðinu og lagði síðan af stað í átt að versluninni. „Það var mjög þröngt þama á bílastæðinu og ég lagði þétt upp að Volkswagen bif- reið. Þegar ég var að ganga framhjá þeirri bifreið og þriggja ára dóttir mín á eftir mér leit sú litla inn í bif- reiðina, en lítill gluggi á hlið hennar var opinn. Skipti þá engum togum að stærðar hundur glefsaði í andiit barnsins. Litla stúlkan, Inga Kristín Jóns- dóttir, slapp þó betur en á horfðist. Lítið gat kom á augabrún hemiar og rispur undir auganu. Er óhætt að segja að hún hafi verið heppin að hundurinn náði ekki til augans. Tveir stórir hundar vom í Volks- wagen bifreiðinni á bOastæðinu. Sigurbjörg ræddi við konu þá er var á bifreiðinni en einu viðbrögðin sem hún fékk hjá henni vom: „Hvað vor- uð þið eiginlega að fara framhjá bílnum!“ og var þetta sagt með mikl- um þjósti. Oánægja með fimmtíu króna myntina Menn em ipjög missáttir við nýju ogrpjög kostnaðarsamt. Staðreyndin fimraíu króna myntina, sérstáklega er sú að þegar ný gerð af mynt kem- ereldrafólkóánægtmeðþessanýju ur í umferð þarf fólk tíma til að mynt Samkvæmt upplýsingum venjast henni. Stærð á fimmtíu- Stefáns Stefánssonar, aðalféhirðis í króna myntinni liggur mitt á miUi Seðlabankanum, var um síðustu stæröar einnar krónu myntarinnar mánaðamót búið aö dreifa 27 millj- og fimm króna myntarinnar en hún ónum króna af fimmtíu króna er miklu þyngri og með annarri myntmni En alls er búið að slá 100 áferð. Því held ég að fólk verði fljótt milljónir króna, það er 2 milijónir að læra aö gera greinarmmi á þess- stykkja. um peningum," sagði Stefán. ,J>að yrði ákaflega þungt í vöfum -J.Mar að breyta útliti og stærö peningsins Utsýn og Samvinnuferðir fluginu fil okkar um 15% fyrir komandi tímabO en auglýsa síðan sjálfir ferðir til Kanaríeyja fyrir lægra verð en var á síðasta tímabili. Þetta er auövitað ekkert annað en verðstrið, sem Flugleiðir hf. geta háð í skjóli ein- okunar," sagði Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri Útsýnar, um þetta mál. Ingólfur sagði að þegar reikningar Kanaríeyjaklúbbsins voru lagðir fram í lok ágúst sl. hefði þetta mikla tap komið í ljós en áöur hafði veriö sagt að það yröi ef tO viil um ein milljón króna. Þegar í ljós kom hver niðurstaðan varð buðust Útsýn og Samvinnuferðir til þess að taka reksturinn yfir, bjóða öðrum ferðaskrifstofum að selja líka í ferðimar og skipta við Flugleiðir hf. með leiguflugið. Þessu tfiboöi höfnuðu Flugleiðir hf. og fengu ferðaskrifstof- umar Terru, Pólaris og Atlantik tO að selja með sér í ferðimar og bjóða þær á lægra verði en í fyrra. „Hvað við gerum i málinu er r.ú í athugun," sagði Ingólfur Guðbrands- son. -S.dór Sigfús Eriingsson, framkvæmdasljóri Flugleiða hf.: Erum ekki með neitt undirboð „Ég vísa því á bug að Flugleiðir séu í verðstríði varðandi Kanaríeyjaferðir komandi vetrar. Það sem gerst hefiir er einfaldlega það að okkur hefur tek- ist að ná mjög hagstæðum hótelsamn- ingum á Kanaríeyjum í vetur fyrir lægra verð en var í fyrra. Það vom einmitt rangar ákvarðanir hjá Kanarí- eyjaklúbbnum í leigu á gistirými sem orsökuðu tæplega 9 milljón króna tap í fyrra,“ sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Flugleiða hf., í samtafi viöDV. Sigfús sagði að Kanaríeyjaklúbbur- inn hefði í fyrra tekið á leigu mun meira gistirými en flugsætin sögðu til um og ekki bara það heldur hefði hér verið um að ræða gistingu sem þurfti að greiða hvort sem hún var notuð eða ekki. Einnig hefði verið ákveðið að reyna að selja ferðir til Madeira og heíði miklum flármunum verið varið í auglýsingar en aðsókn þangað varð aldrei nein. Um þessa samninga heíði verið fuU eining innan stjómar Kanaríeyja- klúbbsins á sínum tíma. Fyrir bragðið hefði orðið bufiandi tap á öllu saman. Þá sagði Sigfus að ofan á allt þetta hefði svo bæst að ferðaskrifstofumar hefðu verið að selja Kanaríeyjaferðir íram hjá klúbbnum og þeirri gistingu sem hann átti á Kanaríeyjum. Það hefði því margt lagst á eitt um að fram- kalla tapið. „Varðandi 15% hækkun á leiguflug- inu nú stafar hún einfaldlega af kostnaðarhækkunum innanlands. Þessi hækkun kemur alveg eins á okk- ar flug eins og þeirra hjá Útsýn og Samvinnuferðum. Ástæðan íyrir því að við höldum áfram að selja ferðir tO Kanaríeyja er sú að við eigum stóran hóp fastra viðskiptavina sem við vOj- um ekki bregðast. Það em svo þijár ferðaskrifstofur með okkur í þessu fika. Loks mætti svo spyija hvers vegna Útsýn og Samvinnuferðir em nú að bjóða ferðir til Kanaríeyja á svo til sama verði og við, þar munar afar litlu," sagði Sigfús Erlingsson að lok- um. -S.dór Halldór Kristjánsson rafmagnsverkfræðingur, ritstjóri Macintosh bókarinnar, Ellert Ólafsson, forstjóri Tölvufræðsl- unnar hf. og Óskar B. Hauksson tölvuverkfræðingur, skólastjóri Tölvufræðslunnar. DV-mynd GVA Tölvufræðslan hf. Hefur útflutning á tölvubókum Tölvufræðslan hefur ákveðiö að stofna í samvinnu við íslenska og sænska aðila fyrirtækið „Nordisk Da- taudveksfing A/B“ og mun Tölvu- fræðslan eiga meirihlutann í fyrirtækinu, aðrir íslenskir hluthafar um 30% og sænskir aðOar 10%. Mark- mið fyrirtækisins er að gefa út tölvubækur á öllum Norðurlöndunum og í Þýskalandi ef vel gengur. Aöal- stöðvar fyrirtækisins eiga að vera í Reykjavík og þar verða bækumar uimar og prentaðar. Áætluð heOdarvelta á tölvubókum á íslandi á þessu ári er 50-80 mmjónir króna. Tölvubækur em flestar skrif- aðar á ensku og er víðast hvar mikOI skortur á slíkum ritum á móðurmál- inu. ísland er þó heiðarleg undantekn- ing því hér hefur verið gefinn út fjöldi tölvurita á íslensku og flest hugtök og heiti i tölvufræði era tíl á íslenskri tungu. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.