Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. Starship - No Protection Mikið óskaplega geta sumar hijóm- sveitdr staðnað fljótt og orðið yfirmáta þreyttar. En þaö er kannski ekkert skrýtið að þreytan skuli vera að ríða hljómsveit eins og Starship á slig þeg- ar á annarri plötu. Hljómsveitin er enda skipuð gamalþreyttum poppur- um sem hafa greinilega eytt öllu púðrinu í aö koma Starship á laggim- ar í fyrra. Það tókst líka bæriiega; hver smellurinn á fætur öðrum prýddi fyrstu plötu hljómsveitarinnar en nú er sagan búin, köttur úti í mýri, sett’ upp á sér stýri, úti er ævintýri... Reyndar er einn stórsmellurinn til á þessari plötu, lagið Nothings Gonna Stop Us Now en annað er hrein og klár flatneskja. Fyrmefnt lag er þrátt fyrir vinsældir ekkert annað en sama þreytta formúlan og hin lög plötunnar en það sem bjargar því sem bjargað Kolfallnar stjömur verður í því lagi er grípandi viðlag og góð laglína. Ekki veit ég hvemig á því stendur að jafnreynt fólk og stendur að Star- ship lætur frá sér fara þvílíka hráka- smíð og þessi nýja plata er. Þar kann þó kvöðin um að gefa út plötur með vissu millibili að vera sökudólgur og hreinlega hafi ekki hafst upp á nógu góðu efni í tæka tíð. Meðferö efnisins skiptir líka máli og hér er allt steypt í sama þrönga mótið, hugmyndaflugið ekki fyrir hendi eða ekki notað og útkoman er eftir því. Þessi nýja plata Starship er með hryggilegri dæmum um andlaust og staðnað iðnaðarrokk sem undirritað- ur hefur heyrt í háa herrans tíð og em dæmin þó mörg. -SþS- B-52's - Bouncing of the SatellHes Gæðapopp frá Georgíu ■ Þetta væri með bestu plötum þessa árs hefði hún ekki komið út í fyrra. Bouncing of the Sattellites er ein minnisstæðasta plata síðasta árs. Hefði hún komið út í ár er jafiivíst að hún yrði ofarlega í ársuppgjöri. Flók- ið? Ástæðan er sú að platan var ekki markaðssett í Evrópu fyrr en á þessu ári. Aðrar útskýringar era satt best að segja óþarfar. Bouncing of the Sat- ellites stenst einfaldlega þær gæða- kröfúr sem gerðar em tíl eftírtektar- . verðra poppplatna. Hljómsveitin B-52’s kann enda ýmislegt fyrir sér. Hún kom fram í Georgíuríki 1976, um svipað leyti og Talking Heads bratust til frægðar og frama. Báðar sveitimar vöktu athygli og deildu með sér sama umboðsmanni um tfina. Munurinn var aðeins sá að Talking Heads hönd- luðu heimsfrægðina - B-52’s ekki. Talandi um Talking Heads þá stjóm- aði David Byme upptökum á fimmtu plötu sveitarinnar, Mesopotamia, sem kom út 1982. Byme hafði því miður fremur lítið til málanna að leggja. Það hafði hljómsveitin reyndar líka. Þess vegna er þeim mun gleðilegra að hlusta á Bouncing of the Sattlellites. Gagnárás. B-52’s storma inn á sjónar- sviðið með úrvals lagasmíðum sem kitla eyra áheyrenda eins og puntstrá. Textamir era fullir af hnyttnum at- hugasemdum um lífið og tilveruna, sem settar era fram í hæfilegu alvöra- leysi. Sumarást, heimiiisstörfin, hárkollur og stúlkan frá Ipaniema er á leið til Grænlands. Skemmtilegar afskræmingar. Á hinn bóginn er svo slegið af í lagi eins og Ain’t It a Shame. Þetta er einfaldur ástarsöngur, ffarn- reiddur að hættí B-52’s og eitt besta lag plötunnar. Dálítið kaldhæðnislegt að B-52’s skuli taka flugið núna eftír að hafa starfað í skugga frægðarsólar Talking Heads. Tíu ár hafa liðið og sjö plötur að baki. Svona era vinsældimar skrýtnar. Bouncing of the Sattellites ætti að taka Evrópubúa með trompi. Þetta er alminnileg árás! -Þorsteinn J. Vilhjólmsson Helena Springs - New Love: Þarf meira til Helena Springs er ung söngkona sem reynir að koma undir sig fótunum með plötu sinni, New Love. Ekki fer mörgum sögum af ferli þessarar söng- konu. Eitthvað hefur hún þó verið að dútla í bakröddum hjá Prince, þeirri konunglegu ótukt. En eins og fleiri stúlkur, er starfað hafa með honum, reynir hún nú fyrir sér ein á báti. Ekki hef ég trú á að New Love verði henni mikið til uppdráttar. Þótt ein- staka lög séu áheyrileg er ekkert lag sem líklegt er til að gera nafn hennar þekkt. Rödd hennar er dimm og áheyrileg og er ekki laust við að á stundum minni hún mann á Arethu Franklin á yngri árum. Lagavalið er aftur á móti sótt meira í nútímann, léttrokkaðar ballöður era einkennin og reynt í því efni að feta í fótspor Whitney Houston. Nokkur lög á plötunni hefur Springs samið sjálf og því miður era lög henn- ar ekki í háum gæðaflokki. Undan- tekning er þó Black Stockings sem er svona mitt á milli að vera blús eða rokk og kemur þar við sögu munn- hörpuleikari er gerir góða hluti en nánari deili á honum er ekki að fá á plötuumslagi. Annars era bestu lög plötunnar ásamt Black Stockins I Need the Night og Midnight Lady, bæði léttrokkuð lög, ágætlega flutt af Springs og hið rólega Be Soft with Me tonight. New Love er í heild yfir meðallagi þótt ólíklegt sé að landinn falli fyrir henni, enda beinir Helena Springs sjálfsagt spjótum sínum til kynbræðra sinna. -HK áPá S-K-l-F-A-N S • l< • I • F • A • N S • l< • í • F • A • N S • K • I • F • A • N S • K • I • F • A • þ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★ SkíFUUSTINN HLJÓMPLÖTUR/KASSETTUR U GEISLADISKAR Venjulegt Okkar verð verð 1. PetShop Boys-Actually 799 - 679,- 2. Michael Jackson - Bad 799.- 719.- 3. Pink Floyd-A Momentary 799.- 719,- 4. Terence Trent D'Arby - Introducing 799,- 719,- 5. Whitney Houston - Whitney 799,- 719.- 6. Stuðmenn-Á Gæsaveiðum 799.- 719.- 7. Whitesnake-1987 799 719.- 8. Suzanne Vega - Solitude Standing 799.- 719,- 9. Heart- Bad Animals 799.- 719,- 10. Five Star - Between The Lines 799.- 719.- Venjulegt Okkar verð verð 1. Pink Floyd - A Momentary . 1.599.- 1.439.- 2. Michael Jackson - Bad . 1.499,- 1.349.- 3. Bubbi Morthens-Frelsi tilsölu .. . 1.299,- 1.169.- 4. Dire Straits- Brothers In Arms ... . 1.299,- 1.169.- 5. Amadeus-Úr kvikmynd, vol.2 ... 1.299,- 1.169.- 6. Wax-American English 1.299.- 1.169.- 7. Whitesnake-1987 . 1.599,- 1.439.- 8. U2-The Joshua Tree . 1.299.- 1.169.- 9. Whitney Houston - Whitney . 1.399.- 1.259.- 10. Suzanne Vega- SolitudeStanding . 1.299.- 1.169.- Sælnú... irsku rokkararnir i U2 hafa indi en hrósa sveitinni fyrir !...Af málefnum Smiths sálugu er ildir í Bretlandi herma að þeir með Jonny Marr, þeim sem fyrstur hljópst á brott úr Smit- hs um er hann var staddur á tónieikum hjá nýrri stjömu ■11 hard Marx.. Gatnia báru járnsbrýnið Ted Nugent er nú önnum kafinn við hljóðritanir á nýrri sóló- plötu, semáaðkoma út skömmu eftir næstu áramót. i sem leggja tii naerJonBon Jovi, sem er með afkasta- meiri I mundir. I kanadísku rokksveitarinnar Loverboy, I núnýturv vestra.. .Við sögðum frá því bróðri Gibba Gibb bræðranna, hefði lentenn einaferðina i vera með nefið oni hvers manns kókaíni. i kjöifar þessa hólmsvistar hefur kappinn nú rannars undirbagga?.. .Ennrísa LAUGAVEGI • KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI • KRINGLUNNI • BORGARTÚNI ú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.