Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987.
45.
Á meðal gesta var Davíð Oddsson borgarstjóri sem hér skoðar sýningarbíl fyrirtækisins. DV-myndir KAE
Haldið upp á 15 árin
Fjöldi manns sótti Bílaborg heim er vígt var nýtt húsnæði í tilefni 15 ára stækkun að ræða. Bílaborg er líklega þekktast fyrir innflutning sinn á Maz-
afmæhs fyrirtækisins. Bílaborg var stofnað 26. nóvember 1971 og voru stofn- dabifreiðum. Fyrirtækið flytur einnig m.a. inn Yamaha mótorhjól, DAF og
endur þeir Þórir Jensen, Kristinn Breiðfjörð og Siguröur Ármann Magnús- Lanciabíla og hina kunnu Bridgestone hjólbarða. Forstjórar Evrópudeildar
son. Nýja húsnæðið að Fosshálsi 1 er milli sjö og átta þúsund fermetrar, en Mazda og hollensku DAF bílaverksmiöjanna sóttu formlega opnun húsnæðis-
gamh staðurinn að Smiðshöfða var 2.600 fermetrar, og er því um þrefalda ins auk margra íslenskra áhrifamanna.
Hinn nýi Brando
Mickey Rourke, sem í Hollywood
er kahaöur hinn nýi Brando, er veik-
ur fyrir kraftmiklum mótorhjólum.
Á heimih sínu í Los Angeles geymir
hann fjögur af kraftmeiri gerðinni.
Rourke heldur því fram að það hafi
róandi áhrif á sig að þeysa á miklum
hraða meðfram sandströndum L.A.
Nýlega tókst honum að btjóta báða
ökkla sína og annan sköflunginn í
einni shkri ferð.
í nýjustu mynd sinni, Angel Heart,
sem sýnd er í Bíóhöhinni, leikur
Lisa Bonet hefur kvikmyndaferil sinn
á djarfan hátt i Angel Heart.
hann m.a. á móti Lisu Bonet, sem
kunn er fyrir leik sinn í þáttunum
Fyrirmyndarfaðir, og gamalkunnu
stjömunni Charlotte Rampling. í
Angel Heart leikur hann náunga í
nánum tengslum viö djöfulinn. Að-
spurður segist hann ekkert líkur
persónunni sem hann leikur, og sé
reyndar strangtrúaður á guð. Því til
sönnunar ætlar hann að leika dýrl-
inginn heflaga, Frans af Assisi, í
næstu mynd sinni sem tekin verður
upp á Ítalíu.
Charlotte Rampling leikur spákonu
í Angel Heart.
Mickey Rourke, slasaðist illa um daglnn.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
er mikill íþróttaáhugamaður
og lætur sér ekki allt fyrir
brjósti brenna þegar kemur að
því að veita sínum liðum
stuðning. Hann er frægur fyrir
að „moona" á liðsmenn þeirra
liða sem honum líkar ekki við.
Að „moona" er í því fólgið að
leysa niður um sig og sýna
andstæðingunum óæðri end-
ann - þykir jafnan hin mesta
hneisa að vera „moonaður".
Hingað til hefur Jack að
mestu haldið sig á íþróttaleik-
vöngum við þessa iðju sína
en um daginn olli hann mik- 1
illi hneykslun þegar hann
„moonaði" nokkra leikmenn
úr hornaboltaliði sem hann
kann alls ekki við, á frægum
veitingastað.
Beta drottning
á að sögn erfitt með að stilla
skap sitt þessa dagana og eru
ástæður þess raktar til heldur
ósvífins myndbands hvar í
leikur tvífari Di prinsessu. Hef-
ur verið reynt að stöðva
markaðssetningu mynd-
bandsins en án árangurs. Það
sem fer kannski hvað mest í
taugarnar á drottningunni er
hve lík Diönu tvífari hennar
er...
Bruce
Springsteen
þarf vanalega ekki að hafa
miklar peningaáhyggjur þó
ekki sé hann nískur maður.
Það hljóp heldur betur á snæ-
rið hjá Bruce nýlega því nú á
að kynna fyrir almenningi
hvernig stjarnan heldur sér í
formi. Hann á að gera líkams-
ræktaræfingar sýnar fyrir
framan myndatökuvél og síð-'*'
an á að gefa herlegheitin út á
myndbandi. Með því mun
hann feta í fótspor ekki
ómerkari kvenna en Jane
Fonda og Viktoríu Principal.
Er talið að Bruce fái 50 millj-
ónir króna í sinn hlut.