Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. Spumingin Ætlarðu í vetrarfri? Sæmundur Einar Valgarðsson: Ég veit ekki, hef ekki ákveðið það end- anlega hvort ég fer. Margrét Blöndal: Búin að fara í sum- arfrí, fer ekkert í vetur. Stefán Friðbjarnarson: Nei, ég er að koma frá útlöndum og fer ekki í vetr- arfrí. Kristján Davíðsson: Já, ég fer nefni- lega ekki í sumarfrí, en í vetrarfrí, fer ég þá stundum til Tenerife. í fyrravetur fór ég hins vegar til Chicago. Guðmundur Magnússon: Fer ekki í vetrarfrí en fer í nóvember í við- skiptaferð til Sviþjóðar. Það er þó ekki vetrarfrí. -I Magnús Lárusson: Nei, ég fer ekki í vetrarfrí - tók heldur ekkert sum- arfrí. Lesendur Bréfritara finnst að Olis eigi að ríða á vaðið með notkun greiðslukorta. Greiðslukort: Nú er lagf Olís S. Bjamason skrifar: Hvemig sem reynt er að veija við- skiptahætti þá sem tíðkast hjá olíufé- lögunum varðandi það að taka ekki við greiðslu með kreditkortum, þá kemst það með engu móti inn í koliinn á hinum almenna borgara að hann eigi að sætta sig við það ástand. Og þótt samstaöa hafi verið milli olíufélaganna um að láta nú ekki und- an þrábeiðni viðskiptavinanna, þá hefur sú samstaða verið eins konar þvingunaraðgerð sem fyrirtækin þijú hafa ekki öll sætt sig jafh vel við. Þannig hefur heyrst að Olís hafi vilj- að rífa sig laust frá þessum þagnareið og taka upp sölu bensíns gegn greiðslu með kreditkortum. Þá hafi hin olíufé- lögin tvö hótað Olís með efnahagsleg- um gagnaðgeröum, ef félagið bryti samkomulagið um aö neita greiöslu- kortunum. Hinir almennu viðskiptavinir bens- ínstöðvanna myndu flykkjast til þess olíufélags sem fyrst myndi taka upp greiðslukortaviðskipti. Og nú er lag hjá Olís að því er virðist. Og kannski er meira en rétt lag fyrir Olís einmitt nú þar sem maður heyrir að hin olíufélögin tvö ætli nú að láta sverfa til stáls gegn Olís með ýmsum viðskiptaaðgerðum, eins og þeim sem beitt er gegn félaginu á Keflavíkurflug- velli í viðskiptastríöinu um sölu eldsneytis til Flugleiða. Ef svo er komið að Olís eigi tilveru- rétt sinn að veija gagnvart yfirgangi hinna olíufélaganna, þá liggur það beinast fyrir að stíga nú skrefið til fulls og leggja til lokaorrustu gegn keppinautunum með því að bjóða við- skiptamönnum upp á notkun greiðslu- korta á bensínstöðvum sínum. Með þeirri nýbreytni, sem auðvitað yrði bylting í þjónustu bensínstöðva, myndi Olís ekki aðeins afla sér ómældrar viðskiptavildar, heldur fá til sín obbann af af bensínsölu til bif- reiðaeigenda. Hver næsti leikur hinna olíufélag- anna yrði er ekki gott að segja en vart yrði þeim stætt á því að fylgja ekki í kjölfarið. En líklega eru fleiri Ijón á veginum en olíufélögin. Bankamir eru lika í ætt við einokunarstofnanir og vilja fá dagsölu bensínstöðvanna til sín í reiðufé samdægurs. En Olis á næsta leik. Á því leikur enginn vafi. Sterkur bjór er viðbót , Þórólfur Beck hringdi: verða að virða helgustu stofnun þjóð- Það er verkefiú valdamanna þjóðar- arinnar, - fyrsta þjóðþing þjóðar og innar að hafa vit fyrir þegnunum. virða landslög og kerfi. Sterkur bjór er hrein viðbót við Alþingi er: Sannleikurinn gerir okk- drykkju landsmanna. Ráðamenn ur fijálsa. Osmekkur Versl- unarráðsins J. Péturs skrifar: Mér er til efs að nokkurs staðar sé eins mikið um það og hér á landi aö fólk, hvort sem um er að ræða einka- aðila eða samtök manna, geti eða nýti sér lýðræðið í botn með svipuðum hætti. Það er svo sem ágætt að sínu leyti. Hins vegar finnst mér ganga út í öfgar þegar menn eru í tíma og ótíma að biðja um viðtal og sitja á biðstofúm ráðherra okkar eða annarra forsvars- manna, vegna ýmissa smámála, sem snerta einkahagsmuni og eru oftast vitaþýðingarlaus nema fyrir þann er eftir leitar. Styrkur til utanferðar vegna nám- skeiðs, ráðstefnu, sýningar? Hvaða tilgangi þjónar að veita fjármuni úr ríkissjóði í þannig hluti? Steininn tekur þó úr þegar heilu fé- lagasamtökin eða fulltrúar þeirra setjast að dyrum ráðherra til að „leggja áherslu á“ eins og það er kall- að, eitthvert gæluverkefnið - eða tíl að biðja um undanþágu sem oftar er nú erindið. Það bar einmitt við nú á dögunum að fulltrúi eins „ráðsins" átti bókaðan tíma hjá fjármálaráðherra. Og hvert var erindið? Jú, að afhenda hníf einn mikinn sem átti að vera „tákn niður- skurðar" hjá kerfinu. Og einhvem veginn stóð svo á að fréttamenn vora á staðnum svo að við gátum fengið mynd af atburðinum þegar ráðherra var afhentur hnifur- inn. Lengi hefur ekki heyrst um annan eins ósmekk og þennan, er Verslunar- ráð íslands sendi fiúltrúa sinn á fund ráðherra með kutann og verður lengi í minnum haft. Þetta leiðir hugann að því hversu lýðræðið hjá okkur er gengið út í öfgar og getur leitt til athaftia sem ekkert eiga skylt við almannaheill eða þjóð- félagslegar umbætur. Uppákomur og „show“ á borð við uppfærslu Verslun- arráðsins er dæmigerður ósmekkur og speglar ófullkomið eða öllu heldur vanþroska lýðræði. Pennavinir Unnur skrifar: pr hpr nafn á hmolnim Nafh hans og heimilisfang rnamú sem hefur mikinn áhuga á Powell aö skrifast á viö íslendinga. Hann 1 Rose Hill, er 63 ára og er í hjólastól eftír slag fyrir 14 árum. Hann safhar frimerk)- um og skrifar mjög skemmtileg bréf. Larkhall Bath, Avon BA 1 6S2, England. Busavígsla er ettirminnilegasta frá fyrstu dögum menntaskólaáranna, seg- ir Jóhanna. Enn um busavígslur Jóhanna hringdi: Ég vil taka undir grein Helga í les- endadálki DV hinn 28. sept. sl. þar sem hann fjallar um busavígslur. Ég er honum fyllilega sammála um að busavígslur séu eitt það eftírminni- legasta frá menntaskólaárunum. Ég er sjálf í MS, sem hefur fengið harða gagnrýni fyrir sínar busavígsl- ur, og ég hafði mjög gaman af því að vera „busuð“. Ég held að svo megi segja um alla aðra er tóku þátt í þeirri „busun“. ! Það er gaman að fá tilbreytingu einn dag á fyrstu dögum skólaverunnar og mér finnst að fólk ætti að spyija fyrst áður en það rýkur í að gagnrýna það sem það hefur ekki lent í sjálft Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, pAo clrrifí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.