Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. 15 Lesendur „Við hér á Suðurnesjum höfum átt þann draum að fá varanlegt slitlag á malaraxlirnar sem hafa reynst aðalslysavaldurinn gegnum tíðina". Reykjanesbrautin: Nauðsyn á takmörkunum á þungaflutningum Suðurnesjamaður hringdi: Við Suðumesjabúar erum famir að hafa verulegar áhyggjur af Reykjanes- brautinni sem var byggð af Aðalverk- tökum árið 1965 og hafði Guðmundur Einarsson verkfr. yfirumsjón með framkvæmdum. Þá var áætlað að yfirlagið myndi duga í 10 ár. Núna hins vegar, árið 1987, er Reykjanesbrautin, sú er byggð var árið 1965, ekki einu sinni á vegaá- ætlun! Kafli Reykjanesbrautar, nýi kaflinn svonefndi, er hins vegar á vegaáætlun og þar var boðin út framkvæmd á varanlegu slitlagi á braut sem opnuð var í fyrra! Við hér á Suðumesjum höfiim átt þann draum að fá varanlegt shtlag á malaraxlimar sem hafa reynst aðal slysavaldurinn gegnum tíðina. Við urðum mörg furðu lostin að heyra viðtal við deildarverkfræðing Vegagerðarinnar fyrir skömmu þar sem hann fullyrti að ekkert ætti að gera fyrir Reykjanesbrautina, sem þó var byggð árið 1965. Alla áherslu skal leggja á "nýju brautina" en sú gamla vanrækt áfram eins og raunin hefur verið sl. 20 ár. Nú er gamla brautin komin niður í hraun, t.d. og ekki síst vegna umferðar þungaflutningabifreiða ásamt öðrum umferðarþunga. Þungaflutninga til og frá Suðumesj- um verður að endurskipuleggja og raunar ættu þeir að eiga sér stað sjó- leiðis eins og málum er háttað á Reykjanesbrautinni. Tvær akbrautir, eins og Guðmundur Einarsson vildi hafa, er skilyrði fyrir því að þessi þjóðvegur geti talist boð- legur fyrir þá umferö sem er á Reykjanesbrautinni. Og það þótt ekki væri nema til að uppfylla skilyrði al- þjóðlegs staðals fyrir aöalbraut sem m.a. liggur til og frá eina millilanda- og alþjóðaflugvellinum í landinu. Þetta mál ættu þingmenn okkar að taka til umhugsunar - eða þá lögregl- an, sem þekkir vandræðin og slysa- hættuna, sem þama er. Krafa okkar Suðumesjamanna er að tekið verði á þessu máli hið allra fyrsta. FERÐATOSKUR EKTA LEÐUR • Ekta leðursaumur • Vel unnið • Klassísk tískuvara • Nuggat brúnar • Glæsilegar og varan legar • Léttar, fyrirferðarlitl ar en mjög rúmgóðar Rúmgóð ferðataska, tvískipt, rennilás allan hringinn. Stærð: ca 57x42x12 cm Helgarferðataska með framhólfi m/ rennilás. Stærð: ca 47x28,5x12 cm Axlartaska með hliðarhólfi. Stærð: ca 28x32x17 cm Þarfaþing (snyrtitaska) fyrir persónu lega hluti. Stærð: ca 24x16,5x10,5 cm Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði. S VISA S EUROCARD 17% me/rar bil á milli sœta Við höfum fœkkað sæfum, fil þœginda fyrir farþega okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.