Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Page 27
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. 39 DV Sykur og brauð Pétur Gunnarsson Bókaútgáfan Punktar sendir frá sér nýja bók eftir Pétur Gunnarsson, Sykur og brauð. Um er að ræða sýn- ishom þátta, greina, pistla, erinda og hugvekja frá síðustu fimmtán árum. Sumt er óbirt, annað flutt á mannamótum eða öldum ljósvakans og svo loks efni úr blöðum og tímarit- um. Sykur og brauð er 167 bls. að lengd og fæst bæði innbundin og í kilju. Innbundin kostar hún 1450,- 988 í kilju. Barnasaga Peter Handke Út er komin hjá Bókaútgáfunni Punktum Bamasaga, frásögn eftir austurríska rithöfundinn Peter Handke. Peter Handke er ekki aðeins í hópi fremstu höfunda hins þýsku- mælandi heims nú á dögum heldur hefur hann unnið sér alþjóðlegt nafn sem einn frumlegasti og mikilvæg- asti samtímahöfundurinn. Bækur hans hafa verið þýddar jafnóöum á fjölda tungumálá en á Islandi hafa verið sýnd eftir hann leikritin Ka- spar og Svívirtir áhorfendur. Bamasaga er aö hluta ævisöguleg frásögn. Ung hjón eiganst bam, slíta samvistum og faðirinn annast bar- nið. Leikurinn berst til útlanda þar sem faðir og bam halda gangandi veröld sem þrátt fyrir smæð sína speglar bæði alheim og veraldar- sögu. I Barnasögu birtast helstu höfimd- areinkenni Peter Handke: orðfæð, markhittni og klisjufælni ásamt sjaldgæfum hæfileika til að opinbera þann veruleika sem enginn tekur eftir en allir gera tilkall til þegar tekst að koma oröum að honum. Bamasaga er 88. bls. að lengd, þýdd af Pétri Gunnarssyni og kostar 988 krónur. Auðnuspil nefnist nýútkomið leikrit eftir Krist- in Reyr. Það er sviðsverk í tveim hlutum, átta atriðum. Fyrri hluti gerist í borginni eftir stríð en sá síð- ari í sjávarþorpi á árum áður. í þessu nýja verki Kristins er at hyglinni beint að þeim sígilda sann- leika að athöfn og leikur líðandi stundar er aldrei einangrað fyrir- bæri í tímanum: Það sem nú er að gerast hlýtur óumflýjanlega að vera í rökréttu samhengi við það sem áður hefur gerst - jafnt í lífi einstaklings sem þjóöar. Fortíð sína getur enginn umflúiö með öllu. Auðna má ráöa - en það sjónarspil er hún setur á svið, mannleg örlög, er vissulega með margbreytilegum hætti og veröur ekki alltaf fyrir séð. Áður hafa átta leikrit höfundar verið frumflutt á sviði eða í sjónvarpi og útvarpi. Þau em: Ást og vörufols- un, Vetur og Vorbjört, Vopnahlé, Að hugsa sér, Deilt meö tveim, Ó trú- boðsdagur dýr, Æsa Brá og Tilburð- ir. Auk þess hefur Kristinn Reyr sent frá sér ellefu ljóðabækur og sex nótnahefti. Auðnuspil er 148 síður. Hönnun og kápa: Höfundur. Prentun og band: ísafold, Reykjavík 1987. Húsdýrin okkar Nýlega er komin út hjá Bókaútgáf- unni Bjöllunni þriðja útgáfa af Húsdýrunum okkar eftir Stefán Aö- alsteinsson og Kristján Inga Einars- son. Þessi fallega og fróðlega bók hefur lengi veriö ófáanleg. Húsdýrin okkar hlaut viðurkenningu Námsgagna- stofnunar árið 1985. Einnig er bókin á úrvalslista IBBY, þjóðlegra sam- taka sem vinna að eflingu góðra bóka fyrir böm og unglinga. í bókinni em 80 glæsilegar htmyndir og alhliða fróðleikur um húsdýrin. Þessi bamabók er í sérflokki enda hafa fyrri útgáfur selst upp á fáum vikum. Kjaftæði Árið 1987 var haldin ljóða- og smá- sagnasamkeppni í framhaldsskólum landsins. i kjölfarið fylgdi stofnun Útgáfufélags framhaldsskólanna og Nýjar bækur átti það veg og vanda af keppninni sem varð allumfangsmikil. Dómnefndinni, sem skipuð var þeim Steinunni Sigurðardóttur, Gyrði Ehassyni og Guðmundi Andra Thorssyni, bámst Ijóð og smásögur hvaðanæva af landinu. Virtist sem framhaldskólanemar hefðu hvolft úr öllum skúffum, svo mikiö efni barst. Eftir vandlega ígmndun tókst dóm- nefndinni að fleyta ijómann ofan af og birtist hann nú í fyrsta sinn í bók- inni Kjaftæði sem nýlega er komin út. Er þar samankomið í eina bók það besta sem framhaldsskólanemar eru að gera í dag í ljóða- og smásagna- gerð. Bókin verður þvi að teljast athyghsverður gluggi inn í tíðaranda og pælingar ungra Islendinga. Mál og menning sér um dreifingu bókarinnar en hún fæst líka í öhum framhaldsskólum landsins. SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU OG TEKUR 2 MIN. AÐ SETJA UPP / SCHÁFER hillukerfið fyrir lag- era af öllum stærðum og gerðum. Bjóðum fyrirtækj- um að senda okkur teikn- ingar af lagerhúsnæði sínu, og við ger- um tillögur að innréttingum með SCHÁFER hillukerfi þeim að kostnað- arlausu. SCHÁFER — fullkomin nýt- ing á lagerhúsnæði. Við hjá Bílaborg hf. völdum SCHÁFER hillukerfið í nýtt húsnæði fyrirtækis- ins að Fosshálsi 1. Aðal kostir SCHÁFER hillukerfisins eru að okkar mati sveigjanleiki í upp- röðun og að hægt er að hafa hillukerfið á tveimur hæðum, og nýta þannig loft- hæð hússins til fulls. Engar skrúfur eru notaðar og auðveld- ar það og flýtir fyrir uppsetningu kerf- isins í heild. / Eiður Magnússon verslunarstjóri Bílaborgar hf. (=AP gá pétursson HF. UMBOÐS- OG HFILDV6RSLUN Verslun oð Smlðjuvegl 30 € Kópovogur. Símor: 77066, 78600. 77444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.