Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1987, Page 32
. 44 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1987. Jarðaifarir Magnús Vilhjálmsson lést 27. sept- ember sl. Hann var fæddur á Stóru- Heiöi í Mýrdal 9. desember 1927. Foreldrar hans voru hjónin Vil- hjálmur Á. Magnússon og Arndís Kristjánsdóttir. Magnús íluttist til Akureyrar og kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Hólmgríms- dóttur, og bjuggu þau þar æ síðan. Þeim varð þriggja dætra auðið. Lengst af ævi sinnar, í 29 ár, starfaði Magnús í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Útfór hans verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl. .13.30. Anna Margrét Jóhannesdóttir lést 27. september. Hún fæddist í Kirkju- hvammi 22. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardótt- ir og Jóhannes Eggertsson. Ung að árum fluttist Anna til Reykjavíkur til að læra fatasaum og stundaði hún þá iön alla tíð meðan þrek entist. Hún giftist Óskari Snorrasyni, en hann lést árið 1980. Þau hjónin eignuðust fjögur börn en áður hafði Anna eign- ast einn son. Útfór hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sara Þorbjörg Árnadóttir, Berg- þórugötu 51, frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni lOb, 21. sept- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Guðjónsdóttir, Slovacek, Los Angeles, andaðist 29. þessa mánaðar. Árni Kristjánsson, Minni Grund, áður til heimilis á Nýbýlavegi 42, Kópavogi, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju í dag, 5. október, kl. 13.30. Sigurgeir Jónsson bifvélavirki, Bræðraborgarstíg 13, sem lést 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Siggeir Ólafsson, Digranesvegi 121, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 7. október kl. 13.30. Reynir Viggósson, sem lést í New York 25. september, áður til heimilis í Barmahlíð 35, Reykjavík, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. október kl. 10.30. Bridge Bikarkeppni Reykjavíkur í sveitakeppni Nú er hafin skráning í bikarkeppni Reykjavíkur í sveitakeppni og þarf skrán- ingu að vera lokið fyrir þriðjud. 13.10.1987. Spiluð er útsláttarkeppni og er hálfur mánuður milli umferða. Þátttökugjaldi er stillt í hóf, 2.000 kr fyrir sveit. Skráning er hjá BSI s. 689360, Kristján Blöndal s. 78935 (á kvöldin). Einnig er hægt að skrá sig á spilakvöldum bridgefé- laganna í Reykjavík. í gærkvöldi Þórður Marelsson sölustjóri: Ómar fór á kostum Þegar ég fór aö spá í dagskrá út- varps og sjónvarps um helgina komst ég að því hvaö þessir miðlar höfða í raun lítið til min. Ég sá þó hálfan Derrick á föstudagskvöldið og það var alveg nóg. Mér firrnst nú Derrick ekkert sérstakur en það er þó gott að hafa þýska þætti í bland við annað efni. Þá byijaði ég að horfa á myndina „Local Hero“ en sofnaði út frá henni enda ekki spennandi. Á laugardagskvöldiö hoifði ég á fréttatíma beggja stööva og verður að segjast eins og er að mér þótti fréttimar hjá Ríkissjónvarpinu betri. Nú, eins og venjulega horfði ég á Cosby kallinn en hann stendur alltaf fyrir sínu. Síðar um kvöldið sá ég þátt um Churchill á Stöð 2 úti í bæ en ég á ekki afruglara. Þáttur- Þórður Marelsson. inn var góður þó að dálítið bæri á ofleik. Þá sá ég brot af myndinni með Ingrid Bergman og virtist þar vera ágætismynd á ferðinni. í gærkvöldi horfði ég á fréttir hjá Ríkissjónvarpinu og var gaman að fylgjast með Ömari Ragnarssyni sem fór á kostum eins og honum er ein- um lagið í umfjöllun sinni um vegi. Rússneska myndin Dauðar sálir er ekki spennandi en á eftir var endur- tekið leikrit eftir Hrafn Gunnlaugs- son og nennti ég ekki að horfa á það aftur. Að lokum langar mig að koma á frammfæri áskorun um morgun- sjónvarp á milli 7 og 8 en þægilegt væri að fá fréttaefni í bland við ýmislegt léttmeti þá. Hellissandur: Ibúðarhús brann til kaldra kola - ekki ólíklegt að um íkveikju hafi TiJkyimingar Tónlistin í fyrirrúmi á Hrafninum Veitingahúsið Hrafninn verður rekið með öðrum hætti í vetur en verið hefur. Á mánudögum og þriðjudögiun verða tón- listaruppákomur alls konar þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn munu koma fram. Á miðvikudögum munu Rúnar Þór Péturs- son og Jón Ólafsson sjá um tónlistina. Á fimmtudögum og sunnudögum ræður „bandið hennar Helgu“ ferðinni. Þar eru á ferðinni þeir Rúnar og Jón en nú er Sig- urgeir Sigmundsson einnig með. Á föstu- dögum og laugardögum verður sveita- ballastemmning niðri þar sem Explendid og aðrar hljómsveitir munu sjá um görið en pöbbastemmningin verður allsráðandi á efri hæðinni. Staðurinn verður með þess- um hætti fram að jólum ásamt öllu því óvænta sem alltaf er að gerast á Hrafnin- um, Skipholti 37. Handknattleiksskóli KR Handknattleiksdeild KR efnir til hand- boltaskóla í vetur fyrir byrjendur, stúlkur fæddar 1976 og drengi fædda 1979. Skólinn verður til húsa í íþróttahúsi Melaskóla og hefst í dag, 3. október, og stendur til 12. desember. Einnig verður tvisar farið í stóra salinn í KR-heimilinu. Farið verður í grunnþjálfun handknattleiks og boltaæf- ingar. Námskeiðinu lýkur síðan með pulsupartíi. Kennarar verða Ólafur B. Lárusson, Olga Garðarsdóttir og Lárus Lárusson. Einnig munu leikmenn í meist- araílokki karla og kvenna hjá félaginu koma í heimsókn. Annað námskeið verður síðan haldið eftir áramót og verður það tilkynnt síðar. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson halda tónleika í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið 7. október kl. 20.30. Á efnisskránni eru bórir lagaflokk- ar. Fyrstan skal nefna flokk Schumanns „Dichterliebe", ástir skáldsins. Þá lögin þrjú eftir Jón Þórarinsson „Songs of love and Death“, söngva Don Kikota eftir Ra- vel og sexlagaflokkinn „Childhood Fables for Grownups" eftir bandaríska tónskáldið Irving Fine. Tímarit Eiðfaxi, níunda tölublað, er kominn út. Blaðið er helgað heimsmeistara- mótinu í Austurríki og er íjallað um alla þætti sem snerta íslenska keppn- isliðið og íslensku áhorfendurna. Hjalti Jón Sveinsson skrifar rit- stjórnarpistil um vinsældir íslenska hestsins í Evrópu, birt er fréttatil- kynning frá hestamannafélögunum Funa, Létti og Þráni í Eyjafirði um samstarf félaganna við L.H., 4. þáttur framhaldssögunnar um Perlu birtist, Sigurður Haraldsson skrifar um gæðingakeppni og Guðmundur Jóns- son ritar um 10 ára sögu íþróttaráðs L.H. Einnig er að finna í blaðinu stuttar frásagnir af hestum og hesta- mönnum. Margar fallegar ljósmynd- ir frá heimsmeistaramótinu prýða Eiðfaxa að þessu sinni. Ibúðarhús brann til kaldra kola á Hellissandi aðfaranótt sunnudagsins. Húsið var gamalt, múrhúðað timbur- hús og enginn bjó í því en þar var geymt innbú. Það var rétt fyrir miðnætti á laugar- dagskvöldið að lögreglunni í Ólafsvík barst tilkynning um að eldur væri laus í húsi á Hellissandi. Lögreglan kom fljótlega á staðinn, svo og slökkviliðið frá Ólafsvík. Dla gekk að ráða niður- lögum eldsins, bæði vegna mjög hvassrar sunnanáttar og einnig vegna Tveir bílar lentu harkalega saman á Skúlagötu í gærkvöldi. Áreksturinn varð skammt vestan við Skúlatorg. Áreksturinn varð með þeim hætti að bílunum var ekið í gagnstæðar átt- Skákmótið í Olafsvík Jón L. er með lakari biðskák Fyrsta umferö afmælisskák- mótsins í Ólafsvík var tefld í gær. Það óvæntasta í umferðinni var að þegar skák þeirra Jóns L. Áma- son og Björgvins Jónssonar fór í bið var staða Jóns mun lakari og fullyrða sumir að hún sé töpuð. Önnur úrslit urðu þau að Daninn Henrik Daníelsen sigraði Tómas Bjömsson en jafntefli gerðu Dan Hanson og Sævar Bjamason, Ro- bert Bator og Ingvar Ásmundsson, Karl Þorsteins og Haugli frá Nor- egi og Þröstur Þórhallsson og Lars Schandorff. þess að slökkviliðið komst hvergi að vatnslögn með slöngur sínar. Urðu slökkviliðsmenn að notast við það vatn sem var í bílnum og fylla síðan á hann aftur jafnóðum og tankamir tæmdust. Eldurinn logaði mjög glatt og neista- flug stóð á næstu hús þannig að slökkviliðið reyndi fremur að forða nærstöddum húsum frá því að verða eldinum að bráö en að slökkva eldinn í húsinu. Húsinu var ekki hægt að bjarga og er nú lítið eftir uppistand- ir og virðist sem bíllinn, sem ók í vesturátt, hafi verið á öfúgum vegar- helmingi. Ökumaður þess bíls festist í bíl sínum og varð að fá klippur til ná honum úr bílnum. Var maðurinn Akureyrarlögreglan þurfti að hafa af- skipti af þremur bílveltum um helgina. í engu tilvikinu varð slys á fólki en mildð eignatjón. Á föstudagskvöld valt bíll á Dalvík- urvegi er ökumaður missti vald á bifreið sinni. Hann var einn á ferð og Forráðamenn Faxamarkaöarins í Reykjavík og Fiskmarkaðarins í Hafn- arfiröi hafa ákveðið að breyta og samræma uppboðstíma sína. Að sögn þeirra Einars Sveinssonar og Bjama Thors mun uppboðið á Faxamarkaönum hefjast klukkan 7.30 verið að ræða andi af því. Enginn bjó í húsinu. Eigandinn flutti úr því fyrir ári en dóttir hans geymdi hluta af innbúi sínu i því. Innbúið fór sömu leið og húsið, brann til kaldra kola. Húsið var brunatryggt. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík er á þessari stundu ekki vitaö hver elds- upptök voru en þó virðist aðeins tvennt geta komið til greina: Að kvikn- að hafi í út frá rafmagni eða íkveikja. -ATA - sjá einnig mynd á baksíðu fluttur á slysadeild. Hann var einn í bílnum. Báðir bílamir skemmdust mikið og vom þeir fluttir burt með kranabíl. slapp ómeiddur. Aðfaranótt laugar- dags valt svo bíll við Laugaland í Eyjafirði og þriðja bílveltan varð í Reiðgili á Öxnadalsheiði á laugardags- kvöld. Þar missti ökumaður vald á nýrri jeppabifreið sem valt út af vegin- um og er talin gjörónýt. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. á morgnana en í Hafnarfirði klukkan 9.00 í framtíðinni. Þetta er gert til þess að þeir sem bjóða í fisk á mörkuðunum geti kom- ist á báða markaðina í byijun vinnu- dags. Þetta fyrirkomulag byijar í fyrramálið. -S.dór Olafur Ragnar að hætta við? „Tilhæfúlaus söguburður' „Ég hef heyrt þessa sögu en hún er tilhæfulaus með öllu“ sagði Ólaf- ur Ragnar um orðróm sem gengið hefur undanfama daga um að hann sé hættur viö formannsframboð i Alþýðubandalaginu. „Þaö er algerlega úr lausu lofd gripið að ég sé hættur við að bjóða mig fram til formanns. Ég hef ekki tilkynnt það formlega að ég fari í framboð en ég hef rætt við fjölmarga félaga í Alþýðubandalaginu um þetta mál og mun halda því áfram.“ Félagsfundur í Alþýðubandalags- félagi Reykjavíkur verður haldinn um miðjan október þar sem lands- fundarfulltrúar verða kosnir. Armamir, sem takast á innan Al- þýðubandalagsins, em þegar famir að smala og skipuleggja sína menn fyrir fundinn enda mikið í húfi þar sem stærsti landsfundarfulltrúahóp- urinn kemur frá Reykjavík. -S.dór Harður árekstur á Skúlagötu -sme Þijár bílveltur Gylfi Knstjánsson, DV, Aknreyii Fiskmarkaðimir samræma upp- boðstíma sína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.