Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1987, Qupperneq 6
28 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987. íslenska óperan: Tvær óperur í burðarliðnum - óperumar Don Giovanni og Búum til óperu frumfluttar eftir áramót Æflngar eru hafnar á tveimur óperum hjá íslensku óperunni. Það eru óperurnar Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart og barnaóperan Búum til óperu eftir Benjamin Britten. Æfmgar á Don Giovanni standa nú sem hæst. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose en leikstjóri er Þór- hilaur Þorleifsdóttir. Æfingastjór- ar eru Catherine Williams og Peter Locke. Una Collins sér um leik- mynd og búninga. Með helstu hlutverk fara Krist- inn Sigmundsson, sem syngur hlutverk sjálfs Giovannis, og Olöf Kolbrún Harðardóttir, sem fer með hlutverk Donnu Önnu. Með önnur stór hlutverk fara Gunnar Guð- björnsson, Bergþór Pálsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Grönd- al og Viðar Gunnarsson. Auk þeirra koma fram kór og hljóm- sveit íslensku óperunnar. Don Giovanni var fyrst sýnd í ríkisóperunni í Prag áriö 1787. Hún Frá uppfærslu Islensku óperunnar á Litla sótaranum eða Búum til óperu 1982. er ein af vinsælustu og mest lofuðu óperum fyrr og síðar enda er tón- listin meistaraverk og gaman og alvara í leiknum fléttast saman á skemmtilegan hátt. Don Giovanni verður frumsýnd í íslensku ópe- runni 19. febrúar. Þá er verið að undirbúa sýningar á barnaóperunni Búum til óperu eftir Benjamin Britten. Óperan hef- ur einnig gengið undir nafninu Litli sótarinn. Búum til óperu var sett upp í íslensku óperunni 1982 og hlaut þá mjög góðar viðtökur ungra jafnt sem eldri áhorfenda. Hljómsveitarstjóri sýningarinn- ar verður Jón Stefánsson en leik- stjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Með helstu hlutverk fara Hrönn Haf- liðadóttir, John Speight, Elísabet Erlingsdóttir og Marta Halldórs- dóttir. Auk þeirra tekur sýningar- stjórinn, Guðný Helgadóttir, og 6 börn þátt í sýningunni. Búum til óperu verður frumflutt 31. janúar. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubió Ritchie Valen var ungur og efni- legur söngvari þegar hann lést í flugslysi 1958. Hann var cðeins sautján ára. Samt hafði honum tek- ist á nokkrum mánuðum að eiga þrjú vinsæl lög, meðal þeirra La Bamba, lag sem er titill kvikmynd- ar um ævi piltsins. Fjallar myndin um stutta ævi hans en af mexí- könsku bergi brotinn. Þá hefur Stjörnubíó hafið sýningar á 84 Charing Cross Road sem fjallar um samband rithöfundar og útgefanda, samband sem fer að mestu fram bréfleiðis. Það eru úrvalsleikaram- ir Anne Bancroft og Anthony Hopkins er leika aðalhlutverkin. Bjóborgin í aðalsal Bíóborgarinnar er nú verið að sýna Gullstrætið (Streets of Gold) með hinum ágæta leikara, Klaus Maria Brandauer, í aðal- hlutverki. Leikur hann innflytj- enda sem flyst til Bandaríkjanna og lífsbaráttu hans þar. Laganem- inn (From the Hip) er um ungan laganema, Robin Weathers, er tek- ur að sér að verja Benoit sem ákærður er fyrir morð. Þetta er gamanmynd með alvarlegu ívafi og gerist að nokkru leyti í réttar- sal. Þá er óhætt að mæla með Nomunum frá Eastwick (The Witc- hes of Eastwick) þar sem Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki sjálfs kölska sem þrjár ungar og fallegar galdrakonur særa til sín. Laugarásbíó Furðusögur (Amazing Stories) eru þrjár stuttar kvikmyndir sem allar eiga þaö sameiginlegt að fjalla um dularfulla atburði. Yfirumsjón með myndum þessum hefur sjálfur Steven Spielberg og leikstýrir hann fyrsta hlutanum, Ferðinni. Annar hlutinn nefnist Múmíufaðir og er leikstýrður af William Dear. Þriðja hlutanum, Höfði bekkjarins, leik- stýrir Robert Zemckis sem á á baki Aftur til framtíðar. Af öðrum myndum Laugarásbíós er vert að nefna Undir fargi laganna, eftir- tektarverða mynd er sýnd var á kvikmyndahátíð. Bíóhöllin Hin magnaða mynd Stanleys Kubrick, Skothylkið (Full Metal Jacket), fjallar um unga drengi sem kallaðir eru í herinn þegar Víet- namstríðið stóð yfir, þjálfun þeirra, sem lýst er á eftirminnilegan hátt í upphafsatriði, og svo reynslu þeirra á vígvellinum sjálfum. í heild er Skothylkið vel gerð drama- tísk kvikmynd. í aöalsal Bíóhallar- innar er sýnd í kapp við tímann Háskólabíó Hinir vammlausu Hinir vammlausu (The Untouch- ables) virðist ætla að fá jafngóðar viðtökur hérlendis sem annars staðar og eru flestir sammála um að Brian de Palma hafi ekki gert betri mynd. Eins og flestum er kunnugt fjallar myndin Hinir vammlausu um um hóp lögreglumanna undir forystu Elliot Nes. Þeir berjast gegn glæpa- mönnum í Chicago á bannárunum og þá sérstaklega við hinn alræmda A1 Capone. Gerist myndin 1931. Spillingin er mikil og ekki þá síst innan lögreglunnar en hópur Elli- ott Ness lætur ekki múta sér og hefur sigur í lokin. Elliot Ness er engin skáldsagna- persóna. Hann var til en hfði ekki alla þá frægð sem honum hlotnað- ist - fyrst í bók um hann og síðar í vinsælum sjónvarpsþáttum er gerðir voru eftir bókinni og er nú verið að sýna á Stöð 2. Það er Kevin Kostner er leikur Ness. Hann er ekki mjög þekktur leikari en þó munu margir minnast hans í vestranum Silverado. Með- leikarar hans eru ekki af verri endanum. Robert de Niro leikur A1 Capone og Sean Connery leikur Jimmy Malone, reyndan lögreglu- mann er gerist lærifaðir Elliot Ness. Það er óhætt að lofa þeim góðri skemmtun er skreppa í Há- skólabíó um helgina. -HK Kvikmyndahús (Hot Pursuit) sem er gamansöm ævintýramynd. Fjallar hún um nútímaunglinga og þá sérstaklega einn sem er á leið til Karíbahafsins strax og prófum lýkur. Af öðrum myndum má nefna Blátt flauel (Blue Velvet), umdeilda en sterka kvikmynd er lætur engan ósnort- inn og gamanmyndina Seinheppnir sölumenn (Tin Man) sem svo sann- arlega stendur undir heitinu gamanmynd. Regnboginn Bandaríkjamenn eru iðnir við að gera táningamyndir sem eiga að gerast á sjöunda áratugnum fyrir daga Víetnamstríðsins. Sú síðasta í röðinni er í djörfum dansi (Dirty Dancing) sem notið hefur tölu- verðra vinsælda vestanhafs að undanfómu. Efni myndarinnar er í þynnra lagi en lífleg tónhst ásamt dansinum lyftir myndinni nokkuð upp. Þá er óhætt að benda á nýj- ustu kvikmynd Woody Allen, Útvarpsdaga (Radio Days), sem er skemmtileg kvikmynd um árdaga útvarpsins. Regnboginn hefur tek- iö til sýningar Skytturnar sem alltof fáir sáu fyrr á árinu og hvet ég alla til að sjá mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar en hún hefur vakið hrifningu þar sem hún hefur > verið sýnd. -HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaðir við Miklatún Haukur Clausen byrjar með sýningu á olíumálverkum, mest landslagsmyndum, um helgina. Sýningin stendur til 13. des- ember. Sýningin er í vestursal. Eggert Magnússon byrjar einig með sýningu nú um helgina. Stendur til 14. desember. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands 'í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Mokka, Skólavörðustíg Gunnar I. Guðjónsson sýnir vatnslita- myndir, málaðar í Svíþjóð. Mokka er opið daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið v/Hringbraut Nú stendur yfir sýning í Norræna húsinu á 80 grafíkmyndum eftir 12 listamenn. Sýningin er hingað komin á vegum „graf- iska sállskapet" sem er félag grafíklista- manna þar í landi og er það elsta hreina grafíkfélag í heiminum. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 fram til 15. desemb- er. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Grétar Reynisson og Þórunn S. Þorgríms- dóttir sýna verk sín. Sýningin stendur til 29. nóvember. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Árna Magnússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14 18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið. á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sýning í Landsbókasafni ís- lands Landsbókasafn efnir til sýningar i minn- ingu tveggja ald-i afmælis RasmusarRasks og er þar lögö aðaláhersla á þann þátt ævi hans o' verka er snýr að Islandi og íslenskum fræðum. Sýningin verður opnuð 23. nóvember og mun standa til áramóta á opnunartíma safnsins, mánudaga til föstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12. Listsýning frá Hvíta-Rússlandi I húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, stendur nú yfir sýning á myndlist og listmunum frá Sovétlýðveldinu Hvíta-Rússlandi. Á sýningunni eru 73 grafíkmyndir, nær 200 munir úr tré og basti auk vefnaðar, 40 myndir eftir börn og um 100 bækur og bæklingar. Sýningin er opin virka daga kl. 17-18.30 og um helgar kl. 14-18. Að- gangur er ókeypis. Myndlistarsýning í Mosfellsbæ Nú stendur yfír í héraðsbókasafni Kjósar- sýslu sýning á verkum Kristínar Magnús- dóttur. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í samsýningum. Bókasafnið er opið virka daga kl. 13 20 og stendur sýningin út nóvember. Sýning i Gerðubergi Sunnudaginn 15. nóv sl. opnaði Ásta Erl- ingsdóttir grasalæknir sýningu á um 40 vatnslitamyndum. Flesta liti, sem Ásta notar, hefur hún sjálf blandað úr íslensk- um jurtum. Sýningin er opin kl. 13 22 frá mánudegi til fimmtudags og frá kl. 13-18 frá föstudegi til sunnudags. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og er aðgangur að henni ókeypis. Sýningin stendur til sunnu- dags 6. desember. Listkynning Alþýðubankans á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakonuna Soffíu Árnadóttur. Á list- kynningunni eru 6 verk, 5 unnin með blýanti og bleki á pappír og 1 dúkrista. Sýningin stendur til 28. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.