Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. Fréttir Bretar komnir til íslands til viðræðna um orkukaup um sæstreng: Orkufrekur iðnaður hérlendis hentugri - segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra Fulltrúar North Venture á Hótel Holti i gær. Þeir heita: George Pritchard, Mike Heath og Graham Searle. DV-mynd GVA „Það er án efa mun hentugra að nota orkuna til orkufreks iðnaöar hér á landi,“ sagði Friðrik Sophusson iðn- aðarráðherra á Alþingi fyrir helgi er hann svaraði i'yrirspurn Jóns Kristj- ánssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, um möguleika á orkusölu til útlanda. Þrír fulltrúar frá breska fyrirtæk- inu North Venture komu til landsins um helgina til viðræðna við íslenska aðila um raforkuútflutning um sæ- streng til Skotlands. Fyrsta fundinn hófu þeir við fulltrúa Landsvirkjun- ar klukkan 9 í morgun. Bretarnir dvelja hér á landi til fostudags. Þeir hitta iðnaðarráð- herra á miðvikudag. Þeir munu einnig ræöa við fulltrúa Orkustofn- unar, Hafrannsóknarstofnunar og Náttúruverndarráðs, að sögn Hall- dórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Fariö verður með þá í nokkrar skoöunarferð’ir, að Búrfellsvirkjun og um Þjórsársvæðið, að Blöndu- virkjun og Svartsengi. „Full ástæða er til aö ræða við fyr- irtækiö, þótt varla sé við því að búast að niðurstaða fáist á næstunni. Um- ræður í fjölmiðlum eru af hinu góða og geta vakið athygli á orkulindum landsins og möguleikum til að nýta þær til gjaldeyrisöilunar,“ sagði Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. Hann kvaöst telja að íslensk raf- orka tæki vart land á Bretlandi fyrr en undir aldamót, jafnvel þótt ráða- gerðum í þá átt gengi allt í haginn. Ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að raforka frá íslandi gæti oröið raunhæfur valkostur á Bretlandi hvað orkuverð snerti, þótt enn þyrfti margt að skoða betur. Kostnaður við byggingu virkjana með alls um 500 megavatta aflgetu og lagningu sæstrengs til Skotlands um Færeyjar væri áætlaður um 52 milljarðar króna. Hér væri því um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða, sem krefðust flókinna samninga. Þess væri ekki að vænta að framkvæmdum lyki fyrr en í fyrsta lagi fimm til tíu árum eftir að endanleg ákvörðun yrði tekin í fram- haldi af tímafrekum samningum og nauðsynlegri fjáröflun erlendis. -KMU Átak gegn hávaða: Uss-uss Á sunnudag var stofnfundur áhugamannafélags sem berst gegn óþarfahávaða. Fundurinn fór fram á Hótel Borg og hófst klukkan 14. Voru þar samþykktar reglur félagsins. Félagsskapurinn heitir Átak gegn hávaða, og félagsmenn hyggjast beij- ast gegn öllum óþarfa- og heilsuspill- andi hávaða á almannafæri. Þá hyggst félagið stuðla aö rétti manna til að þurfa ekki að hlýða á útvarp og hljómtæki á þeim stöðum þar sem slíkt á ekki við. Fundurinn á Borginni var vel sótt- ur og mættu þar menn á öllum aldri og úr öllum stigum þjóðfélagsins sem eiga þetta sameiginlega baráttumál. ÍS Stofnfundur áhugamanna um Átak gegn hávaða fór fram I Gyllta salnum á Hótel Borg. Paul Watson, leiðtogi Sea Shepard, sennilega til íslands í Spellvirkjar Ólafur Amaison, DV, Washingtan: í samtali viö DV fyrir helgi viöur- kenndi Paul Watson, leiötogi Sea Shepherd samtakanna, að hafa veriö persónulega ábyrgur fyrir skemmdarverkunum sem framin voru á eigum Hvals hf. í nóvember á síðasta án. Blaðamaöur DV tók viðtalið upp og er því þessi viður- kenning til á spólu. Watson sagði ennfremur í sam- talinu að í athugun væri að mennimir tveir, sem spellvirkin frömdu, færu til íslands í kjölfar heimsóknar sinnar og sættu ábyrgð fyrir verk sín. Watson sagðist sennilega verða einn á ferð á Islandi í janúar og það sem fyrir honum vekti væri að tala opinberlega á íslandi um hvalveið- ar fslendinga. Hann sagöist hafa skrifað forseta íslands bréf og kvaðst treysta því að forsetinn kæmi því áfram til ríkisstjómar- innar. „Nú er liðið ár og ég hef ekki heyrt um neinar ákærur á okkur frá íslandi og veit ekki til þess aö beðiö liafi veriö um fram- sal. Fyrir ári kallaöi íslenska ríkisstjómin okkur samt hryðju- verkamenn. Ég er með því aö koma til íslands aö gefa íslensku ríkis- sljóminni færi á að sækja mig 01 saka og tek þannig ábyrgð á okkar verkum," sagði Paul Watson. Blaöamaður spuröi hann þá hvers vegna hann tæki ekki raeð sér tvímenningina sem fröradu spellvirkin. „Það er vegna þess að þetta var á mína ábyrgö. Ég er stjórnandinn,“ sagði Watson. - Þú gafst skipun um þetta? „Já.“ Watson sagði það ekki skipta máli hvort hann yrði sóttur til saka á íslandi Hann sagði hins vegar að ef svo yrði ekki þá yrðu ómerk- ar ásakanimar um hryöjuverk. Watson sagöi ennfremur að ef hann yröi handtekinn myndu samtökin nota þaö til að auglýsa aö ísland stæði í hvaladrápi. Aðspurður sagði Watson að sam- tökin hygöust halda áfram baráttu sinni gegn hvalveiöum íslendinga af fullum krafti en ekki væri von á svipuðum aögerðum og í nóvember á síðasta ári. Aöspurður hvort hann liti enn á Sea Shepherd samtökin sem eins konar alþjóðalögreglu i hvalveiöi- málum sagöi Watson samtökin vera fulltrúa fyrir hvalina og hlut- verk þeirra gagnvart skjólstæðing- um sínum væri að þjóna þeim og vemda þá. Watson sagöi að skip Sea Shep- herd samtakanna myndu ekki verða á íslandsmiöum næsta sum- ar. Búið væri að binda þau í verkefni á Kyrrahafi. Þegar Watson var spurður hvemig hann myndi bregðast viö ef einhver ósammála honum tæki sig til og brenndi niður hús hans sagðist hann ekki eiga hús. Hann sagði að allar eignir sem til væru í Norður-Ameríku í dag væra illa fengnar vegna þess að iandinu hefði í upphafi verið stolið af frum- byggjum. Watson sagði aöspurður að hann hefði aldrei haft í hyggju aö kæra íslensk stjómvöld fýrir meiöyrði vegna ásakana þeirra um að Sea Shepherd samtökin væru hryðju- verkasamtök. Sagðist hann telja sllka málshöföun út í hött Paul Watson lagði mikla áhersiu á að Sea Shepherd samtökin tækju ávallt ábyrgð á verkum sínum og sættu afleiðingum gjöröa sinna. Sagði hann margoft að hann bæri algjöra ábyrgö á verkum sinna manna á íslandi i fyrra. Á einum stað hijóðaöi samtaliö svo: - Svo aö þú sendir þessa menn til ísiands? „Já.“ - Þú sást inn fjármögnun fyrir þá? „Já.“ - Þú sagðir þeim nákvæmlega að sökkva eins mörgum hvalbátum eins og þeir gætu án þess aö meiða neinn? „Já.“ - Og að reyna svo að eyðileggja hvalstöðina? „Já.“ - Þú sagðir þetta allt sjálfúr? „Já.“ Stjomarflokkar að ná saman um húsnasðismálin „Samkomulag liggur i loftinu meðal fulltrúa stjómarflokkanna í nefndinni. Það er ekki langt í land,“ sagði Jón Sæmundur Sig- urjónsson alþingismaður, fulltrúi Alþýðuflokksins í féiagsmáia- nefnd neðri deildar Alþingis, um húsnæðisfhnnvarpiö sem nefnd- in fjallar um. Ágreiningur stjómarflokkanna um húsnæðisfrumvarpiö fór ekki leynt þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra lagði þaö fram á Alþingi skömmu eftir að þing kom saman í haust. Full- trúar Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks gagnrýndu það harðlega. Félagsmálanefnd hefur að und- anfómu hafl frumvarpið til umfjöllunar. Auk margra nefndafunda hafa fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni margsinnis komið samantil sérs- takra funda til aö reyna aö ná samkomulagi. Jón Sæmundur sagði aö góður andi hefði ríkt með þeim á fundi á fostudagskvöld. En vegna mik- illa anna Alexanders Stefánsson- ar, formanns nefndarinnar, í flárveitinganefhd um heigina hefði ekki reynst unnt að ljúka málinu. -KMU Útflutningsverslun: Matthías and- vígur flutningi Matthías Bjarnason, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur opinber- lega lýst sig andvígan því aö útflutn- ingsverslun verði flutt úr viðskipta- ráðuneyti yfir í utanríkisráðuneyti. „Ég tel að þessi mál séu best komin í viðskiptaráðuneytinu, enda hafa flestir eða allir útflytjendur verið því fylgjandi að þessi mál heyri undir það ráðuneyti,“ segir Matthías í sérá- hti við afgreiðslu stjómarfrumvarps um máhð frá fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar Alþingis. Matthías vitnar í bréf sem allir helstu útflytjendur sendu stjóm- sýslunefnd árið 1983. { bréfinu lýstu sex aðilar, Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Landssamband íslenskra útvegsmanna," Söluscimband ís- lenskra fiskframleiðenda, Síldarút- vegsnefnd og Samlag skreiðarfram- leiöenda, því eindregna áhti sínu að viðskiptaráðuneytið héldi útflutn- ingsmálum. Athygh vekur aö þrír af þeim fimm þingmönnum, sem stóðu að meiri- hlutaáliti um að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, skrifa undir með fyrirvara. Geir Haarde, Sjálfstæðis- flokki, Kjartan Jóhannsson, Alþýðu- flokki, og Kristín Hahdórsdóttir, Kvennahsta, skrifa öll undir meiri- hlutaáhtið með fyrirvara. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, leggur til að frumvarpinu verði vísað frá. Veigalítil rök og aht of miklir vankantar séu á þessari breytingu, segir hann. Aðeins tveir nefndarmenn sam- þykkja frumvarpið fyrirvaralaust, framsóknarmennimir Páh Péturs- son og Finnur Ingólfsson. -KMU Ölvunogáflog í miðbænum Mikil ölvun var í miðbæ Reykja- víkur um helgina. Aöfaranótt laug- ardagsins fylgdu ölvuninni mikU læti. Aflog urðu á tveimur stöðum í miðbænum. Rúöur voru brotnar auk fleiri óláta. Aðfaranótt sunnudagsins var margt fólk í miðbænum. Ólæti voru öllu minni en nóttina áöur. „Það var eldra fólk og meðfærUegra aðfara- nótt sunnudagsins," eins og lögreglu- maður orðaði það. .sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.