Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
Fréttir
Coldwater Seafood Corporation
Jólatilboð leiddi til verðhruns á hörpudiski
- „Þetta er hið versta mál fyrir íslendinga," segir Óttar Yngvason
Coldwater Seafood Corporation,
dótturfyrirtæki Sölumiöstöövar
hraðfrystihúsanna í Bandaríkjun-
um, sendi í október frá sér bréf þar
sem fyrirtækið býöur sérstakt jóla-
tilboð á hörpudiski á Bandaríkja-
markaði. í bréfinu býður
Coldwater 20.000 aðilum sem kaupa
hörpudisk upp á 15% verðlækkun
af næstu sendingu frá íslandi og
ef keyptir eru 5 kassar eða meira
er afslátturinn 25%.
í Kjölfar þessa bréfs hefur verö á
hörpudiski lækkað mun meira en
þetta tilboð Coldwater hljóðar upp
á. Verð á hörpudiski, þar sem eru
40 til 60 stykki í kílói, var 3,50 doll-
arar þegar bréfiö var skrifað en er
nú komiö niöur 12,60 til 2,80 dollar-
ar og ofan á allt bætist að nánast
ekkert selst af hörpudiski fyrir
vestan.
„Þetta er hið versta mál. Hvort
þetta bréf Coldwaters er orsökin
fyrir verðhruninu skal ég ekkert
segja um en ég fullyrði að þaö var
ekki til að bætá úr á hinum viö-
kvæma hörpudiskmarkaði í
Bandaríkjunum," sagði Óttar
Yngvason hjá íslensku útílutning-
smiðstöðinni en hún flytur út
hörpudisk til Bandaríkjanna.
Óttar sagði að ef þetta tilboð Cold-
water hefði leitt til aukinnar sölu
mætti ef til vill segja aö jólatilboðið
hefði verið í lagi en sannleikurinn
væri sá að litið sem ekkert heföi
hreyfst af hörpudiski og eftir stæöi
miklu lægra verð en áöur og að
erfitt væri að selja.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náöist ekki 1 Magnús Gústafsson,
forstjóra Coldwater, í gær. Hann
sat á löngum fundi og enginn annar
mátti svara til um þetta mál.
-S.dór
Þetta em íbúðalóðir
Hagvirkis á Valhúsahæð
Verktakafyrirtækið Hagvirki hf.
kom á óvart í viðskiptaheiminum í
siðustu viku þegar það keypti 18 lóð-
ir á Valhúsahæð af Seltjarnarnesbæ
fyrir yfir 20 milljónir króna. Hvert
einbýlishús veröur frá 160 til 180 fer-
metrar með bílskúr. Hagvirki
hannar, byggir og fullgerir húsin að
utan. Ennfremur gengur fyrirtækið
frá lóðunum. Að sögn forstjóra Hag-
virkis, Jóhanns G. Bergþórssonar,
hafa margir sýnt áhuga á að kaupa
hús á Valhúsahæð.
-JGH
Afstödumynd af Valhúsahæð. Eins og sjá má eru húsin átján á tveimur svæðum á Valhúsahæð. Gert er ráð fyr-
ir sólskýlum og 'eikvelli á hæðinni.
Pétur Másson, markaðsstjóri Coldwater:
Þetta er mis-
skilningur
„Þetta er einhver misskilningur.
Við íslendingar erum aðeins meö
um 7 prósent af hörpudisksmark-
aðnum í Bandaríkjunum þannig að
tilboð frá Coldwater getur ekki ve-
rið leiðandi í verðmynduninni á
hörpudiski í Bandaríkjunum,“ seg-
ir Pétur Másson, markaðsstjóri
Coldwater Seafood Corporation.
Pétur segir að salan á hörpudiski
hjá Coldwater hafi verið stöðug, þó
hann vildi að sjálfsögðu sjá meiri
sölu af hörpudiski. „Tilboö okkar
núna eru einungis til að ná fram
aukinni sölu, ná til fleiri notenda,
og reyna að fá fleiri til að borða
hörpudisk.“
Að sögn Péturs hafa margir selj-
endur á hörpudisksmarkaðnum
kvartað að undanfórnu yfir aö
verðið sé orðið ansi lágt, en tölur
um verð í kringum 2,5 dollara
pundið hafa heyrst. Pétur segir aö
Coldwater nái hins vegar að selja
á 3,10 dollurum upp i 3,5 dollara
fyrir pundið.
„Ég tel að aðalástæðan fyrir því
að margir seljendur kvarti nú yfir
lélegu verði sé sú hve margir eru
aö flytja inn hörpudisk hingað á
markaðinn í Bandaríkjurium.
Framboðið hefur aukist mikið og
berst nú miklu meira en áður af
hörpudiski frá löndum eins og
Perú, Panama, Noregi, Japan og
Kína,“ segir Pétur.
-JGH
Steingrímur Njálsson:
Losnar ekki í bráð
Hæstiréttur hefur staöfest úrskurð
Sakadóms Reykjavíkur að Stein-
grími Njálssyni kynferðisafbrota-
manni skuli gert að sæta gæsluvarð-
haldi þar til Hæstiréttur hefur dæmt
í máli hans, þó ékki lengur en til 26.
febrúar.
í Sakadómi Reykjavíkur var Stein-
grímur dæmdur til tveggja og hálfs
árs fangelsisvistar fyrir kynferðisaf-
brot gegn ungum drengjum. Dómi
Sakadóms hefur verið áfrýjað til
Hæstaréttar.
Steingrímur lauk afplánun eldri
dóms 28. nóvember. Ríkissaksóknari
krafðist þess að Steingrímur yrði í
gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur
hefur dæmt í máli hans. -sme
I dag mælir Dagfari______________
Öskuhaugastefnan blffur
Eins og landsmenn hafa fylgst með
að undaníornu hafa hvorki stjórn-
arflokkarnir né hagsmunasamtök-
in úti í bæ verið sammála um
kvótafrumvarpið, sem endaði með
því að menn voru svo ósammála
að þeir ákváðu að vera sammála.
Athyglisverö eru ummæli Kristj-
áns Ragnarssonar hjá LÍÚ, sem
hefur látið hafa það eftir sér á
prenti að útvegsmenn hafi ákveðið
að láta siglingaskattinn yfir sig
ganga og samþykkja kvótafrum-
varpið til að koma í veg fyrir að
alþingi þyrfti sjálft aö taka ákvörð-
un. Það er það versta sem Kristján
getur hugsað sér að alþingismenn
taki ákvarðanir um mál sem þeim
koma ekki viö. Þessum háska verð-
ur að afstýra, og þess vegna hafa
útgerðarmenn ákveðið að ganga
frá frumvarpinu fyrirfram í staö
þess að alþingi sé að krukka í það.
Enda sjá allir hvaða hættur fylgja
því ef löggjafarvaldið fer að skipta
sér af lagasetningu. Það er óðs
manns æði. Til slíks má ekki koma.
En ef kvótafrumvarpið er í höfn,
þá er þrautin þyngri í landbúnað-
armálum og fjárveitingum til
þeirra. Jón Baldvin nennir ekki
lengur að styrkja landbúnaðar-
framleiðslu sem lendir á öskuhaug-
unum. Eiður og Páll Pétursson
mæla með smáskammtalækningu
en Egill Jónsson úr Sjálfstæðis-
flokknum tekur ekki í mál að
eyðileggja fyrir bændum þau sjálf-
sögðu réttindi að framleiða kinda-
kjöt, hvort sem þaö selst eða ekki.
Egill á Seljavöllum er líkur nafna
sínum Skallagrímssyni og báðir
eru rammir að afli, enda þorir þing-
flokkur sjálfstæðismanna ekki
annað en að fylgja Agli í þessu
máli, því annars gæti hann lamið
þá. Það á ekki að egna sterka menn
til reiði. Öskuhaugastefnan hefur
líka löngum verið ær og kýr Sjálf-
stæðisflokksins og verður svo
áfram meðan flokkurinn kýs sér
formann sem á þingsæti sitt undir
fylgi þeirra sem framleiða kinda-
kjöt á haugana. Sláturfélag Suður-
lands er ekki í kjördæminu fyrir
ekki neitt. Það væri lítið gagn að
sláturfélagi sem ekki mætti slátra.
Og það er lítið gagn að slátruninni
ef ekki má flytja kjötið á þann stað
þar sem það er best geymt. Á ösku-
haugunum.
Aö lokum situr sjálfur Tand-
búnaðarráðherra fast við sinn keip
og er á móti öllum hinum, án þess
að mönnum sé almennt ljóst hvaö
hann vilji í staðinn. Jón er forvígis-
maður öskuhaugastefnunnar og
telur sjálfsagt að sér vegið ef hvik-
að verður frá henni.
Jón Helgason ku vera sauöþrár
eins og sauðkindin og er aö því leyti
gamaldags framsóknarmaður.
Hann er ekki eins og Einar heitinn
Ágústsson sem fór til Washington
með bréfið um að herinn ætti að
fara, sat svo aftur í næstu ríkis-
stjóm og fór þá til Washington með
annað bréf um það að herinn ætti
að vera. Framsóknarmenn hafa
alltaf skipt um lit og stefnu, eftir
því hvaða ríkisstjóm þeir sitja í,
nema Jón Helgason sem er haldinn
þeirri þráhyggju að hafa sömu
skoðun í þessari ríkisstjórn eins og
þeirri síðustu.
Sagt er aö Jón Baldvin hafi farið
í óskaplega fýlu þegar hann frétti
aö samstarfsflokkarnir ætluðu að
svíkja samkomulag sem búið var
aö gera. Jón Baldvin heldur að pól-
itíkin gangi út á það að standa við
samninga. Hann er greinilga ný-
græðingur í ríkisstjórn, enda er það
einn helsti kostur ríkisstjórna og
ráðherra að svíkja hver annan.
Vonandi er að Jón Baldvin læri
fljótt að koma aftan aö samráð-
herrum sínum svo hann verði
málsmetandi í ríkisstjórninni.
Allt fellur þetta í ljúfa löð eins
og venjulega. Öskuhaugastefnurn-
ar blífa þegar upp er staðið.
Ráðherrar eða þingflokkar geta
ekki leyft sér að höggva undirstöð-
urnar undan undirstöðuatvinnu-
vegunum.
Dagfari hefur áður bent á að sam-
starfiö í ríkisstjórninni gengur út á
það að vera ósammála, enda er
ósamkomulagið til þess að auka
samheldnina og styrkja innviðina
og undirstöðumar. Það er ekki út
í bláinn, það sem Kristján Ragnars-
son segir, að fyrir alla muni verði
að forða þjóðinni frá því að alþingi
og ríkisstjóm neyðist til að taka
ákvarðanii1 um mál, sem það hefur
ekki vit á. Ráðherrarnir gætu jafn-
vel komið sér saman um eitthvað
sem vit væri í. Þá fyrst færi aö
kárna gamanið.
Dagfari