Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 8
8
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
Utlönd
Gyðingar mótmæla stefnu
Sovétríkjanna
Ólafar Amaison, DV, Washington:
Washingtonborg er aö færast í leið-
togafundarhorf. Lögreglan í borginni
hefur um helgina verið aö gera sig
klára í slaginn og í gærkvöldi var
allt til reiöu til aö loka götum þeim
sem Mikhail Gorbatsjov þarf aö fara
um meðan á leiðtogafundinum
stendur.
Undanfarna daga hefur veriö
straumur fólks til borgarinnar. í
gærkvöldi höföu um sex þúsund
blaðamenn sótt skilríki sín og í dag
mun sú tala hækka.
Blaöamenn eru þó ekki þeir einu
sem vilja fylgjast með fundi þeirra
Reagans og Gorbatsjovs. í gær höföu
gyðingar í frammi mótmæli gegn
stefnu Gorbatsjovs og Sovétstjórnar-
innar í málum gyðinga og mannrétt-
indamálum yfirleitt. Tóku tugir
þúsunda þátt í mótmælunum.
Meöal ræöumanna var hinn þekkti
landflótta andófsmaöur, Scharan-
sky, og Edward Koch, borgarstjóri
New York-borgar. Koch sagöi meðal
annars í ræöu sinni að nú yröu menn
aö standa einhuga að baki Reagans
forseta. Sagöi Koch aö Reagan heföi
haft rétt fyrir sér þegar hann kallaði
Sovétríkin „veldi hins illa“.
Það var ekki einungis í Washington
sem menn mótmæltu oki kommúnis-
mans heldur einnig í Moskvu. Þar
fóru hlutirnir ekki eins friðsamlega
fram því óeinkennisklæddir lög-
reglumenn gerðu aösúg að mótmæl-
endum. Krafa mótmælenda í gær var
sú aö það glasnost, sem Gorbatsjov
hefur hampað svo mjög í orði, verði
nú sett á borðið og verkin látin tala.
Kristnir Sovétmenn létu einnig til
sín taka í gær varðandi leiðtogafund-
inn. í Bandaríkjunum eru fjölmargir
söfnuöir fólks sem er af rússneskum
ættum. í gær var beðið til guðs um
að árangur af leiðtogafundinum
Sovéski andófsmaðurinn Natan Scharansky kveikir á kyndlum í Washington er tugir þúsunda gyðinga mótmæltu mætti verða sem mestur, öllu mann-
stefnu Sovétríkjanna í mannréttindamálum. Símamynd Reuter kyninu til blessunar.
Skiptar skoðanir um fundinn
Ólafur Amarson, DV, Washmgton:
Að mörgu leyti er ekki hægt að
líkja leiðtogafundinum í Washing-
ton viö þann fund sem haldinn var
í Reykjavik fyrir liðlega ári.
Washington er mun stærri borg
en Reykjavík og þar sem hér er
aðsetur allra helstu stjómsýslu-
stofnana Bandaríkjanna er fólk
vant'því að mikið sé að gerasL Að
sjálfsögðu setur heimsókn Mik-
hails Gorbatsjov lit á tilverana en
ekki þó þannig að menn gleymi
öllu ööru.
Mjög skiptar skoðanir era meðal
almennra borgara í Washington
um leiötogafúndinn oglíklegar niö-
urstöður af honum. Sumir koma
af fjöllum og flnnsLþaö aldeilis frétt
að leiðtogi Sovétríkjanna ætli að
heimsækja Reagan Bandaríkjafor-
seta. Af þeim sem þegar hafa
komist aö því að leiðtogafundur er
á döflnni telja flestir að niðurstaða
hans verði fremur ómerkileg. Fólk
aðrir segja aö þaö sé góös viti aö
leiötogar stórveldanna hittist, slikt,
hljóti að leiöa til aukins skilnings
og fegurri framtíöarsýnar fyrir
fólkiö sem byggir þessa jörð.
Þaö er athyglisvert að margir
blökkúmenn, sem DV hefur rætt
viö, taia um aö leiðtogafundurinn
og sú umræða um mannréttinda-
mál í Sovétríkjunum, sem boöuö
hefur verið, sé eitt stórt samsæri.
Þeim finnst það hræsni hjá Banda-
ríkjastjórn að setja rétt gyöinga i
Sovétrikjunum á oddinn meðan
Bandaríkjastjórn hefur ekki feng-
ist til að berjast fyrir réttindum
blökkumanna i Suöur-Afríku.
Gyöingar viröast hins vegar vera
þakklátir fyrir þaö hve Ronald Re-
agan hefur sýnt málstað þeirra
mikinn stuðning. Binda þeir mikl-
ar vonir við aö honum takist aö fá
málum gyðinga í Sovétríkjunum
þokað til betri vegar á þessum leiö-
togafundi.
Þó svo aö sumir komi af fjöllum þegar minnst er á leiðtogafund hefur
hann ekki farið fram hjá þeim sem standa að undirbuningnum. Sérs-
takt herbergi fyrir fréttamannafundi er til reiðu en þegar hafa mörg
þúsund þeirra komið til Washington. Simamynd Reuter
segir sem svo að Sovétmönnura Aðrir segja aö það sé hneisa hin
hafi lítt veriö treystandi hingað til mesta að vera yfirleitt að ræða viö
og því skipti ekki máli hvað skrifað Sovétmenn meöan þeir troöa
verði undir, Sovétmenn muni mannréttindiundirfótumogmyröi
hvort eö er bijóta samkomulagið. konur og börn í Afganistan. Enn
Misjafnar móttökur
Börn frá ýmsum löndum mynduðu á laugardaginn ásamt mörgum Was-
hingtonbúum keðju milli Hvíta hússins og sovéska sendiráðsins. Þeim var
vísað frá Hvita húsinu er þau komu þangað til að afhenda blóm en í sov-
éska sendiráðinu var börnunum fagnað og þeim boðið inn.
Símamynd Reuter
I Hvíta húsinu var börnunum hins vegar meinaöur aðgangur og urðu þau
að skilja blómin eftir við dyr þess. Blómunum, sem ætluð voru Reagan
forseta, var.fleygt. Símamynd Reuter
Þéttskip-
uð dag-
skrá
Ólafur Amaison, DV, Washington:
Áætlað er að Mikhail Gorbatsjov,
leiðtogi Sovétríkjanna, stígi fæti sín-
um á bandaríska grund í fyrsta skipti
á Andrews herflugvellinum rétt fyrir
utan Washingtonborg klukkan tutt-
ugu mínútur yfir íjögur að staðar-
tíma.
Fundur hans og Reagans Banda-
ríkjaforseta hefst þó ekki fyrr en á
morgun. Klukkan tíu í fyrramálið
munu forsetahjónin taka á móti Gor-
batsjov og Raisu við Hvíta húsið.
Klukkan hálfellefu munu leiðtog-
arnir eiga fund saman og fimmtán
mínútur fyrir tvö er áætlað að þeir
skrifi undir samkomulag um fækkun
meðaldrægra kjarnaflauga. Tíu mín-
útur yfir tvö munu Reagan og
Gorbatsjov ávarpa bandarísku og
sovésku þjóðirnar úr hátíðarmatsal
Hvíta hússins. Tuttugu mínútum síð-
ar munu þeir hittast aftur og funda.
Klukkan sjö annað kvöld munu for-
setahjónin halda hátíðarkvöldverð
til heiðurs Gorbatsjovhjónunum í
Hvíta húsinu.
Á miðvikudag er dagskráin sú að
leiðtogarnir hittast klukkan hálfell-
efu í Hvíta húsinu og funda fram eftir
degi. Klukkan hálfátta á miðviku-
dagskvöld halda svo Gorbatsjov-
hjónin kvöldverðarboð í sovéska
sendiráðinu til heiðurs forsetahjón-
unum.
Á fimmtudag munu þeir Reagan
og Gorbatsjov enn hittast klukkan
hálfellefu í Hvíta húsinu. Klukkan
tólf á hádegi er fyrirhugað að þeir
snæði hádegisverð saman. Klukkan
tvö eftir hádegi verður síöan kveðju-
athöfn í Hvíta húsinu.
Á þeim fundum, sem haldnir verða
eftir að skrifað hefur verið undir
samkomulagið um meðaldrægar
kjarnaflaugar á morgun, verður rætt
um niðurskuröi á sviði langdrægra
kjarnaflauga, mannréttindamál og
vera sovésks herliðs í Afganistan svo
eitthvað sé nefnt. Ef árangur næst í
viðræðum um fækkun langdrægra
eldflauga er hugsanlegt að Gor-
batsjov framlengi heimsókn sína.