Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 15
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
15
Opinber ferðamálastefna
Ferðaþjónusta er mjög vaxandi at-
vinnugrein hér á landi. Á síðasta
ári komu rúmlega 113 þúsund er-
lendir ferðamenn til landsins og
hefur aukningin verið um 15%
milii ára síðan 1980. Miðað við að
þróunin verði svipuð fram til
næstu aldamóta er gert ráð fyrir
að erlendir ferðamenn verði þá
orðnir um 400 þúsund á ári.
Vaxandi gjaldeyristekjur
Ljóst er að til þess að geta tekið
við þessari gífurlegu aukningu
ferðamanna þarf að verða mikil
uppbygging á öllum sviðum ferða-
þjónustunnar á allra næstu árum.
Það er því oröið mjög brýnt að við
íslendingar mótum okkar ferða-
málastefnu og lítum á ferðaiðnað
sem raunverulega atvinnugrein.
Þess má geta að á þessu ári er gert
ráð fyrir að 5% af vinnuafli í
landinu séu bundin við ferðaþjón-
ustu og að laun og tengd gjöld við
ferðaþjónustu nemi 7-8% af heild-
arlaunagreiðslum í landinu. Gjald-
eyristekjur íslendinga af
ferðamönnum hafa farið hraðvax-
andi á undanfornum árum og
námu á síðasta ári 4,6 milljörðum
króna.
Ætlum við að fylgjast með?
Hin mikla aukning, sem orðið
hefur á ferðalögum í heiminum eft-
ir síðari heimsstyijöldina, hefur
gert þaö að verkum að stjómvöld
KjaUarinn
Unnur Stefánsdóttir,
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins á Suðurlandi
hinna ýmsu landa hafa ekki komist
hjá því að móta stefnu í ferðamál-
um, ekki síst hjá þeim þjóðum sem
hafa verulega atvinnu og gjald-
eyristekjur af útlendum ferða-
mönnum.
Ef gera á alvöru úr því að nýta í
stórum stíl möguleika íslands sem
ferðamannalands og aðseturs fyrir
alþjóðlegt ráðstefnuhald verður
vart lengur undan því vikist að
Alþingi móti skýrari stefnu í þess-
um málaflokki.
Opna þarf nýjar ferðaleiðir
I ferðamálum þarf m.a. að marka
stefnu varðandi stuðning hins op-
inbera við fjárfestingar á sviði
ferðamála og skipulag slíkra fjár-
festinga, fræðslumál atvinnugrein-
arinnar og kynningarmál. Einnig
þarf að taka afstöðu til vemdunar
viökvæmra landsvæða og annarra
þátta er snerta umgengni um
landið. Þá þarf að stuðla að æski-
legri dreifmgu ferðamanna um
landið með því að opna nýjar ferða-
leiðir og nýta ýmislegt sem ferða-
menn hafa almennt ekki aðgang
að nú. Áherslu þarf að leggja á að
lengja feröamannatímann og auka
ráðstefnuhald og marka þarf
starfssvið Ferðaþjónustu bænda.
Eins og áður er að vikiö er reikn-
að með mikilli fjölgun erlendra
ferðamanna hér á landi næstu árin.
Til þess að hægt sé að taka við þess-
um aukna fjölda ferðamanna þarf
að verða miídl uppbygging í ferða-
þjónustu á öllum sviðum. Mikil
breyting hefur orðið til batnaðar í
þessum efnum undanfarin ár, eink-
rnn á höfuðborgarsvæðinu.
Langflestir ferðamenn eiga fyrstu
og síöustu viðdvöl í Reykjavík og
nágrenni og er þessi mikla upp-
bygging þar því lykill að uppbygg-
ingu sem verða þarf annars staðar
á landinu.
Til þess að koma í veg fyrir örtröð
á fjölsóttustu ferðamannastöðun-
um, svo sem í uppsveitum Ámes-
sýslu og á Mývatnssvæðinu, þarf í
auknu mæli að beina ferðamönn-
um til annarra landsvæða sem sum
hver hafa ekki minna aðdráttarafl
en þau svæði sem nú eru fjölsótt-
ust. Má þar nefna Borgarfjörð og
Snæfellsnes, Breiðaljarðarsvæðið,
Skaftafellssýslur, Vestmannaeyjar
og Fljótsdalshérað. Stuðla þarf að
uppbyggingu ferðaþjónustunnar á
þessum svæðum og skapa með því
skilyrði til bættrar nýtingar og
lengingar á ferðamannatímanum.
Meiri og betri menntun
Einn af kostum ferðaþjónustu er
hersu atvinnuskapandi hún er.
Mikilvægt er að hugað sé að mennt-
unarmálum þess fólks sem vinnur
viö ferðaþjónustu. Þar má nefna
nám í hótel- og veitingagreinum og
menntun fólks sem annast mót-
töku, leiðsögn og skipulag ferða-
mála.
Kanna þarf möguleika á að fjöl-
brautaskólar landsins bjóði
nemendum sínum nám í þessum
greinum. Næsta haust mun
Menntaskólinn í Kópavogi bjóða
nemendum sínum nám í ýmsum
greinum feröaiðnaðar og á Kirkju-
bæjarklaustri er ráðgert að
námsbraut í ferðaiðnaði verði tekin
upp við framhaldsskólann þar
næsta haust. Það hlýtur að vera
mikilvægt fyrir atvinnugreinina að
námsframboð og námsskipulag á
þessu sviði verði samræmt fyrir
landið sem fyrst.
Þá þarf við mótum ferðamála-
stefnu að taka afstöðu til vemdun-
ar viðkvæmra landsvæða og
annarra þátta er snerta umgengni
um landið.
Tekjustofn vantar
í gÚdandi lögum um skipan ferða-
mála er gert ráð fyrir að 10% gjaldi
af vömsölu Fríhafnarinnar í Kefla-
vík verði rástafað óskertu til
ferðamála. Við þetta ákvæði lag-
anna hefur ekki verið staðið.
Ljóst er að gífurlegt fjármagn
þarf til uppbyggingar feröaþjón-
ustu á næstu ámm. Því þarf að leita
nýrra leiða til þess aö tryggja fjár-
magn, leiða sem full samstaöa
getur orðið um og tryggt er aö verði
staðið við.
Unnur Stefánsdóttir
„Gjaldeyristekjur íslendinga af ferða-
mönnum hafa farið hraðvaxandi á
undanförnum árum og námu á síðasta
ári 4,6 milljörðum króna.“
Enn um einokun á freðfisksölu
Föstudaginn 20. nóv. sl. varpaði ég
fram þeirri spumingu í kjallara-
grein í DV hverra hagsmunir það
væm að einoka sölu freðfisks til
Bandaríkjanna við örfá stór sölu-
samtök. I því tilefni skrifaði Árni
Benediktsson framkvæmdastjóri
kjallaragrein í DV sl. fimmtudag,
þar sem hann gerði athugasemdir
við nokkra rökfærslupunkta mína.
Einnig hefur talsmaður SH á Al-
þingi ráðist að viðskiptaráðherra
fyrir að ijúfa einokun stóru sölu-
samtakanna á Bandaríkjamarkaði.
í grein Áma koma fram athyglis-
verð sjónarmið sem mig langar
fyrst til að ræða nánar.
Undarlegur skilningur
á einokun
Framkvæmdastjórinn heldur því
fram að það sé misskilningur að
Um sé að ræða einokun á sölu á
freðfiski til Bandaríkjanna þar sem
tvö minni fyrirtæki, auk SH og SÍS,
hafi heimild til slíkrar sölu. Þetta
er ákaflega undarlegur skilningur
á hugtakinu einokun, a.m.k. frá
sjónarhóli þeirra sem áhuga hafa á
að selja freðfisk á Bandaríkjamark-
að og ekki eru meðlimir fyrr-
nefndra samtaka. Einokun er það
kallað þegar öðrum er meinuð
samkeppni við söluaðila með laga-
boði. Skiptir þá varla máli hvort
einokunin er bundin við einn eða
fjóra aðila.
Árni heldur því fram að smærri
útflutningsfyrirtæki séu bundnari
í samningum en þau stærri. Þetta
er að sjálfsögðu hið mesta bull. Það
er í sjálfu sér ekkert í eðli stærðar
fyrirtækjanna sem gerir samninga
smærri fyrirtækja bundnari en
samninga stærri fyrirtækja. Að
sjálfsögðu geta minni fýrirtæki,
jafnt sem stærri, gert bindandi
samninga og tengst viðskiptavin-
um sínum sterkum böndum sem
erfltt er að rifta hvað sem hag-
kvæmni líður. Og sé sú hætta meiri
hjá smáum fyrirtækjum en stórum
bætir fjöldi þeirra það upp, þ.e.a.s.
mörg smærri fyrirtæki hafa meiri
KjaUariim
Kristján E.
Guðmundsson
markaðsfræðingur
sakir þess eru eflaust. hvati og
hvatning þeirra sem aö framleiðsl-
unni standa (firring).
Minni einingar hafa sýnt sig að
hafa gefið meiri framleiðni og þeim
mun meiri sem reksturinn er nær
beinum hagsmunum þeirra sem að
framleiðslunni standa, þó svo að
ýmis rekstarsjónarmið, s.s. minni
stjómunárkostnaður/sölukostnað-
ur pr einingu ættu að benda til hins
gagnstæða. Samyrkjubú hafa t.d.
sýnt sig að hafa minni framleiðni
pr einstakling en bú einstaklinga.
Árni segir í grein sinni að „sölu-
samtök selji þær vörur sem fram-
leiðendur, sem í þeim em,
framleiða". Þetta er auðvitað hár-
rétt, það er eðli sölusamtaka að
selja vöru framleiðenda.
Samspil hvorutveggja
Nú gerir markaðsfræðin greinar
„Mikilvægasta verkefnið í þróun og
markaðssetningu á fiskafurðum okkar
erlendis á næstu árum tel ég vera að
komast inn á neyslumarkaðinn með
fullunnar fiskafurðir sem framleiddar
yrðu hér á landi. Við það myndi út-
flutningsverðmæti fisksins a.m.k.
tvöfaldast."
sveigjanleika á markaði en fá stór
þegar á heildina er litið. Samningar
við ríki Austur-Evrópu eru sér-
staks eðlis þar sem þar er ekki um
fijálsan markað að ræða heldur
einn stóran einokunaraðila, bæði á
sviði sölu og innkaupa.
Á hinn bóginn em margir fræði-
menn á sviði stjórnunar og stjóm-
mála um það sammála að það geti
legið í eðli stærðar fyrirtækja eða
stjórnunareininga hvort ýtmstu
hagkvæmni sé beitt í rekstri. Or-
mun á „framleiöslu- og söluvið-
horfum“ annars vegar og „markað-
sviðhorfum" hins vegar.
Fyrra hugtakið má útskýra á
þann veg að þar sé fyrst ráðist í
framleiðslu vöra og síðan sé reynt
að selja hana. Með síðara hugtak-
inu er þessu öfugt farið. Þá er
markaðurinn fyrst kannaður ítar-
lega og síðan framleitt fyrir þær
þarfir sem markaðskönnunin leið-
ir í ljós. Að sjálfsögðu er ávallt um
samspil hvomtveggja aö ræða.
í flölþættu markaðssamfélagi
samtímans er auðvitað ákaflega
mikilvægt aö framleiðendur til-
einki sér markaösviðhorf. Nú er
auðvitað sannleikurinn sá að við-
, horf íslenskra framleiðenda hefur
á undanfomum áratugum ein-
kennst um of af framleiðslu og
markaðsviðhorfum og þó að þróun-
ardeildir hafi verið til staðar hjá
hinum stóm sölusamtökum, eins
og Árni bendir á, hefur ekki borið
mjög á nýjungum í framleiðslu
fiskafurða, a.m.k. ekki hér innan-
lands.
í fyrmefndri grein sinni heldur
Ami Benediktsson því fram að það
séu fyrst og fremst hin stóru sölu-
samtök --sem hafi fjárhagslegt
bolmagn til að ráða við ný þróunar-
verkefni sem taki tíma aö gefa af
sér. Þetta er auðvitaö rétt svo langt
sem það nær. Fræðimenn hafa á
það bent að oft liggur vaxtarbrodd-
ur nýjunga í vömþróun hjá smærri
fyrirtækjum eða einstaklingum,
eflaust vegna þess að hvatinn er
þar meiri.
Fjármagn til slíkrar þróunar á
að sjálfsögðu aö veita úr opinber-
um sjóðum allra landsmanna en
binda það ekki við samtök fárra
hagsmunahópa.
Það væri hins vegar ákaflega
fróðlegt aö fá uppgefið hversu
miklu af veltu stóm sölusamtak-
anna hefur verið varið til vöruþró-
unar.
HvaÖ er aö óttast?
Eitt mikilvægasta verkefnið 1
þróun og markaðssetningu á fisk-
afurðum okkar erlendis á næstu
árum tel ég vera að komast inn á
neyslumarkaðinn með ftillunnar
fiskafurðir sem framleiddar yrðu
hér á landi. Við það myndi útflutn-
ingsverðmæti fisksins a.m.k.
tvöfaldast.
Nú er fyrirsjáanlegur samdráttur
í fiskveiðum okkar íslendinga og
því mikilvægt að gera sem mest úr
fiskafurðum okkar áður en þær em
sendar úr landi. Það er með öllu
ástæðulaust fyrir okkur íslendinga
að standa undir fullvinnslu fisk-
afurða erlendis með hráefni, hvort
sem það hráefni er ferskt eða freð-
ið, þegar það fer úr landi.
í því sambandi er rétt að benda á
aö afurðir frystihúsa landsins em
hráefni ,til frekari fullvinnslu er-
lendis. Freðinn fiskur í raspi, sem
verið hefur ein meginframleiðsla
íslensku fiskréttaverksmiöjanna
erlendis, hefur t.d. verið tollfijáls
inn á eitt stærsta markaðssvæði
okkar, Efnahagsbandalag Evrópu,
frá árinu 1977.
Meginforsenda þess að markaðs-
færsla takist á neyslumarkaði er
auðvitað sú að nýög náið samband
sé á milli markaöarins og framleið-
enda. Ég hef áður lýst þeirri skoðun
minni að smærri markaðssetning-
arsamtök séu betur til þess fallin
að nýta ýmsa afkima þessa mark-
aðar en stærri sölusamtök, þó
vissulega geti þau gegnt þar mikil-
vægu hlutverki.
Mönnum er auðvitað fijálst aö
mynda með sér sölusamtök ef þeir
telja hag sínum best borgið með
þeim hætti, en það er með öllu óvið-
unandi að þessi samtök geri kröfu
til einokunar á vissum mörkuðum
erlendis, að öðrum sé þar meinuö
sala.
Miðað við markaðsaðstæður fyr-
ir fiskafurðir í dag og í fyrirsjáan-
legri framtíð er mér um megn að
skilja hvað hin stóm sölusamtök
okkar á Bandaríkjamarkaði hafa
að óttast þótt nokkur smærri fyrir-
tæki fái leyfi til að selja freðfisk við
hliöina á þeim.
Hafi þessi samtök á undanfóm-
um áratugum eytt í það miklum
tiármunum að festa sig í sessi á
þessum markaöi með vörumerki
sitt, eins og komið hefur fram hjá
talsmönnum þeirra, ættu þau ekki
að hafa mikið að óttast.
Kristján E. Guðmundsson