Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987. Fréttir Geislaspilarinn glæsilegi sem er vinningur nr. 1 í jólagetraun DV að þessu sinni. Spilarinn er með fjarstýringu og búinn fleiri tækninýjungum. Verðið er 45.660 krónur. Jólagetraun DV hefst á morgun: Sextán stórglæsilegir vinningar eru í boði heildaiverðmæti nemur 130.000 króna Enn einu sinni efnir DV til spenn- andi jólagetraunar fyrir lesendur sína. Getraunin hefst í blaðinu á morgun, þriðjudag, og birtist í tiu næstu blöðum. Að þessu sinni verður lesendum boðiö upp á að slást í fór með jólasveininum þegar hann þeytist milli borga með jóla- gjafir. En greyið er orðinn hálf- ruglaður á öllu tilstandinu, svo hann á í erfiðleikum með að átta sig á hvar hann er staddur hverju sinni. Þaö kemur því í hlut lesenda að hjálpa Sveinka í raunum hans og merkja við rétt svar á seðlum þeim sem birtast í næstu tíu blöð- unum. Síðan eru seðlarnir klipptir út og geymdir þar til allir tíu hlut- amir hafa birst. Þá eru þeir settir í umslag og sendir til DV, Þver- holti 11, merktir „Jólagetraun." Sérstaklega skal tekið fram, að seðlana á ekki aö senda fyrr en getrauninni er lokið. Vinningarnir, sem nú eru í boði, eru veglegir eins og endranær. Fyrsti vinningur er geislaspilari með fjarstýringu. Annar vinningur er ferðageislaspilari. Sá þriðji er fullkomið ferðaviötæki og vinning- ar nr. 4-16 eru hin vinsælu leikföng frá World of Wonders í Bandaríkj- unum. Sem sagt sextán glæsilegir vinningar aö heildarverðmæti ríf- lega 130.000 krónur. Geislaspilarinn er af gerðinni Vinningur nr. 2 í jólagetraun DV er ferðageislaspilari. Hann lætur ekki mikið yfir sér en hljómgæðin eru hreint ótrúleg. Verðið er 27.720 krónur. Technics SLP-520. Hann er einn sá fullkomnasti sem fæst hjá Japis og kostar 45.660 krónur. Vinningur nr. tvö, ferðageislaspilarinn, er af gerðinni Sony D-30, Discman. Þótt ekki fari mikið fyrir þessu tæki, þá svíkja hljómgæðin engan. Verb- ið er 27.720 krónur. Þriðji vinning- og áður sagði ferðaviðtæki af gerðinni Panasonic RXFM-27. Þetta tæki er búið svo- kölluðu „auto reverse", sem þýðir aö með einum takka er hægt að skipta um hlið á spólunni. Tækið er einnig búið tónjafnara, inn- byggðum hljóðnema og fleiri kostum sem ekki verða tíundaðir hér. Það kostar kr. 7.380 krónur. Vinningar nr. 4-6 eru þeir félagar Bangsi bestaskinn og Gormur vin- ur hans. Þeir syngja og spjalla saman á íslensku. Verð á hveijum vinningi, þ.e. hveiju pari, eru kr. 8.800 í Radíóbúðinni. Vinningar nr. 7-10 eru hinar vinsælu geislabyss- ur, Lazer Tag. Þær kosta kr. 2.980 stykkið. Síðast en ekki síst eru svo vinn- ingar nr. 11-16, sem eru dansandi brúður. Þar er kominn hópur sem allir kannast við, þau Svínka, Kermit froskur, Andrés önd, Mikki mús, Mína mús og Feitimúli. Stykkið af þessum vinsælu brúðum kostar 1980 krónur. Eins og sjá má er fjöldi góðra vinninga í boði í jólagetraun DV. Og nú er bara að vera með frá upp- hafi og passa vel upp á seðlana. Þegar allir tíu hlutar getraunarinn- ar hafa birst eru allir seðlamir sendir í einu umslagi til DV, Þver- holti 11, 105 Reykjavík, merkt: „Jólagetraun." unnn eins Vinningar nr. 4-6, þeir félagar Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans. Þeir spjalla sam- an á íslensku, segja sögur og syngja. Hvert par kostar kr. 8.800. Og hér eru svo samankomnir vinningar nr. 11-16, hópur sem flestir þekkja. Þarna eru á ferðinni fröken Svínka, Kermit froskur, Mikki og Mína mýs, Andrés önd og Feitimúli. Þau dansa i takt við hvaða lag sem er og sýna af sér alls konar kæti eins og þeim einum er lagið. „Forréttindi að fá að kaupa áfengt öl“ „Samkvæmt reglugerð era það komufarþegar til Islands sem fá aö kaupa áfengt öl í fríhöfninni. Ef ætti að breyta þessari reglugerð er það fjármálaráöherra og Alþingis að gera það,“ sagöi Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, þegar hann var að því spurður hvers vegna farþegar sem koma um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fengju ekki pappíra þess efnis að þeir hefðu ver- iö að koma til landsins og gætu síðan framvísaö þeim í ölbruggunarverk- smiðjum og keypt ölið þar, í stað þess að vera að burðast meö þaö langar leiðir. „Það eru forréttindi að fá aö kaupa áfengt öl og það má á sama hátt og þú spyrð þessarar spumingar spyija: Hvers vegna fær sjómaðurinn á Bakkafirði, sem skilar miklum gjald- eyri í þjóðarbúið, ekki að labba út í kaupfélag og versla áfengt öl þar. En reglugerðin hljóðar á þá leið að ein- ungis sé leyfilegt að kaupa áfengan bjór um leið og þú kemur inn í landið og við breytum henni ekki, við fram- fylgjum einungis reglugerðinni". „Ég held að það hafl aldrei komiö til umræðu að breyta þessari reglu- gerð og ég á ekki von á aö svo verði í náinni framtíð," sagði Sigurgeir Jónsson, ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.