Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Qupperneq 38
54
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
Merming____________ dv
Sannleikur
flokksins
r
Þórarinn Þórarinsson.
Þórarinn Þórarinsson:
Sókn og sigrar, 3. bindi
Framsóknarflokkurinn, Reykjavik 1987.
Þórarinn Þórarinsson, fyrrver-
andi ritstjóri Tímans, trúir því
staðfastlega, að sannleikurinn hafi
með einhveijum duiarfullum hætti
ákveðið að taka sér allur bólfestu
í einum stjórnmálaflokki og Fram-
sóknarflokkurinn orðið fyrir
valinu. Hann hefur í þremur bind-
um sagt langa sögu um góðu
mennina í Framsóknarflokknum,
er ætíð settu almannaheill ofar sér-
hagsmunum, en þurftu hins vegar
að berjast við vondu mennina í hin-
um flokkunum, sem höfðu ýmis
annarleg sjónarmið. Og telur Þór-
arinn, að „íhaldið" hafi þar verið
sýnu verst, enda hefur hann jafnan
verið í vinstri armi Framsóknar-
flokksins. Ég hef hér ekki tóm til
að gera efnislegar athugasemdir
við söguskýringar hans, sem sum-
ar eru furðulegar, og ætla því að
láta nokkrar almennar hugleiðing-
ar nægja.
Ummæli Þórarins
um Ólaf Thors og
Bjarna Benediktsson
Þórarinn segir, að Ólafur Thors
hafi verið tækifærissinni og því lík-
lega ekki hallur undir neina
nútíma-frjálshyggju, en Bjarni hafl
á hinn bóginn hlustað of mikið á
efnahagsráðgjafa sína og betur átt
að treysta brjóstvitinu. Ummæli
Þórarins éru umhugsunarverð í
ljósi þess, að Tíminn hélt alla tíð
uppi látlausum áróðri um, að Ólaf-
ur gengi erinda stóreignamanna og
héldi fast við kreddukenningar
kapítalismans. Eru árásir félags-
hyggjublaða okkar daga á fijáls-
hyggju ekki sömu ættar? Auðvitað
var Olafur öðrum þræði tækifæris-
sinni, en það verða allir góðir
stjómmálamenn að vera. Ég er
hins vegar ekki sömu skoðunar og
Þórarinn og margir aðrir íslenskir
stjómmálaskýrendur, að það hafi
verið sérstakt afrek Ólafs, hversu
stór Sjálfstæðisflokkurinn var
undir stjóm hans. Það, sem þarf
að skýra, er ekki, hversu stór Sjálf-
stæðisflokkurinn var miðað við
norræna íhaldsflokka, heldur
hversu lítill hann var í samanburði
við til dæmis Kristilega lýðræðis-
flokkinn þýska og íhaldsflokkinn í
Bretlandi. Hann hóf göngu sína
árið 1929 með um 50% fylgi kjós-
enda. En hvers vegna náði hann
aldrei undirtökunum í stjómmál-
unum?
Ég hlýt líka að andmæla því, sem
Þórarinn segir um oftrú Bjama
Benediktssonar á hagfræðingum.
Þeir Benjamín Eiríksson og Ólafur
Bjömsson og síðar Jóhannes Nor-
dal og Jónas Haralz unnu ómetan-
legt verk með því að sannfæra hina
fijálslyndari sfjórnmálamenn
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
landsins um að losa bæri um það
haftafargan, sem hér hafði búið um
sig. Þeir sýndu fram á það með
glöggum rökum, að heppilegra
væri að leyfa fijálsu markaðsverði
að skammta gjaldeyri og fjármagn,
vöm og þjónustu, heldur en að fela
misvitrum stjómmálamönnum
vald til þess. Hugsið ykkur, að á
aðalhaftatímanum gátu menn ekki
komist til útlanda nema gera sér-
stakri nefnd ríkisins grein fyrir
því, í hvaða erindum þeir væru að
fara! Menn urðu þá að fá sérstök
innflutningsleyfi til þess að geta
flutt inn vöra, mæta eldsnemma á
morgnana í biðstofur bankastjór-
anna og þar fram eftir götunum.
Framleiðslustefna
og samdráttarstefna
Þótt stjómmálahugmyndir Þór-
arins Þórarinssonar séu fremur
einfaldar í sniðum - það, sem
Framsóknarflokkurinn gerir, er
gott, en það, sem hinir flokkarnir
gera, er vont, jafnvel þegar það er
hið sama - má þar, hygg ég, greina
ákveðna kenningu. Hún er, að í
efnahagsmálum séu til tvær stefn-
ur: framleiðslustefnan og sam-
dráttarstefnan. Framleiðslustefn-
an er, að ríkið hafi forgöngu um
þjóðnýtar framkvæmdir og styðji
atvinnulífið eftir megni, umfram
allt með því að veita því ódýrt láns-
fé. Samdráttarstefnan er hins
vegar, að ríkið gæti aðhalds á öllum
sviðum og skammti atvinnuvegun-
um naumt. Þarf ekki að spyija að
því, að Þórarinn er eindreginn fylg-
ismaður framleiðslustefnunnar.
Þessar nafngiftir em auðvitað vill-
andi. Aðrir gætu með sama rétti
talað um eyðslu- og aðhaldsstefnu
eða afskipta- og viðskiptastefnu.
Meginatriðið er þó, hvaða rök
hníga að þessum ólíku stefnum og
hvaða afleiðingar þær hafa haft.
Mesti gallinn við framleiðslu-
stefnu Þórarins er, að einstakling-
amir úti í atvinnulífinu ráða yfir
miklu meiri þekkingu og kunnáttu
en embættismenn og stjómmála-
menn inni í stofnunum ríkisins og
era því miklu færari um að taka
ákvarðanir, er varða framleiðslu
og verslun. Þeir eiga líka miklu
meira í húfi. Þaö kemur niöur á
þeim sjálfum, ef tilraunir þeirra
mistakast, og þeir njóta líka sjálfir
góðra verka sinna. Einstaklingam-
ir eiga þess vegna að gera það, sem
þeir geta gert betur en ríkið, en það
er að rækta garðana sína, bregðast
við breytingum, prófa sig áfram.
Ríkið á hins vegar að gera það, sem
það getur gert betur en einstakling-
amir, en það er að setja almennar
leikreglur utan um starfsemi
þeirra og framfylgja þeim. Það á
með öðram orðum að sjá um, að
girðingarnar í kringum garða ein-
staklinganna séu í lagi. Og sú
íhlutunarstefna, sem Þórarinn
kallar framleiðslustefnu, hefur
haft ákaflega slæmar afleiðingar
hér á íslandi. Fjármagn hefur ekki
fengið að streyma sjálfkrafa í hag-
kvæmustu áttimar, því að stjóm-
málamenn hafa beint því á þær
brautír, þar sem veriö hefur at-
kvæða von.
Stjórnmálaflokkar ekki
lengur farvegir breytinga
Mér fannst óneitanlega, þegar ég
las bók Þórarins, að ég væri að
hlusta á rödd frá horfinni tíð. Þetta
er ef til vill eðlilegt. Þórarinn tók
allan sinn þroska út, þegar stjóm-
málaflokkarnir skiptu miklu meira
máli en þeir gera nú og höfðu miklu
víðtækara vald. Þú varðst til
skamms tíma að vera í einhveijum
sljómmálaflokki, ef þú áttir að fá
greinar birtar eftir þig í blööum,
aögang að útvarpi eða sjónvarpi,
lán úr bönkum og leyfi til að gera
hitt og þetta frá nefndum og ráðum
ríkisins. Nú hefur þetta allt breyst.
Nú getur enginn flokkur haggað
við þér, þótt þú rísir upp gegn hon-
um. Úthlutunar- og refsivald
flokkanna hefur að miklu leyti
horfið, ekki síst vegna þeirra breyt-
inga, sem orðiö hafa hér á fjölmiðl-
un og peningamarkaði fyrir tilstilli
frjálshyggjumanna. Kjördæma-
skipun er líka orðin með þeim
hætti, að smáflokkar geta nú vænst
þess að fá menn kjöma í þéttbýli.
Og síðast en ekki síst er íslenskur
sósíalismi kominn að fótum fram,
að því er virðist. Fijálslyndum
mönnum stendur ekki lengur
stuggur af honum, og þeir finna því
ekki hjá sér knýjandi þörf til að
sameinast gegn honum.
Þessar miklu breytingar á ís-
lenskum stjómmálum hafa fram
að þessu einkum bitnað á Sjálf-
stæðisflokknum, og sannast þar,
hversu gráglettin örlögin eru. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur að mestu
leyti afsalað sér úthlutunar- og
refsivaldi sínu jafnframt því sem
sósíalisminn virðist ekki vera eins
hættulegur og áöur. Þannig hefur
hann misst glæpinn, ef svo má
segja. Menn hafa margir kennt
núverandi forystusveit hans um
lítið gengi flokksins á síðustu
árum, en ég hygg, að kóngur vifji
sigla, en byr hljóti að ráða. Það á
hins vegar ekki að koma neinum á
óvart, að Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn era nú sterk-
ir. Miðjuflokkar græða til skamms
tíma á því, að úr átökum dregur.
En þverbrestur kann að vera í
Framsóknarflokknum, þegar til
lengri tíma er litiö: hann verður
að hverfa frá hefðbundinni land-
búnaðarstefnu sinni, ef hann á að
öðlast fylgi í þéttbýli, en ef hann
gerir það, þá missir hann fylgi í
strjálbýli. Til þess að halda við fylgi
sínu veröur flokkurinn að beita
úthlutunarvaldi, en ef hann heldur
við úthlutunarvaldi, missir hann
fylgi. Þess vegna er rödd Þórarins
Þórarinssonar rödd frá liðinni tíö.
HHG
Bom um VMoIrt BRASIUA ^
CARLOS
drengurimi af f’öiwmi xan fmw hriwili
Ulí
Böm sem þjást
Carlos,
drengurlnn af götunnl sem fann helmlli.
Höfundur: Marcos Carpenter.
Myndir: Ben Alex.
Þýðandi: Jóhannes Tómasson.
Útgefandi: Bókaútgáfan Salt '87.
Bókaútgáfan Salt hefur sent frá
sér tvær bækur í flokknum Börn
um víða veröld. Bækumar era báð-
ar þannig gerðar að Ijósmyndir
skipa öndvegi, taka u.þ.b. % af
rúmi blaðsíðnanna á móti '/< sem
fer undir texta.
Carlos segir frá litlum dreng í Sao
Paulo í Brasilíu. Hann er munaöar-
laus og selur blóm sér og frænda
sínum til framfæris, mest af tekj-
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
unum fer þó í drykkju frændans.
Drengurinn lendir í fangelsi vegna
misskilnings en kynnist konu sem
verður milligöngumaður um að
finna handa honum fósturforeldra.
Konan er trúboði að nafni Tia No-
ema. Um hana segir höfundur
innan á bókarkápu:
„Tia Noema er ekki skáldsagnaper-
sóna. Starf hennar er það sem
greint er frá í bókinni. Hún er yfir-
maður samtaka sem aðstoða for-
eldralaus og yfirgefin böm í Sao
Paulo. Þeir sem vilja styðja starf
hennar geta sent framlög til: /.../“
Hér er settur fram tilgangur bók-
arinnar sem er, svo sem jafnan
áður hjá Salt, að minna á kristni-
boðsstarfiö og hjálparstarfið úti í
heimi, hér er þetta ákveðna starf í
Sao Paulo.
Texti bókarinnar ber nokkur
merki tilgangsbókmennta. Upplýs-
ingar era í fyrirrúmi fyrir listræn-
um efnistökum. Myndir í fyrri
hluta bókar, sem sýna hreinan og
þriflegan dreng, era varla nægilega
sannfærandi til að vekja samúð.
Samt sem áður gefur bókin allgóða
mynd af stöðu einstæðingsbama í
Brasilíu. Bókin minnir okkur á að
úti um allan heim er fullt af böm-
um sem þjást. Þó að Carlos sé
kominn í höfn í lok sögunnar eram
við minnt á að það hefur aðeins
fækkað um einn, nýr blómasölu-
drengur er kominn á götuhorniö í
hans stað. Því er þessi bók öllum
holl lesning. Hún á bæði erindi í
heimahús og til notkunar í skólum.
Ljósmyndir bókarinnar segja mik-
ið um lifnaðarhætti í Brasilíu og
era prentaðar á góðan pappír.
HH