Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Síða 40
56
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Angela Lansbury
gamla vinalega piparkerlingin í
þáttunum Morðsögu, er kona
með mikið skap. Hún er á
samningi hjá Universal kvik-
myndafyrirtækinu og við
upptökur um daginn pantaði
hún sér kleinuhring og kaffi.
Þegar hún var rukkuð um góð-
gætið æsti hún sig upp og
sagðist ekki mæta oftar við
upptökur ef hún þyrfti að borga
fyrir þetta smáræði. Framleið-
endurnir urðu hræddir, og nú
fá allir leikarar ókeypis kaffi og
með því hjá Universal, þökk sé
Angelu Lansbury.
Díana
prinsessa hefur þótt ala dreng-
ina sína litlu upp í of miklu
eftirlæti. Synir Díönu og Karls
heita Harry og Willie, og sá síð-
arnefndi þykir vera ansi frekur.
Díana sendi orðsendingu með
Wiliam litla í skólann um dag-
inn þar sem hún óskaði eftir
því að hann fengi að sleppa
við leikfimitímana, þar sem hún
væri hrædd um að aumingja
litli strákurinn hennar gæti
ofreynt sig!
Agnetha Fáltskog
hefur ekki haft sig mikið I
frammi undanfarin tvö ár. Agn-
etha reyndi talsvert fyrir sér með
sólóferil í tónlistinni eftir að
hljómsveitin AEBA hætti, en
með heldur klénum árangri. Nú
á að reyna á ný, og komin er
út ný hljómplata, „I stand al-
one", sem hún tók upp í
samvinnu við Peter Cetera sem
eitt sinn var söngvari í hljóm-
sveitinni Chicago. Agnetha
hefur breytt útliti sínu talsvert
og vonast til að það hjálpi til
við sölu nýju plötunnar.
Hljómsveitarmaöurinn og leikarinn Sting má passa sig á aö umgangast Sting ræddi umhverfismál viö höföingjann og þá ógn sem indíánum stafar
svona varasama menn. Hann er þama á tali viö indíánahöfðingjann Raoni af aðgerðum hvíta mannsins í Brasilíu. Þessi fyrrum söngvari úr hljómsveit-
af Kayapoættflokki í regnskógum Brasilíu en söngvarinn frægi gerði hlé á inni Policeeráhljómleikafórumheiminntilstyrktar Amnestylntemational.
tónleikafór sinni til að heimsækja þorp indíánaættflokksins.
Hjá bókaforlaginu Þjóðsögu kom út bók um Kristínu Jónsdóttur myndlistarmann eftir Aðalstein Ingólfsson list-
fræðing. Höfundurinn stendur hér brosmildur yfir Stefáni Thors arkitekt, sem er dóttursonur Kristínar, Guðrúnu
Gunnarsdóttur veflistamanni og Kristinu Gunnarsdóttur, sem er dótturdóttir Kristínar.
Hveijum
m
annfugl
fegur
Nú rétt fyrir jóhn kemur ávallt
mikill kippur í bóka- og plötuútgáfu
og boöa þá útgáfufyrirtækin iðulega
til blaðamannafunda til þess að
kynna verkin sem gefin eru út á
þeirra vegum. Sýnt þykir að hverju
útgáfufyrirtæki þykir sinn fugl fag-
ur. Hér eru nokkrar svipmyndir frá
kynningarfundum fyrirtækjanna.
Aðstandendur samtaka um byggingu tónlistarhúss
gáfu nýlega út plötu og ber hún heitið Söngur um
draum. Frá vinstri talið eru Bergþór Pálsson
söngvari, Haraldur Ólafsson lektor, Ármann Ár-
mannsson forstjóri, sem er í forsvari fyrir samtök-
in, Rut Magnússon söngkona, Gunnar S.
Björnsson verktaki, Guðmundur Jónsson, arkitekt
hússins, Helga Hauksdóttir tónlistarmaður og full-
trúi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Guðmundur
Jónsson.
Almenna bókafélagið kynnti bók Péturs H. Ár-
mannssonar, Heimili og húsagerð. í fremri röðinni
eru Guðrún Jónsdóttir arkitekt, höfundurinn, Pétur
Ármannsson og Hörður Bjarnason, fyrrverandi
húsameistari rikisins. í aftari röðinni eru Sigurður
Valgeirsson, bókmenntafulltrúi AB, Ijósmyndar-
arnir Ragnar Th. Sigurðsson og Kristján Magnús-
son, Jóhannes Þórðarson arkitekt og Kristján
Jóhannsson, framkvæmdastjóri AB.
Annar flokkur ritsafns Sigurðar Nordal, sem ber
heitið List og lífsskoðun, kom einnig út hjá AB
og hér sjást á kynningarfundi frá vinstri: Kristján
Jóhannsson og Sigurður Valgeirsson hjá AB,
Kristján Karlsson skáld, Eiríkur Hreinn Finnboga-
son bókmenntaráðgjafi, Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri og Ólafur Pálmason. Ritið er í þremur
bindum.
DV-myndir GVA