Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1987, Page 43
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1987.
59
i> v Fólk í fréttum
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maöur þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, hefur sagt í umræðum um
þingsköp að öngþveiti blasi við í
þingstörfum Alþingis. Steingrímur
Jóhann er fæddur 4. ágúst 1955 á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og lauk B.Sc,-
prófl í jarðfræði frá Háskóla
Islands 1981. Hann vann jarðfræði-
störf hjá Háskóla íslands og
Hafrannsóknarstofnun 1980-1982
og var íþróttafréttamaður hjá Sjón-
varpi 1982-1983. Steingrímur hefur
veriö alþingismaður frá 1983 og
hefur setið í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins. Hann hefur setið í
stjórn Ríkisspítalanna frá 1984 og
verið fulltrúi í vest-norræna þing-
mannasambandinu frá 1985. Stein-
grímur hefur verið formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins frá
1987. Kona Steingríms er Bergný
Marvinsdóttir, f. 4. desember 1956,
læknir. Foreldrar Bergnýjar eru
Marvin Frímannsson, bifvélavirki
á Selfossi, og kona hans, Ingibjörg
Helgadóttir. Sonur Steingríms og
Bergnýjar er Sigfús, f. 29. nóvemb-
er 1984. Systkini Steingríms eru:
Kristín, f. 13. mars 1949, kennari á
Akureyri, gift Ólafi H. Oddssyni,
héraðslækni á Akureyri; Jóhann-
es, f. 14. maí 1953, b. á Gunnarsstöð-
um, giftur Berghildi Björgvinsdótt-
ur; Árni, f. 21. júlí 1957,
véltæknifræðingur í Noregi, giftur
Ingibjörgu Jónsdóttur kennara;
Ragnar Már, f. 20. október 1959, b.
á Gunnarsstöðum, giftur Ástu
Laufeyju Þórarinsdóttur, og Aðal-
björg Þuríður, f. 18. júlí 1967, nemi
í Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri.
Foreldrar Steingríms eru Sigfús
A. Jóhannsson, b. á Gunnarsstöð-
um í Þistilfirði, og kona hans,
Sigríður Jóhannesdóttir. Faðir
Sigfúsar var Jóhann, b. í Hvammi
í Þistilfirði, Jónsson, b. og skálds í
Hávarsstöðum, Samsonarsonar.
Móðir Sigfúsar var Kristín Sigfús-
dóttir, b. í Hvammi, Vigfússonar,
b. í Hvammi, Sigfússonar, b. í
Hvammi, Jónssonar, bróður Katr-
ínar, langömmu Gunnars Gunn-
arssonar rithöfundar.
Sigríður var dóttir Jóhannesar,
b. á Gunnarsstöðum, bróður Si-
gríðar, ömmu Bjöms Teitssonar,
skólameistara á ísafirði. Bræður
Jóhannesar voru Gunnar, skrif-
stofustjóri hjá Búnaðarfélaginu og
Davíð, faðir Aðalsteins, orðabóka-
höfundar. Systir Jóhannesar var
Ingiríður, amma Árna Harðarson-
ar söngstjóra. Systir Jóhannesar
var einnig Sigríður, móðir Bjarna
ráðunautar, verkfræðinganna
Guðmundar og Steingríms Ara-
sona. Jóhannes var sonur Árna,
b. á Gunnarsstöðum, Davíðssonar,
b. á Heiði á Langanesi, Jónssonar.
Móðir Árna var Þuríður, systir
Jóns á Skútustöðum, langafa Þórs
Vilhjálmssonar hæstaréttardóm-
ara. Jón var einnig langafi
Magnúsar Torfasonar hæstaréttar-
dómara, Jónasar Jónssonar
búnaðarmálastjóra og Hjálmars
Ragnarssonar tónskálds. Þuríður
var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd
í Mývatnssveit, bróður Kristjönu,
móður Jóns Sigurðssonar, alþing-
ismanns á Gautlöndum, forfóður
Gautlandaættarinnar. Systir Þur-
íðar var Guðrún, langamma Gísla
Konráössonar, forstjóra á Akur-
eyri, fóöur Axels, aðstoðarforstjóra
SÍS. Árni var sonur Ara, b. á Skútu-
stööum, Ólafssonar. Móðir Jó-
hannesar var Arnbjörg Jóhannes-
dóttir, systir Árna, fóður
Ingimundar söngstjóra. Móðir Sig-
ríðar var Aðalbjörg, systir Árna
læknis á Vopnafiröi.og Guðmund-
Steingrímur J. Sigfússon.
ar kaupfélagsstjóra, afa Ármanns
kaupsýslumanns og Halldórs
Reynissonar, prests í Hruna. Guð-
mundur er afi Kára Eiríkssonar
listmálara. Aðalbjörg var dóttir
Vilhjálms, b. á Ytri-Brekkum á
Langanesi, Guðmundssonar og
konu hans, Sigríðar Davíðsdóttur,
systur Árna, b. á Gunnarsstöðum.
Valgerður Sigurðardóttir
og Benedikt Stefansson
Valgerður Sigurðardóttir hús-
móðir, til heimilis að Hafnarbraut
47, Höfn í Hornafirði, er sextug í
dag, en maður hénnar, Benedikt
Stefánsson, fv. b. og hreppstjóri að
Hvalnesi i Lóni, verður sjötugur
nk. fimmtudag. Valgerður fæddist
að Höfn í Hornafirði og ólst þar upp
í foreldrahúsum en foreldrar henn-
ar fluttu til Hafnar í .Hornafirði
1920 og voru þá á meðal frum-
byggja staðarins.
Foreldrar Valgerðar voru Sigurð-
ur Eymundsson frá Dilksnesi í
Hornafirði, f. 1884, og kona hans,
Agnes Moritzdóttir Steinsen frá
Krossbæ í Hornafirði, f. 1896. Föð-
urforeldrar Valgerðar voru
Eymundur b. á Dilksnesi, Jónsson,
og kona hans Halldóra Stefáns-
dóttir. Móðurforeldrar Valgerðar
voru Moritz Steinsen og Guðrún
Benediktsdóttir.
Valgerður var á Húsmæðraskól-
anum í Hverageröi 1946-47 en 8.12.
1950 giftist hún Benedikt Stefáns-
syni frá Hlíð í Lóni, syni Stefáns
Jónssonar b., hreppstjóra, kennara
og vegavinnuverkstjóra í Hlíð í
Lóni, f. 1884, og konu hans Kristín-
ar f. 1881, Jónsdóttur b. á Berunesi
á Berufjarðarströnd, Stefánssonar.
Foreldrar Stefáns voru Jón Bergs-
son, b. á Bæ í Lóni, og kona hans,
Rannveig Sigurðardóttir.
Benedikt vann á búi foreldra
sinna til 1951 en þau Valgerður
bjuggu í tvö ár á Höfn áður en þau
fluttu að Hvalnesi í Bæjarhreppi
þar sem þau bjuggu í þrjátíu og sex
ár. Benedikt var vitavörður frá
1954. Hann var bókavörður bóka-
safns Bæjarhrepps, organisti í
Stafafellskirkju um skeið, hrepp-
stjóri frá 1961 og sýslunefndarmað-
ur frá 1968. Benedikt hefur verið í
Náttúruverndarnefnd Austur-
Skaftafellssýslu, var löngum full-
trúi á fundum Búnaðarsambands
Austur-Skaftafellssýslu, fyrsti
formaöur Karlakórsins Jökuls,
safnaðarfulltrúi Stafafellssóknar
og lengi formaður fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Austur-
Skaftafellssýslu.
Valgerður og Benedikt eiga fimm
börn: Stefán, verkamaður og sjó-
maður á Siglufirði; Agnes Sigrún,
húsmóðir á Hornafiröi; Sigurður,
smiður á Höfn í Hornafirði; Bene-
dikt, verkamaður á Siglufirði; og
Kristín, verkakona á Höfn. Börn
þeirra Valgerðar og Benedikts eru
öll gift nema það yngsta en barna-
börnin eru sjö.
Guðbjartur Hólm Guðbjartsson
Guðbjartur Hólm Guðbjartsson,
bóndi að Króki á Kjalarnesi, er sjö-
tíu ára í dag. Guðbjartur er fæddur
í Reykjavík, sonur Guðrúnar Jóns-
dóttur, sem ættuð var af Kjalar-
nesi, og Guðbjarts Guðmundssonar
sem ættaður var af Vestfjörðum.
Guðbjartur ólst upp í Bákkakoti
á Kjalarnesi og síðar að Króki í
sömu sveit. Hann var alinn upp af
Hólmfríði Oddsdóttur, ömmu
sinni, og móðurbræðrum sínum,
Guðbjarti Jónssyni og Gunnlaugi
Jónssyni:
Guðbjartur kvæntist ungur Ólaf-
íu Jónsdóttur og eru börn þeirra:
Gunnar; Guðjón og Ólafur. Ólafia
dó 1953. Seinni kona Guðbjarts var
Gunnleif Kristín Sveinsdóttir og
eru börn þeirra Anna Margrét;
Hólmfríður; Guðbjartur og Stein-
unn. Gunnleif lést snemma árs
1973.
Guðbjartur Hólm Guðbjartsson
Guðmundur Bjarnason
Guðmundur Bjarnason, Aspar-
felli 2, Reykjavík, er sjötíu og fimm
ára í dag. Guðmundur fæddist að
Bæ í Steingrímsfirði og ólst upp hjá
foreldrum sínum sem bjuggu tvö
ár að Klúku í Bjarnarfirði og síðan
að Drangsnesi en fluttu svo til ísa-
fjarðar þegar Guðmundur var
þrettán ára. Guðmundur var á
Isafirði til fullorðinsára en flutti
þá til Reykjavíkur þar sem hann
stundaði almenna verkamanna-
vinnu. Síðustu starfsárin var hann
vaktmaður hjá Bifreiðastöð Steind-
órs.
Kona Guðmundar er Ingunn
Gunnlaugsdóttir og eiga þau tvö
börn.
Guðmundur átti fjögur systkini
sem upp komust en á nú tvær syst-
ur á lífi. Þær eru Guðmundína og
Sigríður, báðar búsettar í Reykja-
vík..
Foreldrar Guðmundar: Bjarni b.
og verkamaður Andrésson og kona
hans, Jónína Ósk Guðmundsdóttir.
Föðurforeldrar Guðmundar voru
Andrés b. í Víkursveit Jónsson og
kona hans, María Jakobsdóttir.
Móðurforeldrar Guðmundar voru
Guðmundur b. að Skarði í Bjarnar-
firði Jónsson og kona hans, Þuríð-
ur Halldórsdóttir.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því
myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upp-
lýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir.
AEmæli
Arni Magnússon
Árni Magnússon, fv. b. að Vatns-
enda og síöar Flögu í Villingaholts-
hreppi, nú til heimilis aö Starengi
11 á Selfossi, er sjötugur í dag. Árni
fæddist að Flögu og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum. Hann var b.
að Vatnsenda 1951-64 og á Flögu frá
1964-79. Árni var fjallkóngur Flóa-
manna er hann bjó á Flögu. Hann
brá búi 1979, flutti þá til Selfoss og
hefur starfað á svínabúinu að
Þórustöðum í Ölfusi síðan.
Kona Árna er Sigrún Alda, f. 23.1.
1925, dóttir Sigurðar sjómanns
Gunnarssonar og Guðbjargar Egg-
ertsdóttur.
Árni og Sigrún eiga þrjá syni:
Kristinn, starfsmaður hjá Mjólkur-
búi Flóamanna, f. 1964, unnusta
hans er Jóna Guðmundsdóttir;
Magnús Vignir, starfsmaður á
svínabúinu á Þórustöðum, f. 1966,
er sambýlismaður Ehnborgar
Örnu Árnadóttur; og Hörður,
starfsmaður á kjúklingabúinu á
Þórustöðum, f. 1968.
Fyrri kona Árna var Kristín, f.
24.7. 1910, d. 2.2. 1963, dóttir Guð-
mundar b. á Seli í Holtum, Jóhann-
essonar, og konu hans Sesselju
Vigfúsdóttur. Þeim varð ekki barna
auðið en ólu upp fimm börn frá
fyrra hjónabandi Kristínar. Fyrri
maður hennar var Ásmundur Guð-
mundsson, b. á Vatnsenda.
Árni átti níu systkini og einn fóst-
urbróður, en tvö systkini hans eru
látin. Systkini hans: Guðrún, sem
dvelur á elliheimilinu Grund, gift
Bjarna Ágústssyni, vélamanni í
Reykjavík; Stefanía, húsmóðir á
Eyrarbakka, gift Guðmanni Valdi-
marssyni trésmið; Brynjólfur er
látinn, en hann var verkamaður í
Þorlákshöfn, giftur Ingibjörgu
Árni Magnússon.
Hjörleifsdóttur; Sigríður, sem var
húsmóðir á Selfossi, er einnig látin,
en hún var gift Gísla Guðjónssyni
pípulagningamanni; Guðríður,
húsmóðir á Selfoss}, er gift Jóni
Hjartarsyni vörubílstjóra; Grímur
er bifreiðarstjóri í Þorlákshöfn;
Anna, húsmóðir í Garðabæ, er gift
Árna Þórarinssyni trésmið; Unnur,
húsmóðir í Kópavogi, er gift Hauki
Hlíðberg, flugmanni og húsgagna-
smið. Fósturbróðir Árna er Stefán
Jónsson, verkamaður á Selfossi,
giftur Svanlaugu Hánnesdóttur.
Foreldrar Árna: Magnús b. að
Flögu, Árnason, og kona hans, Vig-
dís Stefánsdóttir. Faðir Magnúsar
var Árni, b. á Hurðarbaki í Flóa,
Pálsson, b. í Selalæk, Guðmunds-
sonar, b. á Keldum, Brynjólfssonar,
b. á Vestri-Kirkjubæ, Stefánssonar,
b. í Árbæ, Bjarnasonar, b. og
hreppstjóra á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, foríoður Víkingslækjar-
ættarinnar. Vigdís er dóttir
Stefáns, b. á Selalæk, Brynjólfsson-
ar, b. á Kirkjubæ, Stefánssonar, b.
á Eystri-Kirkjubæ, Brynjólfssonar,
bróður Guðmundar á Keldum.
70 ára
Guðrún S. Kristjánsdóttir sauma-
kona, Austurbrún 2, Reykjavík, er
sjötug í dag.
Júlíus Jóhannesson, Jakobshúsi,
Svalbarðsstrandarhreppi, er sjötugur í
dag.
Karítas Halldórsdóttir, Mararbraut 5,
Húsavík, er sjötug í dag.
60 ára_______________________
Sigmundur Helgason, Arnartanga 18,
Mosfellsbæ, er sextugur í dag.
Finnbogi Bernódusson, Holtabrún 21,
Bolungarvík, er fertugur í dag.
Guðlaug Hjelm, Hrauntúni 30, Vest-
mannaeyjum, er fertug í dag.
Ólöf Erna Pétursdóttir, Frostafold 87,
Reykjavík, er fertug í dag.
Ólafur Bjarnason, Hverfisgötu 1,
Siglufirði, er fertugur í dag.
Brynjólfur Magnússon, Lynghaga 2,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Gissur Sigurðsson, Þingholtsstræti 26,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Ásgeir Halldórsson, Unufelli 23,
Reykjavik, er fertugur í dag.
Sérverslun
50 ára
Hreinn Guðjónsson, Selá, Skefils-
staðahreppi, er fimmtugur í dag.
Bragi Bjarnason, Mánavegi 3, Selfossi,
er fimmtugur í dag.
Friðrikka Emilsdóttir, Hjallalundi
15A, Akureyri, er fimmtug í dag.
40 ára_______________________
Sigurður Bjarklind menntaskólakerm-
ari, Norðurbyggð 7, Akureyri, er
fertugur í dag.
með blóm og
skreytingar.
Opit) til kl. 21 öll kvöld
0öBlóm
wQskrcyungar
Laugauegi 53, simi 20266
Sendum um Lmcl allt.