Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1988, Síða 8
30
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988.
Það er ákveðin kyrrð yfir listanum
en þó eru greinileg átök framundan
þvi að margar „pottþéttar" leigu-
myndir eru á leiðinni og líklegar
til átaka. Ættu því myndbanda-
gláparar að geta hugsað sér gott til
glóðarinnar á næstunni.
Óvenjumargar myndir fengu at-
kvæði á listanum nú en fyrsta
sætið var óumræðilega tekið frá
fyrir stríðsmyndina Hérdeildina
(Platoon). Þá verður heldur ekki
deilt um djöflamyndina Angel He-
art í 2. sæti. Banvæna vopnið með
kyntákninu Mel Gibson fer hrað-
byri upp listann og er sú mynd
líkleg tíl afreka.
DV-LISTINN
1. (1) Platoon
2. (2) Angel Heart
3. (-) Lethal Weapon
4. (7) 52 Pick Up
5. (6) Amazing Storie
6. (3) Tres Amigos
7. (8) Let’s Get Harry
8. (5) Half Moon Street
9. (-) Color of Money
10. (4) Morgan Stewart’s
Coming Home
★★y2
Að selja sál sína
ANGEL HEART.
Útgelandi: JB myndbönd.
Leikstjóri og handritshöfundur: Alan
Parker. Byggt á sögu William Hjorts-
berg. Myndataka: Michael Seresin.
Aðalhlutverk: Mickey Rourke, Robert
De Niro og Lisa Bonet.
Bandarísk 1987.120 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Parker hefur sýnt það í fyrri
myndum sínum að hann er leik-
stjóri sem er óhræddur við að
takast á við nýja hluti. Myndir
hans, Midnight Express, The Wall
og Bugsy Malone sýna að hann vill
ekki negla sig niður á ákveðinn
bás. Hér ræðst hann í að gera nokk-
urs konar hrollvekju um mann sem
selur djöflinum sál sína og er
greinilegt að Parker hefur ein-
hvem tímann lesið Fást.
Myndin segir frá spæjaranum
Harry Angel sem er fenginn til
þess, af dularfullum náunga, að
leita uppi horfmn mann. Fljótlega
kemur í ljós að ekki er allt sem
sýnist og Harry sekkur sífellt dýpra
★ V2
í hræðilega hluti þar til upp fyrir
honum rennur skelfilegur sann-
leikur.
Ekki er þetta sérlega geðfelld
mynd hjá Parker og tekst honum
varla aö hefja sig upp yfir þær hef-
bundnu djöflamyndir sem viðgeng-
ist hafa. Erfitt er að átta sig á því
hvað hann er að fara, söguþráður-
inn verður of mikil flækja og
blóðbaðið fuUsukksamt. Það skal
játast að viss óhugnaður er yfir
myndinni og einhvers staðar á bak
við allt er einhver skelfilegur sann-
leikur hvort sem það er nú
ímyndun eða ekki. Þá er rekkjuat-
riði þeirra Bonet og Rourke eitt það
ferlegasta sem sést hefur og má
áhorfandinn hamast við að
hneykslast ekki.
Ég er hálfhræddur um að skotið
sé yfir markið ef átt hefur að gera
mynd um baráttu góðs og ills -
myndin ristir einfaldlega of grunnt
til að standa undir því. Hins vegar
er ekki hægt að komast hjá því að
verða nokkuð gagntekinn af því
sjónarspili sem hér er boðið upp
á. Þá er De Niro einstaklega djöful-
legur í hlutverki sínu.
★y2
Oskemmtilegur
arfur
BATES MOTEL.
Útgefandi: Laugarásbió.
Leikstjóri: Richard Rothstein.
Aðalhlutverk: Bud Cort, Lori Petty og
Moses Gunn.
Bandarísk, 1987-Sýningartimi 90 mín.
Norman Bates er nafn sem allir
kvikmyndaáhugamenn kannast
við. Alfred Hitchcock gerði þessa
persónu ódauðlega í Psycho og eftir
langt hlé fylgdu tvær myndir í kjöl-
farið og voru báöar sjálfstætt
framhald fyrstu myndarinnar.
Bates Motel er nýjasta afurðin
þar sem Norman Bates kemur viö
sögu. Við fylgjumst með því þegar
hann er dæmdur á geðveikrahæli.
Þar er fyrir ungur drengur sem
Bates tekur að sér. Bates deyr og
erfir Alex West, en svo nefnist
drengurinn, hið illræmda Bates
Motel.
Þegar Alex sleppur af geðveikra-
hæhnu fullfrískur er stefnan tekin
á mótelið sem er í niðumíðslu.
Hann er samt ákveðinn í að endur-
reisa það eins og það var, aðeins
gera það nútímalegra.
Ekki eru alfir jafnhrifnir af þess-
ari hugmynd og þegar Alex fer að
sjá sýnir úr fortíðinni liggur við að
hann gefist upp, en hann hefur
eignast vini og með þeirra hjálp
tekst honum að yfirstíga erfiðleik-
ana.
Bates Motel er skrýtin samsuða.
í fyrstu er eins og hér sé komin
satíra, þar 'sem eingöngu grunn-
hugmynd fyrirrennara er notuð,
en svo er ekki, því myndin snar-
breytist þegar heilt draugagengi
gerir vart við sig (aö vísu góðir
draugar) og peningamenn, sem sjá
hér tækifæri til að græða, reyna
með öllum brögðum að flæma Alex
í burtu.
Bates Motel er því sundurlaus og
það er ekki fyrr en í lokin sem at-
hygli áhorfandans er almennilega
náð. Þá gerast hlutimir hratt. Bat-
es Motel er ekki góð kvikmynd og
má segja að hugmyndaleysi ein-
kenni hana. Reynt er að halda í
söguþráð fyrri mynda en nú eiga
persónurnar að vera fyndnar. Þaö
bregst algjörlega og aðalpersónan,
Alex West, er Bud Cort leikur, er
ekki beint til þess fallin að halda
heilli kvikmynd uppi. HK.
Madoima stenst ekki prófið
WHO’S THAT GIRL.
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: James Foley.
Aðalhlutverk: Madonna, Griffin Dunne
og John McMartin.
Bandarfsk, 1987-Sýningartími 90 min.
Um það leyti sem Madonna var
að hljóta heimsfrægð sem söng-
kona lék hun í Desperately Seeking
Susan og sýndi þar að hún gat leik-
ið ekki síður en sungið. En eftir
hina mislukkuðu Shanghai Sur-
prise, sem aðeins varð fræg af
endemum, voru menn í vafa um
framtíð Madonnu sem leikkonu og
það em menn enn því Who’s That
Girl gerir lítið til að hjálpa henni á
leiklistarbrautinni.
Það efast enginn um að Madonna
hefur mikinn sjarma og hún mynd-
ast ágætlega en hún var heppin
með handrit og leikstjóra í Desper-
ately Seeking Susan og það er
greinilegt að það þarf að stjórna
henni til að hún nái árangri.
í Who’s That Girl fær hún að því
er virðist að ráða ferðinni sjálf og
þá er stutt í söngkonuna og
skemmtikraftinn Madonnu. Hún
leikur unga stúlku sem nýsloppin
er úr fangelsi og þvælist um alla
New York borg. Hún er kæruleysið
uppmálað með glæpamenn á hæl-
unum í leit að þeim er átti sök á
því að hún sat inni.
Inn í þessa leit hennar flækist
lögfræðingur einn sem er oröinn
svo flæktur í einkamál hennar áð-
ur en hann veit af að hann er
gjörsamlega búinn að eyðileggja
framtíð sína sem virðulegur lög-
fræðingur.
Who’s That Girl er hröö og stund-
um skemmtileg en því miður
vantar í handritið einhveija
stefnumörkun. Söguþráðurinn er
ekki svo galinn en úrvinslan er oft
á tíðum hræðileg og þótt gaman sé
að horfa á Madonnu í hófi fær
maður fljótt leið á hvítmáluðu and-
Uti hennar og tilsvörum sem eru
ekki í neinu samræmi við persón-
una sem hún leikur.
HK.
★★ Vi
Til hjálpar sögunrú
TIMESTALKERS.
Útgefandi: Myndform.
Leikstjóri: Michael Schultz. Aöalhlut-
verk: William Devane, Lauren Hutton,
John Ratzenberger, Forrest Tucker og
Klaus Kinskt.
Bandarisk 1987. 90 min. Bönnuð yngri
en 12 ára.
Hér segir frá tímaflakki á nokkuð
hefbundnum nótum. Úr fjarlægri
framtíð birtast tvær manneskjur
fyrir tilstilli tímavélar. Önnur
(Kinski) vill breyta söguþróuninni
til að tryggja sig í valdabaráttu sem
gerist eftir 600 ár. Til þess þarf
hann að gerast byssubófi árið 1885.
Lauren Hutton hefur hins vegar
það hlutverk að stöðva hann. Við
það fær hún aðstoð söguprófessors
(Devane) og saman reyna þau að
bjarga sögunni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
sagt er frá tímaferðalöngum sem
ferðast til bjargar sögunpi (og
áreiðanlega ekki það síöasta).
Vissulega stenst ekki þessi sögu-
þráður nákvæma yfirlegu frekar
en í Back To The Future og öðrum
álíka myndum. Ef grannt er skoðað
★ >/2
Sl
Seinheppnir spæjarar
DETECTIVE SCHOOL DROPS OUT
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Phillp
Ottonl.
Aöalhlutverk: David Lansberg og Lorin
Dreyfuss.
Ítölsk-bandarísk, 1986. Sýningartíml: 87
min.
Detective School Drops Out fjall-’
ar um tvo klaufalega náunga.
Annar, Paul Miller, rekur einka-
lögguþjónustu en hefur svo lítíö að
gera að hann rekur einþalöggu-
skóla í hjáverkum. Eini nemand-
inn, þegar við komum til leiks, er
Donald Wilson sem mistekst yfir-
leitt allt sem hann tekur sér fyrir
hendur.
Óvænt og algjörlega óviljandi
verða þeir innlyksa í valdabaráttu
mafíuflokka og áður en þeir vita
af eru þeir komnir til Rómar og eru
hundeltir af mafíunni. Á óskiljan-
legan máta sleppa þeir þó alltaf og
þegar betri vitund þeirra nær yfir-
höndinni ákveða þeir að hjálpa
lánlausu pari sem mafian vill stía
í sundur...
Eins og í flestum gamanmyndum
í meðallagi eru sum atriði sem má
hafa gaman áf en í heildina er
Detective School Drops Out ósköp
lítilflörleg. Allt sitt traust hafa
Cannon bræður, Golan og Globus,
sett á aðalleikarana, David Lans-
berg og Lorin Dreyfuss. Auk þess
aö leika skrifa þeir handritið. Þeir
eru sjálfsagt ágætir gamanleikar-
ara í stuttum atriðum en valda
ekki heilli kvikmynd, aUa vega
ekki hér. HK
þá eru á ferðinni rökvillur sem
menn hljóta að hnjóta um.
En það er í sjálfu sér ekki aðalat-
riðið heldur hitt að hér tekst að
gera bærilega spennandi mynd á
þokkalegan hátt enda Schultz oft
gert ágætis afþreyingar. Tíma-
flakkið er stöðugt allan tímann og
á milli tímaskeiöa er klippt á grófan
hátt svo að aldrei leynir sér hvað
um er að vera. Klipping á milli
tímaskeiöa er flókinn hlutur og ég
minnist þess ekki að það hafi veriö
leyst á jafnsmekklegan hátt og í
Hálendingnum.
Þessi mynd er hvorki frumleg né
efnismikil en hún veitir þó ágætis-
afþreyingu og það skiptir þón-
okkru.