Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Nauðungaruppboð
annað og síðara sem auglýst var í 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins
1987 á fasteigninni Bröttugötu 2, Borgarnesi, þingl. eign Jóns S. Pétursson-
ar, fer fram að kröfu Sigurðar I. Halldórssonar hdl. á skrifstofu embættisins
þriðjudaginn 16. feþr. nk. kl. 10.00.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Aðalfundur
Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félags-
heimilinu fimmtudaginn 18. febr. kl. 20.00, venjuleg
aðalfundarstörf.
Stjórnin
LITANIR, SKOL OG STRÍPUR FYRIR ALLA
VERIÐ VELKOMIN
VALHÖLLÍ
ÓÐIHSGÖTU 2, REYKJAm mSIMI:22138m
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Skóladagheimilið Brekkukoti
Viltu vinna í notalegu umhverfi á góðum stað í bæn-
um. Okkur vantar aðstoðarmann á skóladagheimilið
Brekkukot.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 19600-260
virka daga.
Reykjavík, 9. jan. 1988
ALTERNATORAR
STARTARAR
NÝIR 0G VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í
Chevrolet Nova, Blaser, Malibu, Oldsmobile dísil,
Ford Bronco, Fairmont, Maveric, Dodge
Dart, Aspen, Ramcharger, Wagooner, Cherokee,
Hornet, AMC,Toyota, Datsun, Mazda, Mitsub-
ishi, Lada, Fiat, Land Rover, M. Benz o.fl. o.fl.
Einnig tilheyrandi varahlutir.
___Mjög hagstætt verð. Póstsendum.
BÍLARAF HF.
Borgartúni 19. Siml 24700.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir
tilboðum í eftirfarandi:
RARIK-88001: Nýbygging verkstæðis- og geymslu-
húss í Ólafsvík.
Opnunardagur: Miðvikduagur 24. febrúar 1988, kl.
14.00.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins við Sandholt 34, Ólafsvík, og Lauga-
veg 118, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 10.
febrúar 1988 gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Ólafsvík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð
á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er
þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-
88001 Húsnæði í Ólafsvík".
Reykjavík, 5.2. 1988
Rafmagnsveitur ríkisins
Utlönd
Stjóm Austur-
ríkís í vanda
Forseti Austurríkis, Kurt Waldheim, gegnir embættisskyldum sínum eins
og ekkert hafi í skorist og í gær hitti hann blómaskreytingafólk i Vín.
Simamynd Reuter
Gizur Helgason, DV, Liibedc
í Austurríki hefur skýrslan um
Kurt Waldheim sett ríkisstjórnina í
alvarlegan vanda.
Skýrsla sagnfræðinganefndarinn-
ar var birt opinberlega í gær og er
óneitanlega til hnjóðs fyrir forset-
ann.
Nú segir einn af ríkisstjórnarflokk-
unum að sagnfræðingarnir hafi farið
út fyrir verksvið sitt meö því meðal
annars að skrásetja í skýrsluna þá
vitneskju um stríðsglæpi nasista er
hún taldi Waldheim óhjákvæmilega
hafa haft.
Skýrslan nefnir hvergi að Wald-
heim hafi sjálfur átt beinan þátt í
stríðsglæpunum en í samantekt nið-
urstaöna þessarar tvö hundruð
blaðsíðna skýrslu segir meðal ann-
ars. „Það er ljóst að Waldheim hefur
staðið mjög nálægt ýmiss konar
starfsemi sem stríðsdómstóll myndi
dæma sem glæpsamlegt athæfi. Út
frá því efni, sem nefndin hefur haft
aögang að, er ekki hægt að finna að
Waldheim hafi framkvæmt neitt
hegningarvert í styrjöldinni." Hans
Rudolf Kurz, formaður sagnfræð-
inganefndarinnar, sagði í sjónvarps-
viðtali í gærkvöldi að Waldheim
hefði vitað mikið. „Vel upplýstur
maður í ábyrgðarmikilli stöðu hlýtur
einnig að hafa velt því fyrir sér hvað
var að gerast.“
Þegar afhending skýrslunnar til
austurrísku ríkisstjómarinnar fór
fram í fyrrakvöld kom í ljós í fyrstu
umferð að skýrslan var enn ekki til-
búin. Hundmð fréttamanna voru
viðstödd athöfnina og ástandiö var
hálfvandræðalegt í nokkrar mínút-
ur. Síðan kom skýrslan og um leið
skýringin á töfinni. Það vora tveir
af ríkisstjómarflokkunum, íhalds-
menn og sósíalistar, sem voru mjög
svo ósammála um síöustu athuga-
semdir nefndarinnar sem fjölluðu
um siðferðislega sekt Waldheims og
vitneskju hans um hvað gerðist.
Leiðtogi íhaldsmanna taldi nefnd-
ina hafa farið langt út fyrir verksvið
sitt því aö hennar hlutverk hefði ve-
rið að kanna hvort Waldheim hefði
persónulega tekið þátt í stríðsglæp-
unum eður ei. Kanslari Austurríkis,
Franz Vranitzky, var á öðru máli og
taldi nefndina hafa staöiö rétt að
málum. Waldheim sjálfur sagðist í
sjónvarpsviðtali ekki finna fyrir
neinni siðferöislegri sekt og taldi
skýrsluna hafa sannað að hann væri
saklaus og að honum væri ekki í
huga að segja af sér. í fyrrakvöld
sagði Brano Kreisky, fyrrum kansl-
ari Austurríkis, að Waldheim ætti
að segja af sér. Kreisky líkti Wald-
heim-máhnu við Nixon-málið í
Bandaríkjunum en forsetinn neyd-
dist til að segja af sér vegna Water-
gate-hneykslisins.
Sagnfræðinganefndin tók fram á
einum stað að Waldheim hefði gert
tilraunir til þess að draga úr gjörðum
sínum í styrjöldinni eða sýna fram á
að valdsvið hans hefði verið sáralít-
iö. Minnisleysi hans var svo kerfis-
bundið aö nemdin gat ekki stuðst við
neinar skýringar frá honum sjálfum.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, sagði í gærkvöldi að sendi-
herra ísraels í Austurríki myndi ekki
snúa aftur til Vínarborgar svo lengi
sem Waldheim situr í forsetastóli.
Ráðamenn í Sovétríkjunum sögðu
aftur á móti í gær niðurstöður sagn-
fræðinganefndarinnar ekki breyta
neinu hvað varðar virðingu Sovét-
manna fyrir Waldheim.
Símskeytið talið falsað
Ásgeir Eggertsson, DV, Munchen:
Yfirvöld í Hamborg hafa nú hafið
rannsókn á svonefndu Waldheims-
símskeyti sem birtist í tímaritinu Der
Spiegel í síðustu viku. Samkvæmt
því sem fram kemur í skeytinu á
Waldheim að hafa skipað fyrir um
brottflutning fólks í fangabúðir nas-
ista. Nú er verið að athuga hvort
lagalega sé um að ræða svik, fólsun
og móögun í garð forseta erlends rík-
is.
Yfirvöld segiast styðjast við
skýrslu sérfræðings sem telur skey-
tiö vera falsað. Tímaritið Stem mun
á morgun greina frá þessari skýrslu.
í henni kemur fram að ritvélin, sem
notuð var til að skrifa skeytið, var
ekki framleidd fyrr en 1949. Þar að
auki bentu ýmis málfræðileg atriði
til fólsunar. Vitað er að símskeyti
með svipuöu orðalagi er til en á það
vantar nafn Waldheims.
Fölsuðu frétt
Sviixm Jan Stening væru lausir úr
prísundinni í Líbanon þar sem þeir
hafa verið í haldi síðan á föstudags-
morgun. Fréttin var röng og menn-
irnir tveir voru enn í höndum
mannræningja.
Blaöamaður og ljósmyndari VG
fóru um nóttina heim til fjölskyldu
Jörgensens og sögðu henni að heim-
ilisfaðirinn væri fijáls maður. Með
eftirgangsmunum tókst blaðamönn-
unum aö ná allri fjölskyldunni á
fætur, þar á meðal ungbarni, til að
fá af henni ljósmynd.
Þegar það kom á daginn að frétt
VG var uppspuni brást fjölskyldan
illa viö og taldi sig notaöa sem sölu-
vöru af hálfu blaðsins.
Frétt VG er almennt fordæmd í
Noregi og sagt er að blaðiö hafi farið
langt yfir öll velsæmismörk.
Páll VUhjáimsson, DV, Osló:
Heilsíðufrétt á forsíðu norska síö-
degisblaðsins VG í gær varö að
hneyksli. í fréttinni var sagt að Norð-
maðurinn William Jörgensen og
Sendiherra Svíþjóðar í Líbanon og ræðismaður Noregs í Damaskus á tali
við leiðtoga sunníta á heimili hans í Sidon í gær. Hingað til hafa allar tilraun-
ir til aö fá Skandinavana tvo, sem eru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna,
látna lausa verið árangurslausar. Norska blaðið VG falsaði hins vegar frétt
um frelsun þeirra í gær. Símamynd Reuter