Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd Norðmönnum Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Bandaríkjamenn hafa í hyggju að refsa Norðmönnum ef þeir hætta ekki hvalveiðum sínum í samræmi við samþykktir Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Þetta sagði fiskimálafulltrúi bandaríska sendiráðsins í Noregi á fundi með hvalveiðimönnum um helgina. Norsku hvalveiðimennirnir von- uðust til aö bandarísk yfirvöld myndu láta það óátalið þótt Norð- menn veiddu hvali í trássi við bann refisað fyrir hvalveiðar Alþjóða hvalveiðiráðsins. En orð bandaríska fiskimálafulltrúans taka af öll tvímæli um að bandarísk stjórnvöld munu fylgja að fullu eftir bandarískri þingsamþykkt sem gerð var á árinu 1986. Samþykkt þessi skuldbindur bandarísk stjórnvöld til að refsa þeim þjóðum sem bijóta gegn reglu- gerð Alþjóða hvalveiðiráðsins. Norskir hvalveiðjmenn leggja nú hart að stjómvöldum að hefja hval- veiðirannsóknir, sem gefi þeim heimildir til að veiða hvah. Hvala- rannsóknir íslendinga eru sú fyrir- mynd sem norsku hvalveiðimenn- imir benda á í þessu sambandi. Hingað til hafa norsk yfirvöld ekki viljað fallast á neinar kröfur um umfangsmiklar rannsóknir á hvöl- um. Grænlendingar undirbúa átak gégn eyðni Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahö&i: Á Grænlandi er verið að undirbúa átak til að verja landið gegn eyðni. Margir læknar segja að tími sé til kominn að það sé gert ef það er þá ekki orðið of seint. Hafa læknar lengi bent á eyðni sem banvæna ógnun fyrir Grænlendinga og tekur land- læknir Grænlands, Jens Misfeldt, undir þau orð: Hann segir að fijáls- lyndi Grænlendinga í kynferðismál- um geri eyðni að mun meiri ógnvaldi en til dæmis í Danmörku. Hann vísar þó þeim röddum á bug er tala um allsherjar sjálfsmorð Grænlendinga. „Síðasthðin ár höfum við gert átak í að hindra útbreiðslu kynsjúkdóma og er árangur þess nú að koma í ljós. A síðasta ári fækkaði lekandatilfellum um 30 prósent. Gagnrýnendur hafa réttilega bent á næstum þrefóldun sýfihstilfeha. Sú fjölgun á'þó rætur að rekja th rann- sókna í ystu byggðum sem leiddi th skráningar fjölda sýfilisthfeha sem mörg voru í raun gömul.“ Þrátt fyrir það þykja 659 sýfhisth- felli á Grænlandi ógnvekjandi en eyðni smitast að mestu leyti á sama hátt. Er vonast th að ný staða yfir- læknis í kynsjúkdómum snúi þróuninni í aðra átt. Enn eru engir eyðnisjúklingar á Grænlandi en sjö smitaðir af HlV-veirunni sem orsak- ar eyðni. Af þeim hafa fimm flutt veiruna th Grænlands erlendis frá. Sú staðreynd að HTV-veiran er í raun komin til Grænlands þykir undir- strika nauðsyn aðgerða og ekki síst á breytt kynlífi í átt að auknu öryggi. Svisslending- ar hækka fjall Gizur Helgason, DV, Liibedc Svissneska fjallið Fletschhorn verður nú hækkað um þijá metra. Á gömlum landakortum er fjallið sagt vera 4001 metri á hæð en nýjustu mælingar sýna að þaö nær aðeins 3998 metrum. Þar með hefur það misst aðdráttarafl sitt í augum margra íjahgöngumanna sem líta ekki við tindum undir 4000 metrum. Það er fylkið Saasgrund sem ætlar að standa straum af kostnaðinum við að stafla stórgrýti við núverandi tind þannig að það mæhst að lokum 4001 metri. Þá vonast menn einnig th að aukinn ferðamannastraumur standi undir kostnaðinum. r 44 prósent styðja norsku stjómina Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: Nýleg skoðanakönnun í Noregi segir að 44 prósent landsmanna styðji minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins. 36 prósent að- spurðra sögðust vilja ríkisstjórn Hægri flokksins, Kristilega þjóðar- flokksins og Miðflokksins. Önnur skoðanakönnun segir að 39 prósent Norðmanna finnist Gro Harlem Brundtland standa sig sem forsætisráðherra en 45 prósent að- spurðra sögðu frammistöðu hennar vera í meðallagi. meirí háttar TllkOf) stendur tíl 12. febrúar á ca. 450 g stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. |>03/kílóið iilboðsverð: kr.39 1 -'I ^ • X OSm- 0^1 II^c. kílóið Rúmlega 20% lækkun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.