Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988. MIKIÐ ÚRVAL AF LOFTVERKFÆRUM Hormes aliplbönd fyrlr málm oq tré I f}ölbreyttu úrvall. SÉRVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUR 0GL0FTVERKFÆR1 ÍS3R0T BlLDSHÖFÐA 18, SÍMI 672240 Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 Husqvama á gamla verðinu Eigum fyrirliggjandi takmarkað magn af Husqvarna saumavélum á „gamlaverðinu". Nú er rétti tíminn til að gera góð kaup. Naesta sending hækkarum 17% vegna tollabreytingarinnar. © HUSQVARNA BORGAR SIG Gunnar Ásgeirsson hf. UÚönd Á meðan önnur flugfélög búa við góða afkomu og taka þátt í samkeppni á fargjaldamarkaöi einoka Flugleiðir þvi sem næst utanlandsferðir íslend- inga og bjóöa upp á fargjöld, sem engan veginn standast samanburð, i krafti þeirrar einokunar. Lægri fargjöld og bætt afkoma flugfélaga Gizur Helgason, DV, Liibedc í byijun nýs árs setjast margir niður til þess að gera áætlanir um hvert ferðast skuli í sumar- og vetr- arleyfum, það er að segja ef menn á annað borð telja sig hafa efni á að leggja land undir fót. Ég og fjölskylda mín erum þar engin undantekning en í þetta sinn þarf greinarhöfundur að gera sínar áætlanir frá erlendri grund. Ýmsir möguleikar Ýmsar hugmyndir vakna. Skal halda á sólarstrendur eða til ein- hverrar stórborgar meginlandsins og drekka í sig þá menningar- strauma sem þar er aö fmna í formi hinna ýmsu listgreina? Svo er hægt að halda í norðvestur og heilsa upp á ættingja og vini á Fróni eða jafn- vel að sameina slíka ferð annarri enn lengri, það er að ’segja „step off and stop over“ og bregða sér tíl Vesturheims með stoppi á íslandi. Við hjónin ákváðum nú að kanna hvernig við gætum sameinað ílug til íslands frá Kaupmannahöfn og haldið að loknu þriggja til fjögurra daga stoppi vestur um haf og stopp- að síðan þrjá til fjóra daga á íslandi í leiðinni til baka til Kaupmanna- hafnar. Takmarkanir Það er ekki um auðugan garð að gresja hvaö varðar slíkar ferðir. Einokunarfyrirkomulagið ér enn við lýði og því ekki um annað að ræða en að kanna verðlag hjá Flug- leiðum í Kaupmannahöfn. Þá kom í ljós að með flugi frá Kaupmanna- höfn til New York og til baka var eingöngu hægt að stoppa í annarri leiðinni, það er aö segja ef notast skyldi viö ódýrasta farmiöann sem kostar 4660 danskar krónur. Hóflegt verð? Verð Flugleiöamanna er að mínu mati mjög svo í hófi þótt ég hafi alla tíð haft megnustu óbeit á allri einokun. Aftur á móti flaug mér í hug að kanna nú um helgina hvaða ferð ferðaskrifstofur í Kaupmanna- höfn bjóða í auglýsingum sínum í sunnudagsblöðunum og hvað blöð- in skrifa almennt um flugmál. Eftirfarandi upplýsingar komu að megninu til frá sunnudagsútgáfu Berlingske Tidende. Tjæreborg ferðir bjóða fimmtán daga ferð, hótel innifalið, Kaup- mannahöfn - New York - Kaup- mannahöfn, þann 19. febrúar fyrir 3798 danskar krónur. Önnur ferð, þann 26. febrúar, einnig fimmtán dagar með hóteh á 2398 danskar krónur. Lords Travel bjóða upp á ferð til New York á 4010 krónur. Dane-Tours bjóða upp á ferð til New York fyrir 3990 danskar krón- ur og til Flórída fyrir 4950 en það er átta daga ferð með hóteli og ferð til Disney World. Dragast aftur úr Að lokinni þessari örlitlu könnun sýndist mér í fljótu bragði að flugfé- lagið okkar sé aö dragast heldur betur aftur úr sé miðað við fargjöld Flugleiðamanna og annarra flugfé- laga fyrir nokkrum árum. Það fór illa fyrir flugfélaginu hans Lakers í Englandi en hann bauð upp á fargjöld til Bandaríkj- anna á lægra verði en áður hafði þekkst. Laker fór á hausinn en hugmyndin ekki. Síðastliðið sumar buðu nokkur flugfélög og ferða- skrifstofur í Kaupmannahöfn upp á ferðir á milh Kaupmannahafnar og New York og til baka fyrir 2100 danskar krónur. Hér var um skammtímaheimild að ræða en samgöngumálaráðherra Dana hef- ur lofaö því aö taka þessi mál til alvarlegrar athugunar á ný því að hans mati hljóti það að vera öllum til góös ef hægt er að ferðast enn ódýrara en nú. Markaðslögmálin SAS-menn hafa ekki verið ýkja hrifnir af þessum yfirlýsingum enda 'voru það erlend flugfélög er lækkuðu verðiö. í Vestur-Þýska- landi, en það er það land sem undirritaður þekkir hvað best til utan Danmerkur, er sama sagan. Lægri fargjöld og auknar heimildir til handa fleiri flugfélögum til þess að hefja áætlunarflug til hinna ýmsa borga. Hér gildir sem sagt lögmáhð aukin samkeppni, aukin þjónusta, lægra verð. Afkoman góð Með það í huga hvemig rekstrar.- afkoma Flugleiðamanna er lék mér forvitni á að vita hvað sagt væri í dagblöðunum dönsku um rekstrar- afkomu hinna ýmsu flugfélaga. Ég tók mig því til og blaðaði í gegnum vikuskammt af Berhngske Tidende og hafði lítið upp úr krafsinu. Þó var þetta aö finna í fimmtudagsút- gáfunni. Finnska flugfélagið Finn Air jók farþegafjölda sinn um 20 prósent árið 1987 og setti nýtt met með 4,5 milljónir farþega. Arangurinn er í algjörri þversögn við árið 1986 er flugfélagið var vegna verkfaha með svo htinn farþegafjölda að slíkt hafði ekki gerst í manna minnum. Árið 1987 varð mesta aukningin á sviði milhlandaflugs eða 21,4 pró- sent aukning sem þýðir 1,3 mihjón- ir ferðamanna. Leiguflug jókst um 20,7 prósent eða um 1,3 mihjónir farþega. Innanlandsflug jókst um 19.2 prósent eða upp í 1,9 mihjónir farþega. Ameríska flugfélaginu Trans World Airhnes, sem er stjómaö af stóriðjuhöldinum Carl Icahn, hefur tekist að snúa milljónatapi frá ár- inu 1986 upp í tekjuafgang upp á 106.2 mihjónir dollara 1987. Rekstr- arafgangur félagsins varð 210,3 milljónir dohara á síðasthðnu ári á móti tapi upp á 75,3 milljónir doh- ara 1986. Breska flugfélagið British Air- ways hefur nú undirritað samning upp á tvo mhljarða dollara við bandarisku flugvélaverksmiðjuna Boeing um afgreiðslu á ehefu tveggja hreyfla vélum, svonefndum Boeing 767 þotum. British Airways er nú að þreifa fyrir sér um samn- ing um fimmtán í viðbót. Afkoman er mjög góð. Samvinna Enda þótt SAS flugfélagið hafl oröið að láta í minni pokann fyrir British Airways varðandi kaup í British Caledonian þá er það ennþá að leita fyrir sér um samvinnu við stór flugfélög erlendis. Nú er það American Airhnes sem SAS stend- ur í samningum við og er Carlzon, forstjóri SAS, staddur í Bandaríkj- unum í þeim erindagjörðum. Hann vhl ekkert láta hafa eftir sér í því sambandi. Ennfremur má geta þess að SAS-menn eiga enn í samningá- viðræðum við belgíska flugfélagið Sabena um samvinnu. Flugleiðamenn eru ugglaust með ýmsar ráðagerðir á prjónunum th þess að bæta afkomu félagsins. Á hei'msmælikvarða er félagið litið en á okkar mælikvarða stórt og viö höfum verið stoltir af félaginu okk- ar sem þykir með afbrigðum gott. Þegar maður nú les um thraunir SAS-manna th samvinnu við önnur flugfélög líkrar stærðar vegna þess að þeir telja það einu lífsvon sína í harðnandi samkeppni þá er því ekki að leyna aö maður óttast um lífslíkur Flugleiða. Það hlýtur að vera vonlaust dæmi að berjast ein- ir sér við þá risa sem auka nú ferðir sínar ^yfir Atlantshafið og bjóöa lægra verð en Flúgleiðir ráða við. Flutningar á 250 þúsund íslending- um fram og th baka yfir Atlantshaf geta varla nægt Flugleiðamönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.