Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Érjálst.óháÖ dagBlað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Úreltar kjaraviðræður?
Þessa dagana mænir þjóðin á aðila vinnumarkaðarins
og bíður milli vonar og ótta hvort samningar náist. Rík-
isstjórnin heldur að sér höndum á meðan og útflutnings-
atvinnuvegirnir fljóta í tómarúmi meðan beðið er eftir
samningum og efnahagsráðstöfunum. Þjóðfélagið allt
er í biðstöðu og allt eins má búast við að verkföll skefli
á ef ekki gengur eða rekur. Eftir því sem fregnir herma
er deflt um launahækkanir sem kunna að nema á bilinu
10 tfl 20% sem dreifðust yfir árið.
Á sama tíma og allt virðist sigla í strand af þessum
sökum birtir kjararannsóknarnefnd tölur um kaup-
máttaraukningu ýmissa stétta launþega. Frá þriðja
ársijórðungi 1986 til þriðja ársfjórðungs 1987 jókst kaup-
máttur launa um 18% að meðalatali. Mest var hækkunin
hjá iðnaðarmönnum eða rúmlega 60% en laun ófag-
lærðra verkamanna hækkuðu að kaupmættti um 36%.
Vitaskuld má finna dæmi um minni kaupmáttaraukn-
ingu og áberandi er að laun kvenna hækkuðu minna
en karla og launaskriðið hefur heldur ekki verið jafn-
hratt í dreifbýlinu eins og á Reykjavíkursvæðinu.
Niðurstaðan er samt sú, þegar á hefldina er fltið, að
almenn kaupmáttaraukning hefur verið 18% á um-
ræddu tímabili og langt umfram það sem kjarasamning-
ar kváðu á um.
Það er að vísu löngu viðurkennd staðreynd að sumir
launþegahópar njóta launaskriðs umfram aðra. Ein-
staka starfsstéttir sitja fastar í umsömdum launaflokk-
um og hafa misst af því góðæri sem birtist okkur í tölum
kjararannsóknarnefndar. En þegar allt er talið saman
má fullyrða að kjarasamningar flalla fyrst og fremst um
lágmarkslaun og eru að langmestu leyti ómerk plögg
og úrelt um leið og undir þá er skrifað.
Þess vegna vaknar sú spurning hvort allt þrefið um
kjarasamninga og deilur um nokkur prósent tfl eða frá
sé ekki meira og minna til einskis. Er það ekki tíma-
skekkja að setja þjóðfélagið á annan endann, efna til
verkfalla og heimta hefldarkjarasamninga þegar til þess
er fltið að fæstir fara eftir þeim? Launamál á íslandi
þróast greinilega með allt öðrum hætti og taka lítt sem
ekki mið af kjarasamningum. Það er markaðurinn sem
ræður, eftirspumin eftir vinnuaflinu, geta eintakflng-
anna, afköstin og arðsemin sem stjórnar því hvort
atvinnureksturinn greiðir hærri eða lægri laun.
Atvinnurekandi, sem sækist eftir góðum starfskrafti,
einblínir ekki lengur á taxtann þegar hann semur um
launin. Lanþeginn, sem eitthvað hefur til brunns að
bera, lætur sér ekki detta í hug að ráða sig samkvæmt
úreltum kjarasamningi. Hann er falur fyrir þau laun
sem markaðurinn færir honum og velur úr því sem
best er boðið. Meðan þensla er mikil í þjóðfélaginu, eftir-
spurnin eftir vinnukraftinum er meiri en framboðið,
þá er launaskrið óhjákvæmilegt. Það er arðurinn sem
skiptir máli en ekki kjarasamningurinn. Þess vegna
hefur kaup iðnðaðarmanna hækkað um 60% á meðan
kjarasamningar segja að kaupið hafi ekki átt að hækka
nema um 10%.
í raun og veru ráðast kjör launþega að afar takmörk-
uðu leyti við samningaborð heildarsamtakanna. Kjörin
ráðast af þenslunni í þjóðfélaginu, skattapólitík og verð-
lagi. Þar ræður ríkisvsddið og ríkisstjómin mestu. Deilur
um nokkur prósent til eða frá skipta ekki mestu máli
heldur hitt hver þróun efnahagsmála verður. Kaup-
mátturinn ræðst ekki í Garðastrætinu. Hann ákvarðast
1 stjómarráðinu. Ellert B. Schram
Langbylgjukerli Ríkisútvarpsins er löngu úrelt og úr sér gengiö", segir m.a. í greininni.
Stjómarliðið
og Ríkisútvarpið
Við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir
árið 1988 gerðist það að Ríkisút-
varpið var annað árið í röð svipt
lögboðnum tekjustofni sem eru
innílutningsgjöld af sjónvarps- og
hljóðvarpstækjum. Tillaga um
þetta var borin fram af Jóni Bald-
vini fjármálaráðherra, formanni
Alþýðuflokksins. í Útvarpsráði á
sæti formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, Eiöur Guðnason. Hann
gagnrýndi í fyrra harðlega hliö-
stæða skerðingu sem þáverandi
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar beitti sér fyrir. Nú er hann
eins og umskiptingur og reyndi aö
verja á þingi ósómann með því að
líklega væri best að gera Ríkisút-
varpið að sjálfseignarstofnun!
Hallarekstur og tekjusvipting
Árið 1985 voru samþykkt ný út-
varpslög á Alþingi. Með þeim var
veitt heimild til starfrækslu „svæð-
isbundinna" einkastöðva. Meiri-
hluti á Alþingi, Framsóknarflokk-
ur, Sjálfstæðisflokkur,
Alþýðuflokkur og Bandalag jafnað-
armanna, tók um það ákvörðun að
heimila einkastöðvunum að afla
sér tekna með auglýsingum. Síðan
hefur samkeppni farið síharðandi
á auglýsingamarkaði og Ríkisút-
varpið misst af miklum tekjum af
þeim sökum. í eitt og hálft ár, þ.e.
frá ársbyrjun 1986 til 1. júlí 1987,
var stofnuninni bannað að hækka
afnotagjöld sem fóm hríðlækkandi
vegna verðbólgu. Við þetta bættist
síðan að ríkissjóður hirti öll inn-
flutningsgjöld sem útvarpslögin
nýju kváöu á um að renna skyldu
í Framkvæmdasjóð Ríkisútvarps-
ins. Á árinu 1987 hefði þessi tekju-
stofn gefið 300-400 milljónir króna
og ef til vill um 150 milljónir á ár-
inu 1988 eftir lækkun tolla af
viðtækjum.
Reyndin varð sú að á árunum
1986 og 1987 var Ríkisútvarpið rek-
ið með bullandi halla. Þrátt fyrir
mikla hækkun afnotagjalda á síð-
ari hluta árs 1987 verður greiðslu-
staða þess áfram mjög erfið vegna
skuldasöfnunar á undanfömum
árum og samkeppnisstaðan lakari
gagnvart einkastöðvunum. Ætla
veröur að hér sé með markvissum
hætti verið að þrengja aö þessum
sameiginlega fjölmiðli landsmanna
á sama tíma og fjölmargar einka-
stöðvar em aö hasla sér völl,
einkum suövestanlands.
Uppbyggingu langbylgju-
kerfisins seinkar
Útvarpslögin kveða á um að í
KjaHaiinn
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið
Framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins
skuli leggja 10% af brúttótekjum
stofnunarinnar. „Aðflutningsgjöld
af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum
og hlutum í þau renni óskipt í sjóð-
inn. Fé Framkvæmdasjóðs skal
verja til að tryggja viðunandi hús-
næði, tækjakost og dreifikerfi fyrir
starfsemi Ríkisútvarpsins." (23.
grein). Það er einmitt þessi sjóður
sem nú hefur verið sviptur tekjum
annað árið í röð. Af þeim sökum
hafa framkvæmdir við Útvarps-
húsið í þágu sjónvarpsins verið
stöðvaðar og seinkað endurbygg-
ingu langbylgjukerfisins.
Langbylgjukerfi Ríkisútvarpsins
er löngu úrelt og úr sér gengið.
Áætlað er að endurbygging þess
kosti um 500 milljónir króna. Gott
langbylgjukerfi er nauðsynlegt,
m.a. ef truflanir verða á FM-
útsendingum. Þaö þjónar einnig
sjómönnum á hafi úti og ferða-
mönnum á leið um landið. Upp-
bygging þess er öryggisatriði fyrir
þessa aðila og landið allt.
Breytingartillögur felldar
Stjómarandstaðan á Alþingi
snerist til vamar Ríkisútvarpinu,
fyrst í neðri deild og síðan í efri
deild, en allt kom fyrir ekki. Breyt-
ingartillaga um að fella skeröing-
arákvæðin niður var felld og einnig
tillaga um að láta þó ekki væri
nema eitt hundrað milljónir af inn-
flutningsgjöldum renna í Fram-
kvæmdasjóðinn.
Þessi afstaða ráðherra og stuðn-
ingsliðs ríkisstjórnarinnar á
Alþingi er í hróplegu ósamræmi
við þær kröfur sem eðlilegt er að
gera til Ríkisútvarpsins, m.a. í
menningarlegu og málfarslegu til-
liti. Á sama tíma er hlaupið undir
bagga með einkastöðvum, eins og
með því að undanþiggja afmglara
fyrir Stöð 2 söluskatti.
Menntamálaráðherrann, Birgir
ísleifur Gunnarsson, svaraði á Al-
þingi gagnrýni minni vegna
meðferðarinnar á Ríkisútvarpinu
með því að bera forráöamönnum
þess á brýn sólund og eyðslusemi,
án þess þó að færa fram nokkur rök
eða dæmi máli sínu til stuðnings.
Bitnar á landsbyggðinni
Málefni Ríkisútvarpsins snerta
alla landsmenn. Svæðisbundnar
aíþreyingarstöðvar koma ekki í
staðinn fyrir sameiginlegan fjöl-
miðil sem flestar þjóðir leggja
metnað í aö hlúa að. Hirðuleysi og
vanmat á gildi Ríkisútvarpsins er
hættulegt fyrir íslenska menningu.
Margt má að Ríkisútvarpinu finna
en úr því verður ekki bætt með því
að halda stofnuninni í spennitreyju
fjárhagslega. Landsbyggðin á hér
enn meira undir en höfuðborgar-
svæðið. Þar er minna framboð á
menningarlegu efni og víða tfifinn-
anleg vöntun á góðri útsendingu
og öruggu dreifikerfi.
Aðfórin að Ríkisútvarpinu bætist
við margt annað misrétti stjórn-
valda í garð strjálbýlisins. Það mun
ýmsum þykja einkennilegt að sjá
Framsóknarflokkinn nú styðja
slíkar aðgerðir. Hvað skyldi Vil-
hjálmur á Brekku, sem tók skóflu-
stunguna fyrir Útvarpshúsinu,
hugsa um slíka niðurrifsstarfsemi?
Mál er að linni.
Hjörleifur Guttormsson.
„í eitt og hálft ár, þ.e. frá ársbyrjun
1986 til 1. júlí 1987, var stofnuninni
bannað að hækka afnotagjöld sem fóru
hríðlækkandi vegna verðbólgu.“