Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Spumingin
Hefur þú komið til
Ameríku?
Brynfríður Halldórsdóttir: Nei, en
það má vel vera að mann langi þang-
aö til að skoða sig um.
Frosti Jónsson: Nei, ég held nú ekki.
Ég hef aldrei farið utan.
Anna Jónsdóttir: Hef komið þangaö
sem ferðamaður en vildi gjaman fara
á ný til að skoða mig betur um.
Sigrurður Ólafsson: Hef ekki komiði
þangað en það gæti komið að því að.
ég vildi fara þangað.
Hörður Valsson: Langar mikið að
fara þangað. Þetta er „topp“þjóð sem
gaman væii að heimsækja.
Ásdis Kalmann: Hef ekki
þangað en langar að fara.
komið
Lesendur
Skautaíþróttin er sivinsæl - ef svellið er til staðar.
Skautasvæði við Rauðavatn:
Fullkomin aðstaða allt árið
Jón Mar hringdi:
Ég er fyrrverandi og núverandi
unnandi skautaíþróttarinnar. Mig
langar til að koma á framfæri þeirri
hugmynd minni að við Rauðavatn
verði komið upp fullkominni að-
stöðu til skautaíþróttar allt árið.
Þarna verði byggt stálgrindar-
hús, þar sem verði vélfryst svell
innandyra og jafnvel utandyra
einnig, t.d. þannig að hægt sé að
lyfta þakinu eða renna til þegar
gott er veður yfir sumarmánuðina.
011 aðstaða verði líkust því sem
best gerist erlendis í skautahöllum,
þ.m.t. veitingasalur og aðstaða til
að skipta um skó og annan nauð-
synlegan fatnað.
Þama getur auöveldlega verið
aðstaða til skemmtilegrar fjöl-
skylduíþróttar og mun vinsælli og
ijölsóttari en t.d. hægt er að bjóða
skíðaáhugafólki nú, þar sem hér
eru yflrleitt engar aðstæður til
skíðaiðkunar sunnanlands.
Við Rauðavatn er líka nóg land-
rými (eins og er, a.m.k.) til að útbúa
bílastæði og gera svæðið í kring
aölaðandi fyrir sem ílesta. Þetta
mætti svo auglýsa og bjóða erlend-
um ferðamönnum aðgang að eins
og öðmm og myndu þeir áreiðan-
lega kunna að meta að geta farið á
skauta hér aö sumrinu.
Þessi framkvæmd ætti ekki að
þurfa að verða dýr því það er til-
tölulega lítill kostnaður við aðstöð-
una sjálfa og mun minni en við
margt annað sem verið er að fram-
kvæma. Þetta gæti orðið stór liður
í því að koma til móts við unglinga
sem hafa fáa staði að sækja og leysa
þar með, að hluta a.m.k., svokallað
unglingavandamál og færa stóran
hóp unglinga frá miðbæjarrölti að
kvöldi til heilbrigðrar skemmtun-
ar.
Ég er þess fullviss að þessi fram-
kvæmd gæti oröið mikil skraut-
flöður fyrir Davíö borgarstjóra ef
hann hefði frumkvæði að þessu
átaki, sem stór hluti borgarbúa
hefur saknað og hefur áhuga á að
fá, kannski í staö annarra bygg-
inga, sem deilur hafa staðið um. -
Fleiri mættu nú láta í sér heyra um
hugsanalega skautahöll við Rauða-
vatn.
Fyrirtæki á vegum SÍS:
Ahyggjulaust
á hausinn?
Hólmfríður skrifar:
Það virðist sem flest fyrirtæki á
vegum SÍS, sama hvort um er að
ræða saumastofur, frystihús, kaup-
félög eða prjónastofur geti áhyggju-
laust farið á hausinn. Það er á
framsóknarmáli kallað „tekjuvönt-
un“! Síðan eigum við, skattborgar-
arnir, aö rétta þessi fyrirtæki við.
Hvaö skyldi frystihúsið á Patreks-
firði t.d. hafa skuldaö Sambandinu
mikið? - Eigum við ekki rétt á að
þessi fyrirtæki séu látin leggja spilin
á borðið og skipt verði algjörlega um
stjórn í þeim?
Það er einkennilegt að SÍS virðist
ekki koma þessi taprekstur neitt við
heldur geta þeir sífellt keypt upp
eignir hér í Reykjavík. Hvað skyldi
verða gert ef um einkafyrirtæki væri
að ræða?
Gatnamót Hölðabakka oo Veaturlandavegar. - M|ög hœttuleg gatnamót, aö mati brélrllara.
Umferöarljós viö Vesturiandsveg:
Hættuleg gatnamot
Inpbjörg Óskarsdóttir skrifar: vinstri beyfiju. upp Höföabakkann. þama, heldur bföur maöur þarna a
Vegna kjallaragrcinar, sem birtist En slmm voru þau
.....■iriu ii
Bréfritari gerir aö umtalsefni umferðarljós við Höfðbakka og Vesturlandsveg, sem og fleiri hafa gert hér í DV.
Óhopp vegna umferðaiijósa:
Höfðabakki - Vesturlandsvegur
Þorsteinn Krístinsson skrifar:
Mig langar til að segja nokkur orð
um þessi umferðarljós á mótum
Höfðabakka og Vesturlandsvegar
sem virðast hafa orðið þess valdandi
aö íslendingar mega kallast „vitlaus-
ir“ í umferðinni (sbr. frétt í DV hinn
21. jan. sl. þar sem rætt var við Þórar-
in Hjaltason, framkvæmdastjóra
umferðamefndar Reykjavíkur).
„Vitleysan" á kannski rætur sínar
að rekja til þeirrar stofnunar sem
Þórarinn Hjaltason er framkvæmda-
stjóri fyrir.
Ég vil byija á að skýra hvers vegna
ég rita þessar línur. Fyrst og fremst
er það vegna þess að ég vil ekki telj-
ast „vitlaus íslendingur" og efast um
að Þórarinn vilji það heldur og í öðru
lagi var ég því miður einn af þeim
óheppnu á umræddum gatnamótum.
Þeir sem leið eiga um þessar kross-
götur gera sér hugmynd um hvernig
þessi umferðarljós ættu að virka,
miðað við það sem þeim var kennt
fyrir ökupróf.
Minar aðstæöur vom þannig: Ég
kem vestur Vesturlandsveginn, ætla
út á gatnamótin á grænu ljósi og bíö
vegna umferðar á móti. Síðan kemur
gult og rautt ljós. Ég fer eftir regl-
unni - að rýma gatnamótin.
Ég vitna síðan í lögregluskýrslu:
„Árekstur varð með bifreiðunum A,
sem ekið var vestur Vesturlandsveg
og beygt í áttina suður Höfðabakka,
og B, sem ekið var austur Vestur-
landsveg. Umferðarljós eru viö
gatnamótin. Ljósin virka þannig að
þegar rautt ljós er fyrir umferð á
akstursleið A logar samt grænt ljós
í skammastund fyrir umferð austur
Vesturlandsveg og fyrir umferð
noröur Höfðabakka, frá Vestur-
landsvegi í austur, á akstursleið B.“
Tilvitnun lýkur.
Er réttlátt að fólk, sem lendir í
óhappi við þessar aöstæður, sitji uppi
með tjónið (ekki bara ég heldur allir
hinir iíka sem lent hafa í þessu) -
þegar þetta má rekja til gildruleið-
andi umferðarljósa sem bæði lögregl-
an og vegfarendur geta vitnaö um?
Ég vil taka undir með Aðalsteini
Ambjömssyni í kjallaragrein hans í
DV hinn 26. f.m., svo og ábendingu
Ingibjargar Óskarsdóttur í lesenda-
bréfi í DV 2. þ.m.
Síðan vil ég skora á tryggingafélög
og aðra sem hlut eiga aö máli aö
kanna bótaskyldu sína og rétt vegna
óhappa sem hafa hlotist af þessum
margnefndu götuljósum.
Ég ætla að ljúka þessu með þeirri
ósk að Þórarinn Hjaitason kenni ekki
1 framtíðinni saklausum vegfar-
endum um afglöp sem átt hafa sér
stað við skipulagningu þessara
gatnamóta og kalli þá „vitlausa ís-
lendinga" fyrir vikið. - Megi lausn á
þessum málum finnast fljótt og far-
sællega til öryggis í umferðinni.